Helgarpósturinn - 18.03.1983, Síða 23

Helgarpósturinn - 18.03.1983, Síða 23
^p^sturinn. Föstudagur 18.mars 1983 23 'V'TJ Enn einu sinni hefur orðið /' \ hvellur vegna embættis- ^i veitingar - í þetta sinn vegna þeirrar ákvörðunar Friðjóns Þórðarsonar að skipa í embætti sýslumanns á ísafirði Pétur Haf- stein. En þeir sem fylgst hafa með ferli Friðjóns í dómsmálaráðuneyt- inu hafa ekki látið þetta koma sér á óvart - hann hefur til þessa engan skipað, sem ekki hefur verið Sjálf- stæðismaður. Og eins og Már Pétursson (Framsóknarmaður og bróðir Páls Péturssonar) héraðs- dómari í Hafnarfirði og einn átta umsækjenda á móti Pétri, hefur lát- ið að liggja, þá á skipun Péturs sér jafnvel enn einfaldari skýringar. Heimildir okkar herma nefnilega, að hart hafi verið lagt að Friðjóni að veita Pétri (Jóhannssyni Haf- stein) embættið til að „tryggja full- ar sættir“ í SjálfstæðisÁokknum. Og víst hlýtur að vera hægara fyrir Friðjón að ganga til liðs við sína gömlu samherja eftir kosningar ný- búinn að sýna hug sinn gagnvart „flokkseigendafélaginu“ í verki... Míkadó i tungumálsins. En þetta er engin furða. Þannig hefur þetta birst okkur í hálfa öld. Og hvað magn og hlutföll útgefins efnis varðar, er auðvitað mikið til í þessu. íslenska óperan Hlýtur stöðu sinnar vegna að verða töluvert allragagn . En allra- gögnin báru líka oft uppi heil heimili. Það er vonlaust og ósann- gjarntaðætlahennieitthvert sér- svið, fyrr en hún getur farið að moða úr íslenskum óperum eins og kvikmyndastrákar úr fornsög- um. Það er a.m.k. viðunandi sjónarmið að kynna söngleiki úr sem flestum áttum, t.d. með því að sýna, að fleiri hafa búið til gamanóperur en Offenbach, Strauss og Lehar fyrir utan Kana. Við eigum helst að skoða allt, sem hún vill sýna okkur, hvort sem okkur líkar það svo vel eða illa, þegar til kemur. Það fer nú ekki í þetta nema ein kvöldstund og aldrei verður það verra en miðlungsdagskrá i sjónvarpinu. Og menn virðast alltaf eiga peninga fyrir einhverjum „ó- þarfa“. Spurningin er bara, hvaða óþarfa menn velja hverju sinni. Hvernig var? Samkvæmt framansögðu var forvitni mín af ýmsum toga. Og í sem fæstum orðum varð henni þannig svalað: Þetta er smellnari söguþráður en maður á að venjast í óperett- um, þar sem gamanið er oftast á skelfing lágu plani. Auk þess er meira um hnyttileg tilsvör og orðaleik en títt er í slíkum verk- um, enda um breskan 19. aldar húmor að ræða, sem Ragnheiði H. Vigf úsdóttur tekst oft furðuvel að koma áleiðis, - þegar orðaskil heyrast greinilega NB. Þótt grínið sé látið gerast í Japan, beinist það einkum að breskum og raunar al- þjóðlegum framagosum, og það tekst m.a.s. að láta íslenska ráð- herra, borgar- og flugmálastjóra koma við sögu. Músíkin er ósköp þægileg og eiginlega stílblanda með ívafi af enskri almenningsmúsík.japönsk um áhrifum og smástælingum á fínustu óperuhöfundum 19. aldarinnar eins og Verdi. En þær eru vitaskuld ekki gerðar af sams konar nagandi minnimáttar- kennd gagnvart Gamla Heimin- um og þegar Kanar eru t.d. að reyna að skopstæla Wagner. Enda hafa Bretar ekki ástæðu til. Nokkrir söngvar ættu að geta orðið vinsælir, þótt þeir gangi fæstir eins beint í æð og Vínarlög- in. Rétt er að hafa í huga, að Sulli- van leit á sig sem „alvörutón- skáld", sem væri hálfvegis að táka niður fyrir sig með þessum gamanmálum. Hið sama var að segja um Gilbert sem skáld. Hið kaldhæðnislega er svo, að einmitt gamansöngleikirnir eru það helsta þeirra beggja, sem staðist hefur tímans tönn, enn a.m.k. MAXIM GORKI SKEMMTISIGLING Orion deck vistarverur á besta staö í skipinu Allir klefar meö gluggum; wc/sturtu FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580 — og dvöl á Mallorca í eínní og sömu ferdínni Nú kemur ATLANTIK með enn eitt glæsitilboöiö. Aö þessu sinni er það skemmtisigling meö lúxusskipinu MAXIM GORKl um austurhluta Miöjaröarhafs. Maxim Gorki, sem um þessar mundir er að skila af sér á fimmta tug ánægöra Islendinga, eftir nær mánaöar siglingu um Suður-Ameríku og Afríku, mun nú leggja leið sína frá Mallorca til ýmissa sögufrægra viðkomu- staöa fyrir botni Miðjarðarhafsins. Flogiö veröur til Plama de Mallorca í beinu leiguflugi 12. apríl, þar sem dvalið veröur á hóteli i eina viku. Þann 19. april verður svo stigiö á skipsfjöl og siglt samdægurs af staö tii eftirtalinna staöa: Sardiniu, Túnis, Möltu, Kritar, Tyrklands, Grikklands, Italíu (Róm) og Genúa. Frá Genúa er svo haldið aftur til Mallorca og dvalið í þrjár nætur. Heim verður svo fiogið í beinu leiguflugi þann 3. maí. Efnt veröur til skoðunarferða á öllum viðkomustöðum. Þetta er sérstakt tækifæri og er framboð takmarkað. Leikmynd þeirra hjóna Michael Deegan og Sarah Conly er einkar lífleg og hið sama er að segja um búningana. Leikstjórinn Francesca Zambello kom öllu snurðulítið á framfæri á frumsýn- ingu, en annað eins hefur maður nú séð gert. Og manni er raunar spurn, af hverju Englendingar voru ekki fengnir til að færa upp þetta rammenska gamanverk. Hvorki söngvarar né kór unnu neina nýja stórsigra, enda standa varla efni til þess. Einungis skal þess getið, að Steinþór Þráinsson bætir stigum við sig sem gaman- leikari og Hrönn Hafliðadóttir sýndi mikla reisn bæði í söng og leik. Þá má Elísabet Eiríksdóttir fá púnkt fyrir öðrum skýrari framsögn í söng. Soffía Bjarn- leifsdóttir mætti bæta þeirri tækni við góða rödd. Júlíus Vífill Ingvarsson og’ Katrín Sigurðar- dóttir voru í þeim sífellt vanþakk- látu hlutverkum að vera ungir elskendur, sem jafnvel breskri kímni tekst ekki að lyfta. Líklega stafar þetta eilífa vandamál af því, að öllum finnst elskendur í raun- inni aumkunarverðir og hlægileg- ir, nema þeim sjálfum, - sem á hinn bóginn taka lítið eftir heim- inurn-í kringum sig. Allt eru þetta nýlegir og hressi- legir kraftar, sem Óperan kemur meir á framfæri en ella. Svo hlýn- ar manni alltaf um hjartarætur við að sjá og heyra Kristin Halls- son í skauphlutverkum á sviði, sem þarna er sjálfastur Japans- keisari. Bessi Bjarnason og Hjálmar Kjartansson verða að una glaðir við sitt: að hafa gert skyldu sína á frumsýningu. En það getur átt eftir að batna. Lausn á skákþraut A. Leiki svartur c-peðinu, leppast hrókurinn! 1. Hb5! Biðleikur • caoiu teoa h eoa tt) i. Ha5 mat 1. - cxblR 1. - clD 1. - clR 1. - clB(eðaH) 2. Kb4 mát (hrókurinn er leppur) 2. Kc5 mát 2. Hxd2 mát 2. Ha5 mát B. Þessi var víst þyngri, lausnin er ekki laus við húmor: 1. Bh8! Biðleikur, biskupinn þarf að fara alla leið til að rýma fyrir drottningunni. 1. - e3 2. Bb2! Nú á svartur aðeins einn leik: 2. - b6 (5) 3. Dhl mát. 1. - b6 (5) 2. Dg7 3. Rb6 mát. 1. - b2 2.Dxa2 3.Rb6 mát.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.