Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.04.1983, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Qupperneq 3
3 irinn FöstudciQur 15. spríl 1983 Breytingar í ferðamálum htelgai----- posturinn Blað um þjóömál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarf ulltrúi: Guöjón Arngrímsson. Blaöamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Ómar Valdimarsson, lllugi Jök- ulsson. Útlit: Kristinn G. Haröarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auöur Haralds, Birgir Sigurös- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónas- son, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríöur Halldórsdóttir, Siguröur A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur Svav- arsson (bókmenntir & leiklist), Sigurður Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagn- fræöi), Guðbergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfús- son (popptónlist), Vernharöur Linnet (jazz), Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guöjón Arngrímsson, Guö- laugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Siguröardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóö, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi, Ólafur Engil- bertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guömundur Arnlaugsson. Spil: Friörik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guömundur' Jó- hannesson. Dreifing: Siguröur Steinars- son. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverö kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru aö Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot Alprent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Talsveröar breytingar eiga sér nú stað i ferðamálum íslendinga. Hinar yfirþyrmandi auglýsingar ferðaskrifstofa, skipa og flugfélaga eru til marks um harðnandi sam- keppni, sem tilkomin er vegna minni fjárráða almennings en veriö hefur á undanförnum árum. En ef vel er skoðað má greina í þessu aug- lýsingaflóði að ferðamöguleikum íslendinga er að fjölga. Hin harðn- andi samkeppni í ferðamanna- iðnaðinum hefur leitt til þess að ferðaskrifstofurnar hafa leitað með logandi Ijósi að nýjum möguleik- um, nýrri söluvöru. Afleiðingar þessa eru, eins og fram kemur í grein Helgarpóstsins um.ferðamál í dag, þær að ferða- venjur þjóðarinnar hafa tekið nokkrum breytingum. Þeim fjölgar nú stöðugt sem ferðast til útlanda á veturna. Hinar svokölluðu pakkaferðir hafa laðað að sér mikinn fjölda í skammdegis- mánuðum, en í þeim er staldraö stutt við á áfangastað, í einhverri stórborg Evrópu og notið ýmiss- konar þjónustu sem greitt er fyrir með íslenskum krónum hér heima. Þessar stuttu feröir eru enn fremur dæmi um ákveðna þróun á öðru sviði ferðamálanna. Því jafnframt því að fleiri ferðast til útlanda á veturna, þá velja sífellt fleiri að fara W'KUtVt í stuttar utanlandsferðir. Hér áður þótti ekki taka því að ferðast fyrir minna en nokkrar vikur í útland- inu, en nú eru þriggja og fjögurra dag skrepptúrar ekki óalgengir. Onnur áberandi breyting í ferða- málunum er sú að ásókn í sólar- landaferðir hefur dregist saman, á meðan fólk sækir í auknum mæli til landa í norður og mið-Evrópu. Þetta stafar af áðurnefndum pakkaferðum, en ekki síður vegna bílskipanna sem virðast hafa náð fótfestu strax í upphafi. Kannski er þó aðalástæðan sú staðreynd að nú geta landsmenn komist í sumarhús í ýmsum löndum á kjörum sem þykja viðunandi. Allt þetta hcfur leitt til þess að fjölbreytni í ferðamálum okkar hefur aukist mjög, og slikt er af hinu góða þar sem þriöji hver maður fór til útlanda í fyrra. í ár verður sú tala ef til vill eitthvað lægri, en varla mjög mikið. Þjóð sem hefur efni á því að ferðast svona mikið, og þetta eru hærri töl- ur en tíðkast í nágrannalöndunum, fyrir utan að ferðalögin héðan eru mun dýrari en þar vegna fjarlægð- anna, slík þjóð er annaö hvort hreint ekki eins blönk og nú er af látið, eða þá að ferðalögin eru einn stærsti liðurinn í því sem kallaö hef- ur verið að lifa um efni fram. Dallas og dagar fjölmiðla endur hafa næsta Iítinn áhuga á. Það eina sem get- ur bjargað tuggunni er af- burðasnjöll framsetning, og hverju sem um er að kenna virðist ljóst að við eigum fáa ræðuskörunga í þingsölum eða á vonar- peningslista, enda kannski bættur skaðinn úr því Þjóðleikhúsið er til sem vettvangur leikara. Af þessum sökum er al- veg ástæðulaust fyrir flokkana og frambjóðend- ur þeirra að undrast dapur legar undirtektir kjósenda eða slaka fundarsókn. VIÐ NENNUM einfaldlega ekki að horfa upp á jórtur- leikinn, þar sem við vitum fyrirfram hvaða tuggulag hver flokkur hefur, af því við erum búin að lesa það hundrað sinnum í blöðun- um og hlusta á það jafnoft i útvarpi. Þess vegna eru fram- boðsfundirnir hrein tíma- skekkja, glansmyndakynn- ing afkáraskapur sem ekki verður hægt að blekkja kjósendur með um alla framtíð, þó svo það takist enn, rétt eins og virðist hægt að teygja mestalla þjóðina til að góna sig stjarfa í delluna í Dallas. Eg er ekki nógu vel að mér í sögu til að vita hversu langt þessi Dallas-aðferð verður rakin, en náttúrlega þekkjum við hana einna best úr fjölmiðlamyndum úr kosningabaráttu i guðs eigin Iandi, þótt upprun- ann sé ekki að finna þar. Einhver hefur hvíslað því að mér að lafði Churchill, móðir Winstons, hafi orð- ið fyrst til að leggja í kosn- ingabaráttu með manni sínum, en vel getur það ver- ið ranghermt. Gallinn við þessa kosn: ingabaráttu er tvíþættur. í fyrsta lagi eiga frambjóð- endur ekki allir jafn fótógenar frúr né mann- vænleg börn og því hafa ekki allir jafna aðstöðu. En í öðru lagi er náttúrlega líka verið að slá megnu ryki í augu kjósenda og láta að því liggja að hæfileika- skortur á opinberum vett- vangi verði kannski bættur upp með afköstum í prívat- lífi. Vitanlega er æskilegt að stjórnmálamenn - eins og annað fólk - séu „heil- ar“ manneskjur, en þó er ekkert lögmál til sem segir að vel lukkuð frammistaða í einkalífi sé forsenda þess að menn standi í stöðu sinni utan heimilis. Hin aðferðin í kosninga- baráttunni er enn kyndug- ri, því hún er steinrunninn arfur liðinnar tíðar. Þetta eru svokallaðir framboðs- fundir. Þeir voru nauðsyn- legir áður en fréttir fóru að berast alminlega um land- ið. Þingmenn og þing- mannaefni urðu að geta komið til kjósenda upp- lýsingum um afrek sín eða ætlanir. Og þetta fyrir- komulag á sér reyndar fyrirrennara í gömlu leiðarþingunum, enda hafa sumir þingmenn talað um slík þing. En nú nær útvarp inn á hartnær hvert einasta heimili landsins. Blöðin slíkt hið sama, og sjónvarpið næstum jafn- langt. Og þar með verður fréttaflutningur á fram- boðsfundunum ekkert annað en tugga sem fjöl- miðlar eru margbúnir að jórtra og væntanlegir kjós- anna. En kjósandinn sem um er slegist hefur sig furðulítið í frammi, varla að hann hirði einu sinni um að bera fram spurningar á framboðsfundum í sveit- inni sinni eða bænum. Allt er þetta reyndar býsna skondið, í það minnsta í augum þess sem finnst rassarnir sem flokkarnir sitja á býsna lík- ir; en skondnast er þó að skoða „baráttuaðferð- irnar“ sem notaðar eru. Þær sýnast einkum úr tveim áttum komnar: önn- ur er af því tæi sem við get- um kallað Dallas-gerðina, hin er frá því fyrir daga ríkisfjölmiðlanna. Dallas -gerðin kemur manni býsna óíslenskulega fyrir sjónir. Hún er i því fólgin að kynna frambjóð- endur flokksins í dagblöð- um sem blending af opin- berri persónu og prívat- persónu. Annars vegar er þá brugðið upp myndum af frambjóðandanum (vénjulega karlkyns) þar sem hann er að vinna að þjóðmálum (t.d. í ræðu- stól, því betra þeim mun fínni sem stóllinn er) og hins vegar eru myndirnar af honum i faðmi fjöl- skyldunnar. Glæsilegur sóffi ér kjörgripur til slíkr- ar myndatöku og situr þ.á samstöðu frambjóðandans með alþýðunni má stund- um sjá á myndum vinstri- pressunnar). Og í þessu skyni er náttúrlega iíka lögð áhersla á að hann hafi eignast lögulega, myndar- lega og áferðarfallega konu. Vilji frambjóðendur vera sérlega óhefðbundnir og frjálslyndir er náttúr- lega gott þeir eigi fáein börn af fyrra hjónabandi til að skreyta með mynd- irnar af seinni konunni. - Og svo lesum við, kjósend- ur út úr myndinni eitthvað á þessa leið: Það Iiggur í augum uppi að þetta er góður drengur og dugandi fjölskyldufaðir. Hann hlýtur þá líka að revnast vel sem „þjóðfaðir“. í öðru lagi er verið að leggja á það áherslu að þingmannsefnið, sem reiðubúið er að fórna kröftum sínum í þágu lands og þjóðar á hinum opinbera vettvangi, sé líka manneskja sem eigi sér samskonar frumþarfir og aðrir: þurfi mat, húsaskjól og allt hitt. Þetta er sérlega nauðsynlegt þegar firring- in er komin á það stig að þegnum lýðræðisþjóðfé- laga finnst þeir ekkert eiga semeiginlegt með stjórn- völdum og tala um þau einkum með táknunum „kerfið“ eða „þeir“. að er víst sama hvar drepið er niður fæti í íslensku þjóðlífi þessa dagana: allir eru að hugsa og tala um kosningar. Suma grípur kosninga- skjálfti, aðrir þykjast yfir þjóðmál hafnir en tala þó ekki um annað en tilfinn- ingalíf og ' familíumál frambjóðenda. Flokkarnir geisa, frambjóðendur þeysa um landið og lesa upp leiðara sem þeir hafa sjálfir skrifað í flokksblöð- in eða reyna að vera fyndn- ir á kostnað andstæðing- gjarna frambjóðandinn umvafinn konu og börnum - nú eða stendur sem „höfuð“ fjölskyldunnar og ber flesta líkamsparta yfir hana, þar sem hún sit- ur í áðurnefndum sóffa - eða stól, allt eftir magni. Það sem að baki liggur er líklega einkum tvennt: I fyrsta lagi er verið að sýna okkur að frambjóðandinn háfi staðið sig vel I einka- lífi, eða með öðrum orðum að hann skaffi bærilega þar (dæmi hins gagnstæða, þ.e.a.s. að verið sé að sýna hrinqboróió I dag skrifar Heimir Pálsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.