Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 6
6 Viðskiptafratðinemar við f~J Háskóla íslands hafa S um nokkurra ára skeið haft það fyrir verkefni að ganga inn í fyrirtæki og gera nokkurskonar út- tekt á stjórn þeirra. Hafa þeir m.a. rætt við starfsfólk um samskipti undir- og yfirmanna og spurt um á- lit óbreyttra á stjórn fyrirtækisins. Hefur stúdentunum yfirleitt verið tekið vel og fyrirtæki gjarnan talið sér hag í að fá þessar heimsóknir. Á dögunum óskuðu viðskiptafræði- nemar eftir að fá að koma í sjón- varpið og gera slíka athugun. í fyrstu var þeim tekið vel en þegar þeir komu á staðinn, vopnaðir spurningalistum sínum, blokkum og skriffærum var komið annað hljóð í strokkinn: stúdentunum var einfaldlega vísað á dyr. Þótti mörg- um óbreyttum sjónvarpsstarfs- manninum þetta miður — því margir höfðu talsverðan áhuga á að láta í Ijós afdráttarlausar skoðanir sínar á stjórn fyrirtækisins og þær skoðanir falla stjórnendum þess ekki allar beinlínis í geð... Tæknimenn ríkisútvarpsins J sjónvarps kættust mjög S nú fyrir skömmu þegar inn á gólf barst langþráð sending af nýjum tækjakosti, stúdíómynda- vélum, mixerum og alls kyns full- komnum útbúnaði sem lengi hefur verið skortur á þar á bæ. En fljót- lega rann af þeim kætin. Á daginn hefur komið að loksins þegar stofn- unin hefur tækin þá hefur hún ekki efni á að nota þau. Fjárhagur sjón- varpsins mun svo bágborinn að á næstunni verður fátt annað fram- leitt en fastir liðir, fréttir og slíkt, og er nú búið að semja við stúdíólið þess um að það geti í sumar stimpl- að sig inn árla dags, farið svo útí bæ að vinna fyrir sjálfa sig og mætt svo í fréttirnar aftur að kveldi... Sumarið er á næsta leiti eða T] f A svo segja þeir, og þar með sumarmyndir kvikmynda- húsanna. Friðbert Pálsson í Há- skólabíói er nýkominn frá London, þar sem hann fékk nokkrar myndir, sem við fáum að sjá á næstu vikum og mánuðum. Þar má nefna tvö- falda Óskarsverðlaunamynd frá því í ár, Officer and Gentleman. Þá er einnig væntanleg Óskarðsverð- launamynd frá því i fyrra, Reds eftir leikarann fræga Warren Beatty. Framhaldsmyndir af gömlum kunningjum eru væntanlegar, Grease II og Star Trek II. I’m Dancing as Fast as I can heitir mynd með leikkonunni vinsælu Jill Clay- burgh. Hún fer þar með hlutverk sjónvarpsfréttakonu, sem ánetjast lyfjum. Loks má svo minnast á Partners með þeim kumpánum George Segal og John Hurt... V Senn rís vegleg „gull- höll“ við Laugaveginn í stað tveggja gamalla húsa sem þar hafa lengi verið. Það er Alþýðu- brauðgerðin sem átt hefur húsin nr. 61 og 63 við Laugaveg en hefur nú selt þau Jóni og Oskari, gull- og úr- smiðum. Þeir munu ætla að rífa þau og byggja stórhýsi í staðinn... Föstudagur 15. apríl 1983 jpifisturinn. BETRI LBÐIR BJÓÐAST ALÞÝÐUFLOKKURINN VILL GERBRE YTTA STEFNU í EFNAHAG5MÁLUM Til er betri leið í efncthagsmálum, en nú er fylgt. Með henni getum við skapað okkur traustari framtíð í stað þeirrar óvissu sem nú ríkir. Til þess þarf samstillta áætlun en ekki bráðabirgðaráð. Verkefnið er að brjótast úr vítahring erlendrar skuldasöfnunar og sívaxandi verðbólgu. Treysta verður atvinnuöryggi og afkomu heimila og atvinnulífs. Þetta má gera með því að leysa úr læðingi þá krafta, sem nú fara í súginn og nýta þau verðmæti, sem nú fara til spillis. Tækifærin blasa við til nýsköpunar í atvinnulífi, ef íslenzkt hugvit og framtak fá að njóta sín. Það sem þarf er: - Afkomuöryggi - Ný atvinnustefna - Uppstokkun í ríkisbúskap - Ábyrg samskipti. Afkomuöryggi Á næstu misserum verður að brjótast úr verðbólgufarinu, draga úr erlendri skuldaaukn- ingu og tryggja atvinnu. 1. I stað hins úrelta vísitölukerfis, komi Scimningur um launaþróun, lágmarkslaun og lífskjaratryggingu. Vísitölukerfið hefur gengið sér til húðar. Það á að leysa af hólmi með lífskjaratryggingu: - Afkoma heimilanna verði varin með greiðslu sérstakrar fjölskyldutryggingar. - Tekin verði upp afkomutrygging, fyrir þá er við lökust kjör búa og hún greidd launafólki sem ekki nær tilteknum lágmarkslaunum. 2. Atvinnulífið fái eðlileg rekstrarskilyrði svo að vel rekin fyrirtæki þurfi ekki að lifa á bónbjörgum. 3. Erlendar lántökur verði takmarkaðar. 4. Húsnæðislán til kaupa á fyrstu íbúð, verði tvöfölduð og kaup-Ieigufyrirkomulag innleitt. 5. Greiðslubyrði lána ráðist af tekjuþróun, svo að vinnutíminn sem þarf til að standa undir afborgunum fari ekki vaxandi. 6. Almennt sparifé verði verðtryggt, þannig að bankar skili raunvirði til sparifjáreigenda og skuldakóngar hætti að arðræna fólk. ALÞÝÐUFLOKKURINN VILL NÝJAR LEIÐIR í EFNAHAGSMÁLUM Ný atvinnustefna Ný störf og atvinnu handa öllum, á að tryggja með því að veita í nýsköpun atvinnulífs, þeim fjármunum, sem eytt er í óarðbærar framkvæmdir, óhagkvæman togarainnflutning lán til hallærisrekstrar og óhóflegar útflutningsbætur. • Smáfyrirtæki fái eðlilegan aðgang að rekstrarfé og allar atvinnugreinar njóti jafnræðis í skattamáium og á Iánamarkaði. • Stjórnun fiskveiða verði tekin til endur- skoðunar svo að afrakstur fiskistofna sé tryggður. • Urvinnsluiðnaður í sjávarútvegi og landbúnaði fái að dafna. • Orka landsins verði nýtt til atvinnuupp- byggingar í samræmi við markaðsmöguleika. • Nýtækniiðnaður, fiskirækt og nýjar búgreinar njóti vaxtarskilyrða. •Eftirlit verði tekið upp með óeðlilegri, erlendri Scimkeppni við íslenzka framleiðslu. • Ríkið og opinberar stofnanir kaupi ávallt íslenzkan iðnvarning, þegar þess er kostur. • Endurmenntun verði efld m.a. til að auka vöruvöndun og framleiðni. Alþýðuflokkurinn. Uppstokkun í ríkisbúskap Ríkisfjármál og skattamál verði stokkuð upp og ráðist gegn spillingu. • Framkvæmdastofnun verði lögð niður en byggðaáætlanir gerðar til að treysta byggðina í landinu. • Tekjuskattur ríkisins af almennum launatekjum verði afnuminn í áföngum. Virðisaukaskattur komi í stað söluskatts. Skattadómstóli verði komið á fót og skatteftirlit eflt til að spoma gegn skattsvikum. Taka á upp staðgreiðslu skatta. • Tolla- og aðflutningsgjaldakerfið á að endurskoða og einfalda. • Samræmdu lífeyriskerfi verði komið á fyrir alla landsmenn. • Ráðist verði gegn óráðsíu og sukki í opinberum rekstri og komið á sérstöku eftirlitsráði til að sækja slík mál. Þingmenn sitji ekki í bankaráðum og sjóðsstjómum. Ábyrg samskipti Ábyrgðin verði sett í öndvegi að nýju, þannig að sérhver aðili beri ábyrgð á eigin ákvörðunum, en samtryggingarkerfi ábyrgðarleysisins verði rofið. Atvinnurekstur standi á eigin fótum, án bakábyrgðar ríkisins. Fjárfestingarfé fari í að skapa arðbær störf: • Aðilar, sem ákveða fiskverð, beri ábyrgð á ákvörðunum sínum án ávísunar á ríkið. • Verðlagskerfi landbúnaðarins á að endurskoða, gera vinnslustöðvar viðskiptaiéga ábyrgar og afnema útflutningsbætur í áföngum. • Verðmyndunarkerfinu í landinu verði breytt, þannig að ábyrgð og ákvörðun fylgist að. Verðlagsfræðsla, neytendavemd og eftirlit með einokun, verði stóraukin. • Fjárfestingarsjóðir verði sameinaðir og þeim settar nýjar starfsreglur. • Dregið verði úr sjálfvirkni ríkisframlaga og ríkisstofnunum fengið efnahagslegt sjálfstæði. • Sveitarfélögin fái aukið sjálfsforræði um leið og þau axla ábyrgð á eigin ákvörðunum. • Ábyrgð og umhyggja fyrir frambúðarhag ráði í umgengni okkar við landið og miðin.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.