Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 19
^p&sturinn. Föstudagur 15. apríl 1983 19 Að koma auga á rétta vinningsleið Margur tapar spili vegna þess að vinningsleiðin er ekki sem opin bók. Við skulum athuga eftirfar- andi spil. s K_'D_8.2 H 9-4-3 T K-G -> L Á-K-5-2 S 6-3 S G-10-9-7 H D-G-10-7-6-5 H - T 10-5-2 T 9-8-7-Ö-4 L 9-8 L G-10-7-3 S Á-5-4 H Á-K-8-2 T Á-D-3 L D-6-4 Suður spilar sex grönd. Suður opnaði á einu hjarta. Norður sagði einn spaða. Þá sagði suður tvö grönd. Norður gekk út frá því að suður væri með jafna skipt- ingu og 18—19 punkta og sagði þá sex grönd. Vestur lét út hjarta drottningu. Frá austur kom tígul fjarkinn. Nú versnaði ástandið. Hvað gerum við nú? Þegar við teljum slagina, þá sjá- um við að ellefu slagir eru örugg- ir. Þrír í spaða, tveir í hjörtum, þrír í tígli og þrír í laufi. Þann tólfta getum við fengið ef andstæðingarnir eiga 3—3 í laufi eftir Friðrik Dungal eða spaða. Við tökum sex slagi á svörtu litina. Þá kemur í ljós að vestur á aðeins tvö spil í þessum litum, en kastar tveim hjörtum. Hvað gerum við nú? Er öll von úti? Kastþröng er heldur ekki til í dæminu. Suður gat auðveldlega reiknað út að vestur hafði upp- haflega átt sex hjörtu. Þá hafði það sýnt sig að vestur átti tvö spil í laufi og tvo spaða. Því hlaut hann að eiga þrjá tígla. Nú kom í Ijós í skottið. Hann tók þessa þrjá tígla og lét hjarta tvistinn. Vestur tók á tíuna, en þá lét suður níuna úr borði. Nú varð vestur að spila hjarta upp í kóng áttu suðurs og þar kom tólfti slagurinn. Úr því að við náðum að vinna þetta spil, þá held ég að best sé að við tökum aðra æfingu. Um að gera að læra meir. Þannig voru spilin: S Á-10-4-2 H G-4-3 T Á-K-D L 6-5-3 S 9 S 7-6-5 H Á-K-D-7 H 10-8-6-5 T G-10-9-8 T 7-5-2 L K-G-8-4 L 10-7-2 S K-D-G-8-3 H 9-2 T 6-4-3 L Á-D-9 Vestur opnaöi á einu hjarta, Norður forhandar doblaði. Aust- ur pass. Suður sagði tvo spaða. Vestur pass. Þá sagði norður þrjá spaða og suður bætti þeim fjórða við á sín ágætu spil.' Vestur lét út hjartakóng, ás og drottningu. Suður lét tromp á hana. Þá spilaði hann trompinu þrisvar og þá voru andstæðing- arnir tromplausir. Nú tók hann tígul háspilin í borðinu og lét svo lauf. Afar áríðandi er að rétt sé farið í laufið. Láti austur tvistinn eða sjöið, þá lætur suður níuna. Hann má alls ekki láta drottning- una, því þá tekur vestur með kóng og spilar á laufatíu austurs, sem kostar ásinn og þá eru tveir siagir tapaðir í laufi. Láti austur lágt spil á fyrsta lauf- ið, þá er nían Iátin. Vestur fær á gosann, en nú er búið að einangra alla litina og því er sama hvaða spil vestur laetur, það verður suð- ur alltaf í hag. Spili hann laufi, þá er það upp í gaffal suðurs. Spili hann hjarta eða tígli, þá er það í tvöfalda eyðu suðurs. Hann getur þá trompað í borðinu og kastað laufadrottningunni. Láti austur laufatíuna þegar laufinu er spilað fyrst, þá lætur suður drottning- una. Vestur tekur með kóng, en er í sömu vandræðum með útspil, því þá mynda nía og ásinn laufa- gaffal. Nú sérð þú lesandi góður að nauðsynlegt var að einangra alla litina áður en laufið var snert. —oooOooo— Tveir ameríkanar voru hér á ferð. Meðal óska þeirra var að spila bridge eina kvöldstund. Tveir menn sem kunnu töluvert í bridge og slangur í ensku voru fengnir til þess að spila við þá. „One Heart“ sagði sá íslenski sem sat í sæti norðurs. „Ænstigi“ sagði ameríkaninn. „What?“ sögðu hinir þrír. „Ænstigi“ endurtók sá ameríski. „What do you mean?“ „Look here“ sagði ameríkaninn og tók upp ensk-íslenskan orða- bókarpésa sem hann hafði á hnjám sér. „Pass = einstígi“. Já, það er eins gott að fara varlega með útlenskuna. Skákþrautir Samúel Loyd A Mát í 3. leik helgarinnar Samúel Loyd B abcdefgh Mát í 2. leik Lausn á skákþraut pB J3J jnjJBAS •>(131 BJS33U I JBJ]|B JBJBUJ jnjIAt] U3 ‘5Jl3]SQ3d UUI3 8o 1>]I3]SSU051 UIUIIJ ‘I)(I3IBJBppiJ X3S jnjJBAS B njsj iqa t a UI3S SIUJ3AI] >(13] BJS33U I JBJBUI So Z SPM +£3H T :jj3J>]OJ jd uisunB"] •lunuiEuis uin i>(>]3 Sis !QJæ>( pÁoq ud ‘jjij jd I>(>]3 UI3S ‘>]B>]S B UIUSnB] JSJ31] JD]-] V VAKIÐ OG VERIÐ GÓÐ Gott fólk! Það er nú meira af vilja en mætti að ég set saman þennan pistil, hrjáð af magakveisu. Er nokkuð eins fráleitt og að skrifa um mat þegar þannig stendur á? í síðasta pistli var ég víst að tala um skipulagða úthreinsun hinnar eðlu sálar og kemur nú vel á vondan að lenda í tilviljanakenndri úthreinsun hins öllu ómerkilegra sálarhulsturs. Slík uppákoma er algjör antíklimax, því það er svo gaman að vera til þessa dagana i sívaxandi birtu. Hvað sem kuldan- um líður styrkir birtan andann og kveikir kæti; sumardagurinn fyrsti rennur í hlað nk. fimmtudag en honum lýsir Pétur Gunnarsson réttilega á gáska- fullan hátt íSplunkunýjum degi (1973): Þóit hanti rigni snjói frjósi þá kemurðu yfirfjöll og sjó í dag ó bólugröfnu fjöll: sumardagurinn fyrsti! hver kann að stýra sínu spori þá? með útsprungið hjarta köstum keltinum útl á rúnkum hundinum mígum í brunninn hendum eggjum í hœnurnar étum restina af heyinu því hann er kominn yfir fjöllin blá það finnur sérhvert strá það öskrar uppí eyrun potar í augun fyllir nefið taktu út úrþér tennurnar og trampaðu á ' gleraugun um tylltu þér á tá því hann er kominn yfirfjöllin blá Svona geta frómustu menn orðið ábyrgðar- og kærulausir á vorin. Skyldi svona Ijóð annars geta fallið í framsóknarjarðveg...?! Og þá er það helgarmatseðillinn. Snúið nú bök- «um saman, sleppið forrétti en glímið við þorsk- böku í aðalrétt og eplaköku í aðalrétt. Þorskbaka eða ýsu Ykkur líst kannski ekkert á þessa löngu hráefnis- upptalningu, en rétturinn er ekki eins flókinn og hún gefur tilefni til að ætla. Þetta er eins konar plokkfiskréttur sem gaman er að dunda sér við. Sósan er undurgóð. Handa sex. 1 msk smjör 1 kg þorsk- eða ýsuflök 1 lítill laukur 1 sellerístöngull Vi graen paprika 1 dl saxaðar valhnetur 4 msk söxuð ný steinselja eða 2 msk að þurrkaðri 1 dl af þurru skorpulausu franskbrauði, skornu i teninga Vi tsk svartur pipar 1/8 tsk Tabascosósa 1-2 tsk þurrkuö tarragon (estragon) 1 tsk Worcestershiresósa 2 egg, hvítur og rauður aðskildar 1 dl rjómi 1 dl bráðið smjör Soð: 4 dl vatn 3 steinseljukvistir eða 3 msk af þurrkaöri 1 lítill saxaður laukur 6 piparkorn Vi tsk salt safi úr hálfri sítrónu Sósa: 6 msk smjör 4 msk hveiti Vz tsk salt Vt tsjt hvítur pipar 2 harðsoðin egg 3 msk rjómi u.þ.b. 4 dl af fisksoóinu 1) Setjið öfninn á 190 gr. C. og smyrjið stórt eldfast fat með msk af smjöri 2) Hellið vatninu í stóran pott og setjið út í það steinseljukvisti, piparkorn, salt, saxaðan lauk og sitrónusafa. Látið suðuna koma upp, skerið fiskflökin i stykki og komið þeim fyrir i pottin- um. Látið sjóða við vægan hita í 12-15 min. 3) Færið fiskinn upp á fat, en síið soðið og geymið. Látið rjúka aðeins af fiskinum, fjarlægið roð og bein og takið fiskinn i sundur í flögur með gaffli. 4) Saxið lauk, sellerí, papriku, valhnetur og stein- selju smátt og blandið saman í stórri skál ásamt brauðteningum, fiski,_ pipar, Tabascosósu. Worcestershiresósu og tarragoni. 5) Aðskiljið eggjarauður og hvítur, þeytið rauðurnar með gaffli og hrærið saman við fisk- stöppuna; að þvi búnu er rjóma og bræddu smjöri hrært saman við. 6) Stífþcytið eggjahvíturnar, lirærið þeim varlega saman við fiskstöppuna með skeið og komið stöppunni síðan fyrir í smurðu fatinu. Bakið í 30—40 mín. í miðjum ofni. 7) Á meðan fiskurinn er að bakast búið þið til sósuna Bræðið 4 msk af smjöri í þykkbotna potti við miðlungshita. Takið pottinn af hellunni og hrærið 4 msk af hveiti saman við smjörið ásamf salti og pipar. Setjið pottinn aftur á heita helluna og hrær- ið fisksoðinu jafnt og þétt (u.þ.b. 4 dl) saman við. Látið sósuna sjóða í u.þ.b. 5 mín. og hrærið stöðugt í henni á meðan. Þegar hún er orðin hæfi- lega þykk takið þið pottinn af hellunni og hrærið 2 msk af smjöri saman við og að lokum harðsoðn- um eggjunum söxuðum og rjómanum. 8) Þegar fiskbakan er tilbúin berið þið hana fram ásamt sósunni í sérstakri skál, soðnum kartöfl- um pg e.t.v. brauði og smjöri. Eplabaka Þetta er afar fljótiegur og ódýr eftirréttur, sömu- leiðis handa sex. Best smakkast hann sjóðheitur úr ofninum ásamt sýrðum rjóma eða þeyttum. 2 dl bráðið smjör 4 dl haframjöl 2 dl púðursykur V* tsk salt 5-6 epli rúmlcga 1 dl af vatni 2 msk apríkósumauk 1) Setjið ofninn á 180 gr. C. - ' 2) Biandið saman í skál haframjöii, púðursykri, saiti og bræddu smjöri. 3) Afiiýðið öll epiin nema eitt, fjarlægið kjarnana og skerið þau í þunnar sneiðar. 4) Smyrjið eldfast fat og setjið í það til ákiptis lag af haframjölsblöndu og eplasneiðum — byrjið og endið á haframjölinu. Dreypið vatninu yfir. 5) Skeriö síðasta epiið í þunnar sneiðar með hýðinu og raðið þeim yfir fatið, og smyrjið að lokum apríkósumaukinu yfir sneiðarnar. Bakið í miðj- um ofni í 40-50 mín. Vorið kemur að hugga Einmánuður úti, harpa að hefjast, fyrsti mánuð- ur sumars. Ýmsar véfréttir eru tengdar sumar- komunni, eins og t.d. að láta „svara sér í sumar- tunglið". Sá sem lítur sumartunglið í fyrsta sinn á að steinþegja og bíða þess að taiað sé til hans. Úr því ávarpi má svo lesa spádóm. Vakið nú og verið góð á meðan þið safnið kjarki til að horfast í augu við sumartungiið og rauliö undurfagurt hörpuvögguljóð Laxness sem hefst svo: Ég skal vaka og vera góð vininum mínum smáa, meðan óttan rennur rjóð roðar kambinn bláa, og Harpa sýngur hörpuljóð á hörpuljóðið gráa. Stundum var í vetur leið veðrasamt á glugga; var ekki einsog vœri um skeið vofa i hverjum skugga? ' Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga. Matkrákan óskar vetrarleiðum íslendingum gleðilegs sumars!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.