Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 15. apríl 1983 irjnn Flosi og félagar á æfingu - ruddalegur blærinn hentar okkar betur en fíngerður suðrænn húmor Frakka, segir Reynir m.a. í umsögn sinni. Laxeraðu góði sÝniiifJftrsalir Gallerí Lækjartorg: Á laugardag opna 15 þekktir lista- menn samsýningu til styrktar SATT, og rennur helmingur af söluveröi myndanna til samtakanna. Myndirnar veröa endurnýjaðar eftir þörfum og einnig verður gefiö út plakat með eftir- prentun af málverki Jóhanns G. af Cream. Opiö til 1. maí. Bókasafn Kópavogs: Grafíksýningu Ingibergs Magnússon- ar lýkur á laugardag. Listasafn ASÍ: Hjörleifur Sigurösson sýnir málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Opið kl. 14-19 alla daga nema mánudaga og kl.14-22 um helgar. Lýkur 1. maí. Kjarvalsstaðir: Hvorki meira né minna en fjórar sýn- ingar opna á laugardag. Guðmundur Björgvinsson sýnir málverk i austur- sal. Vilhjálmur Bergsson sýnir mál- verk í vestursal. I vesturforsal er skúlptúr eftir Þorbjörgu Pálsdóttur og i austurforsal eru Ijósmyndir eftir Frakkann Yves Petron. Mokka: Ásgeir Lárusson sýnir 32 guassmynd- ir. Sýningin stendur út þennan mánuö. Norræna húsið: Þóröur Hall opnar grafíksýningu I kjallara á laugardag, og stendur hún til 1. mai. í anddyri er norska sýningin De illegale presse og sýnir Ijósmyndir og blaöaúrklippur frá hernámsárum Noregs. Gallerí Háholt: Sigurður Haukur Lúövíksson sýnir málverk og vatnslitamyndir. Sýning- unni lýkur á sunnudag. Gallerí Langbrók: Hjördís Bergsdóttir sýnir tauþrykk og lýkur sýningunni 20. april. Opið virka daga kl. 12-18 og 14-18 um helgar. Listmunahúsið: „Skyggnst undir skelina." Ágúst Pedersen sýnir manna- og portrett- myndir. Opiö kl. 10-18 virka daga og 14-18 um helgar. Lokað á mánudög- um. Sýningin stendur til 1. mai. Nýlistasafnið: Kristinn Guöbrandur Harðarson opn- ar sýnungu á laugardag kl. 20. Á sýn- ingunni eru alls konar myndir, en eins og allir vita er Kristinn i fremstu röð ungra listamanna landsins. Sýningin er opin kl. 16-20 virka daga og 14-20 um helgar. Sýningunni lýkur 24. april. Gallerí Gangurinn Mávahlíð 24: Hollenski listamaöurinn Pieter Hol- stein sýnir og selur myndir eftir sig. Sýningin er opin til 20. mai. Skruggubúð við Suðurgötu: 40 listamenn v/ös vegar aö úr heimin- um sýna verk sín; þetta er svokölluö andtrúarleg list. Sýningin er opin kl. 17-21 virka daga og kl. 15-21 um helg- ar. Henni lýkur þann 20. apríl. Gallerí islensk list: Fjöldasýning félagsmanna úr List- munafélaginu aö Vesturgötu 17 i splunkunýju gallerii. Iciklnisi íslenska óperan: Mikado eftir Gilbert og Sullivan. Skemmtileg óperetta. Sýning á laugardag kl. 20. Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Lina langsokkur eftir Lindgren, kl. 15. Jómfrú Ragnheiður eftir Kamban kl. 20. Laugardagur: Lina langsokkur, kl. 15. Grasmaðkur eftir Birgi Sigurös- son. kl. 20. Sunnudagur: Lína langsokkur kl. 14. Óresteia eftir Æskýlos kl. 20. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Guörún eftir Þórunni Sigurðardóttur. Laugardagur: Skilnaöur eftir Kjartan Ragnarsson. Sunnudagur: Salka Valka eftir Hall- dór Laxness. Austurbæjarbíó: Hassiö hennar mcmmu eftir Dario Fo. Allra siðasta sýning á laugardag kl 23.30. viftlniririr Félagsstofnun stúdenta: Félag sálfræöinema viö Háskóla íslands gengst fyrir málþingi sálfræð- innar á laugardag kl. 14. Fjallaö verð- ur um þemað „kynjamismunur". Þeir sem flytja framsöguerindi eru Sigríð- ur Dúna Kristmundsdóttir, Helga Kress, Guðlaug Torfadóttir, Lára Halldórsdóttir og Guöný Guðbjörns- dóttir. Á eftir veröa almennar umræð- ur. Öllum er heimill ókeypis aögangur. Leikfélaf’ A kureyrar: Sfiékofifiar (On unþurge bébé) Höfundur: Georges Feydeau Ifðing: Flosi Olafsson Leikmynd og búningar: Jon Þórisson Lýsing: Viðar Garðarsson Léikstjóri: Flosi Olafsson Það kann að hljóma dálítið undarlega þegar manni er sagt að Georges Feydeau hafi verið mað- ur þunglyndur, þögull og ein- mana, en jafnframt einn kunnasti skopleikjahöfundur Frakka, næstum því eins mikils metinn og sjálfur Moliére. En þegar betur er að gáð er þverstæðan ekki nándar eins mikil og ætla mætti. Einkalíf Feydeaus gekk á margan hátt brösuglega, enda maðurinn að sögn samtímaheimilda ekki alls- endis gallalaus, en hann var nógu skynsainur til þess að leita útrásar í háði og skopi, í stað þess að leggjast í hugarvíl, eins og veik- geðja mönnum sem honum hættir svo oft við að gera. Soft Cell — The Trot of Falling stypard Það eru nú tæp tvö ár frá því að Soft Cell sendu frá sér hið stór- góða lag Tainted Love. Lagið náði fljótlega miklum vinsældum í Englandi og það sem meira er, það sló einnig rækilega í gegn í Bandaríkjunum. í raun voru þeir fyrstir hinna svokölluðu tölvu- poppsveita til að selja plötur að einhverju marki vestan hafs. Ein- hvers staðar las ég að plata þessi hefði haft lengri viðdvöl á topp 100 í Bandaríkjunum en nokkur plata til þessa. Það er alltaf erfitt að fylgja plötum sem þessum eftir og það hefur Soft Cell ekki tekist ennþá að gera á Bandaríkjamarkaði. í Englandi hefur hins vegar flest ef ekki allt sem þeir hafa sent frá sér komist hátt á lista. Fyrsta stóra platan þeirra, sem heitir Non Stop Farsinn Spékoppar er glöggt dæmi um þetta. Flann er saminn um sama leyti og höfundur yfir- gefur konu sína og heimili eftir mikið rifrildi við konuna, og í leiknum dregur hann heimilislíf j'sitt sundur og saman í háði og spotti. Undir hinu leikandi létta og oft á tíðum öfgakennda yfir- borði farsans er afar grunnt á bit- urleikann. Hér velur höfundur þveröfuga leið við íbsen eða Strindberg. Kvöl hjónabandsins verður honum ekki tilefni til þess að semja ástríðuþrunginn harm- leik. Hann kýs miklu frekar að sjá hana sem farsa. Og þó svo kven- haturstilhneiginga verði vart hjá honum eins og til dæmis hjá Strindberg (takið eftir að kona hans heitir Júlía eins og hjá Strindberg), þá sleppir hann eng- an veginn hinum veiklynda eigin- manni, né heldur syni sínum við hið miskunnarlausa háð. Það er engin furða þó að syni Feydeaus Erotic Cabaret, hlaut mjög góðar viðtökur og það sama má segja um sex Iaga plötuna Non Stop Erotic Dancing, sem út kom á síð- asta ári. Á þeirri síðarnefndu var einnig að finna lagið What, sem náði umtalsverðum vinsældum. Rétt fyrir jólin sendi annar meðlima Soft Cell, nefnilega söngvarinn Marc Almond, frá sér sína fyrstu sólóplötu. Var þar á ferðinni ákaflega athyglisverð og forvitnileg plata, þó margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að plata þessi, sem gefin er út undir nafninu Marc & The Mambos (Untitled), sé nokkuð góð. í byrjun þessa árs sendu Soft Cell svo frá sér langþráða stóra plötu, en hún ber heitið The Art Of Falling Apart. Ekki verður annað sagt en að Soft Cell hafi farið töluvert fram frá Non Stop Erotic Cabaret, sem þó vissulega hafi ekki stokkið bros á frumsýn- ingu verksins, því hafi það verið ætlun höfundar að refsa fjöl- skyldu sinni, og um leið sjálfum sér, með því að gera hana hlægi- Iega þá hefur það örugglega tek- ist. En Feydeau sendir fleirum tón- inn í Spékoppum en sínu heima- fólki. Borgarastétt aldamótatíma- bilsins sem hann er raunar sjálfur sprottinn uppúr fær einnig sinn skammt í persónu Kújóns, og jafnvel hið heilagasta af öllu heil- ögu, sjálf yfirstjórn franska hers- ins fær sína pillu. En tilburðir Feydeaus til þjóðfélagsádeilu verða að teljast fremur lítilvægir. Hann kemur að sönnu auga á hið skoplega við hið tvöfalda siðgæði borgarastéttarinnar, en hann er umfram allt barn þessarar stéttar og kærir sig ekkert um að vera annað, enda er hann fastagestur á fjölum Comédie Francaise, en borgaralegra og íhaldssamara leikhús er víst erfitt að finna í Frakklandi í dag. En þrátt fyrir að Feydeau sé barn síns tíma og barn sinnar stéttar þá má samt enn þann dag í dag hafa gaman af skopleikjum hans, hinni furðu- lega nákvæmu byggingu þeirra, þó svo þeir væru að miklu leyti nánast „impróvíseraðir" hnyttn- um tilsvörum og skemmtilegri en oft ýktri persónusköpun og at- burðarás sem oft á tíðum jaðrar allt að því við súrrealisma,. Það er FIosi Olafsson sem stjórnar uppfærslu L.A. á þessu verki Feydeaus, og þannig hefur það verið dálítið auglýst að allt eins má skilja á þann veg að Flosi hafi átt einhvern þátt í gerð verks- ins. Svo virðist þó sem hann hafi að langmestu leyti verið frum- gerðinni \rúr í uppsetningunni. Að vísu má á stöku stað greina ef vel er að gáð hinn landsþekkta „Flosahúmor“, þannig er til dæmis hæpið að brandarinn um föllnu krónuna hafi verið í hinni upphaflegu gerð verksins, og ein- hvern veginn finnst manni hann vera hálfgert aðskotadýr þarna. Þá er uppfærslan með öllu rudda- er góð plata. David Bell, sem er sá sem sér um hljóðfæraleikinn, hef- ur greinilega ekki eytt tímanum til einskis og framfarir hans eru um- talsverðar. Fjölbreyttni í hljóð- færaleik hans er töluverð og þó hann leiki einn á nærri öll hljóð- færin, tekst honum að draga fram nýja hluti í svo að segja hverju lagi, svo útsetningar verða aldrei leiðigjarnar. í einu lagi, Forever The Same, njóta þeir aðstoðar trompetleikara og óneitanlega veitir leikur hans laginu töluverð- an kraft. Soft Cell hafa orðið fyrir mest- um áhrifum frá tónlist þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk og soul-tónlist sjöunda áratugarins, einkum þó þeirrar sem kennd hef- ur verið við Motown. Þessi áhrif eru þó engan veginn greinileg á The Art Of Falling Apart, svo segja má einna helst að Soft Cell flytji bara nútíma soultónlist. Soft Cell sækja yrkisefni sín að þessu sinni ekki eins mikið til kyn- lífs og var á fyrstu plötunni, þó vissulega komi það við sögu í lög- um eins og Heat og Baby Doll. Er þetta breyting til batnaðar en frægt er orðið að neitað var að sýna videóspólu af lagi þeirra Sex Dwarfs íJTop Of The Pops, og segja þeir sem séð hafa að það legri blæ en gengur og gerist í frönskum gamanleikjum, enda gengur hinn fíngerði suðræni húmor sennilega lítt í íslenska á- horfendur. Og ekki er hægt að segja það að þessi þáttur á upp- setningunni skemmi verkið; þvert á móti, meinhæðnin í Ieiknum verður fyrir vikið miklu Ijósari, og þessi uppsetningarháttur vafa- laust miklu nær því sem höfundur ætlaðist til heldur en þær upp- setningar sem við getum ímyndað okkur til dæmis hjá Comédie Francaise. Sunna Borg leikur Jul- íu og tekst henni stórkostlega að túlka þessa með öfugum for- merkjum „Strindbergsku“ per- sónu og tilburðir hennar eru oft á tíðum hinir grátbroslegustu. Þá tekst Þráni Karlssyni oft á tíðum ágætlega upp í hlutverki einfeldn- ingsins kúgaða Flóvents, einkum tekst honum vel að ná einkar „frönsku" látbragði, en téxta- framburður hans mætti á köflum vera skýrari. Marinó Þorsteinsson nær prýðistökum á embættis- manninum Kújóni sem á yfir- borðinu er dæmigerður opinber embættismaður, en þegar betur er að gáð ekkert annað en vesalings kokkálaður eiginmaður, embætt- ishrokinn dugir skammt þegar út í einkalífið er komið. Gunnar Ingi Gunnsteinsson er stórskemmti- legur sem hinn baldni sonur Dó- dó, sem þrátt fyrir alla sína bresti stendur í lokin uppi sem einskon- ar sigurvegari sýningarinnar, þau Kristjana Jónsdóttir og Theódór Júlíusson komast einnig vel frá litlum en dálítið smellnum hlut- verkum sínum. Leikmynd Jóns Þórissonar er smekklega stílfærð, en álitamál er hvort yfirdrifinn natúralismi hefði ekki farið betur, ekki hvað síst til að undirstrika samlíkinguna við „stofuleikrit“ íbsens og Strindbergs, og það hvernig skopast er að þeim. Ve,l á minnst, nafnið Spékoppar er skrambi skondið hjá Flosa, í því er fólginn skemmtilegur orðaleik- ur, og þegar öilu er á botninn hvolft er ekki annað hægt að segja en það að þessi sýning Laxerist ljúflega. hafi verið ákaflega skiljanlegt því myndin hafi verið einstaklega ó- smekkleg. Það hefur vakið nokkra athygli að lagið Numbers skuli hafa orðið fyrir valinu til útgáfu á lítilli plötu, því í fljótu bragði virðist það nú vera eitt þeirra laga á The Art Of Falling Apart, sem síst á erindi i slíka útgáfu, en það venst þó ágætlega. Miklu beinna hefði legið við að gefa út lögin Forever The Same, Where The Heart Is, eða þá titillag plötunnar. En Numbers skyldi það vera og Num- bers var það.’þrátt fyrir mótmæli Phonogram,. sem gefur plötur þeirra út. Með plötunni fylgdi í takmörk- uðu upplagi tólf tommu 45 snún- inga plata og bárust örfá slík ein- tök hingað til lands og var ég svo heppinn að festa hendur á einu slíku. Á plötu þessari er að finna diskólag sem er um hann Martin sem er svo myrkfælinn, vegna ým- issa atburða sem sagt er frá í lag- inu, að hann sefur alltaf við Ijós. Hinum megin er þriggja Iaga syrpa af Hendrix lögum og er þar um athyglisverða og vel heppnaða tilraun að ræða. Lögin sem þeir taka upp eru Hey Joe, Purple Haze og Voodoo Chile. Áður hefur lítillega verið minnst á þátt David Bell í tónlist Soft Cell, en það er þó Marc AI- mond sem er stjarnan. Hann hef- ur hneykslað marga með útliti Onnur stendur, hin fellur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.