Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 15
jjústurinn_ Föstudagur 15. apríl 1983
15
íslandsmótið í
billjard um
helgina:
Ekki
góða
mögu-
leika
gagn-
vart
útlend-
ingum
— segir margfaldur
íslandsmeistari í
knattboörsleik
Kjuðinn mundaður við billjard-
borðið. Knattborðsstofur hafa
sprottið upp að undanförnu og
leikmönnum fjölgað mjög. Þeir
bestu reyna með sér á íslands-
meistaramótinu um helgina.
-Mynd: Jim Smart
„Ég held að það sé ekkert fjarri
lagi að giska á að á Reykjavíkur-
svæðinu spili hátt í 2000 manns
billjard meira og minna. Þeir sem
leggja verulega rækt við iþróttina
eru vitaskuld miklu færri en hóp-
urinn fer engu að síður stækk-
andi. A sjö eða átta árum hefur
tala keppnisborða fjórfaldast og á
föstudaginn langa var stofnaður
fyrsti billjardklúbburinn á íslandi
með yfir eitt hundrað félögum.
Það er því mikil gróska í íþrótt-
inni“.
Það er Ágúst Ágústsson, marg-
faldur Islandsmeistari í billjard
(knattborðsleik) sem segir frá.
Hann er í hópi þeirra sigurstrang-
legri sem taka þátt í íslandsmeist-
aramótinu í billjard nú um helg-
ina á Billjardstofunni við Klapp-
arstíg í Reykjavík.
„Þetta verður 'stærsta mót til
þessa hér á landi“, sagði Ágúst.
„Ætli keppendur verði ekki 24,
víðsvegar af landinu — Reykja-
vík, Akureyri, Keflavík, Akra-
nesi, Hafnarfirði og víðar. Motið
hefst á laugardagsmorguninn og
lýkur á sunnudagskvöldið. Og
þetta verður í síðasta sinn, sem
leikið verður eftir íslensku reglun-
um, svokölluðu. í haust þegar
„vertíðin" byrjar aftur, verður
HÁSKÓÍAB1Ó/L4UGARCWG KL2
KOSNINGAFUNDUR
Svavar Gestsson
Guömundur J.
Guörún Helgadóttir
Ólatur Ragnar
Amór
Sigrún
Bubbi Morthens
Áltheiöur
Margrót
Guðrún
& OPIÐ HÚS
Alþýou-
bandalagio
Kosningafundur G-listans í Reykjavík verdur í
Háskólabíói á laugardaginn kemur, 16. apríl.
Húsið verður opnað kl. 13.30
en fundurinn hefst stundvíslega kl. 14.
Dagskrá kosningafundarins:
Silja
Margrét Pála
Lúðrasveit verkalýðsins leikur í aðdraganda fundar.
Söngsveitin Raddbandið syngur i sal Háskólabíós
frá 13.50 til 14.
Stutt ávörp: Arnór Pétursson
Guðmundur J. Guðmundsson
Guðrún Helgadóttir
Ólafur Ragnar Grímsson.
„Óskabörn þjóðarinnar" flytja leikfléttu í fjórum þáttum.
• Upplestur: Guðrún Hallgrímsdóttir.
• Sigrún Valbergsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir, Margtei
Pála Ólafsdóttir og Grétar Þorsteinsson taka lagið.
• Bubbi Morthens syngur við gítarundirleik.
• Fjöldasöngur
• Lokaorð: Svavar Gestsson.
Fundarstjórar eru Álfheiður Ingadottir og Margrét
Björnsdóttir.
Að loknum kosningafundi munu frambjóðendur
G-listans spjalla við fundarmenn í anddyri
Háskólabíós og svara spurningum um
atvinnu- og efnahagsmál, stjórnkerfismál,
félagsmál, húsnæðismál, friðar- og utanríkismál,
umhverfismál og álmálið.
leikið eftir alþjóðlegum reglum —
sem hefur reyndar staðið til að
gera í hálfa öld eða svo“.
Islandsmeistarinn væntanlegi
fær í verðlaun nokkra peninga-
upphæð og farandbikar. Billjard-
spilarar hafa einir íslenskra í-
þróttamanna veitt peningaverð-
laun á sínum mótum en nú gæti
það farið að breytast: ef nýi
klúbburinn fær aðild að íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur, eins og til
stendur, verða menn að fara að
reglum áhugamannafélaga. Á-
gúst Ágústsson segir að búast
megi við fleiri mótum hér á næst-
unni. „Við erum að gera okkur
vonir um að geta haldið þrjú eða
fjögur meistaraflokksmót árlega í
framtíðinni. Stigahæsti spilarinn
eftir þá törn gæti svo farið utan til
að taka þátt í alþjóðlegum mót-
um, annaðhvort heimsmeistara-
keppni áhugamanna, sem er hald-
in í september, eða þá á opið mót
í Englandi. Og ég er sannfærður
um að ef við sendum þrjá eða
fjóra menn á svona mót, þá ætti
að minnsta kosti einn góðan
möguleika á að ná langt. Islensku
reglurnar hafa nefnilega verið það
stífar, að við stöndum óvenjulega
vel að vígi gagnvart öðrum. Þess
vegna er um að gera að keppa við
sem flesta — sem gæti orðið að
veruleika ef okkur tekst að verða
við óskum t.d. Englendinga og
Norðmanna uin árlegar lands-
keppnir í billjard", sagði Ágúst
Ágústsson.
Hafa þau í því skyni fcngió til sín
sænskan verðlaunakokk, Steiner
Öster, sem ætlar á næstu dögum að
gcfa gestum hússins tækifæri til að
smakka á sjávarréttum úr íslensku
hráefni - „eins og þeir gerast bestir“,
að sögn Rutar og Ómars.
Öster er franskmenntaður mat-
reiðslumeistari og hefur sérhæft sig
í matreiðslu á fiskréttum. Aðal-
atriðið er að fiskurinn sé nýr og að
fiskbragðið sé ekki kæft með
kryddi og þungum sósum, segir
hann. Það er fiskurinn sjálfur, sem
er aðalatriðið.
Svíinn ætlar að miðla af þekk-
ingu sinni til matreiðslumanna
Nausts og Ránar, en þau tvö veit-
ingahús eru rekin af Ómari og Rut.
Öster hefur einnig lagað ýmsa
síldarrétti, sem verða á boðstólum í
Naustinu næstu daga. Og ekki var
annað að sjá á „frumsýningargest-
um“í Nausti um miðja vikuna en að
þeim líkaði bara bærilega, takk
fyrir.
Kæfum ekki fiskinn í
kryddi og þungum
sósum
— segir sænskur verðlauna-
kokkur í Naustinu
Veitingamennirnir í Naustinu, fram á að allt tal um að íslenskur
þau Rut Ragnarsdóttir og Ómar fiskur sé ekki nógu góður, hljóti að
Hallsson, hafa ákveðið að sýna vera markleysa ein.