Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 5
5
//~/'/-)/‘T_^FðstudagiJf^15_ápriM983
þessa skoðanakönnun
Ekki er útlit fyrir að komandi alþingiskosningar muni hafa í för með sér verulegar breytingar á flokkahlutföllum á þingi - en vafalaust mun eitthvað stokkast upp.
Geir Hallgrímsson:
Sjálfstæðisflokkur-
inn nær ekki hrein-
um meirihluta og
samkvæmt könnun-
inni nær flokksfor-
maðurinn ekki kjör-
dæmakosningu.
Engu að síður vinnur
flokkurinn talsvert á.
Steingrímur Her-
mannsson: Fram-
sóknarflokkurinn
mun tapa miklu fylgi
ef marka má niður-
stöður könnunarinn-
ar - en fær í fyrsta
skipti uppbótarþing-
mann.
Svavar Gestsson:
Alþýðubandalagið
tapar minnst af
minni flokkunum
gömlu - missir tvö
þingsæti samkvæmt
könnuninni. Flokk-
urinn hefur bætt
nokkru við sig frá
könnun HP í
febrúar.
Vilmundur Gylfa-
son: Bandalag
jafnaðarmanna
stefnir í mikinn
kosningasigur - útlit
er fyrir að bandalag-
ið fái fimm kjör-
dæmakjörna þing-
menn og tvo lands-
kjörna.
Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir: Sam-
tök um kvennalista
hafa fengið talsverð-
an hljómgrunn og fá
samkvæmt könnun-
inni einn kjördæma-
kjörinn þingmann/
konu og þrjár lands-
kjörnar.
Kjartan Jóhannsson:
Alþýðuflokkurinn
virðist ætla að missa
helming þingmanna
sinna og flokksfor-
maðurinn sýnist fall-
inn í sínu kjördæmi.
Sigurlaug Bjarna-
dóttir: Sérframboð
sjálfstæðismanna á
Vestfjörðum fær skv.
könnuninni 17%
atkvæða og Sigurlaug
flýtur því inn á þing.
Sjálfstæðisflokkur-
inn er enda mjög
sterkur í kjördæm-
inu.
í Norðurlandskjör-
dæmi vestra Ingólfur
Guðnason: Göngu-
mannalistinn virðist
ckki hafa náð til kjós-
enda og kemur ekki
að manni. Augljóst
virðist að klofningur
Framsóknarflokks-
ins í kjördæminu
hefur veikt stöðu
hans.
því áður. í þessari könnun eru dreifbýlis-
hrepparnir inni í úrtakinu en þeir voru ekki
með í febrúarkönnuninni og ber að hafa það
í huga ef samanburður er gerður.
Verulegur munur virðist vera á stöðu hvers
flokks um sig í þessum 6 kjördæmum. Hér
verður ekki vikið að einstökum smáatriðum
en reynt að vekja athygli á hugsanlegum
hreyfingum á fylgi og stöðu flokkanna í
megindráttum.
Alþýðuflokkur: Staða flokksins virðist
allsterk í Vesturlandskjördæmi og er ekki
óeðlilegt að gera ráð fyrir að flokkurinn
hljóti kjördæmakosinn mann. Á Vestfjörð-
um hefur flokkurinn greinilega orðið fyrir
einhverju meiriháttar áfalli ef tekið er mið af
febrúarkönnun SKÁÍS. Samkvæmt þessari
könnun er óvíst hvort flokkurinn heldur
manni í kjördæminu. Á Norðurlandi vestra
er flokkurinn, skv. þessari könnun í algeru
lágmarki. í Norðurlandi eýstra er flokkur-
inn heldur að sækja í sig veðrið og skv.
þessari könnun á hann að hafa góðan mögu-
leika á kjördæmakosnum manni og er það
breyting frá því í febrúarkönnuninni. Á
Austurlandi á flokkurinn lítið fylgi. Staða
flokksins í Suðurlandskjördæmi hefur held-
ur skánað frá því í febrúar en þarf mikið að
batna til þess að flokkurinn fái kjörinn
þingmann.
Framsóknarflokkur: Flokkurinn á einn
öruggan þingmann á Vesturlandi og þarf
verulega viðbót til að fá 2 kjörna. Skv.
þessari könnun er 2. þingmaður flokksins á
Vestfjörðum fallinn. Þó þarf flokkurinn
ekki mikið fylgi til viðbótar til að halda
þessum manni. Versnandi staða Fram-
sóknarflokksins á Vestfjörðum kom einnig
fram í febrúarkönnuninni. Sérframboð
framsóknarmanna í Norðurlandi vestra hef-
ur tvímælalaust veikt mjög stöðu Fram-
sóknarflokksins i því kjördæmi. Má
flokkurinn halda mjög vel á spöðunum ef
hann á að halda tveim mönnum inni, sem
hann gerir ekki skv. þessari könnun. Staða
flokksins i Norðurlandi eystra er mjög slæm
og ef heldur sem horfir mun flokkurinn sitja
uppi með einn mann kjörinn í kjördæminu.
Þó er staðan betri en hún var í febrúar en þá
var strax ljóst hvert stefndi. Á Austurlandi
stendur flokkurinn einnig illa og þarf að
herða róðurinn ef hann ætlar að halda tveim
þingmönnum í kjördæminu. Staðan á
Austurlandi hefur versnað til muna frá því í
febrúar, en skv. þeirri könnun átti flokkur-
inn að vera inni með tvo þingmenn. í
Tafla I
Reykjavík:
fjöldi atkv. hlutfalt hlutfall ákveðinna
Alþýöuflokkur 23 3.8 9.6
Framsóknarflokkur 20 3.3 8.3
Bandalag jafnaöarm. 34 5.6 14.2
Sjálfstæðisfl. 98 16.2 40.8
Alþýöubandalag 38 6.3 15.8
Samtök um kvennalista 27 4.5 11.3
ætla ekki aö kjósa 80 13.2 —
vilja ekki svara 128 21.2 —
óákveönir 157 25.9 —
m MM*. 605 100.0 100.0
Tafla IV
Staða flokkanna miðað við dreifingu atkvæða í öllum kjördæmum landsins
febrúarkönnun SKÁÍS voru Framsóknar-
menn með einn mann inni á Suðurlandi.
Staðan hefur batnað til muna en nægir ekki
til að halda inni tveim þingmönnum. Staðan
í Suðurlandskjördæmi er annars þannig að
6. þingmaður kjördæmisins gæti fallið á
hvaða framboðslista sem er, af þeim 5 sem
bjóða fram.
Augljóst virðist af skoðanakönnuninni
að Framsókanrflokkurinn bíður mikið
afhroð i öllum landsbyggðarkjördæmun-
um. Hins vegar verður að teljast afar ólík-
legt að hann tapi jafn mörgum þingmönn-
um og niðurstöður könnunarinnar gefa til
kynna.
Bandalag jafnaðarmanna: Bandalagið á
ekkert fylgi á Vesturlandi og mjög lítið á
Vestfjörðum. Hins vegar kemur fram veru-
legt fylgi við Bandalag jafnaðarmanna í
Norðurlandi vestra og skv. þessari könnun
er Bandalagið með mann kjörinn. í Norður-
landi eystra er fylgið aftur á móti mjög lítið
og heldur ekki verulegt á Austurlandi. í
Suðurlandskjördæmi er Bandalagið mjög
sterkt, með rúmlega 12% atkvæða og mann
kjörinn.
Sjálfstæóisflokkur: Sjálfstæðisflokkur-
inn er með tvo menn á Vesturlandi skv.
þessari könnun og á Vestfjörðum sópar
flokkurinn til sín fylginu og er nú kominn
með 3. mann í baráttusætið og rúml 34%
atkvæða í kjördæminu. í Norðurlandi
vestra er staðan jafnvel enn betri og í
Norðurl. eystra er 3. sjálfstæðismaðurinn
inni skv. þessari könnun. Á Austurlandi fer
Sjálfstæðisflokkurinn uppfyrir Fram-
sóknarflokkinn og er inni með 2 kjörna
þingmenn. Á Suðurlandi er Sjálfstæðis-
flokkurinn með 55.6% atkvæða skv. þessari
könnun. í febrúarkönnun SKÁÍS var Sjálf-
stæðisflokkurinn þá’ þegar kominn með
50% atkvæða á Suðurlandi og 4 menn
kjörna.
Alþýðubandalag: Flokkurinn hefur held-
ur tapað fylgi í Vesturlandskjördæmi frá því
í febrúar en er þó með mann inni skv. þessari
könnun. Flokkurinn fær ekki mann á Vest-
fjörðum og ekki í Norðurlandi vestra. Hins
vegar kemur flokkurinn sterkt út í Norður-
landi eystra og fær þar um 20% atkvæða. Á
Austurlandi er flokkurinn með um 36%
atkvæða og tvo kjörna menn. í febrúar-
könnuninni var Alþýðubandalagið með
mann inni á Suðurlandi. Skv. þessari könn-
un er sá maður fallinn.
Önnur framboð: Sérframboð Sjálf-
stæðismanna á Vestfjörðum er með rúmlega
17% atkvæða og mann kjörinn. Sérfram-
boð Framsóknarmanna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra er með um 6% atkvæða og nær
ekki manni kjörnum (Iægsta hlutfall bakvið
kjörinn mann í NV. er 15.1%). Samtök um
kvennalista í Norðurlandi eystra hafa sára-
lítið fylgi, eða 1.7% þeirra sem tóku af-
stöðu.
Lokaorð
Á töf/u IV má sjá stöðu flokkanna miðað
við dreifingu atkvæða í öllum kjördæmum
landsins og er þá miðað við þá sem tóku
afgerandi afstöðu með einum framboðs-
lista. Eins og tekið hefur verið fram hér að
framan er hér fyrst og fremst um að ræða
tölfræðilegar niðurstöður. í ýmsum tilvik-
um þarf ekki mikið að breytast til þess að
kjörinn þingmaður færist frá einum flokki
til annars. Að lokum er svo stóra spurningin,
hvað þeir óákveðnu ætla að gera. Staða
þeirra getur skipt sköpum og sú staða verður
óráðin fram að kosningumI‘
Irl Hll Á? ‘t
i Starfsfólk SKÁÍS við vinnslu könn-
I unar um síðustu helgi. I*ess má geta
I að fulltrúum helstu framboða var
i boðið að koma og kynna sér vinnu-
brögð við gerð könnunarinnar.
kjörnir þing- menn landskjörnir þing- menn þing- menn alls
Alþýöuflokkur 3 2 5
Framsóknarflokkur 7 1 8
Bandal. jafnaðarm. 5 2 7
Sjálfstæöisfl. 25 1 26
Alþýöubandalag 7 2 9
Samtök um kvennalista 1 3 4
Sérframboö sjálfst.m. 1 0 1
Sérfr. framsóknarm. 0 0 0
49 11 60
Samanburður á fylgi flokkanna í alþingiskosningunum 1979 og SKÁÍS-könn
un hálfum mánuði fyrir alþingiskosningarnar í apríl 1983. — Allt landið.
Tafla V
Alþingisk. 1979 hlutf. þingm. ^SKÁÍS-kðnnun 1983
Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Bandal. jafnaöarm. Sjálfst.fl. Alþýöubandal. Samt. um kvennal. Sérframb. sjálfst.m. (Suöurl. 79-Vestfj. 83) 17.4% - 10 þingm. 25.0% -17 þingm. 35.4% - 21 þingm. 19.7% -11 þingm. 1.2% - 1 þingm. 9.5% - 5 þingm. (-5) 13.2%- 8 þingm. (-9) 11.6%- 7 þingm. (7) 43.1% - 26 þingm. ( 5) 15.3%- 9 þingm. (-2) 6.3% - 4 þingm. ( 4) 0.7% - 1 þingm (óbr)