Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 13
JHelgar----- pösturinn Föstudagur 15. apríl 1983 13 Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður viðtal: Illugi Jökulsson mynd: Jim Smart er að gefa dómstólunum kost á að fjalla um, flytja prófmál og aðhaldsmál alis konar. Dómar í slíkum málum geta haft mikil áhrif á þjóðfélagið; ég treysti því að lögregluyfir- völd muni sýna meiri varfærni en áður eftir úrskurði í málum þeirra sem handteknir voru vegna Geirfinnsmálsins, og hinna sem hand- teknir voru á Þingvöllum 1974“. — Segðu mér, hvaða kostum þarf góður lögmaður að vera búinn? „Helsti kosturinn er, trúi ég, auðugt ímynd- unarafl. Þar á ég við að hann verður að geta séð fyrir alla möguleika tiltekins máls; öll meðrök, mótrök, hvernig þessi eða hin ráð- gjöfin muni verka, hvaða aðstæður muni rísa af því, og hvernig líklegt sé að málið fari fyrir dómi. Til þess að geta sett upp þetta dæmi verður hann náttúrlega einnig að búa yfir analítískri, eða sundurgreinandi, hugsun". — Er alltaf jafn gaman að vera lögmaður? „Þetta starf er svo fjölbreytt að það getur aldrei orðið leiðinlegt. Maður hittir fólk úr öllum stéttum, öllum sitúasjónum, og oft fær maður nú verkefni á sviðum sem maður hefur aldrei sinnt áður. Við lögmenn þurfum ekki aðeins að kunna skii á lögfræði; við þurfum að þekkja umhverfið og þjóðfélagið út í æsar. Eitt kvöldið gæti ég þurft að liggja yfir bók- um um dísel-vélar vegna skaðabótamáls; næsta kvöld þyrfti ég að kynna mér ballet. Þá þarf ég oft að leita til sérfræðinga t.d. geð- lækna, endurskoðenda verkfræðinga eða jarðfræðinga. Auðvitað er heilmikið um rútínumál, en skemmtileg og spennandi mál eru nógu mörg tii að halda manni við efnið“. 500 mál i gangi — Geturðu nefnt mér einhver skemmtileg mál sem þú hefur fengist við, eða þá mál sem þú ert sérlega stoltur af? „Stoltur"? Ragnar hlær. „Það er nú það. Svoleiðis mál þurfa ekki endilega að vera dómsmál; það er ekki nema lítill hluti starfs okkar lögmanna eiginleg dómsmál. En það er alltaf ánægjulegt ef vel tekst til með - segjum barnaverndarmál. Ég minnist eins slíks máls þar sem móðir hafði verið svipt forræði af barnaverndarnefnd, en mér og einum starfs- manni nefndarinnar tókst að snúa formann- inum á okkar band. Móðirin fékk barn sitt aftur, síðan eru liðin mörg ár og síðast þegar ég vissi var allt í himnalagi. Skemmtileg mál? Ja, það er svolítið undar- legt að á Islandi viðgengst enn þá ein tegund skuldafangelsis; sem sé að senda menn á Kvía- bryggju sem skulda barnsmeðlög. Þetta gildir þó ekki ef hinn skuldugi hefur gifst eða tekið upp sambúð á nýjan leik og framfleytir börn- um. Einu sinni átti að setja einn minna klíenta á Kvíabryggju fyrir að skulda barnsmeðlög, enda þótt hann hefði tekið upp sambúð við nýja konu og eignast með henni tvö börn. Stjórnvöld byggðu mál sitt á því að maðurinn var listamaður og ekki í fastri vinnu; hann gaeti því ekki talist framfleytandi barna sinna. Nu, ég tók mig til og safnaði upplýsingum um tekjur mannsins af verkum sínum síðasta árið; þær reyndust samsvara tólf mánaða Dagsbrúnarlaunum þegar allt var talið. Við skrifuðum þá bréf til Reykjavíkurborgar, ég og skjólstæðingur minn, og lýstum því yfir að hann myndi fúslega fara í fangelsi ef Borgin vildi lýsa því yfir á móti að hún teldi ekki unnt að hfa af Dagsbrúnarlaunum. Síðan hefur ekki verið minnst á Kvíabryggju við þennan mann...“ — Fer allur þinn tími í lögfræðina eða...? „Nei, ekki segi ég það nú. Einhver áhuga- mál á ég mér; ósköp venjuleg, býst ég við. Ég var til dæmis mikill bíómaður í gamla daga og stofnaði eitt sinn kvikmyndaklúbb ásamt Þorgeiri Þorgeirssyni og fleirum. Svo les ég dálítið og reyni að fylgjast með í leik- húsunum, en raunveruleg hobbí á ég ekki. En fer þó stundum í leikfimi og sund“. Hann brosir. „Ég drakk í næstum þrjátíu ár og það tók nú tímann sinn. Annars leyfir erillinn í starfinu varla umfangsmikil hobbi“. — Erillinn, já. Hefurðu hugmynd hversu mörg mál þú annast á hverju ári? „Nei, en einu sinni fyrir nokkrum árum at- hugaði ég hversu mörg viðfangsefni voru á minni könnu samtimis. Þessi viðfangsefni voru auðvitað mjög mismunandi; sum stór, önnur lítil. En hvað um það, ég taldi öll mín óleystu viðfangsefni og þau reyndust vera fimm hundruð“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.