Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 14
Ibúar Cochem komust leiðar sinnar á þar til gerðum trébrúm yfir umflotnar götunar. Láréttu strikin á húsgaflinum sýna hversu hátt flóðin hafa náð í Cochem. Föstudagur 15. apríl 1983 jrjtSsturinn. Daemigerð mynd úr gömlum borgarhluta í Þýska- landi: Rómantík og þröngar götur. Þýskaland að vori Hann var heldur syfjulegur hóp- urinn sem sötraði kaffi uppúr kl. 4 síðastliðinn föstudagsmorgunn á kaffiteríu Hótels Loftleiða. Förinni skyldi heitið til Þýskalands, þar sem kanna átti drykkjarframleiðslu héraðanna meðfram Mosel ánni, nánar tiltekið bjór og vín. Miðnesheiðin var fremur kulda- leg þegar farið var í loftið í Lúxem- borg, nefniiega leiðinda rigning. Hitastigið var þó alitént yfir frost- marki. Og þannig átti það eftir að vera meira og minna næstu fjóra daga. Ekki spillti það þó fyrir skemmtilegri ferð. Frá Luxemborg var haldið sem leið liggur yfir þýsku landamærin og inn í sambandsríkið Rheinland- Pfalz, aðeins steinsnar í burtu. Rheinland-Pfalz er grösugt land- búnaðarhérað, þar sem ferða- mannaiðnaður stendur í miklum blóma. Fyrsti áningarstaðurinn var Bit- burg, lítill bær, sem hefur það m.a. sér til ágætis, að þar er framleiddur hinn frægi bjór Bitbirger Pils (það mun þó fara eftir smekk hvers og eins hvaða augum hann lítur þessa framleiðslu). Brugghúsið er í eigu Simon-fjölskyldunnar og mun það vera annað stærsta brugghús í einkaeigu í Þýskalandi, en áttunda stærsta brugghúsið í landinu. Verk- smiðjan er afar fullkomin og í nýrri hluta hennar er öllu stjórnað með tölvum. Þeir ferðamenn, sem það vilja, geta fengið að skoða brugg- húsið undir leiðsögn og læra þannig allt um botngerjaðan bjór og yfir- borðsgerjaðan bjór. Menn skyldu þó varast að koma þangað á föstu- degi, því þá liggur öll starfsemi niðri. Dagurinn sá er aðeins notað- ur til hreingerninga og viðhalds. Laugardagurinn var tekinn snemma, eins og aðrir dagar í þess- ari ferð. Loksins skyldum við fá að sjá þá frægu á Mosel, sem hefur gert þeim Þjóðverjum mikinn ó- skunda síðustu dagana, með því að flæða yfir bakka sína. Ekki var þó farin beinasta leið til Cochem, sem var næsti viðkomustaður, heldur lögðum við lykkju á leið okkar og fórum til þar sem heitir Eifel Ferien Park við bæinn Daun. Þar eru ór- lofsheimilabúðir í fallegu hæðóttu landslagi með ám og vötnum. Búð- irnar eru byggðar i stíl gömlu bind- ingsverkshúsanna og geta gestir val- ið um litlar og smáar íbúðir, auk sérstakra sumarhýsa fyrir stærri fjölskyldur. I orlofsbúðum þessum geta gestir dundað sér við allt milli himins og jarðar, stundað göngur, siglingar, veiðiskap og annað til að hressa upp á heilsuna. Búðir þessar standa iV lendingum opnar og má panta dvöl þar hjá söluskrifstofum Flugleiða. Til Cochem var komið undir há- degi. Þar var um fátt talað en flóðin í Mósel og á mörgum húsum nálægt ánni mátti sjá hversu hátt flóðin hafa náð á liðnum áratugum, sums staðar upp á mið hús eða svo. Við fengum að sjá það með eigin augum morguninn eftir, þegar allt var komið á flot á lægstu götunum og menn fóru ferða sinna eftir tré- brúm, sem settar eru upp í tilfellum sem þessu. Á stöku stað höfðu íbú- arnir reist stiga upp að gluggjtm sín- um til að komast til síns heima. í Cochem var fyrsta skipulagða vinsmökkun ferðarinnar og varð hún að fara fram á hótelinu, þar sem vínkjallari framleiðandans var á kafi í vatni og unnið var af kappi IN VINO VERITAS er gamalt latneskt máltæki, sem þýðir að sannleikann sé að finna í víninu. Framhald þessa máltækis segir hins vegar IN AQUA SANITAS, eða heilbrigði býr í vatninu. Hvort tveggja er mjög gott í héruðunum í kringum Mósel-ána. Mósel-svæðið framleiðir ein- göngu hvítvín og eru þau mjög hátt skrifuð hjá þeim, sem vit hafa á. Það er því ekki hægt að ferðast um þennan hluta Þýskalands án þess að dreypa tungunni i silfurtæran mjöðinn, ef menn á annað borð láta slíkt inn fyrir sínar varir. Allir kannast við Riesling-vín, en þau draga nafn sitt af samnefndri vínberjategund, sem vex eingöngu á þessu landssvæði og hvergi annars staðar. Riesling er algengasta berið við Mósel, en þó má finna þar aðrar berjategundir eins og Ortega og Kerner. Vín er að sjálfsögðu misjafnt að gæðum og á merkimiðanum utan á flöskunni má sjá í hvaða gæða- flokki það er. „Qualitatswein" þýð- ir að vínið hefur staðist strangt gæðamat og því óhætt að treysta við að bjarga dýrmætri framleiðsl- unni. Koblenz var næst á dagskrá, rúmlega eitt hundrað þúsund manna borg með öllu tilheyrandi, verslunum, diskótekum og öðrum skemmtistöðum. Borgin stendur á ármótum Rinar og Mósel og heitir Þýska hornið (Deutsches Eck) þar sem þær mætast. Flóðin gerðu okk- ur enn grikk, því breyta varð ferðaá- ætluninni þeirra vegna. Allir vegir því, að það sé alla vega sæmilegt. „Qualitatswein mit Pradikat“ má síðan skipta niður i nokkra flokka eftir gæðum vínsins, og er að sjálf- sögðu byrjað neðst í gæðastigan- um: „Kabinett“; „Spátlese“, sem þýðir að vínið hafi verið gert úr úr- vals berjum; „Beerenauslese"; „Trockenbeeren-Auslese"; og loks „Eiswein", sem þýðir að berin hafi verið látin frjósa. Til þess að svo megi verða þarf alveg sérstakt ár- ferði. Berin þurfa að frjósa þrjár nætur í röð við minnst sjö gráðu frost áður en þau eru tínd. Úr slík- um berjum fæst sérstaklega Ijúf- fengt vín. Ferðamenn um Mósei-dalinn geta fengið að smakka vín hjá framleiðendunum og má fá upplýs- ingar um það í upplýsingarmið- stöðvum fyrirferðamenn á hverjum stað. Menn þurfa hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að verða drukknir, þar sem venjan er að bera fram stór keröld þar sem smakkarar geta hellt niður því, sem þeir drekka ekki af miðinum. Og stundum tek- ur það mann ansi sárt. G.B. meðfram Mósel voru undir vatni og varð að fara á vegi sem stóðu hærra. Flóðin voru þegar farin að segja til sín í borginni. Vatn var komið fast að hóteltröppunum okkar og leið- sögumaður okkar átti eftir að tæma kjallarann sinn áður en vatnið kæmist þangað inn. Rómverjar reistu sér virki árið 14 e. Kr., þar sem borgin stendur nú og söguþyrstir ferðamenn ættu því að fá þó nokkuð fyrir sinn snúð. Engin borg slær þó Trier við. Hún er elsta borg Þýskalands og á næsta ári verður haldið upp á tvö þúsund ára afmæli hennar. Hvar sem farið er um borgina blasa við augum rómverskar rústir. Þar má nefna Porta Nigra eða Svarta hlið- ið, eitt af fjórum borgarhliðum, sem Rómverjar reistu á 2. öld e. Kr., og hið eina, sem er nú uppistand- andi; rómverska höll frá upphafi 4. aldar, forkunnarfagra byggingu; og rómversku baðhúsin frá fyrri hluta 4. aldar. En þeir, sem hafa áhuga á því, sem liggur nær okkur í tíman- um, geta farið og skoðað fæðingar- stað Karls Marx. Húsinu hefur nú verið breytt í minjasafn um föður sósíalismans og er ferill hans rakinn þar á mjög skíran og skemmtilegan hátt. Á jafn stuttri ferð er á engan hátt hægt að fá tæmandi mynd af sam- bandsríkinu Rheinland-Pfalz, en ó- hætt er að fullyrða, að þetta svæði er ákjósanlegt til að eyða sumar- leyfi sínu á. Ekki spillir fyrir, að héraðið er í seilingarfjarlægð frá Lúxemburg og því mjög hagstætt fyrir íslendinga. Aðeins eitt heilræði að lokum: Það er vissara að taka með sér eigin sápu, því slíkt er ekki að finna á öll- um hótelherbergjum Þýskalands. — GB Vín á vín ofan KJOSUM KVENNALISTANN Gírónúmer 25060-0 eí -V Kvennalistinn Hverfisgötu 50 símar 13725 og 24430

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.