Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 23
23 jjústurinn Föstudagur 15. apríl 1983 Odýrt leiguflug 16. júní og 7. júlí í þessum 2 vikna ferðum bjóðum við sérstaklega uppá Rútuferð um Noreg Ferðaáætlun: 1. dagur: Flogið seinnipart dags til Oslo. 2. dagur: Ekið frá Oslo um Elverum til Tynset. 3. dagur: Frá Tynset um námubæinn í Röros til Þrándheims. 4. dagur: Dvalið í Þrándheimi. 5. dagur: Þrándheimur-Orkanger um Sundmöre til Kristiansund. 6. dagur: Kristiansund yfir Molde til Andalsnes. 7. dagur: Andalsnes yfir Trollstigen og til Geiranger. 8. dagur: Dvalið í Geiranger. 9. dagur: Geiranger um Lom, Olla og til Dombas. 10. dagur: Ekið frá Dombás niður Guðbrandsdal til Lillehamm- er. 11. dagur: Lillehammer um Eiðsvelli til Oslo. 12. og 13. dagur: Dvalið í Oslo. 14. dagur: Flogið til Keflavíkur. Einstaklingsverð kr. 20.940.-. Innifalið er: Flug Keflavík- Oslo-Keflavík. Gisting í tveggja manna herbergjum með og án baðs. Morgun- verður og kvöldverður á ferðalagi um Noreg, aðeins morgunverður í Oslo. Ferða- lag samkvæmt áætlun, ásamt flutningi til og frá flugvelli í Osló. Hálfsdagsferð um Oslo. íslenskurfararstjóri. Hér býður Úrval dvöl í íbúðum í Frey- gatten Riga Hotel (alveg við strönd- ina) í 13 daga, auk viðkomu í Osló og Larvik í báðum brottförum. I ibúðunum, sem eru, stofa/svefn- herbergi, eldhús og bað, er gert ráð fyrir 2-4 persónum. Þær eru ekki seldar með fæði, enda öll eldunaraðstaða fyrir hendi, nú eða bara að fara og fá sér að borða á hótelinu, þar sem alla slíka þjónustu er að finna auk annarrar almennrar hótel- þjónustu eins og þrif á íbúðum, gestamótttöku o.fl. Við viljum sérstaklega benda fjölskyldum á að kynna sér ferðirnar til Kristiansand. Þarna er allt sem til þarf að gera sumarleyfið fullkomið. fbúðargisting í sérflokki, golfvöllur, baðströnd, barna- leikvöllur, tívólí, dýra- garður og sólin, því skyldi hún ekki vera þarna líka á þessum tíma? Einstaklingsverð: 2 í íbúð kr. 14.700,- 3 í (búð kr. 14.200,- 4 í íbúð kr. 13.700,- Börn: 2-11 árafá kr. 2.500.- í afslátt í íbúð með foreldrum. 0-1 árs greiða 10%. Auk þess er þetta leiguflug kjörið tækifæri til að heimsækja vini og ættingy^yjNcpregi Glæsilegar íbúðir í Kristiansand Kosningafundur með ungu fólki á öllum aldri Ókeypis skemmtun í húsi íslensku óperunnar kl. 13.45-16.00 á morgun laugardag. Ungt sjálfstæðisfólk flytur stutt ávörp. Meðal annarra koma fram: Hljómsveitin Þeyr. Magnús Kjartansson Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson Júlíus Vifill Yngvarsson Kynnir: Magnús Ólafsson NÝ VIÐHORF X---D •'I’l Við megum til með að vekja f' i athygli á skemmtilegum S' misskilningi sem átti sér stað í morgunútvarpinu síðastliðinn mánudag. Stefán Jón Hafstein var með símatíma í þætti sínum Gull í mund og að vanda lá þjóðinni ýmis- legt á hjarta. Meðal annars hringdu nokkrar konur og lýstu furðu sinni á því að fæðingarorlof skyldi mið- ast við tekjur kvenna, og töldu þær þetta hróplegt ranglæti. Stefán Jón kvaðst lítið vita um mál þetta, en upplýsingar væru vel þegnar. Ekki leið á löngu þar til kona nokkur hringdi að skýra málið. Það var Steinunn Jóhannesdóttir, leikari, og sagði hún sem svo að ekki væri verið að verðlauna konur fyrir barnsburð, heldur aðeins að bæta þeim upp tekjutap. Svo tók hún dæmi. „Ef þú, Stefán Jón, verður veikur, þá færð þú á svipaðan hátt hærri sjúkrabætur heldur en eyrar- karl“. Sambandið var víst eitthvað slæmt. Að minnsta kosti hváði Stef- án Jón Hafstein: „Ha? Fengi ég hærri bætur en Einar Karl...?“ Skýrt var frá í síðastá blaði TJ vinnustaðafundi sem AI- S þýðubandalagið hafi ætlað að halda í Málningaverksmiðjunni Hörpu en forráðamenn fyrirtækis- ins komið í veg fyrir hann. Forráða- menn Hörpu hafa mótmælt þessari frétt, svo og hefur blaðið fengið staðfestingu starfsfólks um að hún er röng. Helgarpósturinn hefur greinilega gengið í tannhjól ein- vitandi í þessu tilfelli. Forráðamenn Hörpu eru því beðnir forláts... Það kom fram í Yfirheyrslu- / i viðtali í síðasta HP við Agnar S' Friðriksson, forstjóra Arnarflugs að á væntanlegum aðal- fundi félagsins muni koma fram talsvert tap á rekstri félagsins á síð- asta ári. Nú heyrum við að tapið sé um 12.5 milljónir króna... Wt'y Oft hefur verið talað um T 1 ið megingallinn á íslenskum kvikmyndum sé að ekki liggi i > i ;i i landinu nægilega tnikil kunn- átta í gerð kvikmyndahandrita. Félag kvikmyndagerðarmanna hyggst nú reyna að breyta þessu. Hingað til lands kemur á vegum félagsins 12. maí kunnur kanadísk- ur handritshöfundur og fræðimað- ur um kvikmyndir, Gerald Wilson og dvelst hér í fjóra daga. Mun hann m.a. halda opinn fyrirlestur og síðan standa fyrir þriggja daga námskeiði með félögum í Félagi kvikmyndagerðarmanna þar sem fjallað verður um handritsgerð og greiningu kvikmynda. Þá mun hann sýna erlendar myndir í þessu sambandi og jafnframt greina ein- hverjar íslenskar myndir með tilliti til handrits...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.