Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 4
4 Föstudagur Tb.'april,l983, Irjnn Ingvar Helgason h.f. kostaði Skoöanakönnun um fylgi flokkanna í alþingiskosningunum eftir viku HREINN MEIRIHLUTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ER UT UR MYNDINNI Framsókn bíður afhroð frá ’79 Alpýðuflokkur missir helming pingflokks Alpýðubandalag tapar minna fylgi Bandalag og kvennalistarnir sópa til sín fylginu Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta í Alþingiskosningunum um næstu helgi, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar, sem Helgarpósturinn hefur látið gera. Og ný „viðreisnarstjórn“, sem nokkuð hefur veriö rædd sem væntanlegur kostur eftir kosningarnar, myndi ekki hafa nema eins atkvæðis meiri- hluta á þingi skv. könnuninni. Engu að síður er Sjálfstæðisflokkurinn hinn eini fjórflokkanna, sem bætir við sig fylgi í kosningunum samkvæmt könnuninni, sem náði til allra kjördæma (dreif- býlið meðtalið). Og ekki vekur hvað minnsta athygli, að útlit er fyrir að Bandalag jafnaðarmanna fái samtals sjö þingmenn, þar af fimm kjördæmakjörna, og að Samtök um kvennalista fái einn þingmann kjördæmakjörinn og þrjá uppbótar- menn. Sérframboð Sjálfstæðisflokksmanna á Vestfjörðum fær samkvæmt könnuninni einn mann kjörinn en sérframboð Framsóknarflokksmanna í Norður- landskjördæmi vestra nær ekki manni á þing. Hér á eftir fer greinargerð fyrirtækisins Skoðanakannanir á íslandi( SKÁÍS) vegna skoöanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokka og samtaka, sem bjóða fram við alþingiskosningarnar 23. april næstkomandi. „Þessi skoðanakönnun var gerð helgina 9. og 10. apríl eða sem næst tveim vikum fyrir kosningar. Hringt var í 1.548 einstaklinga, skv. tölvuúrtaki og skiptist það þannig eftir kjördæmum: Reykjavík 605, Vesturland 95, Vestfirðir 66, Norðurland vestra 69, Norður- land eystra 166, Austurland 83, Suðurland 125 og Reykjanes 339. í úrvinnslu hefur m.a. verið litið á eftir- farandi þætti: skiptingu atkvæða eftir kynj- um og eftir aldursflokkum (aldursflokkarn- ir: 20-29 ára, 30-44 ára, 45-60 ár og 60 ára og eldri) og svo skiptingu eftir kjördæmum. Því miður verður ekki hægt að gera eins ítar- lega grein fyrir einstökum þáttum og æski- legt væri. Þó verður væntanlega síðar hægt að gera nokkra grein fyrir dreifingu óá- kveðna fylgisins, þ.e.a.s. eftir aldursflokkum og kynferði. Hér verður gert grein fyrir dreifingu atkvæða á þremur svæðum. í fyrsta lagi í Reykjavík í öðru lagi á Reykjanesi og í þriðja lagi í landsbyggðakjördæmunum (Vestur- land, Vestfirðir, Norðurl. vestra, Norður- land eystra, Austurland og Suðurland). Að lokum verður svo gert grein fyrir stöðu framboðslistanna miðað við dreifingu at- kvæða í einstökum kjördæmum og fyrir landið í heild. Reykjavík Af þeim 605 einstaklingum sem hringt var í í Reykjavik tóku 240 afstöðu með einum tilteknum framboðslista. Þetta er 39.7% þeirra sem spurðir voru. Þeir sem ekki tóku afgerandi afstöðu voru 365 talsins eða 60.3%. Hlutfall þeirra sem ekki tóku af- stöðu er hvergi eins hátt og í Reykjavík þegar litið er á þessi þrjú svæði sem hér eru tekin fyrir sérstaklega. Rétt er þó að benda á, að við framkvæmd könnunarinnar var gerð til- raun til að fá fram hjá þeim óákveðnu, hvaða listar kæmu þó helst til greina eða hvaða listar kæmu e.t.v alls ekki til greina. Niðurstöður frá þessum þætti liggja ekki fyrir, en milli 10% og 20% þeirra óákveðnu tjáðu sig þó á þennan hátt. Þessi atriði hafa því engin tölfræðileg áhrif á þær niðurstöð- ur sem hér eru birtar. Rétt er að undirstrika að sá hópur sem ekki tekur afstöðu með tilteknum fram- boðslista er þrennskonar, í fyrsta lagi þeir sem ætla ekki að kjósa eða ætla að skila auðu, í öðru lagi þeir sem vilja ekki svara og svo í þriðja lagi þeir sem eru óákveðnir. Síð- ur en svo er ástæða til að véfengja afstöðu þessa fólks fremur en þeirra sem tjá fylgi sitt við tiltekinn framboðslista eða stjórnmála- flokk. Ef þessi skoðanakönnun er borin saman við niðurstöður SKÁÍS-könnunar sem gerð var um miðjan febrúar sl. má greina ákveðna hreyfingu á fylgi. í fyrsta lagi fækkar óákveðna hópnum úr 65.1% í 60.3% en þá var enn margt óráðið í framboðsmál- um. Staða Alþýðuflokksins batnar frá febrúarkönnuninni, úr 6,6% í 9.6%. Sama er að segja um Framsóknarflokkinn. Hann bætir stöðu sína í Reykjavík úr 6.6% í 8.3%. Samkvæmt þessu eiga báðir þessir flokkar að vera með mann inni en skv. febrúar- könnuninni hefði annar flokkurinn getað dottið út. Sjálfstæðisflokkurinn tapar 3.5% frá því í febrúar og ef litið er á skiptingu atkvæða tapar flokkurinn einnig manni, fengi 5 kjörna þingmenn í stað 6 þingmanna í febrúar. Alþýðubandalagið er nú með 15.8% en varmeð 14.6% í febrúar sl. Banda- lag jafnðarmanna er nú með 14.2% og var með sama fylgi í febrúar. Samkvæmt því fengi Bandalag jafnaðarmanna 2 menn kjörna í Reykjavík eða sama fjölda og Alþýðubandalagið. I febrúarkönnininni var Kvennaframboðið með 7% atkvæða en er nú með 11.3% og einn kjördæmakosinn þingmann. Miðað við þessa niðurstöðu er dreifing atkvæða mjög jöfn, að því leyti að mjög svipað atkvæðamagn er á bakvið hvern kjörinn þingmann. Reykjanes í Reykjaneskjördæmi tóku 162 einstakl- ingar afgerandi afstöðu með tilteknum framboðslista. Þetta eru 47.8% atkvæð- anna og verður það að teljast tiltölulega hátt hlutfall. Þeir sem ekki tóku afstöðu með til- teknum framboðslista voru nokkuð fleiri, eða 177, en það er 52.2% atkvæða. SKÁÍS- könnunin í febrúar og sú könnun sem hér liggur fyrir gefa í aðalatriðum sömu vís- bendingu. í fyrsta lagi er það yfirburðastaða Sjálfstæðisflokksins og í öðru lagi er það sterkt fylgi Bandalags jafnaðarmanna í kjördæminu. Skv. þessum tveim könnunum fengi Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn kjörna, Bandalag jafnaðarmanna 1 mann og Alþýðubandalagið 1 mann. í febrúarkönn- uninni fékk Alþýðuflokkurinn 12.2% en fær nú 8.6%. Staða Framsóknarflokksins var strax nokkuð góð í febrúar, eða 10.7% og er enn svipuð, eða 10.5%. Svipað er að segja um Alþýðubandalagið, sem var með 14.5% í febrúar en er nú með 13.0%. Banda- lag jafnaðarmanna var með 13.7% í febrúar en er nú með 13.0%. í febrúarkönnuninni var kvennaframboðið ekki enn komið til skjalanna. Þá stóðu einnig yfir prófkjör og Gunnar Thoroddsen var ekki búinn að gefa afgerandi svar um framboð. í þeirri könnun fengu önnur frámboð alls 11.4% atkvæða. í þessari könnun nú hlutu Samtök um kvennalista 8.6% atkvæða eða sama atkvæðamagn og Alþýðuflokkurinn. Landsbyggðakjördæmin í þessum 6 kjördæmum tóku afstöðu 44.§% eða 271 einstaklingur. Þeir sem ekki tóku afgerandi afstöðu með tilteknum fram- boðslista voru 333 talsins eða 55.1% þeirra sem spurðir voru. Úrtakið í febrúarkönnun SKÁÍS var unn- ið með nokkuð öðrum hætti en nú, að því er þessi kjördæmi (landsbyggðarkjördæmin) varðar. Hefur rækilega verið gert grein fyrir Tafla II \ Reykjanes: Tafla III Landsbyggða kjördæmin: (Vesturland, Vestfiröir, Norðurl. vestra, Norðurland eystra, Austfirðir og Suðurland) fjöldi atkv. jb - hlutfall hlutfall ákveðinna fjöldi atkv. hlutfall hlutfall ákveðinna Alþýðuflokkur 14 4.1 8.6 Alþýðuflokkur 27 4.5 10.0 Framsóknarflokkur 17 5.0 10.5 Framsóknarflokkur 52 8.6 19.2 Bandalag jafnaðarm. 21 6.2 13.0 Bandalag jafnaðarm. 23 3.8 8.5 Sjálfstæðisfl. 75 22.1 46.3 Sjálfstæðisfl. 117 19.4 43.2 Alþýðubandalag 21 6.2 13.0 Alþýðubandalag 44 7.3 16.2 Samtök um kvennalista 14 4.1 8.6 önnur framboð 8 1.3 2.9 ætla ekki að kjósa 38 11.2 — ætla ekki að kjósa 67 11.1 — vilja ekki svara 54 15.9 — vilja ekki svara 109 18.0 — óákveðnir 85 25.2 — óákveðnir 157 26.0 — 339 100.0 100.0 604 100.0 100.0

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.