Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 18
 18 Föstudagur’Í5. apríl 1983 ^oSsturinn Um langt spagetti Ég fór á laugardaginn i búðina til hans Mustafa, sem er innflytjandi frá Kýpur og á litla matvörubúð, höndlar aðallega með ávexti og græn- meti, ásamt heilnæmisvör- um ýmsum úr kornríkinu. Þrír kaupmenn eru nær sem höndla með ávexti og græn- meti, en enginn eins naskur og Mustafa að velja góðar vörur á markaðnum sem þeir sækja um fjögurleytið á morgnana, svo ég fer til hans öðru hvoru, ef ég á leið í þá áttina. Og það átti ég á laug- ardaginn, því að rétt hinum megin við hornið frá Mu- stafa er eina gottiríis-sér- Lundúnapóstur hafa þurft að bíða. Ja, ég bara áttaði mig ekki á því strax, segir Mustafa, þrífur pundseðil úr skúffunni og réttir að karli, sem stakk honum á sig og hvarf. Við urðum allir að augum og eyrum, ég og roskinn maður sem var að biðja kon- una um blómkál. Það þýðir ekki annað, segir Mustafa. Ef maður borgar ekki, þá bara hirða þeir ekki ruslið. eða skilja að minnsta kosti eftir slatta af því, og maður er strax kominn í vandræði og ólykt og óþrifnað. Þeir hafa meira að segja reynt að verslunin í hverfinu, og þangað átti sonur minn er- indi; mamma hans fylgdi honum meðan ég fór til Kýp- urmannsins, eins og við vöndum okkur á að kalla Mustafa áður en við þekkt- um hann með nafni. Eg ig stend inni við búðar- borð og Mustafa vegur mér kartöflur meðan kona hans lýkur við að afgreiða konuna sem var á undan mér. Það er hlýtt í búðinni, en kalt úti, og nú hefur einhver giennt dyrnar upp á gátt. Ég lít við, sé mann vinnuklæddan sem stendur á miðju gólfi og læt- ur fara einkennilega mikið fyrir sér, blístrar lagstúf milli slurka úr bjórdós, tvístígur og heldur uppi hurðinni. Horfir á Mustafa eins og hann ætlist til athygli hans, og er hann þó rétt að byrja að afgreiða mig, sem óneit- anlega var á undan. Mustafa vigtar avókadóinn minn og tvo fennikkelhnúða. Spyr svo þann með bjórinn hvort hann sé ruslakarlinn. Hinn hélt nú það og var hálf-foj að koma mér upp í pund og hálft eða tvö. Og vínsalinn við hliðina á mér borgar þrjú pund á viku. Við höfum svo sem reynt. kaupmennirnir í götunni, að taka okkur sam- an, hætt að borga og kvartað í bæjarstjórnina. Jú, jú, þeir skyldu athuga málið, en það þýddi ekkert. Svona bara er þetta. Og 'g mun vera nokkuð al- mennt hér í landi, ef marka má athugasemdir sem mig rámar í úr fjölmiðlaumræð- um um kjör ruslakarla. Bæj- arstjórnirnar eiga óhægt með að beita sína eigin vinnuflokka hörðum aga, en nú er það að breiðast út að verktakar annist sorphirð- una, og þá vona menn að þeir verði harðari við sína karla, þvi að þeir eiga á hættu, ef mikið berst af kvörtunum, að annar verk- taki fái samninginn, næst þegar þarf að endurnýja. Ibúðarhúsin eru ekki skattlögð svona eins og búð- irnar. Við venjulegt fólk borgum bara ruslakörlunum þegar við ætlum að losna við eitthvað sem þeir hafa í raun- inni ekki rétt til að taka. Ég sá þá fyrir viku henda í rusla- bílinn heilli eldavél, og það hefur kostað nokkuð, enda hörmung að heyra hvað bíll- inn píndist meðan þeir voru að skarka eldavélinni gegn- um pressuna, eða hvað það nú heitir, þessi útbúnaður í ruslabíl sem ýtir fram eftir honum ruslinu. Svo er siður að gefa þeim pening fyrir jólin. Ég gerði það í fyrra, enda nýlega búinn að eiga talsverð viðskipti við þá út af drasli sem varð til þegar við fluttúm inn. En í ár snuðaði ég þá um jólagjöfina og varð ekki fyrir neinum hefndum. Erindi sonar míns í gottirí- isbúðinavarað birgja sig upp fyrir þá stóru stund þegar besti vinur hans kæmi í fyrsta sinn í heimsókn; þeir e'-'t vinir af dagheimilinu og hafa aldrei fyrr skipst á heimsóknum. Sylvester heit- ir hann, svartur eins og bik, innfluttur frá Ghana. Hann átti að vera í hádegismat, og mamma Burkna hafði spurt hann daginn áður hvað hann langaði að gefa Sylvester að borða. Langt spagettí, svar- aði hann viðstöðulaust. Spagettí finnst honum sjálf- um herramannsmatur, etið með sterkkryddaðri kjöt- sósu og rifnum osti og sallat með. Það er að vísu margt fleira sem honum þykir gott, en það mun ráða valinu að hann er vanur að hjálpa mömmu sinni að elda svona mat, og hann langar að láta vin sinn sjá hvað hann er for- framaður kokkur, þegar hann stendur uppi á stól í bláu svuntunni sinni og rífur ostinn í snúinni kvörn, og al- veg sérstaklega þegar hann stendur (alltaf ástólnum) við eldavélina og lempar 50 sentimetra langt spagettíið ofan í suðuna í litlum potti án þess að neitt brotni. Þetta gekk allt eftir áætl- un, og Sylvestertók því eins og sjálfsögðum hlut að skilja eftir tvíhjólið, þríhjólið, knallettubyssuna, vatnsbyss- urnar og sápukúlugræjurnar til að horfa á vin sinn elda spagettí. Svo var sólskin og hægt að borða úti í garðhúsi, og allt fór vel fram. Börnin mötuðust með hníf og gaffli og gengu hetjulega fram við þennan heldur vandasama mat; reyndu að lempa upp í sig lykkju og sjúga svo hal- ana á eftir. Þeim er kennt þetta á dagheimilinu og þyk- ir sjálfsagt, jafnvel innan við þriggja ára aldur. Við vissum ekkert af þessu lengi vel, fyrr en Burkni fór að hafa orð á því, hvað það væri ljótt að sleikja hnífinn, og hvernig maður gæti bannað krökk- um það á ensku. (Þá kom sér vel fyrir hann að vera búinn að Iæra hjá afa sínum á ís- landi að þekkja á sér hægri hendina). Sylvester kann vel að meta matinn, og setur ekki fyrir sig þó kjötsósan sé bragð- sterk. Hún er raunar býsna litsterk líka, aðallega af tóm- atkrafti, og svo hafa þeir tómatsósu út á. Við bindum á þá smekki til öryggis og brettum upp ermarnar, og ég fylgist með því hvernig tóm- atroðinn leggur undir sig æ ríflegri meirihluta af vetrar- fölu andliti sonar míns. En vinurinn virðist vera þvílíkur snillingur með hníf og gaffal að, svei mér þá, það sést bara varla klístur á barninu. Þegar við förum að sjá fyrir endann á máltíðinni, sæki ég blauta tusku til hreinlætisaðgerða. Burkni ætlar ekki að hætta að borða fyrr en í fulla hnefana, svo ég sný mér að þeim svarta, og það reynist þá bara mesta furða af rauðum lit, sem hægt er að ná í tuskuna af þessu snyrtilega andliti. En, eins og máltækið segir, það sér ekki á svörtu. Fátt er svo illt að einugi dugi, og það á eftir að sann- ast um litarhátt sonar míns. Þegar tími er til kominn að skila gestinum, þarf að gera aðra hríð að börnunum með blautri tusku. Þeir eru búnir að vera með okkur hjónum úti í skemmtigarði, atast þar á h jólunum og með fótbolt- ann og í leiktækjunum, og hvorugur laus við nasakvef. Og þar skilur með þeim, hvað jafnvel hinn hóflegasti horklíningur er áberandi á Sylvester, en sést ekki á þeim hvíta nema rýnt sé eftir; al- veg öfugt við kjötsósuna góðu. Já, vísdómlega er þessu nú fyrir komið í náttúrunni, hugsa ég. Auðvitað eru Svertingjar til þess hannaðir að búa í heitum löndum þar sem lítil hætta er á að börnin séu með nefrennsli, en hvítir menn útbúnir fyrir loftslag sem tómatar þrífast ekki í, ekki nema með gróðurhús- um eða öðrum tilfæringum sem náttúran tekur ekki með í reikninginn. Eg tg á nú að heita sagnfræð- ingur, og það er sagt að söguþekkingin sé manni allt- af notadrjúg til að skilja samhengi hlutanna. Mín reynsla er samt tvíbent í þessu efni; oft vill söguþekk- ingin flækjast þversum fyrir því sem annars væri hið upp- lagðasta samhengi. Svo fór í þetta sinn, að endilega þurfti að rifjast upp fyrir mér að tómatplantan sé upp runnin í Ameríku og alls óþekkt í Gamla heiminum á því tíma- bili sem náttúran réð ráðum sínum um aðgreining hvítra manna og svartra. Hins veg- ar þarf það ekki að vera til- viljun, að einmitt í Ameríku bjó náttúran til þær þjóðir, sem Rauðskinnar nefnast. Hefur nokkur háttvirtra les- enda prófað að þurrka tóm- atsósu framan úr Índíána- barni? Lausn á síðustu krossgátu K P • - • 6 ■ s • ■ £ ■ K • Ö T o R B ’fí r U R • B R fí N V fí R / N N • n F fí R £ R F / D • u N fí F fí R 6 fí R • 'fí K R Pí K )< / E / N / /V 6 • s r R fí N <S / R • • 6 R fí U r £ • fí D fí L L ■ R F) u S N 'o E • fí /V S L / r fí D ■ 6 fí U K fí • S 0 S S fí R ■ R F) r fí R ‘ /? / L L • /< Ö R F u R ■ ö N N ■ • Z> ■ £ m 79 N • 'o fí L fí N D / ■ 6 fí L D U • /< u N N / N G J R * s N fí r T fí R • / R F / R d fí /< fí R fí • Ö L m u S fí N ■ L fí 6 s 1 R ) • y r fí R • fí t> fí N • 13 fí 7/ fí R u N N • L 'O m fí R • V 5 u t) • 'fí L K /t F fí £ R N fí F L ) ■ N / 5 5 fí R • H R 'fl / L L fí RRV N/rv Gum - ’S- 6LJQ LfíúSfí ‘óTfífíH RflNQ- ALftR- N/R ELVS NE Yr/ F£R VEL- N)£Ð u /DKfí ETNflD AW ■ HBSTay KoNu RoNfí SHflFfíD TÓNN 15KoOj ÞLKKt ENp. 1 FoRfí ÞRfíu 0 * TtíúuP i/uN HflPP L-á ' f ffír/G P£>/ mFW/t) SHóTfíQ K/eFjJii| MfíWfí k/nd fíNNfí ÖL/K/R ÉLSWfí t fí- AVÆÍV QÖLV fíÐuR fiVÖxr uR Tv'/HL. SLfí N/ÐUR v£Rúwa ' rv &ATAR i T/E- NfíU/f WHPfíR QOR. S/Ðfí QoRfífí SK/PS Hl/l>- ftR L'zrr rúfwj,ij P/r/Wfí /L/r/Q SoRG HV/Dfí H/NDR fíÐUR SKoru P)N L/íSt fíR. HVÍLVI LfíUO'N SfírrWL Sfím Ko/fífí ‘STNGUR 2 E/NS Dfí/D 'OfíoKR/ i<yfíRÐ YNDt ÖL/KlR ) T/L- úERÐfíí í.EO>fí RfílflflW FoRN mUN/R. OJKflR í vjp 'OSflNpJ E)Ð - Ko/fíflýj VÝRfí TPfíL- WMF STOR/n -=rt< FoRm J3£/Tr vr? BE/SK SfíR ÚRB/N /R 2E/NS HL-WPfí f RUSE m/SK/ BoL/Nn fíLDfí T/T/EL ÞYN6V HUfíÐ Tv '/HL ■ Uh/fíÐ u L/NS ’BR 6f)L<- /NN öKÓL/ Þj'o-ð r FioKKuR HÆGR \ 1 REyRfí K/fíNfíR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.