Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 22
22 Enn er gjá milli fólks og flokka Það er ekki nema vika til alþingiskosninga í lýðveldinu. Annan laugardag ganga vel fiest- ir landsmenn að kjörborðinu og krossa við skásta kostinn. Og fæstir hafa trú á að þessar kosningar muni hafa nokkrar raunverulegar breytingar í för með sér. að verður heldur ekki séð að stjórnmála- fiokkarnir, gamlir og nýir, hafi sérstaka trú á að kosningarnar muni valda straumhvörfum í stjórn- og efnahagsmálum. Ef það er eitthvað, sem einkennir þessa „kosningabaráttu“, sem sögð er vera í gangi, þá er það málefnafátækt. Snaggaraleg könnun, sem gerð var meðal nokkurra starfsmanna í húsi í austurbænum Ieiddi í ljós að enginn taldi sig alveg vissan um hvað kosningabaráttan snérist. „Auðvitað ætti hún að snúast um blessaða verðbólguna", sagði einn, „en ég fæ ekki betur séð en að allir frambjóðendur forðist það mál eins og heitan eldinn“. Og svo er það auðvitað áhugaleysi kjósenda um þessar kosningar, sem einkennir þær. Aðra niðurstöðu er ekki hægt að draga af þeim skoðanakönnunum, sem birtar hafa ver- ið á síðustu vikum og mánuðum, sem og þeirri er Helgarpósturinn birtir í dag. Þótt fjöldi óá- kveðinna (þar með eru taldir þeir, sem segjast ekki ætla að kjósa og vilja ekki gefa upp af- stöðu sína) sé nokkru minni nú en t.d. í febrú- ar, þegar HP birti síðustu könnun sína, er um helmingur kjósenda enn í þeim hópi. Samkvæmt könnun SKÁÍS sem blaðið birtir í dag, eru liðlega 60% kjósenda í Reykjavík óákveðnir á einn eða annan hátt. í Reykjaneskjördæmi eru liðlega 52% kjós- enda óákveðnir, ætla ekki að kjósa eða vilja ekki svara. í könnuninni hefur þessum kjós- endum verið skipt í þrjá hópa: óákveðna, þá sem ætla ekki að kjósa og þá sem ekki vilja svara. Alls staðar á landinu er óákveðni hóp- urinn stærstur. Þegar kemur að kjördegi má reikna að mik- ill meirihluti þessara kjósenda geri upp hug sinn. Atkvæði þeirra geta því haft veruleg á- hrif á úrslit kosninganna — kannski ekki síst þegar telja verður líklegt, að í þessum kjós- endahópum sé talsvert af svokölluðu óá- nægjufylgi. r I þessari könnun SKÁÍS vekur það hvað mesta athygli, hversu alvarlega útreið Fram- sóknarfiokkurinn virðist ætla að fá. Síðasta könnun HP um fylgi flokkanna var sérlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið tillit til kjós- enda í sveitum, þar sem Framsóknarfiokkur- inn er talinn eiga sitt sterkasta fylgi. Nú er því ekki til að dreifa — sveitirnar voru með í þess- ari könnun. Engu að síður virðist Framsókn- arfiokkurinn ætla að missa meira en helming þingmanna sinna, tapa alls níu þingmönnum af sautján. Þótt ávallt sé áhættusamt að leggja dóm á niðurstöður skoðanakannana hlýtur að verða að telja þessa útkomu Fram- Reagan ' Begin Andrópoff Sovétríkin og arabar auka þrýst- ing á Bandaríkjastjórn Þegar Hussein konungur Jórdans kunn- gerði um síðustu helgi, að hann sæi sér ekki fært að gegna því hlutverki í samningaumleit- unum um frið í löndunum fyrir Miðjarðar- hafsbotni, sem gert er ráð fyrir í tillögum Rea- gans Bandaríkjaforseta frá því í haust, ríkti fögnuður í ríkisstjórn ísraels. Talsmenn Begins forsætisráðherra lýstu yfir, að nú væri sýnt að tillögur Reagans, sem ísraelsstjórn hafnaði þegar í stað, væru úr sögunni, og Bandaríkjastjórn hlyti að gera sér ljóst að hún yrði að reiða sig einhliða og algerlega á ísrael til að halda áhrifum í þessum heimshluta. A.tburðarásin síðustu daga bendir til, að Begin og stuðningsmenn hans hafi verið full fijótir á sér að fagna. Reagan kveðst halda fast viðaðtillögur sínar geti orðið árangursríkar. Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Pale- stínumanna, kveðst siður en svo hafa slitið viðræðum við Hussein, og hefur kallað ráð PLO saman til fundar í Túnis. Loks hefur Hassan Marokkokonungur lagt drög að fundi æðstu manna Arabaríkja í Fez í næsta mán- uði, til að ræða málefni Palestínumanna. Þrátt fyrir yfirlýsingu Husseins, standa mál þessi í rauninni nákvæmlega eins og þau gerðu eftir fyrri fundi æðstu manna Araba- ríkja og PLO. Arabar fallast á friðarsamn- inga, að því tilskildu að stefnt sé að sjálfstæðu ríki Palestínumanna á svæðum sem Israel her- situr nú og viðurkennt sé að PLO komi fram fyrir þeirra hönd. Reagan leggur til að Pále- stínumenn hljóti sjálfstjórn í samkrulli við Jórdan og Hussein konungur fái umboð þeirra til að stýra samningum við ísrael. XJm miðjan vetur fór Hussein til Washingt- on og ræddi við Reagan um tillögur hans. Þar lagði konugur á það megináherslu, að úrslit- um réði um álit arabaríkja á tillögum Banda- ríkjaforseta, hver tök hann hefði á að stöðva landnám ísraelsstjórnar á hernumdum svæð- um. Landnámið er yfirlýst aðferð ísraels- stjórnar til að búa svo um hnúta, að her- numdu svæðin verði með tíð og tíma innlimuð í ísrael. Landnámsbyggðirnar á að gera svo fjölmennar á næstu tveim til þremur árum, að útilokað sé að nokkur ísraelsk ríkisstjórn fall- ist á að uppræta þær. Ekki verður séð að Bandaríkjastjórn hafi gert neitt til að verða við skilyrði Husseins, um að leggja að ísraelsstjórn að stöðva landnám- ið. Það var ekki fyrr en fréttir bárust af að Hussein teldi sig verða að afsegja forustuhlut- verk í friðarviðræðum, að Bandaríkjastjórn Föstudagur 15. apríl 1983 'elgar 1östurínn sóknar í könnuninni hæpna. „Ég held að það sé gjörsamlega útilokað að Framsóknarfiokk- urinn tapi manni í hverju einasta kjördæmi“, sagði stjórnmálafræðingur sem blaðamaður HP ræddi lauslega við um könnunina. Hann benti hins vegar á, að samkvæmt þessari könnun fengi fiokkurinn nú í fyrsta skipti í sögunni uppbótarþingmann. Alþýðufiokkurinn virðist einnig ætla að tapa verulegu fylgi í kosningunum um næstu helgi ef marka má niðurstöður könnunarinn- ar. Samkvæmt henni er fiokksformaðurinn falinn í Reykjaneskjördæmi og þingflokks- formaðurinn sömuleiðis á Vestfjörðum. í Vestfjarðakjördæmi virðist fiokkurinn hafa orðió fyrir meiriháttar áfalli, ef tekið er mið af febrúarkönnuninni. Orsaka þess má vafalaust leita að einhverju leyti — eða jafnvel verulegu — í mjög umdeildu prófkjöri flokksins, þar sem allra bragða var neytt. Alþýðufiokkurinn virðjst aðeins tryggður í Vesturlandskjór- dæmi Eiðs Guðnasonar og hefur góðan möguleika á að fá Árna Gunnarsson kjör- dæmakjörinn í Norðurlandskjördæmi eystra. Einmitt í því kjördæmi stendur Alþýðu- bandalagið einnig vel að vígi — og óneitan- lega kemur fijótlega upp í hugann tilgáta um að fjölmiðlamaðurinn Steingrímur Sigfús- son, sem sigraði svo glæsilega í prófkjöri fiokksins þar á dögunum, eigi verulegan hlut að máli. Álþýðubandalagið er einnig sterkt á Austurlandi og virðist öruggt með tvo menn kjörna — svo ekki virðist Alusuissemálið hafa fælt kjósendur Alþýðubandalagsins frá Hjör- leifi Guttormssyni. Það er aðeins Sjálfstæðisfiokkurinn, sem sýnist aetla að bæta við sig í komandi kosning- um. Samkvæmt könnuninni fær fiokkurinn nú 26 þingmenn auk Sigurlaugar Bjarnadótt- ur, sem sýnist örugg með kosningu á Vest- fjörðum. Það er aukning um 5 þingsæti — » Sigurlaug kemur þá í stað Eggerts Haukdal, sem var á klofningslista við síðustu kosningar og gekk síðar til liðs við fiokk sinn eins og telja má víst að Sigurlaug muni gera. En það verða ekki gömlu fiokkarnir, sem munu sigra í þessum kosningum, miðað við niðurstöður skoðanakönnunarinnar. Það verða Bandalag jafnaðarmanna, sem skv. könnuninni fær 11.6% atkvæða og 7 þing- menn, og Samtök um kvennalista, sem virðist ætla að fá rífiega 6% atkvæða og fjóra þing- menn. Fylgi Bandalagsins hefur ekkert breyst iiviivii csiviri VFIRSVISI gaf í skyn að hún myndi beita sér af fullum þunga til að fá Iandnám Israelsmanna á her- numdu svæðunum stöðvað, ef Hussein féllist fyrst á að beita sér fyrir tillögum Reagans. Ekki aðeins Hussein, heldur einnig PLO og ríki eins og Saudi Arabía, draga enn í efa að hættandi sé á að setja traust sitt á Bandaríkin í því skyni að ná fram viðunandi friðargerð við ísrael, vegna þess að engin trygging sé fyrir að Bandaríkjastjórn sé fær um að beita ísrael þeim þrýstingi sem með þarf til að knýja nú- verandi stjórn í Jerúsalem til tilslakana. Landnám ísraelsmanna á hernumdu svæð- unum ber þar hæst, en árangurslausar tilraun- ir til að koma til leiðar brottför ísraelsks hers frá Líbanon hafa einnig mikil áhrif á afstöðu araba. Brátt er ár liðið frá innrás ísraelsmanna í Líbanon, og her þeirra sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Þvert á móti berast af því fregnir, að verið sé að reisa varanlegar herbúðir yfir lið ísraelsmanna í suðurhluta landsins. Mestur er liðsamdráttur ísraelshers í Bekaadal, og er því haldið fram að þar standi fimm ísraelskar her- deildir andspænis liðsafia Sýrlendinga. Ljóst er að hætta á árekstri milli ísraels og Sýrlands fer vaxandi. Eftir að fiugher ísraels eyðilagði hvað eftir annað fiugskeytastöðvar Sýrlendinga í Bekaadal, var komið upp innan sýrlensku landamæranna loftvarnareldflaug- um af mun fullkomnari sovéskri gerð, SA-5. Þessar fiaugar geta grandað fiugvélum yfir ísrael, og eru því ísraelska fiughernum miklu háskalegri en hinar. Begin og mönnum hans er því mun meiri akkur í að eyða þeim en hin- um fyrri, vilji þeir halda fast við markmið sitt um algera hernaðaryfirburði ísraels yfir ná- grannaríkin. En SA-5 fiaugarnar eru ekki aðeins sovésk- ar, heldur fylgja þeim sovéskar hersveitir. Sovétmenn hafa aldrei fyrr komið þessum vopnum fyrir utan landamæra sinna, og sov- éska herstjórnin vill ekki trúa öðrum fyrir þeim en sínum eigin mönnum. Þar að auki er sovétstjórninni umhugað um að auka eftir föngum áhrif sín á gang mála í löndunum fyr- ir Miðjarðarhafsbotni. Eftir innrás ísrales- manna í Líbanon í fyrra voru áhrif Sovétríkj- anna og álit á þessum slóðum i lágmarki. Sov- ésk vopn reyndust PLO og Sýrlendingum illa frá því febrúarkönnunin var gerð og kvenna- listarnir hafa bætt við sig síðan þá. Líklegt má teljast, að þessi framboð fái enn eitthvað af óákveðna fylginu. Það hefur verið nokkuð ríkjandi skoðun meðal leikmanna — og þá ekki síður „lærðra“ — að fylgið muni reitast af Bandalagi jafnaðarmanna og Sam- tökum um kvennalista eftir því sem nær dragi kosningum. Skoðanakönnunin, sem Helgar- pósturinn birtir í dag, bendir alls ekki til þess — raunar til hins gagnstæða, ef eitthvað er. Bæði bandalaginu og kvennalistunum hefur gengið tiltölulega illa fram að þessu að gera rækilega vart við sig og benda á hvað greinir á milli þeirra og gömlu fiokkanna. Ekki er loku fyrir það skotið að bandalaginu hafi loks tekist að brjótast út úr þessu með býsna kröft- ugri framboðskynningu á miðvikudagskvöld- ið — raunar öfiugustu sjónvarpskynningunni til þess tíma í þessari kosningabaráttu. Leið- toganum hefur tekist að halda einskonar „low profile“ — hann minnir jafnvel á hina yfirveg- uðu útgáfu Svavars Gestssonar á köfium — og deilurnar sem bandalagið hefur staðið í í Reykjaneskjördæmi virðast ekki hafa haft slæm áhrif fyrir framboðið þar: í Reykjanes- kjördæmi hefur Sjálfstæðisfiokkurinn yfir- burði en Bandalag jafnaðarmanna fylgir á eftir ásamt Alþýðubandalaginu. Þótt sá augljósi annmarki sé á þessari skoð- anakönnun, að yfir helmingur spurðra hefur ekki tekið afstöðu, leikur enginn vafi á að nið- urstöður hennar gefa mjög ákveðnar visbend- ingar um úrslit kosninganna annan laugar- dag. Reynslan af skoðanakönnunum blaða hér á landi er orðin það löng, að öllum má vera Ijóst að kannanirnar sýna straurna mjög glögglega. Og það verður fróðlegt um og eftir helgina að bera niðurstöður þessarar könnun- ar saman við þær, sem Morgunblaðið birtir á sunnudaginn og Dagblaðið Vísir á mánudag. En ef fiokkarnir ætla að vekja áhuga kjós- enda á þeirri viku, sem er til kosninga, verða þeir að halda vel á spilunum. Og ef Sjálfstæð- isfiokkurinn hyggst ná meirihluta á þingi, eins og talsmenn flokksins hafa lýst yfir að sé raunhæfur möguleiki, þá verða þeir að draga spilin fram úr erminni. ettlr Omar Valdimarsson yjjPP' eftir Magnus Torfa Olafsson ■K" ... í bardögunum við ísraelsher, og eina framlag sovétmanna til atburðarásarinnar meðan í á umsátinni um Vestur-Beirút stóð var mátt- laust orðaskak. IVIenn hafa gert því skóna, að dugleysi sov- étstjónarinnar á þessu skeiði hafi meðal ann- ars stafað af því, að heilsa Brésnéffs hafi þá verið orðin svo léleg, að forustan í Kreml hafi ekki verið ákvörðunarhæf. Sú skoðun hefur styrkst við vitneskju um að Andrópff hefur gert ráðstafanir til að koma á framfæri boð- skap um, að aðgerðarleysi Sovétríkjanna vegna stríðsins í Líbanon í fyrrasumar megi ekki taka sem merki um að þau muni halda að sér höndum, komi til svipaðra átaka á ný. Sendimenn sovétstjórnarinnar hafa frætt Bandaríkjastjórn á því, að sovésku hersveit- irnar sem fylgja SA-5 eldfiaugunum í Sýrlandi verði þar um kyrrt meðan stjórn Sýrlands telji slíkra vopna þörf, og sovétstjórnin sé reiðubú- in að taka afieiðingunum af þessari hersetu. Sovéska loftvarnarliðið sem eldfiaugunum fylgir er talið um 2000 manns. Boðskapur sov- étstjónarinnar til þeirrar bandarísku er skil- inn svo, að hótað sé gagnaðgerðum gegn ísra- el, ef ísraelski fiugherinn verður sendur til að ráðast á eldfiaugarnar, og þar með sovéska liðið sem þeim fylgir. Nú liggur því meira við en nokkru sinni fyrr, ef uppúr sýður í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sovéskt herlið er í Sýrlandi og bandarískt í Líbanon. Það land er sama púð- urtunnan og áður, meðan enginn árangur næst í viðræðum undir forustu Bandaríkj- anna um brottför erlendra herja, bæði ísraels- manna, Sýrlendinga og sveita PLO. Enn er þess að gæta, að Reagan forseti hefur skamman tíma til að ná árangri í málatilbún- aði sinum til að þoka málum landanna fyrir Miðjarðarhafsbotni í átt til friðsamlegrar Iausnar. Ekki er vafi á að til slíks þarf veruleg- an, bandarískan þrýsting á ísrael, og eftir að kosningabaráttan fyrir næstu forestakosning- ar hefst fyrir alvöru, ekki síðar en næsta haust, hefur forsetinn harla lítið svigrúm til að beita sér í því efni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.