Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 15.04.1983, Blaðsíða 24
r [■ i p I i í t | t t i [ 24 Föstudagur 15. apríl 1983 ftelgai---- -Pðsturinn Gerið verðsamanburð Juvel hveiti kr. 20.85 Bragakaffi 250 gr kr. 19.70 Súpur California kr. 5.70 Rekord kakó 1 kg kr. 89.90 Bl. ávaxtasafi 1 I. Sanitas kr. 27.95 Appelsínusafi Sanitas 11 kr. 22.90 Ferskjur 1/1 ds kr. 34.90 Ananas 1/1 ds kr. 39.50 Jarðarber 1/2 ds kr. 38.95 W.C. pappír Leni 4 rl kr. 33.50 W.C. pappír Príma 8 rl kr. 67.70 íva þvottaefni 10 kg kr. 281.50 Kynnum á föstudag frá kl. 3 unghænur frá ísfugli. Unghænur og kjúklinga á KYNNINGARVERÐI S TORMARKAÐ URINN Opið til kl. 22.00 SKEMMUVEGI 4A föstudaga og KÓPAVOGI hádegis laugardag Þótt þingmenn flengist nú / \ þvers og kruss um landið í S' kosningabaráttunni er ólík- legt að það komi verulega við buddu þeirra. Sem kunnugt er fá þingmenn ferðastyrk, mismunandi háan eftir kjördæmum. Reykjavík- urþingmenn fá 1875 kr. Reykjanes- þingmenn 3375 kr. og þingmenn annarra kjördæma 5585 kr í fastar mánaðagreiðslur. Að auki fá svo þingmenn greiddar allar ferðir milli kjördæma með því að sýna reikn- inga. Þannig fær þingmaður Reyk- víkinga að fullu greitt flugfar til Akureyrar.og öfugt. í margra vikna kosningabaráttu safnast bessir reikningar saman og verða að feikn- arlegum upphæðum, eins og gefur að skilja.'Ekki síst kannski vegna þess að við heyrum að sumir þing- menn fari nokkuð frjálslega með þessi forréttindi og panti á sínu nafni farseðla fyrir meðframbjóð- endur sein ekki eru þingmenn... r Frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti lý‘iveldisins, er um þessar mi ndir í heimsókn í Frakkiandi, eins og alþjóð mun vita. Nokkurs misskilnings heft’.r BILALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 8. 96-23515 gætt hér á landi varðandi heimsókn þessa, svo sem sést á því að í frétt- um er jafnan talað um „opinbera heimsókn" forsetans. Frakklands- för Vigdísar flokkast nefnilega ekki undir opinbera heimsókn, að minnsta kosti ekki frá sjónarmiði Frakka, sem telja hana vera ein- hvers konar „menningar- og vin- áttuheimsókn". Það er sagt vera eitthvað allt annað en opinber heimsókn. Flver munurinn er, það er svolítið óljóst... Enn um heimsókn forsetans í k til Gallíu hinnar fornu. Á þriðjudagskvöld undirrituðu utanríkisráðherrar íslands og Frakklands, þeir Ólafur Jóhannes- son og Claude Cheysson, sam- komulag um menningar- og vís- indasamvinnu landanna. Var það gert með pompi og prakt, og plagg- ið mun vera hið virðulegasta ásýnd- um og orðalagið huggulegt. Það ku líka vera allt og sumt. Okkur er tjáð að báðar þjóðirnar hafi gert það að skilyrði fyrir undirritun að samn- ingurinn hefði engin fjárútlát í för með sér! Hann er sem sé nákvæm- lega pappírsins virði — en heldur ekki meira... Kreppan lætur ekki að sér / l hæða og kemur sem kunn- ugt er ekki^ síst' niður á möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið. Úr öreigakreðsum heyrum við þó gleðilega sögu: Mað- ur nokkur hugðist reyna að selja hús sitt við Fjólugötu og var von- daufur um að éitthvað gengi í stöð- unni þegar alþýðan lepur dauðann úr skel. En þegar húsið var komið í sölu kom annað á daginn. Margir bitust um boðin, og þó tveir öreiga- fulltrúar mest: Guðrún Helgadótt- ir, alþingismaður og Álfheiður Ingadóttir, blaðamaður, — tveir af frambjóðendum Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Og hafði Álf- heiður betur. Húsið hreppti hún fyrir þrjár milljónir króna. Þessi gleðitíðindi úr heimi öreigastéttar- innar teljast fasteignakaup vikunn- ar... Einhver „heitasta" staðan / J sem nú er laus hérlendis er S' staða deildarstjóra fyrir væntanlega „rás 2“ hjá útvarpinu. Við höfum þegar sagt frá einum sig- urstranglegum, — Helga Péturs- syni, fréttamanni í Washington sem er að læra þar slíkan rekstur, en önnur nöfn sem nefnd eru sem hugsanlegir umsækjendur eru Stef- án Jón Hafstein, sem lengi hefur neitað því að hafa áhuga á málinu, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir pg Þorsteinn Eggertsson, Presley- íslands... r'^ Úr borgarapparatinu heyrum / Jl við að stjórnkerfisbreytingin, S\ sem Davíð Oddsson borgar- stjóri beitti sér fyrir í vetur hafi gef- ið mjög góða raun. Eins og menn muna voru nokkrir „toppar“ færð- ir á milli starfa og segja heimildar- menn okkar á borgarskrifstofunum að þessi tilfæring hafi haft góð á- hrif á gang kerfisins, sem virki nú eins og vel smurð vél. Það fylgir sögunni, að andrúmsloft meðal borgarstarfsmanna sé nú með besta móti — sannanlega betra en á síð- asta kjörtímabili, svo ekki sé minnst á stjórnartíð fyrri borgar- stjóra Sjálfstæðisflokksins... Fyrirtækið Hagvangur hefur unnið úttekt á rekstri Bæjar- 1 útgerðar Reykjavíkur að ósk stjórnar fyrirtækisins og lagt fram tillögur að breyttum og bættum rekstrarháttum. Þar mun koma fram, að rekstrinum beri að skipta í fjögur svið í stað núverandi tví- skiptingar í fiskvinnslu og útgerð- arsvið, og verður ekki annað séð en síðan eigi að setja einn forstjóra yfir þessi fjögur svið. Þar heyrist nafn Ragnars Julíussonar, stjórnarfor- manns BÚR oft nefnt...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.