Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 9
9 -IpjSgLfi ,rjnn Föstudagur 29. apríl 1983 Tímaritið Storð loks að koma út: „MENNINGARRIT FYRIR ALMENNING" Eftir óvenjulangan meðgöngu- tíma er nýtt íslenskt tímarit loks væntanlegt um mánaðamótin næstu: Storð, sem Almenna bóka- félagið og Iceland Review gefa út í sameiningu. Páll Magnússon að- stoðarritstjóri var spurður. „Við viljum líta svo á að þetta sé menningarrit fyrir almenning" svaraði Páll. „Efnið er fjölbreytt, og við höfum lagt mikið upp úr því að gera það bæði aðgengilegt og al- þýðlegt.án þess að slaka á gæða- kröfum. Þvert á móti er óhætt að segja að meira hafi verið vandað til þessa rits en vant er um tímarit hér á landi, og þá á ég við allt í senn; efnisöflun, textahöfunda, ljós- myndun, útlit, auglýsingar og prentun. Ritinu er ekki ætlað að höfða til neins sérstaks hóps; það er sem sé ekki sérrit, heldur vonum við að allir geti fundið í því eitthvað við sitt hæfií‘ Páll vildi ómögulega upplýsa um efni fyrsta tölublaðsins, en þegar hefur verið sagt frá tveimur prójektum Storðar í fréttum; nefni- lega hinu heimulega einvígi skák- meistaranna Friðriks Ólafssonar og Bóris Spasskíjs, og svo viðtali Hjartar Pálssonar við Kristján heit- inn Eldjárn sem tekið var rétt áður en forsetinn fyrrverandi lést snögg- lega síðastliðið haust. Fjallar við- talið um bernskuslóðir Kristjáns í Svarfaðardal. Storð er nú í prentun í Hollandi en hingað kemur það í hvorki meira né minna en 25 þúsund eintaka upplagi. Stórum hluta upplagsins, eða um það bil 15 þúsund eintök- um, verður dreift gegnum Bóka- klúbb Almenna bókafélagsins, en hitt fer á almennan markað. Eins og fram kom hér að ofan gefa Al- menna bókafélagið og Iceland Review ritið út saman og i útgáfu- nefnd eru fulltrúar frá báðum fyrir- tækjunum; þeir Brynjólfur Bjarna- son og Eiríkur Hreinn Finnbogason frá Almenna bókafélaginu og Haraldur Hamar frá Iceland Reciew, en hann er jafnframt aðal- ritstjóri blaðsins. Storð hefur fyrst og fremst verið unnið á skrifstofum Iceland Review og má geta þess að blaðamenn hafa ekki verið fastráðnir, heldur er notast við leigupenna og „free- lance“ menn. Þá má einnig leiðrétta misskilning sem sums staðar hefur gert vart við sig; Storð verður að sjálfsögðu á íslensku, ekki ensku. Páll Magnússon sagði: „Við vinnslu Storðar höfum við haft það að leiðarljósi að þetta verði blað sem fólk vilji varðveita, en hendi ekki að loknum fyrsta lestri. Efnið í því mun vonandi halda gildi sínu þótt tímar líði“ Náttúru- vernduð andlit íslenskir listmálarar hafa ei lagt sig mikið fram við að mála and- litsmyndir. Halda mætti því að þeir hefðu ekki mikinn áhuga á eðli mannsins og náttúru, jafnvel þótt andlitið sé sagt vera spegill sálarinnar. En kannski er andlitið miklu heldur ritvöllur tímans. Andlitið fæðist slétt og autt eins og óritað blað, en endar sem gam- alt bókfell, bókfell sem geymir gleymskuna. Skýringuna á vanrækslu viðand- litsmyndina er kannski helst að finna i því að hér á íslandi hefur aldrei risið upp listhneigð og menntuð borgarastétt, rótgróin, fólk sem ber skynbragð á liti, auð og ytri brag. Mektarmenn á ís- landi hafa fremur fengið skáldin til að semja um sig ljóð, helst erfi- ljóð, eða látið skrá um sig bækur. Það ber vott um Iitleysi þeirra. Fráleitt biðja þeir málara að mála af sér mynd. Og ef það er gert, eins og þegar málaðar eru myndir af formönnum stjórnmálaflokk- anna til að hengja á Alþingi eða á flokksskrifstofu, þá eru fengnir til þess málarar sem mála í hinum Ijósu eldhúslitum. Það á vist að benda til þess að stjórnmálamað- urinn hafi ævinlega staðið sig vel í öllum eldhúsdagsumræðum; þá eru stjórnmálin máluð gjarna í björtum, líflegum litum. Fólk ó- vant að umgangast menningu og listir blandar saman líflegum lit- um (sem merkir skræpótt litasam- setning) og glæsibrag og form- festu. En þetta tvennt er jafnan samfara og undirstaða leikhúss. Góð andlitsmynd hefur yfir sér leikhúsblæ, hún felur innrætið fremur en hún sýni það á fjölum hrukkanna. Listamaðurinn laum- ar því hins vegar inn í málverkið. Ágúst Petersen fer eitthvað af þessari leið á sýningu sinni í List- munahúsinu í Lækjargötu. Tals- vert leikhús er í Skyggnst undir skelina, líkt og listamaðurinn hafi litið á bak við tjöldin. En hann fer fremur mildum höndum um manninn. Góðleikur er í myndun- um og kímni, líkt og í myndinni af Laxness: lús skríður að öðru eyr- anu en rytur sitja fyrir ofan hitt í hnapp og minna örlítið á engla- sveim á helgimyndum. Svipaðri aðferð beitir hann, að- ferð kímni og velvilja, þegar hann málar andlit tveggja safnstjóra af bestu gerð og listfræðinga að auki og lætur andlit beggja líkjast blöðru (því miður þori ég ekki að segja hlandblöðru) sem springur inn á við; andlitið sogast einhvern veginn inn um munnmn ems og það vilji kappkosta að éta sjálft sig. Mér finnst raunar trúlegra að listgagnrýnendur dagblaðanna ættu slíka meðferð skilda En kannski éta safnstjórar fremur sitt eigið andlit en gagnrýnend- urnir. Til marks um ást málarans á gagnrýnendum hefur hann einn þeirra upp í bláum ljóma. Ekki örlar á beiskju í myndbygging- unni. Andagiftin skín af gagnrýn- andanum. Andlitsmyndin var að mestu horfin úr sögu málaralistarinnar á tíð hins óhlutbundna málverks. Með poppinu kom hún aftur, en ekki á þann hátt að fyrirmyndin sæti fyrir hjá málaranum, heldur máluðu málarar annað hvort mál- verk af málverkum eða málverk af ljósmyndum. Ljósmyndin eða blaðamyndin vísuðu manninum þannig leið aftur að málverkinu. Við lifum á tímum hinna óbeinu samskipta. Mannleg tengsl hafa verið í raun óæskileg. í stað þess að heimsækja fjarskylda ætt- ingja, og jafnvel fjölskyldu sína, senda menn myndir af sér í stað- inn, Myndin kemur manns í stað. Ég veit ekki hvort Ágúst Peter- sen er tímanna tákn, merki um að maðurinn hafi í hyggju að sigra ljósmyndina. Hitt er víst að sam- fara náttúruvernd hefur manns- myndin komið aftur inn í mál- verkið. Sérhver þjóðfélagshreyf- ing á sína hliðstæðu í listinni. Ekkert er eitt sér. Blinda okkar er oft skortur á yfirsýn. Með nátt- úruverndarhugmyndum nútím- ans halda hin mannlegu einkenni og blæbrigði sálarinnar aftur inn í listina. Eða kannski kallaði listin á hugmyndir og þörf fyrir nátt- úruvernd, fyrst með hinum brot- kenndu mannsmyndum í popp- inu, síðan með nýja líkams- myndamálverkinu. Einnig er tímanna tákn að hinn lífræni olíulitur er orðinn litur tímans. Á svipaðan hátt eru „líf- rænt ræktaðar gulrætur“ teknar fram yfir gulrætur sem nærst hafa á „tilbúnum áburði". Sumar andlitsmyndir á sýning- unni eru í ætt við skrípamyndir. Vert er að bera þær saman við sjálfsmynd listamannsins frá 1954. Hver er tilgangurinn með því að láta hana fylgja með? Mig grunar að tilgangurinn sé há- punktur hæðninnar. Sjálfsmynd- in segir í gamni sínu: Allar þessar andlitsmyndir málaði álfur út úr hól. Og síðan hlær hún góðlátlega. Iiíoin Háskólabíó: * * Leitin að eldinum (La Guerre du Feu). Frönsk-kanadísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Rae Dawn Chong, o.fl. Leikstjóri: Jean- Jacques Annaud. Bráðskemmtileg mynd um hvernig forfeður okkar fóru að þvi að leita að eldi, elskast, og margt fleira. Ný- bakaöur óskarsverðfaunahafi, sem átti að taka hér á landi. Sýnd kl. 7. Húsið-Trúnaðarmál. islensk kvik- mynd, árgerð 1983. Handrit: Björn Björnsson, Snorri Þórisson og Egill Eðvarðsson. Leikendur: Lilja Þóris- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þóra Borg, Helgi Skúlason, Róbert Arn- finnsson. Brfet Héölnsdóttir. Leik- stjóri: Eglll Eðvarðsson. Húsiö er vönduð spennumynd, sem vafalaust á eftir að höfða til margra. Hún bervitni um meiri fagkunnáttu en aðrar íslenskar myndirtil þessa. Með skáldlegum neista i mótun viðfangs- efnisins hefði hún orðið verulega eftirminnileg. **♦ — Á.Þ. Bæjarbíó: *** Húsið. islensk kvikmynd, árgerð 1983. Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. Hefur farið sigurför um Reykjavik. Hvernig fer hún í Gaflarana? Bíóhöllin: Ungu læknanemarnir (Young Doctors in Love). Bandarfsk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Michael McKean, Sean Young, Hector Lizondo. Leikstjóri: Gary Marshall. Þessi mynd er haettuleg heilsunni: áhorfendurfáóstöðvandi hláturskast. Laeknanemar bralla margt á Borgó. Þrumur og eldingar (Creepshow). Bandarfsk, árgerð 1982. Leikendur: Hal Holbrook, Adrienne Barbeau, Fritz Weaver, Viveca Llndfors. Handrlt: Steptien Klng. Leikstjóri: George A. Romero. * Fimm stuttar myndir í einni. Grínhroll- vekjur i gamla stílnum. En því miður er lítið um grinið og hrollir eru fáir. Þó eru tvær sögurnar nokkuö sæmilegar. Lífvörðurinn (My Bodyguard). Bandarfsk kvikmynd. Leikendur: Chris Makepeace, Adam Baldwin, Matt Dlllon. Leikstjóri: Tony Bill. Ungur piltur er áreittur í skóla og hann ræður sér þess vegna lífvörö. Gaman- mynd um alvarlega hluti. Atlantic City. Bandarisk kvikmynd, árgerö 1981. Leikendur: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Leik- stjóri: Louis Malle. *** Stórgóð mynd, sem gerist í strandbæ í N.Y. Lancaster er fantalegur leikari. Njósnari leyniþjónustunnar (The Soidler). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Ken Wahl, Alberta Wat- son, Klaus Kinski, William Prince. Leikstjórl: James Glickenhaus. Bondstællinn á fullu og má Bond sjálfur fara að vara sig. Ævintýri og hasar á milli Cia og Kgb. Leikurinn berst um allan heim eins og vera ber. Allt á hvolfi (Zapped). Bandarlsk kvikmynd. Leikendur: Scott Baio, Wlllle Ames, Robert Mandan, Felice Schachter. Leisktjóri: Robert J. Rosenthal. Regnboginn: ** í greipum dauðans (First Blood). Bandarísk, árgerö 1982. Handrit: Stallone, o.fl. Leikendur: Sylvester Stallone, Brian Dennehy, Richard Crenna, Jack Starrett. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Þetta er ágætlega gerður hasar, ekki sérlega frumlegur að efni en skemmtilega útfærður. Sylvester Stallone, jafnþykkur og freðinn leikari og hann er, þjónar mjög þokkalega hlutverki sinu. Góð afþreying fyrir þá, sem unna hörkulegum hasar. Járnhnefinn (Bamboo Gods and the Iron Man).Bandarísk kvikmynd. Leikendur: James Iglehart, Shirley Washington. Gamalt efni grafið í jöröu og hrikalegt kapphlaup. Læti. Þjófar I klfpu (A Piece of the Action). Bandarlsk kvikmynd. Leikendur: Sidney Poitier, Bill Crosby, James Earl Jones. Leikstjóri: Sidney Poiti- er. Gaukar stela frá þjófum. Makleg málagjöld. Á hjara veraldar. íslensk kvikmynd, árgerð 1983. Leikendur: Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þóra Friöriksdóttir. Handrit og stjóm: Kristln Jóhannesdóttir. Á hjara veraldar er ótrúlega þaul- hugsað verk, — i smáu og stóru. Kristin leikur sér i tima og rúmi og dregur fram fjórar megin víddir kvik- myndalistarinnar meö sérkennilegri hætti en ég minnist aö hafa séö áöur á hinu hvita tjaldi — mynd, texta, hljóö og leik.. Hreinn galdur i lit og cinemaskóp. *** ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág«t ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Stjörnubíó: * * * Tootsie. — sjá umsögn i Listapósti. Þrælasalan (Ashanti). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Michael Calne, Wllliam Holden, Peter Usti- nov, Omar Sharif. Caine og gífurlega falleg kona eru læknar i Afriku. Henni er rænt og hún seld arabískum oliugreifa. Fallegt landslag, en annað ekki. Úlfaldarnir skilja íslensku. * Laugarásbíó: Höndin (The Hand). Bandarisk kvlkmynd, árgerð 1981. Leikendur: Michael Caine, Andrea Marcovlcci. Leikstjóri: Oliver Stone. Maður nokkur missir aöra höndina, en höndin er nú samt ekki aðgeröar- laus. Ráðgjafi í geðmeinafræöum er frá UCLA. Aukamynd úr Cat People. Nýja bíó: Diner. Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Steve Guttenberg, Daniel Stern, Mickey Rourke, Kvein Bacon. Handrit og stjórn: Barry Levinson. Fimm gamlir vinir og daglegt lif þeirra. Vandamál í hjónabandi, hjú- skaparhugleiðingar, veðmál og fleira og fleira. Bráðhugguleg gamanmynd um alvöru lifsins. Bíóbær: Ljúfar sæluminningar (High School Memories). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Aneta Haven, Jamie Gillis, John Lesley. Rugbyliö er á keppnisferðalagi, en spilararnir komast vist lítið út fyrir rúmstokkinn. Spennandi verkefni. Hrakfallabálkurinn. Bandarisk kvik- mynd með og eftir hinn frábæra Jerry Lewis. Gamanmynd i sérflokki. Sýnd á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16. Austurbæjarbíó: * Rollover Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: David Shaber. Leikstjóri: Alan J. Pakula. Aðalhlutverk: Jane Fonda, Kris Kristofferson, Hume Cronyn. Jane Fonda er kvikmyndastjarna sem einnig er kunn fyrir afskipti af stjórnmálum og megrunarkúrum. Hin síöustu ár hefur hún reynt að sameina kvikmyndirnar og stjórnmálin og staöið aö gerð pólitiskra kvikmynda sem jafnframt hafa á sér afþreyingar- stimpil Hollywood. Þetta hefurstund- um heppnast vel, eins og i The China Syndrome. Alan J. Pakula er leikstjóri sem gert hefur margar prýðilegar pólitískar afþreyingarmyndir eins og The Parallax View, All the President’s Men og fleiri, auk þess sem þau Fonda unnu á sínum tíma saman að stórgóðum sálfræðilegum þriller sem hét Klute. Þegar þetta góða fólk leiöir saman hesta sina i gerö pólitlsks og rómantisks þrillers um togstreitu um auð og völd eins og hún birtist i frum- skógi alþjóðlegrar bankastarfsemi þá sætir óneitanlega furðu hve útkoman er rýr og raunar leiðinleg. Orsakanna er, held ég, að leita i handriti David Shabers sem einhvern veginn tekst ekki aö gera flókin mál einföld, heldur ■ miklu frekar einföld mál flókin. Maður festir hvorki áhuga á fólkinu né þvi margslungna neti sem það er fast í. Stundum bregður samt fyrir listrænu handbragöi og skýrum myndstíl Pa- kula ekki síst I dansleiksatriði snemma í myndinni. — ÁÞ. Tónabíó: ** Tímaflakkararnir (Time Bandlts). Bresk kvlkmynd, árgerö 1981. Leik- endur: Sean Connery, John Cleese. Leikstjóri: Terry Gillian. Monty Python guttar á fullri ferð, held- ur mikilli á stundum. Við þaö missir griniö marks. En stundum má hafa gaman af. Ekki nógu oft þó. Lögberg: Camelamos Naquerar. Spænsk mynd frá 1976. Leikstjóri: Mlguel Alcobendas. Fyrsta kvikmyndin, sem unnin er al- gjörlega af spænskum sígaunum. Merkileg heimild um flamenco-tónlist og lif sígauna. Flor de Santidad. Spænsk. Árgerð 1972. Lelkendur: Eliana de Santis, Ismael Merlo. Leikstjóri: Adolfo Marsillach. Hjátrú og hleypidómar og örlög ungr- ar stúlku. Myndirnar eru sýndar á föstudag (i dag) kl. 19.30 i stofu 103. MÍR-salurinn: Spartakus. Sovésk kvikmynd, gerð eftir hinum fræga ballett Arams Khat- satúríans undir stjórn Vadims Der- benév og Júrl Grígorovits. Dansarar og hljómsveit Bolsoj. Sýnd á sunnu- dag kl. 16. Ókeypis aðgangur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.