Helgarpósturinn - 29.04.1983, Qupperneq 19
19
^pústurinn ^östudagur 29. apríl 1983
Greinargerð frá SKAIS að loknum kosningum:
VANDA ÞARF BETUR
URTAK DREIFBYLIS
Við munum læra af reynslunni
Skoðanakannanir gefa sterka
vísbendingu um pólitískar hræring-
ar fyrir kosningar og er hægt að
rökstyðja það með því að benda á
niðurstöður kosninganna sjálfra.
Hér á landi hefur DV (og þar áður
Dagblaðið og Vísir, hvort í sínu
lagi) haft forystu um skoðana-
kannanir fyrir kosningar, auk þess
sem blaðið hefur staðið fyrir
skoðanakönnunum um hin marg-
víslegustu málefni sem upp hafa
komið og vekja deilur meðal
almennings.
Árið 1980 var stofnað fyrirtækið
Skoðanakannanir á íslandi
(SKÁÍS) og í desember 1982 gerði
það fyrstu skoðanákönnun sína um
fylgi stjórnmálaflokka og hugsan-
legra framboða. Fyrirtækið gerði
aftur hliðstæða könnun í febrúar sl.
og náði sú könnun til allra kjör-
dæma landsins og svo var einnig
um þá könnun sem SKÁÍS gerði nú
tveimur vikum fyrir kosningar.
í desemberkönnun SKÁIS, sem
birtist í Helgarpóstinum, komu í
fyrsta sinn fram vísbendingar um
pólitískar hræringar sem nú hafa
leitt til röskunar á valdajafnvægi
stjórnmálaflokkanna. í þeirri
könnun hlaut hugsanlegt framboð
Vilmundar Gylfasonar 12.5% fylgi
og hugsanlegt framboð kvenna til
alþingis hlaut 8.0% stuðning.
Febrúarkönnun SKÁÍS og hliðstæð
könnun DV (báðar gerðar sömu
helgina) staðfestu áfram fylgi Vil-
mundar (Bandalags jafnaðar-
manna) og fylgi kvenna, en þær
höfðu stuttu áður samþykkt að
bjóða ekki fram til alþingis.
Starfsfólk SKÁÍS viö vinnslu könnunar um síðustu helgi. Þess má geta að fulltrúum
helstu framboða var boðið að koma og kynna sér vinnubrögð við gerð könnunarinnar.
Niðjatal Páls Breckmanns í Suður-
búð.
Ari Gíslason tók saman.
Útgefendur: Herbert og Kristinn
Guðbrandssynir.
Setning: Acta.
Prentun og bókband: Prentverk
Akraness hf.
Fyrir stuttu barst mér ofangreind
bók í hendur, og hef ég síðan gert
mér það til dundurs í frístundum að
Iesa hana yfir, einkum og sér í lagi
þá hluta hennar, sem fjalla um fólk
mér kunnugt.
Niðurstaða mín er þessi: Það er
verr af stað farið en heima setið.
Þvílík handabakavinna og slóða-
Aðvörun
skapur vona ég séu algjör einsdæmi
í gerð slíkra bóka. Ósamræmið og
ónákvæmnin eru slík, að mér leið
illa við lesturinn.
Ég skal nefna nokkur dæmi:
í æviágripi ættföðurins, Páls,
segir: „Börn hafði hann átt sjö...í‘. I
bókinni eru síðan nafngreind níu
börn hans.
í bókinni er fæðingarstaða
stundum getið, stundum ekki, og
þegar þeirra er getið, eru þess
dæmi, að fæðing barns sé flutt milli
landshluta og jafnvel milli landa.
Með fæðingar- og giftingar- og
dánardægur er farið að geðþótta.
Þess eru dæmi, að foreldrar eru
sagðir dánir nokkrum árum fyrir
fæðingu barns.
Nöfnum, sem einstaklingar hafa
aldrei borið, er á þá klesst og þagað
yfir þeirra réttu nöfnum.
Starfa er stundum getið, stund-
um ekki, og virðist undir hælinn
lagt, hvort viðkomandi gegnir því
starfi, sem hann er við bendlaður.
Þá er ósamræmi í nafnaupplýs-
ingum um foreldra alsystkina.
Ég skil það mætavel að afkom-
enda fæddra eftir 1981 sé ekki getið,
en það , að farið sé með nýta þjóð-
félagsþegna á fertugsaldri eins og
Mikið hefur verið skrifað um
skoðanakannanir að þessu sinni og
er það ekki óeðlilegt. Við sem
stöndum að þessum skoðana-
könnunum fyrir SKÁÍS erum
þeirrar skoðunar að mjög mikil-
vægt sé, að almenningur fái sem
allra bestar upplýsingar um fram-
kvæmd skoðanakannana, þær for-
sendur sem þær byggja á og þær
takmarkanir sem þær eru háðar.
Að þessu sinni, þ.e. fyrir síðustu
könnun, var fulltrúum stjórnmála-
flokkanna boðið að fylgjast með
framkvæmd könnunarinnar þar
sem starfsfólk SKÁIS var að störf-
um, og leita svara um eitt og annað.
Þetta boð þáðu flestir stjórnmála-
flokkarnir en þó ekki allir. Við
erum þeirrar skoðunar að mjög
æskilegt sé að auka slík skoðana-
skipti og jafnframt auka mjög
almennar upplýsingar eins og áður
er vikið að.
Það virðist nokkuð útbreidd villa
varðandi skoðanakannanir, að stór
hópur „óákveðinna kjósenda" sé
vísbending um, að ekki sé rétt að
málum staðið. Einnig er áberandi,
að ýmsir líti svo á, að fólk sem segist
ekki ætla að 'kjósa sé óákveðið. Þá
er einnig mikilvægt að menn geri
sér grein fyrir því, hvenær skoðana-
bandalag. Sjálfstæðisflokkurinn
var mjög sterkur fyrir. Honum var
spáð miklu fylgi um allt land og
reyndar meira fylgi en hann hlaut.
Skv. skoðanakönnunum var fylgi
kvennaframboðsins mjög sterkt í
Reykjavík og á Reykjanesi en mun
minna á Norðurlandi eystra. Aug-
ljóst er að kvennaframboðið var í
sóknarham fram á síðustu stund og
var því tiltölulega lítil breyting á
fylgi þeirra frá því sem skoðana-
kannanir höfðu mælt hálfum
mánuði og síðan viku fyrir kosn-
ingar.
Fyrir okkur sem að skoðana-
könnunum stöndum er spurningin
um úrtakið e.t.v. það mikilvægasta.
Af ýmsum tæknilegum ástæðum
hefur verið auðveldara að ná viðun-
andi úrtaki fyrir Reykjavík en fyrir
önnur svæði. Að sumu leyti er úr-
takið fyrir Reykjavík marktækara
en úrtakið fyrir landið í heild. í
þeirri skoðanakönnun sem gerð var
nú fyrir kosningarnar birti DV eng-
ar niðurstöður fyrir Reykjavík og
vekur það vissulega nokkra athygli.
Niðurstöður í skoðanakönnun
SKÁÍS fyrir Reykjavík gefa að
okkar mati mjög líklega mynd af
fylgi flotckanna hálfum mánuði
fyrir kosningar (sjá meðfylgjandi
töflu).
Tafla: Skoðanakönnun SKÁÍS hálfum mánuði fyrir kosningar og nið-
urstöður kosninganna — Reykjavik.
framboðslisti SKÁÍS-könn- un 2 vikum fyrir kosningar úrslit kosning- anna frávik
Alþýðuflokkur 9.6% 10.8% 1.2%
Framsóknarflokkur 8.3% 9.4% 1.1%
Bandal. jafnaðarm. 14.2% 9.5% 4.7o/o
Sjálfstæðisfl. 40.8% 43.0% 2.20/o
Alþýðubandalag 15.8% 19.0% 3.2o/o
Samt. um kvennaframb. 11.3% 8.4% 2.90/0
ætla ekki að kjósa/ kusu ekki 13.2% 12.1%) 1.1%
könnun er gerð. Skoðanakönnun
SKÁÍS var gerð tveim vikum fyrir
kosningar en skoðanakönnun DV
var gerð viku fyrir kosningar. Ef
hægt er að ganga út frá tölulegum
forsendum þessara tveggja kann-
ana má draga þá ályktun að síðustu
tvær vikurnar sé komið ákveðið rót
á fylgi flokkanna og að óákveðna
fylgið sé byrjað að taka stefnuna til
ákveðinna framboða.
Ef þessar tvær skoðanakannanir
eru bornar saman má draga
nokkrar mikilvægar ályktanir um
úrslit kosninganna fyrir landið í
heild. í fyrsta lagi. Bandalag jafn-
aðarmanna náði mjög sterkum
undirtökum strax við stofnun og
reyndar áður, sbr. könnun SKÁÍS í
desember 82. Síðustu vikurnar var
Bandalagið á niðurleið og ó-
ákveðna fylgið skilaði sér ekki eins
vel og skoðanakannanir höfðu
mælt. í öðru lagi. Framsóknar-
flokkurinn stóð greinilega mjög
höllum fæti í febrúar sl. Þó virðist
mega draga þá ályktun að hann hafi
hert mjög róðurinn síðustu vik-
urnar. Hið sama má einnig segja
um Alþýðuflokkinn og Alþýðu-
„óhreinu börnin hennar Evuþ á ég
erfiðara með að sætta mig við.
Bókinni er ekki alls varnað. Hún
er prentuð á góðan pappír og bund-
in í fallegt band. Því miður nýtast
ekki þessir góðu eiginleikar þeim,
sem lítur á bækur sem uppsprettu
fróðleiks og ánægju en ekki fyrst og
fremst sem stofustáss.
Að mínu viti eiga sá er saman tók
og þeir sem út gáfu tveggja aðal-
kosta völ. Þeir geta látið eins og
ekkert sé og látið hlunnfarna kaup-
endur sitja uppi með „upplýsinga-
rit“, sem ekki er á treystandi. Þeir
geta lagt það á sig að fá leiðréttingar
á villum bókarinnar og gefið síðan
út ábyggilegt rit, sem skipt yrði mót
hroðanum. Sá möguleiki er einnig
fyrir hendi að láta þá beiðni berast
til eigenda bókarinnar, að þeir fari
með hana eins og leyndarmál, láti
engan í hana komast og helst gleymi
henni sjálfir.
Lundi í Svíþjóð, 7. apríl 1983.
Cecil Haraldsson.
Að lokum þetta. Við sem stönd-
um að skoðanakönnun fyrir SKÁÍS
teljum okkur hafa lært mikið af
þessari síðustu könnun þegar hún
er metin i ljósi kosningaúrslita. Það
er vissulega rétt sem kom fram í
Tímanum að SKÁÍS-menn trúðu
ekki sínum eigin tölum uín fylgi
Framsóknarmanna í sumum dreif-
býliskjördæmum. Að vísu bentu
þær ótvírætt til fylgistaps Fram-
sóknarflokksins á kostnað Sjálf-
stæðisflokksins. Það stóðst í
meginatriðum. Hins vegar er það
samdóma álit okkar hjá SKÁÍS að
leggja beri sérstaka áherslu á undir-
búning úrtaks fyrir dreifbýlið og að
því verður unnið á næstunni. Að
lokum viljum við þakka öllum
þeim mikla fjölda sem leitað var til
í þessari könnun og reyndar öðrum
skoðanakönnunum sem gerðar
hafa verið af SKÁÍS og birst hafa í
Helgarpóstinum.
Leiðrétting
Nokkurt mishermi var í blaðinu
fyrir tveimur vikum varðandi
heimsókn Vigdísar Finnbogadótt-
ur, forseta lýðveldisins til Frakk-
lands. Við sögðum þar frá því að
ekki hefði verið um reglulega opin-
bera heimsókn að ræða, en það er
ekki alls kostar réttur skilningur.
Heimsóknir af þessu tagi eru tvenns
konar. Hið „æðra“ stig heitir á
enskri tungu „State Visit“, en því
fyrirbæri fylgir mjög mikil við-
höfn. Síðan kemur það sem kallað
er „Official Visit“ sem felur í sér að
efnislegt innihald heimsóknarinnar
er nokkurn veginn hið sama, en við-
höfn hins vegar eilítið minni. Heim-
sókn Vigdísar til Frakklands taldist
vera „Official Visit“, en þess má
geta að sú gerð heimsókna er nú á
dögum mun algengari en hinar við-
hafnarmiklu „Státe“ heimsóknir.
Þá var ranghermt í blaðinu að þær
Guðrún Helgadóttir og Álfheiður
Ingadóttir hefðu bitist um boð í
fasteign eina í Reykjavík. Guðrún
skoðaði að vísu eignina en aðeins
eitt tilboð barst, — frá Álfheiði og
fleirum. Á þessu er beðist velvirð-
ingar.