Helgarpósturinn - 29.04.1983, Side 24

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Side 24
Föstudagur 29. apríl 1983 -jjfísturinn í skreiðarsölumálum okkar / J íslendinga verða einatt S' skrýtnar uppákomur. í Níg- eríu skaut skyndilega upp kolli um daginn maður nokkur amerískur sem mun hafa veifað bréfi frá Skreiöarsamlaginu og sagst vera umboðsmaður fyrir íslenska skreið. Maður þessi gerði sér lítið fyrir og fór að bjóða 20-25% afslátt á ís- lenskri skreið á báðar hendur. Þetta setti vitaskuld allt í loft upp á níg- eríska skreiðarmarkaðinum. Þegac þetta barst hingað til lands var um- boð mannsins snarlega dregið til baka með skeytasendingum. Mað- ur þessi mun hafa komið til íslands ■og sagst vera innsti koppur í búri hjá toppunum í Nígeríu. Mun hann síðan hafa fengið umboð frá Skreiðarsamlaginu fyrir milligöngu lögmanns eins hér í borg. En sem sagtí— umbi var ekki lengi í Para- dís... Undirbúningur fyrir næstu 'f' I Listahátíð í Reykjavík er að fara af stað. í nýjum fundar- gerðum Listahátíðarnefndar sem sendar hafa verið út kemur m.a. fram að stefnt er að því að þessi há- tíð verði með nokkuð öðru sniði en áður, þ.e. að hún verði að verulegu leyti helguð alþýðutónlist frá ára- tugunum 1964-1984. í lesendadálk- um blaðanna er hafinn mikill áróð- ur fyrir því að breska nýbylgjusveit- in Duran Duran verði fengin hingað til lands á hátíðina og mun það mál í athugun. Jafnframt er verið að vinna að því að fá hingað eftirfar- andi listamenn meðal annarra: Dire Straits, sem telst í hópi vinsælustu og vönduðustu rokksveita samtím- ans, gömlu góðu The Shadows, skáldið og vísnasöngvarann Leonard Cohen, þann sígilda ær- ingja Frank Zappa, The Kirks og einnig eru ýmsar bandarískar ný- bylgjusveitir í sigtinu. Þá er stefnt að því að íslenskir alþýðutónlistar- menn eigi einnig veglegt pláss á næstu listahátíð. Aðrar listgreinar verða ekki útundan, og m.a. er rætt um að fá Lundúnasinfóníuna hing- að til að leika undir stjórn Vladimir Ashkenazys.... Prófaðu BILALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik 8. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515 Nú er einstakt tækifæri til að eignast nýjan BMW Við seljum síðustu bílana af BMW árgerð 1982 á ótrúlega hagstæðu verði Samkv. gengi 15/3 ’83 BMW315 BMW316 Verðnú kr. 259.500.- RMW318Í Verðnú kr- 310.000. Verður kr. 0.- Verður kr. 3£8?0OO. Verðnú kr. 285.000.- BMW 320 verðnú kr- 339.400. Verður kr. 338f4Ö0.- Verður kr. ý&fröÖO. BMW518 Verðnú kr. 347.000.- Verður kr. 390^000.- BMW520Í Verðnú kr- 403-200, DIVIVVO^UI Verður kr.4£O,0öO.- Missið ekki af þessum hagstæðu kaupum, og tryggið ykkur bíl sem fyrst. Seljum nýja og notaða bíla laugardaga kl. 1-5. KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 / Eitthvað er skrýtið í sam- bandi við sovéska sjómanninn sem þyrla varnarliðsins sótti á haf út fyrir skömmu. Sem kunnugt er var maðurinn ilia brunninn og var hann sagður vera skipverji á togara sem kviknað hefði í, en þyrlan sótti hann aftur á móti út í sovéskt verk- smiðju- og móðurskip. Sovétmenn sögðu að eldur hefði verið laus í fyrrnefndum togara en tekist hefði að ráða niðurlögum hans. Það sem vakið hefur furðu manna er að enginn togari frá Sovétríkjunum hefur sést á þessum slóðum, að minnsta kosti enginn sem ber merki bruna. Það hefur einnig vakið athygli að Sovétmenn skýrðu ekki frá því fyrr en seint og um síðir hversu illa maðurinn væri brunninn. Heimildir okkar í þeim kreðsum sem um þetta mál hafa fjallað segja að nú sé altalað að sá brenndi hafi alls ekki verið af togara, heldur hafi hann verið sjó- liði á kafbáti. Sovéskir kafbátar eru vitanlega á siglingu kringum land- ið, en Sovétmönnum er ekkert vel við að gera ferðir þeirra opinberar. Hvað orðið hafi af þessum hugsan- lega kafbáti vita menn ekki, en nokkrir hafa bent á að á örfáum dögum hafi verið komið með þrjá sjúka og slasaða Sovétmenn til landsins frá skipum. Þeir eru sagðir vera af jafnmörgum skipum, en til eru þeir sem efast um það... r'1 Jakob Magnússon tónlistar- / i maður í Kaliforníu stendur í •S* ströngu í kvikmyndagerðinni um þessar mundir. Þar vestra er ný- lokið tökum á mynd, sem hann var framleiðandi að og síðar í sumar ætlar hann að gera kvikmynd hér á landi. Öskudagur mun sú mynd eiga að heita og verður Jakob sjálf- ur leikstjóri. Myndin er sögð flokk- uð undir „melódrama". Yfirkvik- myndatökumaður verður David Bridges, sem tók Með allt á hreinu og heyrst hefur, að meðal leikara verði hugsanlega Egill Ólafsson, Anna Björnsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir.... r'T Undanfarið hefur hver / 1 einasti flutningabíll verið S* vigtaður um leið og honum hefur verið ekið út úr porti Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi. Okk- ur er sagt að komið hafi í ljós óeðli- leg rýrnun á áburði þegar gerð var könnun á því. Sagan segir að talið sé að þessi „rýrnun“ hafi verið um- talsverð — en að enn sé ekki búið að komast að „hver og hvernig" í þessu máli... Af öðrum íslenskum kvik- / i myndum sem nú eru að fara í vinnslu heyrum við m.a. að með hlutverk Uglu í Atómstöðinni sem Þorsteinn Jónsson og félagar ætla að taka í sumar muni fara Tinna Gunnlaugsdóttir.... Á tölvuöld níunda áratugar- / J ins heyrum við, að á Trygg- S ingastofnun ríkisins hafi einn starfsmaður það verkefni að lesa dánartilkynningarnar í Morgun- blaðinu á hverjum morgni og fletta síðan upp nöfnum þeirra sem hugsanlega hafa verið komnir á elli- lífeyrisaldur í þeim tilgangi að taka þá útaf skrá stofnunarinnar yfir þá sem fá ellilaun. Lífeyrisdeild stofnunarinnar fær Morgunblaðið sent vegna þessa og er þessi háttur hafður á vegna þess, að ieið dánar- tilkynninga til Hagstofunnar, um tölvukerfi ríkisins og þaðan til Tryggingastofnunar er það löng, að sé þetta ekki gert er hætt við að fólki séu send ellilaunin í nokkrar vikur, jafnvel mánuði, eftir lát þess. En sá böggull fylgir skammrifi, að nafnnúmer fylgja yfirleitt ekki dánartilkynningum, þannig að stundum eru þeir sem lifa sviptir ellilaununum sínum, en nafnar þeirra sem látnir eru fá þau áfram.... Það var ekkert gefið eftir í kosningasmölun hjá Alþýðu- bandalaginu á kjördaginn. kvöldið gerðu starfsmenn Framh. á síðu 15 Um

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.