Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.05.1983, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Qupperneq 23
jgstudagur 6. maí 1983 •’í^ Von er á Viktor Korchnoi J hingað til lands, rétt einu SI sinni. Að þessu sinni er það þó ekki á vegum íslenskra aðila, heldur þýskra. Við lásum í þýsku skáktímariti að um mánaðamótin júni-júlí verði efnt til skemmtisigl- ingar um Norðurhöf fyrir þýska U.nglinga sem áhuga hafa á skák og með i íörinni verður sem sé Korchnoi, að sagt er. Skipið ntun koma við á íslandi og síðar á Sval- barða. Hverja tefla á við á Sval- barða er mjög, mjög óljóst... Frystihúsið Isbjörninn er eitt > 1 glæsilegasta frystihús lands y ins — kannski það glæsi- legasta, og líklegast er leitun að glæsilegri frystihúsum um víða veröld. Engu að síður er ísbjörninn í flokki þeirra frystihúsa hér á landi sem eru rekin með hvað mestu tapi, að minnstakosti ef marka má þau opinberu lán og styrki sem fyrir- tækið hefur fengið að undanförnu. Á síðastliðnu ári fékk ísbjörninn úr byggðasjóði Framkvæmdastofnun- ar ríkisins lán upp á hvorki meira né minna en fjórar milljónir króna, lán sem í ársskýrslu Framkvæmda- stofnunar heitir „lán til fjárhags- legrar endurskipulagningar" Fyrr má nú aldeilis vera óreiðan ef það kostar fjórar milljónir að koma málunum í lag. Reyndar er fullyrt, að þau lán úr byggðasjóði sem heita þessu nafni, og fiskvinnslufyrir- tæki og útgerðir um allt land fá á hverju ári, séu einfaldlega styrkir til vonlausra fyrirtækja... »5^ Ekki eru þó öll kurl komin til f'J grafar með þessu „láni til fjárhagslegrar endurskipu- lagmngar" sem ísbjörninn fékk. Fyrirtækið fékk að sjálfsögðu hluta af sneið Steingríms sem ætlað er að „rétta við hag sjávarútvegsinsý eins og það heitir á fínu máli. En þrátt fyrir allt tap og alla opinbera styrki halda eigendur fyrirtækisins sínu striki. Þegar þessi opinbera fyrir- greiðsla var „komin á hreint“ keyptu þeir sér Lapplander, sem ætl unin er að nota í laxveiðitúra, að því er við höfum heyrt, og vitanlega þurfa hesthús þeirra og reiðskjótar sinnar umhirðu við. Fullyrt er í okk- ar eyru, að þau mál séu falin starfs- mönnum Isbjarnarins sem sinni þeim á fullum launum frá fyrirtæk- inu. Ef annað er eftir þessu er ekki að undra þótt efnahagsmálum ís- lendinga sé komið á þann veg sem allir vita, sagði fyndinn maður í okkar eyru.... Aðalfundur Rithöfunda- Y \ sambandsinsj sem haldinn y var s.l. laugardag, var um margt sögulegur. Illa gekk að fram- fylgja ýmsum málum vegna ögun- arleysis fundarmanna. M.a. var miklum tíma varið í umræður og atkvæðagreiðslur um hvort fundar- menn ættu að fara í kaffi eða ekki þegar líða tók á fundinn. Fóru leik- ar svo að yfirgnæfandi hluti fund- armanna vildi ekki taka kaffihlé enda rápuðu rithöfundarnir inn og út af fundi með kaffibolla í hönd- unum...__________________________' Mikið bar á persónulegum y- 1 svívirðingurn á aðalfundi y\ Rithöfundasambandsins. hélt Thor Vilhjálmsson uppi mikl- um árásum á formanninn Njörð P. Njarðvík varðandi ferðalög hins síðarnefnda á vegum sambands- ins... Þá er Birgir „sjálfur“ f J Thorlacíus að kveðja menntamálaráðuneytið þar sem hann hefur stjórnað svo lengi sem elstu menn muna. Þegar er farið að spá í eftirmann hans, og í DV í gær var talað um Andra ísaks- son. Trúlegt hlýtur þó að teljast að cf... ef : cf i Hugleiddu þetta strax svo þú þurfír þess ekki seinna. Það er staðreynd að meirihluta umferðarslysa og -óhappa hefði mátt afstýra með því einu að fylgja reglum og aka með rnllri athygli og skynsemi. Eftir að slysin hafa átt sér stað er of seint að spyrja sjálfan sig, HVAÐ EF: ég hefði virt aðalbrautarréttinn, miðað ökuhraðann við aðstæður, spennt öryggis- beltin eða notað ökuljósin? Hvað ef ég hefði aðeins verið vakandi gagnvart reiðhjólinu eða gangbrautinni og baminu? Hvað ef. . . Láttu ekki umferðina dæma þig til að iðrast og syrgja. Útrýmum þessari dauðans óvissu í umferðinni og fækkum slysum. SAMVINNU TRYGGINGAR KLÚBBARNIR ÓRUGGUR AKSTUR Félög sem vilja þig heila(n) heim! fyrir valinu verði Knútur Hallsson -, skirfstofustjóri ráðuneytisins, virt- ur og vel liðinn embættismaður sem, verið hefur næstráðandi á eftir ráðuneytisstjóranum... Mönnum er í fersku minni /'J umdeild fjárveiting úr y Byggðasjóði til listmangs Jóns Sólness á Akureyri. I árs- skýrslu Framkvæmdastofnunar frá síðasta ári er að finna annað dæmi um óhefðbundna fjárveitingu úr þessum sama Byggðasjóði. Að þessu sinni var það kvikmyndafyr- irtækið ísfilm, sem fékk tvö hundr- uð þúsund króna styrk vegna gerð- ar leikinnar heimildarmyndar fyrir sjónvarp um ferð danska offiserans Daniel Bruun yfir Kjöl. Helmingur styrksins er það sem kallað er skil- yrtur, sem þýðir, að ef hagnaður verður af myndinni, skulu pening- arnir endurgreiddir í Byggðasjóð. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem Byggðasjóður styrkir íslenska kvik- myndagerð, en það er ekki þar með sagt að kvikmyndagerðarmenn geti átt von á stuðningi þaðan í framtíð- inni. En í þetta sinn leist stjórn sjóðsins svo vel á hugmyndina, að hún ákvað að styrkja framtakið eins rausnarlega og raun ber vitni. Aðalhvatamaðurinn að gerð þess- arar myndar, bæði handritshöf- undur og framleiðandi, er Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur og einn þriggja eigenda ísfilm... Lausn á spilaþraut A. Ef austur tekur ekki hjarta drottningu, tekur suður á kóng. Lætur lítinn tígul og svínar ní- unni. Þá er spaða drottningin lát- in. 1. Taki vestur, verður hann að spila suður inn á spaða gosa. Aft- ur er tígli svínað og austur kemst í kastþröng i svörtu litunum. 2. Gefi vestur er laufa drottn- ingin látin og hún tekin með ás suðurs og aftur er tígli svínað. Tíglarnir teknir. Suður kastar hjarta. Sama er hvaða spil vestur lætur í áttunda slaginn. Vestur verður að láta frá öðrum hvorum svarta litnum og spilarinn á það sem eftir er. B. Taki austur fyrsta slag með hjarta ásnum, þá er framhaldið auðvelt. Hann verður að láta lauf. Suður tekur þrjá slagi á lauf, þrjú hjörtu svo vestur verður að kasta tveim spöðum og einum tígli. Þá svínar suður spaðanum. Kastar kónginum í ásinn og spilar tígli og svínar gosanum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.