Helgarpósturinn - 02.06.1983, Síða 17
"Jpéjsturinn. Fimmtuda9ur 2- Juní 1983
17
Eigum á lager og
sérframleiðum
eftir pöntunum
Vatnsrör fyrir heitt og kalt vatn.
Einnig í snjóbræðslu
og jarðvegskyndingu
til útiræktunar.
Útvegum samansuðu
ef óskað er.
Þaulvanur
suðumaður.
PLASTMÓTUN s/i
ii
LÆK OLFUSI-Sími 99-4508 Saman soðin vatnsrör
Snjóbræðslurör einnig
tilgeislahitunarígólfog
jarðvegskyndingar til
útiræktunar.
Samansuða á hitaþolnu
plaströri með Polyúri-
þan einangrun
Mikil óánægja ríkir nú
J hjá ýmsum skipafélögum
S- með það hvernig staðið er
að útflutningi á síldarmjöli á vegum
ríkisins. Þann útflutning annast
Síldarverksmiðjur ríkisins í gegn-
um Þorvald Jónsson, skipamiðlara,
sem sér um að útvega öll skip til
flutninganna, en þeir eru umtals-
verðir. Óánægjan stafar einkum af
því að skipafélagið Nesskip hefur
fengið afar stóran hluta af þessum
flutningum, og það jafnvel þó önn-
ur skipafélög hafi boðið ríkinu
betri kjör. Skýringin er sögð sú að
framkvæmdastjóri Síldarverk-
smiðju ríkisins, Benedikt Sveins-
son, er einnig stjórnarformaður
Nesskipa, og að Þorvaldur Jónsson
er einnig stjórnarmaður í sama
skipafélagi...
rf 1 Eftir áralanga umræðu, og
f' 1 talsvert japl og jaml og
y fuður hefur nú loks verið tek-
in ákvörðun um að leggja niður
einn lið í bákninu - rekstrardeild
ríkisskipafélaganna. Sú deild er
reyndar ekki gömul og var sett á fót
til að auka hagkvæmni i rekstri
skipa í eigu ríkisins, þ.e. Hafrann-
sóknastofnunar, Ríkisskipa og
Landhelgisgæslunnar. Nokkuð er
síðan ljóst varð að deildin jók ekki
hagkvæmnina heldur þvert á móti,
en tregðulögmál kerfisins hafa
staðið í vegi fyrir breytingum um
nokkurt skeið. Erfiðlega gekk að
finna hentug störf annarsstaðar
fyrir toppana, og svo framvegis. En
nú eru þau vandamál úr sögunni í
aðalatriðum, og breytingin kemur
til framkvæmda í sumar.....
JT't Allar líkur eru á því að á
f' 1 næstunni hefjist fram-
y kvæmdir við hótelbyggingu
við Svartsengi við Grindavík. Nær
væri kannski að kalla fyrirhugað
hótel mótel, þar sem um verður að
ræða um 400 fermetra hús með 12
tveggja manna herbergjum, mötu-
neyti og annarri nauðsynlegri að-
stöðu. Það er Félag psoriasis- og ex-
emsjúklinga sem stendur að hótel-
byggingunni ásamt Þórði Erni Stef-
ánssyni framreiðslumanni, en hót-
elið mun einkum ætlað sjúklingum
sem sækja „bláa lónið“ í Svarts-
engi, en sem kunnugt er er lækn-
ingamáttur þess talinn ótvíræður
og orðstír þess hefur þegar borist
til annarra landa, þannig að ekki er
ólíklegt að psoriasissjúklingar frá
öðrum löndum sæki til Islands á
næstunni.
3
Sagt er að skuldabréfasöfnun
/ / SÁÁ manna hafi engan veg-
inn gengið eins vel og for-
ráðamenn vonuðu. I byrjun var
mikill kraftur í söfnuninni og útlit á
því að SÁÁ menn næðu markmiði
sínu, sem var um 20 milljónir
króna. Siðan dofnaði verulega yfir
söfnuninni og lítið mun hafa komið
inn af skuldabréfum á síðustu mán-
uðum. Eigi að siður mun hafa safn-
ast verulega hærri upphæð en í
söfnun Krabbameinsfélagsins á sín-
um tíma, sem SÁÁ menn höfðu
sem viðmiðun, og fjármagnið sem
SÁÁ menn fá út úr söfnuninni mun
nægja langleiðina til þess að ljúka
byggingu sjúkrastöðvarinnar. Er
sagt að SÁÁ menn ætli sér ekki að
láta deigan síga, heldur efna til
happdrættis í haust og freista þess
að ná þannig inn því sem á vantar.
SamvinnuferðL(»j5jóða nú
upp á hóp>»w^a tónleika
David Bowie í Gautaborg í
næstu viku. Það gekk hins vegar
ekki átakalaust að afla miða handa
landanum. Hvert sem þeir Sam-
vinnuferðamenn sneru sér, var þeim
bara sagt að gleyma þessu, þvi
löngu uppselt væri á tónleikana. En
dag nokkurn hitti sölustjóri Sam-
vinnuferða, Helgi Jóhannsson, Sig-
mar B. Hauksson á gangi í Austur-
stræti. Helgi spyr Sigmar hvort
hann hafi ekki enn sambönd í
Gautaborg frá því að hann var þar
við nám og hvort hann geti nú ekki
reddað nokkrum miðum. Sigmar
kveðst mundu athuga málið.
Klukkustund síðar hringir hann svo
í Helga og tilkynnir honum, að ís-
lendingar geti fengið 50 miða. Að
sjálfsógðu verður Sigmar farar-
stjóri og með honum verður Ólafur
Garðarsson...
Frúin hlær í betri bíl
Aldrei meiri sala
Vantar hjólhýsi á söluskrá
Opið á laugardögum frá kl. 10—6
BÍIASAIA
GUDF1NNS
Ármúla 7, sími 81588.