Helgarpósturinn - 02.06.1983, Side 20

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Side 20
.20 Fimmtudagur 2. júní 1983 J~ln<=;tl irinn 'elgar Sverrir Hermannsson; kommissar Framkvæmdastofnunar, útgerðarmað- ur, stjórnmálamaður og áhugamaður um íslensk fræði. Sverrir er litríkur persónuleiki sem styrr hefur staðið um allt frá því hann varð landsfrægur fyrir maraþonræðu um zetuna á alþingi. Margir hrósa honum fyrir skemmtilegheit og velvild, aðrir kalla hann ó- heflað gaprildi og ósvífinn fyrirgreiöslukall af gamla stjórnmálaskólanum. Þótt Sverrir sé umdeildur eru þó allir sammála um eitt: Hann er mikill málafylgjumaður og berserkur til vinnu. Sverrir Hermannssop tekur nú við sæti iðnaðarráðherra. Fyrr í vikunni hreinsaði hann úr skúffum og hillum sínum á Framkvæmdastofnun en Tóm- as Arnason sem verið hefur í ráðherraleyfi á þriðja ár frá stofnuninni tekur upp fyrri störf að nýju. Gárungarnir segja að þessar breytingar séu þær einu eftir stjórnarskipti. Sverrir Hermannsson fæddist þ. 26. febrúar 1930 að Svalbarði, Ögurvík, Ögurhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans eru Hermann Hermannsson sjómaður á fsafirði og Salóme Rannveig Gunnarsdóttir. Að loknum barnaskóla fór Sverrir í Gagn- fræðaskóla ísafjarðar og lauk þaðan lands- prófi 1947. Félagsmálaáhugi Sverris var þegar orðinn mikill á þessum unglingsárum. Hann lét til sín taka á málfundum gagnfræðaskól- ans og var þegar byrjaður að hafa afskipti af bæjarpólitíkinni. Níös ókvíðinn Þorvaldur Veigar Guðmundsson læknir og formaður Læknafélags íslands sat með Sverri í landsprófsdeildinni en hún taldi átta nem- endur. — Sverrir var ágætur námsmaður, segir Þorvaldur, hann var einn þeirra bestu. Það bar á Sverri í skólanum, einkum í öðrum og þriðja bekk. Hann tók mikinn þátt í félags- málum og við brölluðum mikið saman á þess- um árum. Sverrir hafði ennfremur mikinn skákáhuga og við tefldum mikið hvor við annan. Hann var skemmtilegur og hress og leiðtogaeinkennin voru þegar komin í Ijós, segir Þorvaldur Veigar. — Hannibal Valdimarsson var þá skóla- stjóri gagnfræðaskólans og stjórnaði honum með mikilli prýði. Mér er minnisstætt að einu sinni hafði komið upp heilmikið deilumál milli annars og þriðja bekkjar. Einn daginn er Hannibal var að kenna okkur annarsbekking- um var mikill hávaði í þriðja bekk handan veggsins en milli bekkjanna var aðeins þunn- ur skilveggur. Hannibal haeíti kennslu og bað Sverri að fara út og þagga niður í þriðjubekk- ingunum. Sverrir gekk út og eftir andartak þögnuðu Iætin alveg en síðan var þögnin rofin af ógurlegu öskri. Sverrir kom skömmu síðar inn í bekkinn og settist og það heyrðist ekki meira í þriðjubekkingum sem eftir var tímans, segir Þorvaldur Veigar Guðmundsson. Að loknu landsprófi liggur leið Sverris til Akureyrar og þar innritast hann í Mennta- skólann.Sverrir var orðinn mikillsjálfstæðis- maður og lét til sín taka á málfundum og í fé- lagslífi almennt. A menntaskólaárum Sverris gekk ísland í Atlantshafsbandalagið og utan- ríkismálin voru eðlilega mesta deiluefnið. Skólinn var að mestu leyti klofinn í tvær and- stæðar fylkingar; þá sem voru með hernum og á móti. Gunnar Schram prófessor var skólabróðir Sverris í M.A. — Sverrir var hress og skemmtilegur og hafði sjálfstæðar skoðanir, segir Gunnar. Hann var ætíð hreinskiptinn og skar aldrei ut- an af því sem í huga hans bjó. Hann var vel lát- inn af sínum félögum og vinsæll í heimavist- inni. Nemendurnir skiptust ekki eftir stjórn- málaflokkum á þessum árum, mesti styrinn stóð um herinn og Flugstöðvarsamninginn. Sverrir var ákafur fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins í þessum efnum. Fráfarandi iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson,kynntist Sverri fyrst í M.A. — Ég sá hann fyrst í pontu á málfundi. Það var árið 1951 og ég var busi en Sverrir í sjöttabekk. Hann varð mér strax minnisstæð- ur fyrir ræðumennsku. í sama streng tekur Gunnar Schram: — Sverrir var alltaf hnyttinn og skemmti- legur ræðumaður. Hann las mikið fornsögur og íslenskt mál og bar málflutningur hans þess vitni og hefur ætíð gert síðan. Sverrir var alltaf harður á meiningunni í menntaskólan- um en hann var ekki leiðtogaefni. Sem náms- manni gekk honum vel, þótt hann væri ekki sérstaklega ástundunarsamur enda gerði hann sér ekki rellu út af smámunum. Hann var alltaf óhræddur í slaginn. Ætli að besta lýs- ingin sé ekki að hann hafi verið níðs ókvíðinn. Stúdentapólitík Eftir stúdentspróf úr stærðfræðideild M.A, 1951 fór Sverrir suður til Reykjavíkur, innrit- aðist í viðskiptafræði við Háskóla íslands og lauk þaðan kandidatsprófi 1955. Skólabróðir hans að norðan, Björn Þórhallsson, núver- andi formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, innritaðist einnig í við- skiptafræði og útskrifaðist þaðan sama ár og Sverrir. — Hann skipti sér mikið af háskólapólitík- inni, segir Björn,-og hann tók virkan þátt í starfi Heimdallar, og var í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1953-57. Sverrir var einnig atkvæðamikill í Stúdentafélagi Reykja- vikur og var formaður þess 1957-58 og sæmd- ur gullstjörnu félagsins sama ár. Sverrir var röskur og skemmtilegur í stúd- entalífinu, segir Björn ennfremur, og hann var góður námsmaður þótt hann hafi ekki verið sterkur i mætingum á fyrirlestra.en þá var ekki skyldutímasókn. Annars er ég kannski ekki fær um að dæma það, því ég sótti fyrirlestra mjög lítið. Sverrir las reið- innar býsn af íslenskum fræðum eins og heyra má á málfari hans en ég tel að þarna hafi einn- ig félagsskapurinn komið inn í dæmið, því vinir hans Guðmundur Benediktsson ráðu- neytisstjóri og Barði Friðriksson hæstaréttar- lögmaður voru miklir kunningjar hans á þess- um árum og miklir íslenskumenn báðir tveir. Sverrir Hermannsson segir um áhuga sinn á íslensku máli og fræðurri: — Ég hef haft áhuga á íslensku máli allt frá því ég byrjaði að stafa mig fram úr „Vopnin kvödd“ og „Þrúgur reiðinnar“ þegar ég var smalapóstur í Ögri og stundaði lestrarfélagið og bókasafnið. En fyrir utan íslenskuáhuga minn er fuglaskoðun og fuglasöfnun helsta áhugamál mitt. A háskólaárunum eða í árslok 1953 giftist Sverrir æskuástinni Grétu Lind, dóttur Krist- jáns Tryggvasonar klæðskerameistara á Isa- firði. Gunnlaugur Jónasson bóksali á Isafirði var nágranni Grétu og góðvinur Sverris á æskuár- um hans á Isafirði. — Hann giftist vel, segir Gunnlaugur, Gréta er sómakona og af miklu heiðursfólki. ,,Hvaö vantar ykkur?“ Eftir kandidatsprófið leggur Sverrir á frambrautina. Hann gerist fulltrúi hjá Vinnu- veitendasambandi Islands 1955-56 en verður síðan framkvæmdastjóri Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur og gegnir því starfi til ársins 1960. Á þessum tíma var Guðmundur H. Garðarsson formaður félagsins.Um samvinnu þeirra segir Björn Þórhallsson: — Þótt þeir séu um margt ólíkir bæði. til orðs og æðis, er það ekkert vafamál að þeir drifu upp Verslunarmannafélag Reykjavíkur og gerðu það að sterku stéttarfélagi. ' Um þessi samskipti Guðmundar H. Garðarssonar og sín segir Sverrir: — Það sló oft í brýnu með okkur og við vorum oft ósammála um hlutina en skildum alltaf sem vinir og samherjar. Landsamband íslenskra verslunarmanna var stofnað 1957 og var Sverrir Hermannsson formaður þess frá upphafi. Þá var hann full- trúi hjá blaðaútgáfunni Vísi 1960-62. Þingmannsferill Sverris hefst árið 1964 er hann gerðist varaþingmaður í Austurlands- kjördæmi og aftur síðar 1964 og 1968. Al- þingismaður Sjálfstæðismanna á Austurlandi gerist Sverrir 1971 og hefur verið síðan. Hjörleifur Guttormsson hefur ferðast mik- ið með Sverri um Austurlandskjördæmi. — Hann er góður ferðafélagi, segir Hjör- leifuc-en á fundum er hann orðhákur mikill. Hann lætur kylfu ráða kasti og stundum geig- ar málsnilldin. Hann er því allmistækur fund- armaður. Hitt er annað mál að hann getur brugðið sér i margvísleg gervi og birtist iðu- lega í allt öðrum fötum en klæðskerasniðin eru í Valhöll. Þar eð hann var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra verslunarmanna allt til ársins 1972 var honum leikur einn að leika hlutverk verkalýðssinna fyrir austan. Sverrir þjófstartaði raunar leift- ursókninni fyrir austan 1979 en þegar hann sá að sú stefna féll í grýtta jörð var hann fljótur að snúa við blaðinu og hallmæla henni á framboðsfundum. Um flokksaga sinn segir Sverrir við Helgar- póstinn: — Ég er frjálslyndur maður en fastheldinn. Mér er Ijóst að ég er bágrækur í flokki, skap- mikill um of og stundum ódiplómatískur <3g oft framúrskarandi frekur ef svo ber undir. Ég er einnig eindreginn einkaframtaksmaður en þó má ekki skilja það þannig að ég sé hliðholl- urolnbogarýmihanda þeim sem skara eld að sinni köku og níðast á þeim sem minna mega sín. Ég er mikill andstæðingur óhefts einka- framtaks. Annar ferðafélagi Sverrir á framboðsfund- um er Guðmundur Árni Stefánsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins. — Sverrir er snillingur í að halda leikþætti sem áhorfendur hafa gaman af. Lítið fer fyrir alvarlegum málflutningi. Þannig getur Sverrir haldiðþriggjastundarfjórðunga erindi án þess að minnast á málefni. Sverrir er dálítill stórbokki í sér, en þo skemmtilegur sem slík- ur. Sverrir er ekki pólitískur hugsjónamaður, það er þá æði djúpt á þeirri hugsjón. Orðróm- urinn fyrir austan segir að Sverrir tjái ekki kjósendum hvað hann ætli að gera fyrir kjör- dæmið heldur spyrji einfaldlega: „Hvað vant- ar ykkur?“ En ef Sverrir er tekinn eins og hann er getur hann verið stórskemmtilegur, segir Guðmundur Árni Stefánsson. Sverrir Hermannsson viðurkennir að hann þefi af andrúmsloftinu á framboðsfundum: — Já, já, ég játa það alveg hreinskilnislega. Á slíkum kjaftasamkomum slær maður á ótal strengi. En ég kemst nú ekki með tærnar þar sem Lúðvík vinur minn Jósepsson var með hælana for helvíti! Það var maður sem fann hjartalagið og hugblæinn á fundum og nýtti sér hann til fulls. En ég gríp oft um fundarpúslinn, og hef gaman af því. Útgerðarþáttur Sverrir hefur starfað að útgerðarmálum með bræðrum sínum. Þeir eru allir kunnir fyrir ódrepandi vinnuorku og bjartsýni. Elsti bróðirinn Gunnar heitinn Hermannsson átti Eldborgina, fyrsta tveggja þilfara nótaskipið sem smíðað var á Akureyri, Halldór Her- mannsson rekur rækjubátaútgerð og rækju- verkun fyrir vestan, Gísli Þór og Þórður Her- mannssynir eiga útgerðarfélagið Ögurvík h/f ásamt Sverri og fleiri hluthöfumrþar á meðal Birni Þórhallssyni. Yngsti bróðirinn Birgir Hermannsson, fulltrúi hjá Fiskifélagi íslands, hefur áður unnið hjá Sameinuðu þjóðunum og ferðast meðal vanþróaðra þjóða og frætt þær um sjóveiðar. Ögurvík h/f sætti gagnrýni er fyrirtækið keypti togarana Ögra og Vigra til landsins 1972. Það sem einkum olli deilum var að fyrir- tækið fékk undanþágu til að selja gamla báta sína úr landi en lög heimila ekki sölu íslenskra báta til erlendra landa. Einnig þótti Sverrir röskur í framgöngu varðandi fjármögnun togarakaupanna. Ulfar Þormóðsson skrifaði mikið um það mál á sínum tíma i Þjóðviljann. — Sverrir komst í lífeyrissjóð togarasjó- manna.naut fyrirgreiðslu hins opinbera lána- kerfis og fékk lán frá sveitarfélagi útgerðar- innar. Þegar upp var staðið var Sverrir búinn að fá lán umfram kostnað skipsins, segir Úlf- ar Þormóðsson. Um þessi togarakaup segir Sverrir Her- mannsson við Helgarpóstinn: — Þetta voru fyrstu skuttogararnir sem texti: Ingólfur Margeirsson mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.