Helgarpósturinn - 02.06.1983, Side 23
23
Fimmtudagur 2. júní 1983 •
yfir 20 og margir þeirra þjóðfrægir
menn...
^>1 Fótboltafélagið Augnablik
/ Jí Kópavoginum er óvenjulegt
S\ íþróttafélag. Lið þess, sem
leikur í 4. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu samanstendur einkum
af „uppkomnum“ knattspyrnu-
stjörnum, sem á yngri árum gerðu
garðinn frægan með öðrum liðum.
I vikunni lék liðið við FH í bikar-
keppninni og tapaði með naumind-
um með einu marki gegn engu, og
skoraði FH sigurmarkið á síðustu
sekúndum leiksins. Leikurinn þótti
ekki sérstakur á neinn hátt, en um-
gjörð hans af hálfu Augnabliks-
manna var vægt sagt óvenjuleg.
Fyrir leikinn komu leikmennirnir
saman í húsi í Kópavoginum og
horfðu saman á úrslitaleik ensku
bikarkeppninnar, yfir bjórglasi til
að fá bikarstemmningu í kroppinn.
Síðan hoppuðu þeir uppí fjórar
svartar límósínur og óku tignarlega
á Kaplakrikavöllinn í Hafnarfirði,
og fór leðurklæddur maður á
mótorhjóli fyrir bílalestinni. Þegar
á leikvöllinn var komið hneigðu
þeir sig fyrir áhorfendum, sem voru
tvö börn, og hófu leikinn. Að hon-
um loknum var síðan siglt tignar-
lega á sama hátt til baka...
Saksóknara rikisins Þórð
f'l Björnsson fýsti mjög að vita
y hverjir væru höfundar efnis í
síðasta tölublaði Spegilsins sem
gerður var upptækur fyrr í vikunni.
D lfar Þormóðsson aðstandandi
blaðsins svaraði því til í yfirheyrslu
lögreglunnar að það gæfi að lesa í
haus blaðsins. Þar stendur nefni
lega að blaðið sé unnið af bestu
sonum og dætrum þessarar þjóðar.
Sannleikurinn í málinu að höfund-
ar að teikningum, ljósmyndum og
rituðu máli Spegilsins munu vera
Einhvers konar faraldur
f' J virðist hafa gripið um sig
á ýmsum fjölmiðlum úti í
heimi vegna eldgossins í Gríms-
vötnum, og nú í vikunni hefur hvað
eftir annað verið hringt hér í Helg-
arpóstinn og aðra íslenska fjöl-
miðla erlendis frá í tengslum við
gosið. Eru það erlendir kollegar
sem vilja fá fréttir, og sumir þeirra
helst á því að koma á stundinni til
landsins, áður en það sökkvi að
hálfu eða öllu leyti undir vatn. Frétt
Magnúsar Guðmundssonar, frétta-
ritara norrænu fréttastofanna,um
að einstakir jarðfræðingar hafi ótt-
ast að eldgosið færðist í aukana
með þeim afleiðingum að Vatna-
jökull bráðnaði, virðist skiljanlega
hafa kveikt í fréttamönnunum,
enda auðvelt að sjá fyrir sér miklar
náttúruhamfarir með slíkar upplýs-
ingar, þekki menn ekki til að-i
stæðna...
Spurðu lækninn þinn um áhríf lyfsins sem þu notar Rauður þríhymingur i'Aj varar okkur við
Ráðstefna
um
Gæði sjávarafurða
Á vegum Sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskiðn, fagfé-
lags fiskiðnaðarins verður haldin dagana 9., og 10. júní
n.k. að Borgartúni 6, IV hæð (ráðstefnusal).
Tilgangur ráðstefnunnar er að varpa ljósi á aðgerðir í
gæðamálum, greina frá nýjungum og ræða umbótamál
í fiskiðnaði.
Ráðstefnustjóri Björn Dagbjartsson
Dagskrá:
9. júní
Setning ráðstefnu
Ávarp sjávarútvegsráðherra, Halldórs Ás-
grímssonar: Aðgerðir stjórnvalda í gæðamál-
um.
Gæðahringir i fiskiðnaði:
Ingjaldur Hannibalsson frá Iðntæknistofnun.
Stjórnun og skipulögð vinnubrögð: Árni Gunn-
arsson frá Stjórnunarfél. ísl.
Námsleiðir fyrir starfsfólk í fiskiðnaði og sjávar-
útvegi: SigurðurB. Haraldsson skólastjóriFisk-
vinnsluskólans.
Ferskleiki fisks - mat eða mæling: Björn Krist-
insson frá Rafagnatækni.
Dagskrá:
10. júní
Verðmæti sjávarafla og þýðing gæða: Jónas
Blöndal frá Fiskifélagi íslands.
Um rannsóknir: Erindi flutt af starfsmönnum
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Opinber eftirlitsstörf í sjávarútvegi og fisk-
vinnslu: Jóhann Guðmundsson frá Framleiðs-
lueftirliti sjávarafurða.
Hráefm um borð í fiskiskipum og í móttökum:
Svavar Svavarsson framleiðslustjóri BÚR
Erindi sölusamtakanna: Fulltrúar Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna, Sambands ísl. samvinnu-
félaga og Sölusambands ísl. fiskframleiðenda
fjalla um hráefm, vmnslu og umbótamál fyrir
erlendan markað. Kynning á lagafrumvarpi um
ríkismat sjávarafurða.
Á eftir erindum verða umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnugjald er kr. 800, innifalið er matur og kaffi.
Þátttaka tilkynnist í síma 13151 frá kl. 13.30 til 16.00.
Áríðandi að tilkynna þátttöku sem fyrst.
F/SK
WJIAJ FAGFÉLAG
KmJFMW j
FISKIÐNAÐARINS
SJAVARUTVEGS-
RÁÐUNEYTIÐ
Erum fluttir —
Höfum stækkað
Háberg hf. hefur opnað nýja varahluta-
verslun undir nafninu Bílaland í Skeif-
unni 5, suðurenda.
Með tilkomu þessarar nýju verslunar
getum við boðið enn betri þjónustu við
stórbættar aðstæður.
Auk varahluta í rafkerfi bifreiða bjóðum
við fjölbreyttara úrval almennrar rekstr-
arvöru fyrir bíla. Góð staðsetning. Næg
bílastæði fyrir allar stærðir bíla.
Verið velkomin.
Bílaland — Háberg hf.
S: 84788 - S: 33345
Stjörnuspá
Hrúturinn: (21. mars-19. apr.)
Leggðu grunn að frama þínum; bjóddu starfsfélög-
unum upp á pítu og þú verður umsvifalaust hrútur alls
fagnaðar.
Nautið: (20. apr.-20. maí)
Þrjóski tuddi, reyndu að átta þig á því að tilbreytingin
er nauðsynlegt krydd i tilveruna. Fáðu þér sjoþþuþítu
með þuffstroganoffi annað veifið og pftu með buffi
„spes made“ í Pitunni á Bergþórugötu 21, hitt veifið.
Tvíburarnir: (21. maí-20. júni)
Rifðu þig upp úr hikinu og óörygginu. Æfðu þig ( að
taka snöggar ákvarðanir með því að rjúka uþp í
Pituna á Bergþórugötu 21 og segja með festu i
málrómnum: „Eina pítu með kjúklingi og ekkert
múður!“
Ljónið: (23. júlf-22. ágúst)
Eigingirnin hefur komið þér víða út úr húsum. Láttu
fullan poka af pítum greiða fyrir þig leiðina inn aftur.
Krabbinn: (21. júní-22. júlf)
Gjafmildin er þér eðlislaeg. Og ef þú kemst upp á lag
með að gefa vlnum og vandamönnum pitu, þá er það
meiriháttar.
Mærin: (23. ágúst-23. sept.)
Greiðviknin er að ríða þér á slig. Gerðu uppreisn áður
en það er um seinan. Stattu upp, berðu í borðið (lausf
svo þú skemmir ekkert, en samt ákveðið) og heimtaðu
að ættingjarnir bjóði þér upp á pítu. Þú átt það skilið.
Vogin: (23. sept.-22. okt.)
Reyndu að virkja umburðarlyndi þitt þér í hag. Leyfðu
t.d. gömlum vini, sem hefur móðgað þig, að bæta fyrir
brot sitt með pítu. Borðaðu svo báðar píturnar, hans
líka, þá er málið úr sögunni.
Drekinn: (23. okt.-21. nóv.)
Bættu fyrir frekju þína og yfirgang með því að leyfa
elskunni þinni sjálfri að ákveða hvort hún vill pítu með
kótilettu, buffi, kjúklingi eða fiski.
Bogmaðurinn: (22. nóv.-21. des.)
Sælkerar eins og þú þurfa á hreyfingu að halda.
Skokkaðu uþþ á Bergþórugötu 21 og fáðu þér pítu svo
getur þú skokkað heim aftur.
Steingeitin: (21. des.-20. jan.)
Þú erl fagurkeri og fæddur smekkmaður/kona. Gefðu
soðningunni fri og farðu á Pituna, þar hæfir umhverfið
og maturinn þér fullkomlega.
Vatnsberinn: (20. jan.-18. febr.)
Komdu fjölskyldunni á óvart, nirfillinn þinn. Bjóddu
þeim uþþ á pítu (láttu liðið bara ekki komast að þvf
hvað þær eru ódýrar).
Fiskarnir: (19. febr.-20. mars)
Það er óþarfi að láta nágrannana hlæja svona að
sveitamennskunni. Vendu komur þínar á Pítuna á
Bergjjórugötu 21. Þar getur þú hlegið að nágrönn-
unum.