Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 3

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 3
3 _Helgai----;--- nh^tl irínn Fimmtudagur 15. september 1983 Fögur er flask- an... „Á Spáni er gott að djamma og djúsa, diskótekunum á“. Hann hef- ur líklega yljað mörgum um hjarta- ræturnar, dægurlagatextinn sem hefst með þessum orðum. Ekki vitum við hvort veslings seinheppni Norðmaðurinn, sem hér verður sagt frá, var að koma heim úr fríi á Spáni. Eitt er víst, hann var að koma frá suðlægum löndum ásamt vinkonu sinni og tjaldvagni og fimm hundruð og fjórum viskí- flöskum. Danskir tollverðir sáu hins vegar við þessum þyrsta manni og gerðu góssið upptækt. Ekki nóg með það, Norsarinn á það á hættu að þurfa að dúsa í fangelsi í tvær vikur fyrir vikið og borga svimandi háa sekt. Hann var nú ekki klókari en svo, að hann faldi flöskurnar í tjald- vagninum, þar sem laganna vörð- um veittist auðvelt að finna þær. Enda hvernig má vera hægt að fela jafn margar flöskur. Innkaupsverð flasknanna mun hafa verið um eitt hundrað þúsund krónur og ef smyglarinn ætti að borga af þeim toll, þyrfti hann að snara fram um eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónum. Þegar síðast fréttist, höfðu yfir- völd ekki enn tekið afstöðu til þess hvort vinkonan yrði sótt til saka sem samsærismaður í smyglinu. Hlegið í útvarpi Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir skemmta sér konung- lega við upptöku leiknu framhaldssögunnar í „Sumarsnældunni“ en þátt- urinn heitir reyndar „Hrímgrund" á veturna. Leikna framhaldssagan sem nefnist INNRÁS er eftir Jóhannes Björn sem mörgum er kunnur fyrir sög- una „Falið vald“. Sumarsnældan er blandaður þáttur fyrir yngri kynslóð- ina og hefur haldið velli í tvö ár og á vonandi eftir að vera lífsseigur. Kauplaus starfsmaður sem vinnur allan sólarhringinn Ronex örtölvusímsvarinn er nauðsynlegt tæki hjá öllum minni fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hann tekur niður skilaboð, þegar ekki er hægt að svara í síma vegna anna, eða meðan skroppið er frá, hjá sumum er hann meira að segja notaður til að taka niður pantanir. Ronex örtölvusímsvarinn er hannaður samkvæmt nýjustu tækni og býður upp á fjölmarga kosti, sem eldri gerðir símsvara buðu ekki upp á. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um þetta undratæki. Hagstætt verð. Popp- bókina vantar myndir Poppbókin svokallaða, uppsláttarrit Jens Kr. Guð- mundssonar um poppmúsík á Islandi, er nú komin á loka- stig. í rauninni vantar ekki nema nokkrar myndir til að bókin geti farið í prentun. Þess vegna heitir Poppbókin á hvern þann sem á í fórum sín- um myndir af íslenskum poppurum að lána þær til birt- ingar í bókina. Teiknaðar myndir eru ekki síður vel þegnar en ljósmyndir. Vitað er að Bubbi, Ragnhildur og fleiri popparar voru vinsælt við- fangsefni í teiknikennslu grunnskólanna s.l. vetur. Gamlar myndir eru einnig kærkomnar. Það er nauðsyn- legt að brugðist sé skjótt við og myndunum verði komið til bókaútgáfu Æskunnar Lauga- vegi 56 eða að þær séu sendar í pósthólf 14, 121 Reykjavík, helst í gær eða fyrr. Það mun- ar um hvern dag á þessum árs- tíma. Öllum myndum verður aft- ur skilað eftir notkun. Skrifar þú nauðug viljug? Asa Sólveig „Ég er alls ekki nauðug að skrifa, þá væri ég ekki að því. Reyndar finnst mér það mjög gaman“ — Um hvaö fjallar leikrit- ið „Nauðug viljug? „Það er óskaplega erfitt að segja frá því svo rétt verði. Ég vil ekki gefa neina ranga hugmynd um leikritið. Annars er þetta 70 mín- útna langt leikrit um fjölskyldulíf í Reykjavík í dag. Það er nálægt manni að skrifa um þessi fjöl- skyldutengsl" — Hefur þú fyrirmynd af fjölskyldunum? „Nei þetta er allt tilbúningur frá upphafi til enda, og reyndar allt sem ég skrifa. Og jafnvel ef mér finnst einhver af persónunum mínum líkjast einhverjum sem ég þekki reyni ég að breyta því, sem snarast“ — Hvað varstu lengi að skrifa þetta leikrit? „Það eru tvö ár síðan ég hóf að skrifa verkið og þann tíma hef ég líka verið að vinna á Morgunblað- inu“ ~ Kemur aldrei fyrir að þú rissarniður hjá þér í vinnutímanum? „Nei, en auðvitað myndast hugmyndir þar eins og í strætó eða eldhúsinu en ég reyni þá frek- ar að muna þær þangað til ég er komin heim.“ — Ertu með þessa svo- kölluðu rithöfundamaníu? „Nei alls ekki, ég byrjaði til dæmis ekki að skrifa fyrr en 1972. Ástæðan fyrir því að ég hélt svo kannski áfram eftir mitt fyrsta verk var sú að ég bar það undir dómbæra menn og var sagt að ég ætti að halda áfram. Þá hóf ég að skrifa mitt fyrsta verk sem var tek- ið til sýningar í sjónvarpinu og hét „Svartur sólargeisli" — Af hverju sjónvarp? „Það hefur æxlast svo, að mín verk hafa hentað best fyrir útvarp og sjónvarp". Ég hef sem sé skrif- að 3 sjónvarpsleikrit og 5 útvarps- leikrit. Reyndar hefur eitt af mín- um verkum farið á svið það var „Gur.na", á sviðinu á Neskaup- stað“ — Hvernig finnst þér svo að eiga leikrit í sjónvarpi Norðurlandanna? „Satt að segja kom það mér mjög mikið á óvart og ég tel mig bara einstaklega heppna. Ég hef reyndar átt leikrit sem var sýnt í sjónvarpinu í Svíþjóð og Noregi sem hét „EIsa“, en þetta eru öll löndin og mikill heiður að hafa náð svona langt með þetta" — Þurfa svona rithöfund- ar eins og þú hagsmuna- samtök? „Já tvímælalaust verðum við að hafa okkar stéttarfélag eins og annað starfandi fólk. Ég er í félagi Rithöfundasambandi íslands sem var stofnað 1974, og ég hef verið í þar frá byrjun“ Ása Sólveig er fædd í Reykjavík 12-1 1945. Hún er starfsmaður hjá Morgunblaðinu, húsmóðir og húsbóndi á sínu heimili, auk þess að vera rithöfundur. Hún hefur verið í Rithöfundasam- bandi íslands í 9 ár og er einnig í stjórn félagsins. Leikritið hennar Nauðug/viljug var valið til sýninga í Noregi, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð af norræna sjónvarpssambandinu Nord- vision.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.