Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 4

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 4
4 Fimmtudagur 15. september 1983 Jp&sturinn. Þróun heildarvínsölu ÁTVR 1972-1982. Sala sterkra vína hefur dregist saman um 1%. Salan er nú um 1,2 milljónir lítra á ári. Sala á millisterkum vínum hefur aukist úr um 200.000 lítr- um í um 600.000 lítra á ári. Sala á léttvíni hefur aukist úr um 240.000 lítrum í um 990.000 lítra á ári. Heildarsalan hefur auk- ist um 67,7% — úrtæplega 1,7 milljónum lítra í 2,8 milljónir lítra á ári. Vínneysla íslendinga hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 10 árum. Landinn hefur aukið við sig drykkjuna og hann er nú meira fyrir léttu vínin en þau sterku. íslendingar drukku 2,8 milljónir lítra af víni árið 1982. Gömlu heitavatnsgeym- ar Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð taka eina milljón lítra hver. Það þyrfti því næstum þrjá þeirra til að geyma ársneyslu íslendinga af áfengi. Og þá er bland ekki talið með. Árið 1972 hefðu tveir tankar dugað. Víndrykkjan hefur nefnilega aukist gífur- lega á síðustu 10 árum, mælt í lítrum: úr 1,7 milljónum lítra í 2,8 milljónir lítra 1982. Aukningin er 67,7%. Neyslan 1972 samsvaraði því að hvert mannsbarn á ís- landi hefði drukkið úr 10 þriggja pela vínflöskum. Neyslan 1982 nálgaðist 17 flöskur á hvert mannsbarn. Þetta eru ískyggilegar tölur. En sem betur fer segja þær ekki alla söguna. Þótt þróun áfengismála á Islandi síðustu árin sé ærið áhyggjuefni, hefur ástandið samt ekki versnað jafn mikið og söluaukning ÁTVR í lítrum talið gefur til kynna. Landinn herðir drykkjuna r THí'. | < V || yW " #Sí Breyttur vínsmekkur þjóðarinnar hefur ekki breytt tímanum sem hún velur sér til áfengiskaupa segja starfsmenn ÁTVR. Það er alltaf sama ösin eftir hádegi á föstudögum en rólegt aðra daga. en léttir hana um leið Staðreyndin er sú, að sala ÁTVR á hreinum vínanda hefur aukist mun minna en heildarlítrafjöldinn segir til um. Venjulegt er að mæla á- fengisneyslu þjóða í lítrum af hrein- ,um vínanda á hvern íbúa. Sam- kvæmt þeim mælikvarða hafa ís- lendingar aukjð áfengisneysluna síðustu 10 árin en þó ekkert í lík- ingu við það sem heildaraukning vínsölunnar gefur til kynna. Á- fengisneyslan hér á landi 1972 sam- svaraði því, að hver íslendingur hefði drukkið 2,8 lítra af hreinum vínanda það ár. Árið 1982 var þessi tala komin upp í 3,1 lítra. Þetta er „aðeins“ 11,7% aukning miðað við 67,7% aukningu á vínsölu ÁTVR í heild. Sölusprenging í léttum vínum Skýringin á þessum mismun felst í einskonar „sölusprengingu“ á létt- um og millisterkum vínum hér á landi hin síðari ár. Sala á sterkum vinum (22-45 vínandi) hefur breyst sáralítið á þessum tíma en léttvín (rauðvín, hvítvín, rósavín) og milli- sterku vínin (Vermouth, Sherry, Portvín, Campari, Dubonnet o.s. frv.) hafa selst betur með hverju ár- inu. Alla aukningu í vínsölu ATVR 1972 til 1982 má rekja til léttari vín- tegundanna. Nú er svo komið að þessar léttari tegundir seljast í meira mæli en sterku vínin. Hlutdeild þeirra í heildarsölu ÁTVR var orðin 57% árið 1982 en var aðeins 26% fyrir 10 árum. Árið 1972 voru sterku vínin þannig 74% sölunnar en eru núna aðeins um 43%, í lítrum talið. Það er ekki lengra síðan en 1979, að sterku vínin seldust í meira magni en léttari tegundirnar. Það var svo 1980 sem sterku vínin duttu niður fyrir 50% hlutdeild í heildar- sölumagni ÁTVR. Eins og sjá má af skýringar- myndinni með þessari grein hefur söluaukningin síðustu 10 árin orðið mest í léttu vínunum, en minni í millisterku tegundunum (16-21% vínandi). Á þessu 10 ára tímabili hefur sala á léttvínum þannig rúm- lega fjórfaldast og sala á millisterk- um vínum þrefaldast. Eins og áður sagði hefur sala á sterkum vínum á þessu tímabili nánast staðið í stað. Árleg sala á sterkum vínum hefur verið á bilinu 1.230-1.260 þús. lítrar. Léttvínssalan hefur hins vegar auk- ist úr um 240 þús. lítrum 1972 i um 990 þús. lítra árið 1982. Árið 1972 seldust um 200 þús. lítrar af milli- sterkum vínum, en 1982 var salan orðin um 600 þús. lítrar. Þessi söluaukning í léttari vínteg- undunum hefur verið nokkuð jöfn á þessu 10 ára tímabili. Þó er eftir- tektarvert hve söluaukning í léttvín- um varð mikil milli áranna 1979 og 1980. Þá tók salan kipp úr um 560 þús. lítrum í 745 þús. lítra á einu ári. í ástæðunni fyrir þessari miklu söluaukningu í léttvínum milli 1979 og 1980 er einnig að finna eina veigamestu skýringuna á sölu- þróuninni í heild síðustu 10 árin. Þessi skýring liggur í verðlagn- ingarstefnu sem ATVR tók upp á síðasta áratug. Þessi verðlagningar- stefna fólst í því að hækka léttari vínin minna í verði en þau sterku. Stundum var verði léttari vínanna haldið óbreyttu, eins og einmitt var raunin milli áranna 1979 til 1980. Hin meginskýringin, sem ne.nd hefur verið á stórauknum vinsæld- um léttari víntegunda, er smekksat- riðið. Smekkur fólks virðist einfald- lega vera að breytast. Hér virðist ungt fólk eiga stóran hlut að máli. Engar tölur eru til um þetta, en svo virðist sem stórir árgangar ungs fólks, sem komist hafa á lögaldur hin síðari ár, kaupi létt vín frekar en sterk. Það, að öll söluaukning ÁTVR síðustu 10 árin skuli hafa verið í léttari tegundum víns, virðist renna stoðum undir þessa kenn- ingu. Hvaða vín er vinsælast? Ef sölutölur ÁTVR eru brotnar niður m.t.t. þess hvernig einstakar víntegundir seljast, og hafa selst síðustu lOárin, kemur ýmislegt for- vitnilegt í ljós. Af öllum víntegundum sem seld- ar eru í „Ríkinu" er rauðvín mest keypt. Árið 1982 seldist nær hálf milljón lítra af því. Næst kom hvít- vín; tæplega 450 þús. lítrar seldust 1982. Þriðja vinsælasta vínið í fyrra var vodka. Af því seldust tæplega 370 þús. lítrar og íslenska brenni- vínið fylgdi fast í kjölfarið með tæplega 350 þús. lítra. I fimmta sæti kom svo vermouth með rúm- lega 200 þús. lítra. Af öðrum milli- sterkum vínum seldust einnig rúm- Iega 200 þús. lítrar. Þar vó Campari þyngst. Af öllum öðrum víntegund- um seldist minna en 200 þús. lítrar árið 1982. Röð þeirra eftir sölu var annars þessi: 6. sherry, 7. viskí, 8. líkjörar, 9. sjenever, 10. romm, 11. kláravín, 12. freyðivín, 13. portvín, Í4. gin, 15. dubonnet, 16. ákavíti 17 brandy, 18. koníak, og 19. kampa- vín.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.