Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.09.1983, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Qupperneq 15
J J^l ^ pSstUrinn Fimmtudagur 15- september 1983 15 Mikið fjaðrafok hefur verið T J út af innréttinga kaupum í J hina nýju sjúkrastöð SÁÁ. Talað er um að það sé ekki einungis forsvarsmenn íslenks iðnaðar sem grípi tækifærið að gagnrýna SÁÁ, heldur grípi margir aðrir tækifærið sem horn hafa í síðu þeirra. Mörg- um hefur runnið til rifja hve hratt og ötullega SÁÁ hefur starfað, þá er alkóhólismi mjög viðkvæmur sjúkdómur sem menn sýni ekki sama skilning og öðrum sjúkdóm-' um. Einn talsmanna SAÁ, Jón Steinar Gunnlaugsson sagði á blaðamannafundi á dögunum að fólk virtist ennfremur viðkvæmt fyrir meðferð fjár sem safnast af frjálsum framlögum en skeyti hins vegar lítið hvernig opinberu fé — skattapeningum — sé varið. „Fólki finnst allt í lagi að sólundað sé með fé sem tekið er af því með valdi“, segir Jón Steinar... Vl SÁÁ hefur varið 22 milljón- T \ um í byggingu sjúkrastöðvar- J innar. Alls hafa samtökin safnað 25,2 milljónum króna. Heildarkostnaður við byggingu sjúkrastöðvarinnar mun hins vegar nema 35 milljónum króna og á stöðin að vera skuldlaus áramótin 1984-85.... Toyota umboðið kynnti nýja T J gerð af Corolla-bílum á J blaðamannafundi í vikunni. Sá sem sá um skyggnumyndsýningu og kynningu á hinni nýju bílagerð var enginn annar en hin sívinsæli og hressi sjónvarpsmaður og skemmti- kraftur Ómar Ragnarsson. Hann komst oft skemmtilega að orði þeg- ar hann lýsti gæðum hins nýja bíls og var fljótur að botna ef hann byrjaði setningar sem gátu lent í ógöngum. Dæmi um það var þegar Ómar talaði um hina nýju „línu“ eða útlitsbreytingu bílsins. Ómar sagði að smekkur manna væri mis- munandi í þessum efnum sem öðr- um. Þetta væri eins og vaxtarlagið, sumri menn dáðust meir að ákveðnu vaxtarlagi..“ hjá beljum og hestum“ bætti kappinn jafn- réttislega við... Nýi miðbærinn í Kringlumýr- inni er smán saman að rísa. Meðal þeirra bygginga sem verða má nefna risastórt versl- unarhús Hagkaups. Síðast liðinn mánudag var lögð fram í skipulags- nefnd borgarinnar tillaga að versl- unarhúsinu mikla. Þar kemur í ljós að tillöguhöfundar hafa gert sér lít- ið fyrir og lagt undir sig lóð Borgar- bókasafnsins, sem ætluð var undir aðalsafnhús. Bókasafni er ætlaður staður einhvers staðar inni 1 versl- unarsamstæðunni á svo sem eins og einni hæð.. Sænsk gceðavam, sem þölir allan samanburð. Ljósaperur 25w-100w, kertaperur, kúluperur og Ij ^KMIPHIAfilÐ 'Cfiy t/ V Kata spyr: Siggi viltu koma aö dansa Siggi: N..ei Kata: Af hverju ekki? Siggi: Af því að ég kann þaö ekki hu.... Kata: Hvað segiröu....heyröu haföu annars engar áhyggjur við drífum okkur bara í Dans-Nýjung AÞREM STÖÐUM og allir þjóna stórum svæðum Tónabæ Fellahelli Þróttheimum Kennsla hefst fimmtudaginn 22. sept. Afhending skírteina er dagana 20. 9 og 21.9. kl. 4—8 í Tónahæ. 10 vikna námskeið Yngst 7 ára lk Við kennum Disco Line Dance við bestu Disco lögin hverju sinni. Við erum með frábœra aðstöðu og pottþétt Ijósasjow ÞETTA ER EKKERT MAL FYRIR HANN JÓN PÁL Innritunarsímar eru 76219-46219 milli kl 10-12 og 1-7 Kær kveöja Hebba og Kolla

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.