Helgarpósturinn - 15.09.1983, Side 23

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Side 23
JþSsturinn. Fimmtudagur 15. september 1983 ’f'l Vetrardagskrá hljóðvarpsins Y J er að taka á sig mynd-hljóð S öllu heldur — þessa dagana. Gert er ráð fyrir að nýju þættirnir fari einn af öðrum af stað eftir næstu mánaðamót. Margir eiga sjálfsagt eftir að vakna þakklátir fyrir það í vetur, að morgunútvarp verður með svipuðu sniði og Gull í mund í vetur sem leið. Umsjónar- menn morgunþáttarins verða þau - Stefán Jökulsson, (sem vakti at- hygli fyrir nokkrum misserum fyrir lunkna þætti á laugardagseftirmið- dögum, sem hétu Hljóð úr horni), - Kolbrún Halldórsdóttir, (leikkona, hefur að undanförnu starfað með Svörtu og sykurlausu) og Kristín JÓnsdóttir (hefur að undanförnu unnið í menntamálaráðuneytinu, í hvíld frá fjölmiðlanámi). Síðdegis virka daga verður 50 mínútna þátt- ur undir stjórn Páls Heiðars Jóns- sonar, hins gamalreynda útvarps- jaxls. í þessum þætti verða tekin fyrir atvinnumál, viðskipti, efna- hagslíf og stjórnmál, og hann leysir af hólmi aðra atvinnumálaþætti sem hafa verið á dagskránni í mörg ár. Félagi Páls Heiðars, félagi Sig- mar B. Hauksson, verður með kúlt- úrmagasín á laugardögum í vetur og á sunnudagseftirmiðdögum verða erindi, sem deildir Háskóla íslands ætla að sjá um. Kvöld- vakan, sem verið hefur á laugar- dagskvöldum, verður nú hálftími að kvöldi alla virka daga vikunnar nema fimmtudaga. Kvöldvakan verður í umsjón Helgu Ágústsdótt- ur. Ekki er gert ráð fyrir næturút- varpi á vetrardagskránni því að Rás tvö, sem tekur til starfa í nóvember, er ætlað að sjá um það. Diddi er búinn að borga fyrir þetta allt.... Aðalfundur Vitaðsgjafa hf. veröur haldinn laugardaginn 15. okt. n.k. kl. 2 e.h. aö Ármúla 38 Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf Stjórnin Fullt hús matar Opiö til kl. 4 laugardaga 23 Edda Andrésdóttir hefur nú f J sagt skilið við fjölmiðlastörf ■/ að sinni. Hún hefur ráðið sig sem forstöðumann Félagsmið- stöðvar unglinga í Austurbæ, Kópavogi. Aðdáendur hennar og Skonrokks þurfa þó ekki að kvíða, Edda mun halda áfram Skonrokk- þáttunum og í þetta sinn ein, alla vega til að byrja með, því Þorgeir Ástvaldsson er í fullu starfi við Rás 2 eins og kunnugt er.... "1 Um miðjan næsta mánuð f'J verða formlega stofnuð sam- tök um smíði tónleikahúss í Reykjavík. Samtökin ætla að fjár- magna samkeppni um teikningar að húsinu, þar sem arkitektum á Norðurlöndum og jafnvel víðar verður boðin þátttaka. Áhugafólk um tónleikahúsið hefur verið að svipast um eftir lóð undir húsið í borginni og hefur nú blandað sér í „Skúlagötuslaginn“. Fyrir nokkru vörpuðu tveir ungir arkitektar fram þeirri hugmynd að tónleikahúsið yrði reist við Ingólfsgarð, við nú- verandi athafnasvæði Hafskipa. Tillagan þótti mjög góð en reyndist ekki raunhæf, vegna þess að Haf- skip hefur svæðið við Ingólfsgarð á leigu frá Reykjavíkurborg til átta ára. Eins mun Hafrannsóknastofn- un eiga inni vilyrði fyrir lóð á þess- um stað. Áhugafólk um tónleika- húsið vill samt halda sig við Skúia- götuna og reynir nú að fá úthlutað lóð þar sem Hafnarbió stóð og þar norður af... Þá eru skólarnir komnir í f' I gang og nemendur keppast við að kaupa bækur fyrir vet- urinn og reynast þau bókakaup þungur baggi fyrir margt heimilið. Kennslubækur hafa nefnilega hækkað allmikið á milli ára, sumar hverjar um meira en eitt hundrað prósent. Mörgum finnst það aftur á móti skondið, að margar þessara bóka eru gamlar útgáfur sem for- lögin eiga á lager. Ekki liggur hækkandi útsöluverð því í hækk- andi kostnaði, heldur eru aðrar á- stæður þar að baki. Sumir segja að það sé vegna þess að lítil samkeppni sé í skólabókaútgáfunni... 'jFl Fréttir af bókamarkaðnum: YJ Einar Kárason sem skrifaði V bókina „Þetta eru asnar Guð- jón“ hefur nú skilað af sér nýju handriti til Máls og menningar. Kemur sú bók út fyrir jól og mun bera nafnið „Þar sem djöflaeyjan gýs“. Textinn sem er kjarnyrtur og bragðmikill, segir frá uppvexti nokkurra stráka í braggahverfinu Camp Knox á sjötta áratugnum. Aðalpersónan er þó kona, furðuleg nokkuð og safnast á hana barna- skari en hún drýgir tekjur heimilis- ins með því að spá fyrir fólki. Einn- ig nýtur fjölskyldan góðs af alls kyns munaðarvarningi af Velli- num... rjl Mál og menning mun einn- X ig gefa út allmargar þýðingar í ár. Þar ber að nefna „Ráð við illum öndum“ eftir meistara Heinesen, í þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar en þýðingar Þorgeirs hafa verið árviss atburður undan- farin ár. Þá hefur Böðvar Guð- mundsson þýtt skáldsögu eftir Heinrich Böll og heitir sú bók „Hún sagði ekki eitt einasta orð“. Kristján Jóhann Jónsson hefur þýtt söguna „Fótboltaengilinn" eftir danska höfundinn Hans-Jörgen Nielsen og vakti sú bók mikla at- hygli í Danmörku og víðar er hún kom út á sínum tíma. Þá hefur Njörður P. Njarðvík þýtt skáldsög- una „Eftir flóðið" sem sænski rit- höfundurinn og læknirinn P.C. Jersild samdi um tilveruna eftir kjarnorkustríð. Margir kannast við sænsku framhaldsþættina „Babels- turninn" en Jersild skrifaði sam- nefnda skáldsögu á sínum tíma... P.C. Jersild kemur reyndar / 1 til íslands í endaðan nóvem- S ber í boði Norræna hússins og mun þá lesa úr verkum sínum... í frétt sem Þjóðviljinn birti í YJ dag, fimmtudag, segir frá V Pétri Sveinbjarnarsyni í Aski og kaupum hans á tækjabúnaði sem gerir kleift að fjöldaframleiða máltíðir fyrir stofnanir eins og sjúkrahús. Skýtur blaðið um leið þeirri spurningu að lesendum hvort Pétur, sem gaf 2 þúsund hamborg- ara á kosningahátíð Alberts fjár- málaráðherra, eigi að fá sjúkrafæð- ið. Fréttin sem er athyglisverð í sjálfu sér, er undirrituð óg/ór. Fyrri skammstöfunin er fyrir Óskar Guð- mundsson en sú síðari er stytting á Ólafi Ragnari (Grímssyni) sem nú starfar í fullu blaðamannsstarfi á Þjóðviljanum.... 71 Enn eru nokkrar væringar í Y 1 tannlæknadeild Háskólans, y vegna þeirrar ákvörðunar Háskólaráðs að í vetur verði fjölgað í deildinni um einn nemanda — níu teknir inn á annað ár í stað átta áð- ur. Eru kennarar tannlæknadeildar hinir óhressustu og bera við pláss- leysi og tækjaskorti í Tanngarði, húsi tannlæknadeildar. Hitt er á fárra vitorði hvernig ákvörðun Háskólaráðs er til komin. Orsök hennar er samlagningarvilla! Mun þeim sem fór yfir úrlausnir i inn- tökuprófinu hafa orðið á hand- vömm sem leiddi til þess að sá nem- andi sem með réttu átti að lenda í áttunda sæti varð níundi — og öf- ugt. Grunaði þann sem að ósekju hafði verið sparkað út í kuldann að ekki myndi allt með felldu og lét hann því fara yfir prófið aftur. Kom þá hið sanna í ljós. Hinn sem nú hafði aftur á móti hafnað í níunda sæti og átti þar með að vera úr leik vildi ekki una þeim úrslitum og kærði málið til Háskólaráðs. Kvað það upp þann Salómonsdóm að sú undantekning yrði á gerð að báðir skyldu teknir inn.... Vl Þjóðviljinn hefur verið eink- YJ ar beinskeittur og djarfur í S fréttaflutningi siðustu daga. Blaðið hefur skipt ritstjórninni í tvennt; í svo nefnt „fréttateymi" og „innblaðsteymi“ og halda teymin sinn hvort ritstjórnarfundinn. Mikill hressleiki er nú ráðandi á rit- stjórn, hvort sem það er að því þakka að Kjartan Ólafsson ritstjóri situr í Jónshúsi í Kaupmannahöfn við fræðistörf um þessar mundir eða að Ólafur Ragnar Grímsson er sem hvítur stormsveipur í húsinu. Alla vega sýna fréttaskrif Þjóðvilj- ans á útsíðum að blaðið er að reyna að losa sig úr þeim sterku flokks- pólitísku böndum sem það hefur verið í hingað til. T.a.m. var fyrir- sögn fimmtudagsblaðsins í boð- hætti: Rísið upp! og sá er hvatti starfsfólk mötuneyta ríkisspítal- anna á þennan vaska og uppreisnar- gjarna hátt var enginn annar en Einar Ólafsson formaður SFR og þekktur framsóknarmaður... Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bæöi eldfastar og frostheldar. Væri þaö ekki góö lausn aö flísaleggja t.d. svalagólfiö, veröndina eöa útidyratröppurnar. Buchtal er alls staöar rótta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö- hald. Eigum nú fyrirliggjandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflísum. Fyrsta ftokks vara á viðráöan- legu veröi. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt niður í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö sex mánaða. OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18 föstudaga kl. 8—19 laugardaga kl. 9—12. >••• BYGGINGAVORUR C HRINGBRAUT120: Simar: Timburdeild ..28-604 ^ Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri.. ..28-605 I Gólfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki ..28-430 J

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.