Helgarpósturinn - 22.09.1983, Síða 5
~tpSsturinrL Fimmtudagur 22. september 1983
5
vert á fyrir honum þegar hann vildi
koma einhverju fram og menn voru
ekki alltaf sammála honum en
hann náði athyglisverðum árangri.
Áhugi hans á tónlistarkennslunni
fór ekki framhjá neinum. Hún varð
fljótlega áberandi þáttur i starfi
skólans en hafði áður verið eitthvað
sem enginn tók sérstaklega eftir.
Manni fannst alltaf að Ingólfur
myndi geta náð langt“
Afrek Ingólfs Guðbrandssonar í
söngkennslu barna hafa fallið í
skuggann af seinni stórvirkjum.
Meðal nýjunga sem hann bryddaði
upp á á kennsluárunt sínum var
morgunsöngur nemenda í Laugar-
nesskóla, siður sem hefur haldið
velli síðan. Allir bekkir koma fram
á gang eftir fyrstu kennslustund á
morgnana og syngja saman nokkur
lög. Ingólfur skipulagði líka sam-
söng allra barnaskólanna í Reykja-
vík á ýmsum stöðum I borginni á
aðventunni um nokkurra ára skeið.
Þorsteinn Hannesson, fyrrum tón-
listarstjóri Ríkisútvarpsins, segir:
„Það er hrein snilld og meistaralegt
afrek, sem aldrei verður fullþakk-
að, hvernig hann gjörbreytti barna-
söng á íslandi. Það hefur ekki haft
svo lítið að segja"
En kennslan reyndist aðeins einn
af mörgum viðkomustöðum Ing-
ólfs Guðbrandssonar. Það stóð
meira til. „Ingólfur hefur aldrei ver-
ið sáttur við að setjast niður á einn
koll ef hann hefur séð annan
hærri,“ segir Helgi Þorláksson.
„Hann hefur alltaf viljað brjótast
áfram lengra og hærra. Hann hefur
unnið feiknaleg afrek og gefið okk-
ur mikið. Ef við erum að leita að
hinum eina sanna tóni í tónlistinni,
þá hafa fáir hjálpað okkur meira til
að ná honum. Hann hefur átt
drjúgan þátt í útflutningi á ferða-
mönnum héðan. Ferðaskrifstofan
Útsýn og Pólyfónkórinn: hvort
tveggja er nóg til að segja að þarna
fari afreksmaður"
Ingólfur stofnaði Útsýn 1955.
Fyrstu 10 árin var fyrirtækið ekki
nema ferðafélag sem skipulagði
hópferðir til útlanda á sumrin. Fyr-
ir stofnun Útsýnar hafði Ingólfur
verið leiðsögumaður hjá Ferða-
skrifstofu ríkisins, m.a. í Skot-
landsferðum íslendinga með Ms
Heklu. Ottó Jónsson kynntist Ing-
ólfi í þessum ferðum og starfaði
lengi hjá Útsýn síðar meir. „Hann
fór að fara með hópa upp á eigin
spýtur. Mér fannst hann alltaf
traustur og ábyggilegur. Hann vildi
hafa allt í góðu lagi. Hann kynnti
sér allt sjálfur, valdi það besta sem
hann fann á hverjum stað og verð-
lagði skynsamlega. Hann fór var-
lega af stað og ég held að honum
hafi gengið vel strax. Það er í hans
eðli að gera eins vel og hann getur
og standa fyrir sínuþ segir Ottó.
Undir þetta tekur Kristín Aðal-
steinsdóttir, sem hóf störf hjá Út-
'sýn þegar Ingólfur byrjaði skipu-
legan ferðaskrifstofurekstur fyrir
alvöru 1965. Hún hefur starfað
einna lengst með Ingólfi, byrjaði
reyndar hjá honum i barnakór
Laugarnesskóla og hefur einnig
sungið í Pólyfónkórnum. Hún seg-
ir: „Hann ber virðingu fyrir öllu
sem hann tekur sér fyrir hendur og
sættir sig ekki við annað en að fólk
geri sitt besta. Hann krefst þess af
jDeim sem vinna fyrir hann og hann
krefst þess af sjálfum sér. Hann er
kröfuharður húsbóndi, ekki harð-
ur. Hann vill alltaf ná settu marki
og hefur alveg ótrúlegt starfsþrek,
ótrúlegan kraft. Þegar við vorum
að skipuleggja heimsreisur í Útsýn
fyrir skömmu, gerði hann sér tvisv-
ar sérstakar ferðir alla leið austur til
Bangkok til að skoða þar hótel, sem
honum hafði verið sagt að væri
jafnvel betra en það sem þegar var
búið að semja um. Hann skoðar
alla samninga, öll hótelherbergi,
gerir eins vel og hann getur. Þetta er
meðfætt hjá honumþ segir Kristín.
„Hann er „perfectionisti" ákveð-
inn og duglegurþ segir Ottó Jóns-
son, „en mér finnst ég aldrei hafa
kynnst honum neitt að ráði. Hann
er talsverður einfari. Þetta er marg-
brotinn maður, stundum hefur mér
fundist hann vera tvær ólíkar per-
sónur, og það er erfitt að vita hvor
má sín meir“
„Hann er tveir menn, tvískiptur
persónuleikiý segir einn fyrrver-
andi starfsmaður Útsýnar. „Annar
er skemmtilegur dekurmaður, sjar-
merandi og örlátur, hinn kaldur og
fráhrindandi gagnvart því fólki sem
honum finnst andsnúið sér. Hann
notar fólk til að ná markmiðum sín-
um. Hann er gæddur geysilegum
viljastyrk og lífskrafti, náttúru-
krafti. Með þessum viljastyrk hefur
hann breytt sjálfum sér úr þybbn-
um, þunnhærðum fráhrindandi
karli, í háan, grannan og dökk-
hærðan kvennabósa. Hans styrkur
liggur í því, að hann hefur talið
sjálfum sér og þjóðinni trú urri það,
að hann sé stórkostlegur tónlistar-
maður og ferðamálafrömuður.
Honum verður bylt við ef einhver
rekur sig harkalega í þessa ímynd
hans og verður fráhrindandi og
sífrandi útí viðkomandií‘
Sjálfur segir Ingólfur að styrkur
sinn, sitt forté, Iiggi í viljastyrk og
einbeitni, vilja til góðra verka. Vilj-
inn til góðra verka sé undirstaða alls
sem maðurinn afreki. „Mér finnst
gaman að vera Islendingur og hafa
bryddað upp á ýmsu hér, sem aðrir
höfðu ekki gert áður. En ég stend
ekki í neinni sérstakri þakkarskuld
við þjóðfélagið þess vegna, aðeins
við almættið. Eg fékk að ryðja
mína eigin braut, án mikils stuðn-
ings, og það er í sjálfu sér þakkar-
vert að fá að lifa í þjóðfélagi þar
sem einstaklingurinn hefur eitthvert
svigrúm til athafna. En líf mitt hef-
ur ekki snúist um eiginhagsmuni.
Ég hef lifað góðu lífi en ég tel það
ekki hafa verið á annarra kostnað.
Ég hef reynt að vera veitandi í starfi
mínu og lífsviðhorfiþ segir Ingólf-
ur.
Kristín Aðalsteinsdóttir er sam-
mála því að góður vilji sé sterkasti
þátturinn í fari Ingólfs Guðbrands-
sonar. „Afstaða hans til manneskj-
unnar, mannkærleikurinn, er yfir-
þyrmandi I fari hans. Stærstu gallar
hans eru kannski sprottnir af sömu
rót. Hann er tilfinningasamur, eins
og margir listamenn. En Ingólfur er
mjög þroskaður maður. Hann er í
sátt við sjálfan sig og umhverfið.
Hann hefur miðlað andlegum
þroska t.d. í Pólyfónkórnum með
afstöðu sinni til verkefnanna. Hon-
um þykir vænt um mann og honum
helst vel á starfsfólki," segir Kristín.
Ekki eru allir sammála þessu, t.d.
ekki það starfsfólk sem honum hef-
ur ekki haldist á. Einn þeirra segir,
að Ingólfur hafi engan áhuga á
öðru fólki, hann hafi aðallega gam-
an af að vinna. Sjálfur sé hann hins
vegar sannfærður um að hann sé að
hjálpa fólki — að hann sé að
„bjóða“ fólki til Ítalíu og til Spán-
ar. „Hann ræður ekki endilega dug-
legasta fólkið til sín heldur fólk sem
er tilbúið að samsinna honum — já-
fólk. Hann lítur á það sem svik við
sig persónulega ef fólk segir upp hjá
honumí*
Fólk sem hefur hætt í Pólyfón-
kórnum hefur sumt svipaða sögu
að segja. Ingólfur segir sjálfur að
viðbrögð sín fari eftir ástæðunum.
„Svona ákvörðun fylgja ekki sár-
indi af minni hálfu. Þó getur það
sært mig þegar ég er sannfærður
um að sá hinn sami er að velja ann-
að í staðinn, sem að mínu mati hef-
ur minna gildi“
„Hann er margbrotinn persónu-
leiki, en samt ekki sérstaklega flók-
inn. Hann er fullur af komplexum,
vantar sjálfstraust en býr sér það til
samt“ segir einn fyrrverandi sam-
starfsmaður Ingólfs. „Það er þessi
tvískipting hans sem er svo undar-
leg. Hann er stór i sniðum en líka
aðhaldssamur og í rauninni lítill.
Hann styrkir ungt tónlistarfólk en
um leið virðist hann ekki hafa vit á
að halda góðu fólki. Hann ætlast til
mikils af fólki en hefur annan máta
á því hvað hann gefur af sérí‘
Kristín Aðalsteinsdóttir hefur
aðra sögu að segja. Hún segir að
hann sé næmur og hafi tilfinningar
fyrir fólki, láti sér annt um það.
„Hann rekur sinn bisness á skynjun
sinni á því hvað fólk vill. Hann hef-
ur tilfinningu fyrir því hvernig fólk
vill ferðast. Hans velgengni byggist
á þessuí*
Eysteinn Helgason, forstjóri
Samvinnuferða-Landsýnar, segir
um þennan helsta keppinaut sinn:
„Hann er rosalega harður og hann
hefur staðið sig að mörgu leyti mjög
vel. Ingólfur Guðbrandsson hefur
gert margt gott í túrismanum hérna
og hann hefur haldið mjög vel á
spöðunum. En hann hefur líka neit-
að að fylgjast með tíðarandanum
að undanförnu. Hann neitaði að
horfast í augu við að hér yrði
kreppuástand á þessu ári, og hann
neitaði að viðurkenna breyttar á-
herslur í ferðalögum hjá fólki, að
það gæti hugsað sér t.d. eitthvað
annað en sólarlandaferðir“, segir
Eysteinn.
Ferðaskrifstofufólkf þykir mis-
mikið til starfshátta Ingólfs í Út-
sýn koma Sumum þykir hann
óvæginn í samningum, of þrjóskur
og of þungur til að bakka. Sumum
finnst hann ekki allt of vandaður,
finnst að hann vilji semja um eitt,
en gera síðan annað. Aðrir hafa
ekkert út á hann að setja. „Hann
telur sjálfan sig vera fullkomlega
heiðarlegan en notar síðan ýmis
miður heiðarleg brögð. Hann er
einþykkur — veit allt best sjálfur.
Hann trúir því ennþá að hann búi til
besta bækling í heimi, heldur að
það gangi ennþá að hafa myndir af
hálfberu kvenfólki á hverri síðu“,
segir einn ferðaskrifstofumaður.
Ingólfur býr enn til auglýsinga-
bæklinga Útsýnar. Tekur myndirn-
ar sjálfur. „Ef einhver annar tæki
myndirnar er hann smeykur um að
skakkar áherslur verði á efnisatrið-
um bæklinganna. Hann hefur gam-
an af að taka myndir og fara á stað-
ina. Svo er þetta mikill sparnaður
fyrir fyrirtækið“, segir Kristín Að-
alsteinsdóttir.
Þessar myndatökur Útsýnarfor-
stjórans á sólarströndum leiða hug-
ann að myndefni hans þar, kven-
fólkinu. Það má næstum því full-
yrða að vart getur um tröllauknari
kjaftasögur um kvensemi nokkurs
núlifandi íslendings hin síðari ár,
en þær sögur sem gengið hafa um
Ingólf Guðbrandsson. Þessar sögur
verða ekki raktar hér.
En Ingólfur Guðbrandsson hefur
yndi af fallegum konum. Hann hef-
ur yndi af ungum stúlkum. Hann
fer ekkert dult með það. „Ungum
stúlkum finnst oft gaman að ræða
við reynda, heimsvana menn. Það
gefur stundum tilefni til slúðurs,
sem ekki er svaravert. Salómon
konungur átti meira en 600 konur
fyrir utan allar hjákonurnar, en bar
samt af öllum konungum að sögn
biblíunnar, enda var hann einn virt-
asti leiðtogi og spekingur sögunnar
og nýtur þess álits enn í dag um all-
an hinn læsa heim. Hann hefur því
verið mikill „kvennamaður“ og
fullur ástríðu eins og Ljóðabókin
ber með sér. Hvers vegna má Ing-
ólfur ekki þekkja nokkrar konur,
og hverjum ferst að kasta steinum.
Mínar ástir hafa verið hreinar ást-
ir“.
Fólk sem hefur kynnst Ingólfi
hefur margt myndað sér ákveðnar
skoðanir á þessum þætti í fari hans.
„Þessi smástelpuárátta kom mjög
snemma hjá honum, eða um svipað
Ieyti og fyrsti stórgróðinn fór að
skila sér. í og með stafar hún líklega
af djúpstæðri minnimáttarkennd
og hún fóðrar þá heimsborgara-
ímynd sem hann hefur af sjálfum
sér“, segir einn þeirra. „Þetta er ör-
yggisleysi“, segir annar. „Hann
eyðileggur svo mikið fyrir sér með
þessum eltingarleik, sem er partur
af þessari sjálfsímynd hans, og
þessi sjálfsímynd hún háir honum.
Ég held að þessar ungu stelpur falli
fyrir honum vegna valdsins og pen-
inganna“.
„Ég held að það hafi alltaf verið
ríkt í honum að halda sér vel útlít-
andi, halda í æskuna og umgangast
æskufólk", segir Ottó Jónsson.
„Kvennamálin get ég ekki sagt um.
En hann er fagurkeri“.
„Hann er tilfinninganæmur og
hefur yndi af fallegum konum“,
segir Kristin Aðalsteinsdóttir, „en
ef þessar kjaftasögur væru allar
sannar, þá hefði hann ekki haft
neitt annað að gera, ekki haft neinn
Framh. á 23. síðu
BUCHTAL
Gólf — Veggflísar
Vestur-þýsk
gæðavara
úti sem inni
á. viðráðanlegn
verði.
Komið og skoðið
eitt mesta úrval
landsins af
flístim
1 sýningarsal
okkar.
Sjón er sögu
ríkari
BUCHTAL
FEGURÐ - GÆÐI—EI\TDI]NrG
Þú færð
allt í einn
kaupsamning
I BYGGlNGflVÖBURl
HRINGBRAUT 120:
Byggingavorur
Gollteppadeild
Simar: Timburdeild 28 604
28 600 Malningarvórur og verklæri 28 605
28-603 Flisat og hreinlælistæki 28 430
]