Helgarpósturinn - 22.09.1983, Síða 6
_/Helgai--
. posturinn
Söluherferðin hafin
„Verðbólguhraðinn er nú kominn niður í 35
prósent á ársgrundvelli", sagði Steingrímur
Hermannsson á almennum fundi á Patreks-
firði í fyrri viku. Sá fundur var hinn fyrsti í
fyrirhugaðri fundaröð í öllum kjördæmum
undir yfirskriftinni: „Hvað er ríkisstjórnin að
gera fyrir þig?“
Forsætisráðuneytið kallar fundi Steingríms
Hermannssonar kynningu á stefnu ríkis-
stjórnarinnar, þar sem forsætisráðherra muni
skýra þær ráðstafanir í efnahagsmálum sem
ríkisstjórnin hefur staðið að, hvers vegna þær
hafi verið óhjákvæmilegar, hvað hefði gerst ef
ekki hefði verið gripið til aðgerða, hvernig ár-
angur aðgerðanna sé að koma í Ijós og hvaða
efnahagsbata sé að vænta í framtíðinni. Einn-
ig muni forsætisráðherra ræða önnur fram-
faramál sem ríkisstjórnin hyggist koma í
framkvæmd.
í raun eru fundarferðir Steingríms Her-
mannssonar fyrsta tilraun stjórnarinnar til að
selja almenningi stefnu sína; hingað til hafa
einstaka ráðherrar verið tunguliprir i fjöl-
miðlum og komið með opinskáar yfirlýsingar.
En hvernig tekst ríkisstjórninni að setja í-
mynd sína á markað og hver eru viðbrögð
manna við söluvarningnum?
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur
segir við Helgarpóstinn að í rauninni sé erfitt
að meta afstöðu almennings til stjórnarinnar;
það liggi engar niðurstöður reglulegra skoð-
anakannana fyrir. Hins vegar séu fundahöld
Steingríms forsætisráðherra fyrsta tilraunin
til að selja pólitík stjórnarinnar og því of'
snemmt að spá um hvort sú tilraun takist.
„Það er greinilegt að fólk er óvisst ennþá
um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Kjaraskerð-
ingarnar geta kallað á harkaleg viðbrögð
launþega og næstu mánuðir geta reynst
afdrifaríkir. Hins vegar geta einstakir
málaflokkar í heildarstefnu ríkisstjórnarinn-
ar haft úrslitaþýðingu varðandi ímynd hennar,
Urslitalota er hafin í viðræðum fulltrúa
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Genf um
takmörkun meðaldrægra kjarnorkuvopna.
Verði sovétstjórnin ekki við kröfu aðildarríkja
N ATÓ að fallast á að hætta að beina SS-20 eld-
flaugum að skotmörkum í Vestur-Evrópu, hefst
í desember uppsetning bandarískra Pershing-
eldflauga í Vestur-Þýskalandi og Cruise flug-
skeyta í Bretlandi.
Formenn beggja sendinefnda, Paul Nitze frá
Bandaríkjunum og Júlí Kvitsinski frá Sovétríkj-
unum, sögðu þegar þeir hittust enn á ný í Genf
. fyrir hálfum mánuði, að þeir hefðu ný boð fram
að færa af hálfu stjórna sinna. Látið hefur verið
upp í höfuðborgum beggja, hverjar tilslakanir
þeirra eru í megindráttum. Andrópoff, leiðtogi
sovéska kommúnistaflokksins, sagði í síðasta
mánuði, að sovétmenn væru fáanlegir til að
eyða þeim árásarmætti, sem samkomulag kynni
að verða um að þeir tækju niður í Evrópu, í stað
þess að áskilja sér rétt til að færa vopnin austur
fyrir Úralfjöll og beina þeim áð skotmörkum
í Asíu.
og vinsældir. Þannig geta til að mynda að-
gerðir stjórnarinnar í húsnæðismálum skipt
sköpum í þessu sambandi. Kjósendur trúðu á
umtalsverðar umbætur í þeim efnum og bíða
nú óþreyjufullir átekta“, segir Ólafur.
IVIargir álíta að ekkert felist í sölumennsku
ríkisstjórnarinnar nema frysting launa og al-
menn kjaraskerðing; stjórnin muni ná verð-
bólgunni niður með þeim aðferðum einum og
Iáta þar við sitja. Einn þeirra er Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ: „Það koma engar
kjarabætur í kjölfar launaskerðingarinnar.
Kaupmátturinn mun heldur ekki aukast í ná-
inni framtíð. Að öllum líkindum mun verð-
bólgan nást niður, en einungis á kostnað
launafólks. Boðskapur ríkisstjórnarinnar er
því grámyglulegur og almenningur í landinu
mun ekki trúa honum. Það sannast í þessu
efni sem svo oft áður, að ef málstaðurinn er
slæmur er erfitt að selja hann“.
Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands íslands, hefur eftir-
farandi að segja um viðbrögð almennings við
efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar: „Mönn-
um var ljóst að það stefndi í óefni, og eitthvað
varð að gera í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Hins vegar er of snemmt að dæma um árang-
urinn af efnahagsaðgerðum stjórnarinnar.
Merkin eru góð; verðbólgan er á niðurleið,
vaxtalækkun hefur siglt í kjölfarið. Hins veg-
ar má ekki gleyma að stjórnin hefur aðeins
setið við völd í þrjá mánuði og menn eru einn-
ig fljótir að gleyma því verðbólguástandi sem
ríkti hér fyrir fjórum mánuðum og það
vandamál skapaði ekki ríkisstjórnin. Það
verður því ekki fyrr en um áramót sem unnt
verður að leggja raunhæft mat á aðgerðir rík-
isstjórnarinnar og áhrif þeirra á efnahagslíf
almennt verða sjáanleg".
Varðandi kynningu ríkisstjórnarinnar á
stefnu sinni segir Magnús Gunnarsson: „Það
er Ijóst að ríkisstjórnin hefur ekki gert nógu
B
oðað hefur verið í Washington, að Reagan
Paul Nitze, aðalsamningamaður Bandaríkj-
anna, (t.v.) og sovéski starfsbróðir hans, Júlí
Kvitsinski, heilsast við síðustu endurfundi í
Genf.
Tilslakanir boðaðar en
samkomulag lagt undan
í kjarnorkuvopna-
samningum
forseti sé líklegur til að gera uppskátt i ávarpi
til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna ái
mánudag, hverjar tilslakanir hann hefur heimil-
að Nitze að gera. Fréttamenn í höfuðborg
Bandaríkjanna gátu skýrt frá þessum atriðum
skömmu eftir að sendinefndir tóku til við
fuudahöldin í Genf að þessu sinni. Hingað til
hefur Bandaríkjastjórn krafist þess, að undir-
staða samkomulags verði að vera jöfnuður í
tölu meðaldrægra kjarnorkuvopna á heildina
Iitið, í Evrópu og Asíu samanlagt. Nú mun hún
vilja fallast á, að jöfnuður í tölu sprengiodda
í eldflaugum, um 300 á hvora hlið, skuli ráða
í Evrópu einni. Utan við samanburðarreikning-
inn sé haldið 108 eldflaugum með 324 kjarna-
oddum, sem sovéska herStjórnin hefur austan
Úralfjalla og beinir að skotmörkum í Asíu.
Bandaríkjaforseti áskilur samkvæmt nýju til-
jögunum stjórn sinni rétt til að jafna metin í
meðaldrægum kjarnorkuvopnum í Asíu, en
lýsir jafnframt yfir að engin áform séu uppi um
að nota þann rétt.
mikið til þess að skýra fyrir almenningi hvað
hún er að gera. Það eru ýmsir punktar sem
stjórnin ætti að leggja áherslu á og kynna fyr-
ir þjóðinni“.
Getur ríkisstjórnin selt stefnu sína á andliti?
Er hægt að persónugera pólitík hennar líkt og
heildarstefna erlendra ríkisstjórna tekur oft-
sinnis á sig mynd einstakra leiðtoga og for-
ingja? Selia t.d. yfirlýsingar og andlit Stein-
gríms?
„Leiðtogaandlit verður aldrei jafnsterkt í
samsteypustjórn og í einsflokksstjórn", segir
Magnús Bjarnfreðsson fréttaskýrandi. „Það
myndast alltaf ákveðin afbrýðisemi þegar
tveir flokkar eða fleiri sitja í stjórn og leiðtogi
eins þeirra á að vera and.lit ríkisstjórnarinnar
út á við. Þetta gildir ekki síst um ríkisstjórnina
á íslandi: forsætisráðherrann er úr minni
flokknum og sá stærri á erfitt með að hylla
hann sem mikilhæfan leiðtoga eða samstöðu-
tákn þjóðarinnar".
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins stærsta stjórnarandstöðuflokksins,
hefur þetta um málið að segja: „Það sem ein-
kennt hefur stjórnina er blaður forsætisráð-
herra og yfirlýsingagleði einstakra ráðherra.
Þess vegna hefur engin samræmd heildar-
stefna stjórnarinnar verið kynnt almenningi.
Það er til dæmis lýsandi að Alexander Stef-
ánsson félagsmálaráðherra kom með yfirlýs-
ingar í Tímanum varðandi húsnæðismálin á
miðvikudagsmorgni og át þær allar ofan í sig
sama dag í Dagblaðinu/Vísi. Það er einnig
umhugsunarvert að núverandi ríkisstjórn er í
yfirburðaaðstöðu til að koma stefnu sinni og
einstökum málum á framfæri. Hún hefur um
100 þúsund eintök dagblaða á dag í sinni
hendi ef talin eru Morgunblaðið, Tíminn, sem
bæði eru málgögn stjórnarflokkanna, og
Dagblaðið/Vísir. Á móti þessari áróðursgetu
standa Þjóðviljinn og Alþýðublaðið. Það er
ennfremur athyglisvert hve stjórnin hefur haft
sterkan aðgang að ríkisfjölmiðlunum. Það
vill hins vegar svo til að fólk lifir ekki á svona
glamri. Láglaunafólk, aldrað fólk og fátækt
fólk býr við hraklegan kost og yfirlýsingan,rík-
isstjórnarinnar breyta ekki daglegu lífi þess“.
Magnús Bjarnfreðsson fréttaskýrandi DV
vill ekki taka undir ítök ríkisstjórnarinnar í
fjölmiðlaheiminum: „Fjölmiðlar eru orðnir
það opnir að allir geta í rauninni komið því á
framfæri sem þeir vilja. Þetta gildir einnig um
IIMNLENO
VFIRSVINI
ERLEND
Fréttamenn í Genf hafa eftir heimildum í
bandarísku samninganefndinni, að þær grun-
semdir hafi reynst réttmætar að tilboð Andró-
poffs frá í ágúst sé ekki allt þar sem það er séð.
, Að vísu liggi það ekki á borðinu enn af hálfu
Kvitsinski, en vísbendingar af hálfu sovét-
manna séu þær, að Andrópoff hafi átt við að
sovétmenn skuli heita því að taka sundur eld-
flaugaskotpallana undan þeim fjölda eld-
flauga, sem þeim verði samkvæmt samkomu-
lagi gert að taka niður. Þetta þykir Bandaríkja-
mönnum og bandamönnum þeirra lítilfjörlegt
tilboð, því það eru eldflaugarnar sem ógn stend-
ur af, og þær verða samkvæmt þessu viö lýði
eftir sem áður, tilbúnar til notkunar frá tæmd-
um skotpöllum í stríði.
Þrátt fyrir þessar tilslakanirá báða bóga, ber
enn svo mikið á milli samningsaðila í grund-
vallaratriðum, að vandséð er að samkomulag
náist í Genf fyrir desemberbyrjun, en sam-.
kvæmt áætlun NATÓ verður í byrjun þess mán-
aðar komið fyrir fyrstu níu Pershing eldflaug-
unum í Vestur-Þýskalandi og fyrstu 16 Cruise
flugskeytunum í Bretlandi. Krafa sovétmanna
er, að NATÓ hætti með öllu við endurnýjun
meðaldrægra kjarnorkuvopna, ef þeir eigi að
fallást á að fækka nokkuð SS-20 eldflaugum
sínum. Afstaða NATÓ er að jöfnuður verði að
vera grundvöllur samkomulags um takmörkun
meðaldrægra kjarnorkuvopna í Evrópu. Með
því að koma upp á fjórða hundrað SS-20 eld-
flaugum, sem hver um sig ber þrjá kjarnaodda,
hafi Sovétríkin raskað jafnvægi í þessari grein
vopnabúnaðar, og NATÓ verði að áskilja sér
rétt til að koma upp vopnum til mótvægis við
hverja þá tölu SS-20 e!dflauga_sem fái að standa
samkvæmt samkomulagi.
Það flækir svo málið enn frekar, að eftir að
viðræður hófust komu sovétmenn með kröfu
um að í heildarúttekt á meðaldrægum kjarn-
orkuvopnum í Evrópu yrðu talin með 162 slík
vopn sem Frakkar og Bretar hafa til umráða á
eigin spýtur og náð geta til Sovétríkjanna. Bæði
ríkin sem í hlut eiga, og NATÓ í heild, hafna
þessari kröfu, og benda sér í lagi Frakkar á, að
þeirra kiarnorkuvopn eru ekki á nokkurn hátt
tengd NATÓ, heldur við það miðuð að fæla frá
kjarnorkuárás á Frakkland eitt og sér.
Þá ber mikið á milli í mati aðila á þeim flug-
stjórnarandstöðuna. Hitt er annað mál, hvort
fólk tekur Iengur nokkurt mark á þvi sem birt-
ist í dagblöðum eða fjölmiðlum yfirleitt. Hin
svonefndu málgögn ríkisstjórnarinnar hafa
ekki varið allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar; til
dæmis hefur Morgunblaðið verið gágnrýnið á
ríkisstjórnina. Sömu sögu er reyndar að segja
um Dagblaðið/Vísi. Það hefur aldrei tekið af-
stöðu með eða á móti ríkisstjórn í leiðurum
sínum. Öðru máli gegnir um Tímann sem
reyndar er eitt þessara þriggja blaða sem gefin
eru út af stjórnmálaflokkum; það hefur allt
frá fæðingu ríkisstjórnarinnar tekið ein-
dregna pólitíska afstöðu með henni. Hins veg-
iar er það þannig að öllum finnst aðrir eiga
1 betri aðgang að fjölmiðlum en þeir sjálfir“.
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur
segir um „málgögn ríkisstjórnarinnar“: „Það
er greinilegt að Morgunblaðið er meira á verði
gagnvart þessari stjórn og gagnrýnir hana
óvægar en aðrar stjórnir sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur átt aðild að. Það er hins veg-
ar spurning um hvort hér sé um stefnubreyt-
ingu að ræða hjá Morgunblaðinu eða hvort
ráðamenn þess séu lítt hrifnir af stjórninni“.
Það virðist ljóst, að ríkisstjórnin er að búa
sig undir hugsanleg viðbrögð launþega þegar
líður að áramótum. VSÍ hefur í vikunni óskað
eftir viðræðum við verkalýðshreyfinguna og
að þessi samtök taki höndum saman við
vinnuveitendur um mótun sameiginlegra til-
lagna um eflingu íslensks atvinnulífs. „Tillög-
ur okkar eru ósk um að verkalýðshreyfingin
komi til móts við okkur og ræði málin á efnis-
legum grundvelli en ekki tilfinningalegum eða
pólitískum. Við erum að berjast við sama
ógnvaldinn", segir Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ við Helgarpóstinn. Hugs-
anlegur „forleikur“ VSÍ og ASÍ mun fyrst og
fremst beinast að samningum sem standa eftir
að þeir eru gerðir og að ríkisstjórnin sjái ekki
ástæðu til að krukka í þá. Eigi ríkisstjórnin að
mæta sameiginlegum þrýstingi VSI/ASI og
almennri óánægju launþega á komandi mán-
uðum er mikið í húfi að stefna hennar sé boð-
leg söluvara. ímynd hennar er jafnmikilvæg.
Hvort Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra getur sameinað ríkisstjórnina og
fært boðskap hennar í söluvænlegar umbúð-
ir, skal ósagt látið. En söluherferðin er hafin.
eftir
Magnús Torfa Ólafssonl
vélaflota á báða bóga, sem telja ber með í mati
á heildarstyrk til kjarnorkuárása. Halda sovét-
menn því fram, að þar hafi NATÓ um 500 flug-
vélar umfram, en að dómi bandarísku samn-
ingamannanna í Genf eru yfirburðir Sovétríkj-
anna fimmfalt meiri, eða 2400 vélar. Stafar
þessi mikli munur af því, að Bandaríkin vilja
telja í mögulegum kjarnorkuárásarflugflota
þrjár nýjustu gerðir sovéskra herflugvéla,
SU-17, SU-24 og MiG-27.
Formenn samninganefndanna í Genf, þeir
Nitze og Kvitsinski, urðu ásáttir um það í ó-
formlegum viðræðum í fyrra sumar, að bera
undir stjórnir sínar sem hugsanlega málamiðl-
un, að hætt verði við að koma upp í Vestur-
Þýskalandi Pershing eldflaugum, en tala SS-20
eldflauga Sovétríkjanna verði einungis jöfnuð
af hálfu NATÓ með Cruise flugskeytum.
Stjórnir beggja vísuðu ábendingu samninga-
manna á bug, en hugmyndin fékk þó töluverð-
an hljómgrunn í Vestur-Evrópu. Sér í lagi þykir
Vestur-Þjóðverjum fengur, ef þeir losna við að
hafa í landi sínu, einir allra NATÓ-þjóða, það
vopnið sem sovétmönnum stendur mestur
stuggur af. Pershing eldflaugar myndu ná til
vesturhluta Sovétríkjanna frá Vestur-Þýska-
landi, en eins og nú er ræður herafli NATO ekki
yfir neinni eldflaug sem þangað dregur. Þessu
fylgir að viðvörunartími sovétmanna um yfir-
vofandi eldflaugaárás styttist niður í sex mínút-
ur við tilkomu Pershing.
Af þessum sökum er kominn upp klofningur
í ýmsum NATÓ-ríkjum, milli ríkisstjórna ann-
ars vegar og sósíaldemókrataflokka í stjórnar-
andstöðu hins vegar. Á þetta sér í lagi við um
Vestur-Þýskaland, Niðurlönd, Noreg og Dan-
mörku. Vilja ríkisstjórnir í þessum löndum
halda fast við ákvörðun NATÓ frá 1979, að
hefja að koma fyrir nýjum, meðaldrægum
kjarnorkuvopnum í desember næstkomandi,
hafi ekki áður náðst samkomulag við Sovétrík-
in um takmörkun slíks vopnabúnaðar. Sósíal
demókrataflokkarnir sem í hlut eiga vilja hins
vegar, að frestað verði um hríð að koma nýjum
kjarnorkuvopnum fyrir, meðan frekari sam-
komulagstilraunir eru gerðar.