Helgarpósturinn - 22.09.1983, Qupperneq 7
„Búin að bögglast á borðinu hjá mér í tvö ár“, segir Ólafur Haukur Símon-
arson um Vík milli vina, nýja skáldsögu sem kemur út í haust. (Ljósm. Jim
Smart)
Vík milli vina
Þjóðleikhúsið frumsýnir Skvaldur
„Erfitt stykki en
bráðskemmtilegt“
Leikarar Þjóðleikhússins eru á stanslausum þeytingi í Skvaldri. Hér eru
það Tinna Gunnlaugsdóttir og Sigurður Sigurjónsson
„Vík milli vina“. Ný skáldsaga eft-
ir Ólaf Hauk Símonarson, sem
kemur út hjá Máli og menningu í
haust. „Nútímasaga og jafnvel
Reykjavíkursaga líka“, segir höf-
undurinn.
Hver er þá þessi vík, sem vitnað
er til í heiti bókarinnar?
„Þetta er leikur með nafnið“, segir
Ólafur Haukur. Þetta er þekkt
orðatiltæki, þegar dregur í sundur
með fólki“.
Að sögn Ólafs greinir sagan frá
hópi af fólki, sem komið er á miðj-
an aldur. Hópurinn hefur fylgst að
lí gegnum skóla og framhaldsnám,
[en að því loknu fer hver að huga að
[sínu.
„Sagan sýnir hvað heldur hópnum
saman og hvað sundrar honum“,
segir Ólafur Haukur, en vill ekki
fara nánar út í þá sálma, þar sem
það væri allt of langt mál.
Ólafur Haukur segir ennfremur
að Vík milli vina svipi til Vatns á
myllu kölska hvað frásagnartækni
' varðar, hún sé raunsæisleg frásögn,
að minnsta kosti á yfirborðinu. Áð-
Uppgjör
við
maí ’68
„Ég leik leikara sem heitir Gary
sem leikur persónu sem heitir Rog-
er“.
Þetta segir Sigurður Sigurjóns-
son leikari sem fer með eitt af hlut-
verkunum í nýjum breskum farsa,
Skvaldri, sem verður frumsýndur í
Þjóðleikhúsinu á morgun, föstu-
dag.
spurður um hvort þetta sé einhvers
konar uppgjörssaga, segir hann:
„Ég gæti trúað að einhverjir
skynji hana sem slíka“.
— Er bókin uppgjör af þinni
hálfu?
„Hún er punktur aftan við ákveð-
inn kafla og tímabil fyrir mína
parta“, segir Ólafur Haukur.
Tímabilið sem hér um ræðir er
það sem hefur dregið dám, til ills
eða góðs, af maíbyltingunni í
Frakklandi árið 1968 og telur Ólaf-
ur Haukur að tími sé kominn til að
gera upp hvort það hafi skilað ein-
hverjum breytingum sem vert sé að
kynda undir.
— Hvenær samdirðu söguna?
„Hún er búin að bögglast á borð-
inu hjá mér i tvö ár með öðrum, en
ég lauk við hana í surnar".
— Ertu með aðrar sögur í tak-
inu?
„Ég er með tvær skáldsögur í tak-
inu, en þær eru á slíku fósturskeiði
að það er engin ástæða til að fjöl-
yrða neitt um þær", segir Ólafur
Haukur Símonarson.
Skvaldur er eftir breska leikrita-
höfundinn Michael Frayn og var
kosið besta gamanleikrit ársins á
Englandi í fyrra. Verkið segir frá
litlum ferðaleikflokki, sem flakkar
bæ úr bæ með gamanleikinn Klúð-
ur, sem virðist ætla að bera nafn
með rentu. Og áhorfendur Þjóð-
leikhússins fá bæði að fylgjast með
leikritinu í leikritinu, svo og því sem
gerist að tjaldabaki.
Ætli Gary sé ekki áSeetur sam-
nefnari fyrir aðra leikendur hópsins
og því er ekki ur vegi að heyra álit
Sigurðar Sigurjónssonar á honum.
„Þegar leikritið byrjar er hann
ekki allt of góður, en hann reynir
sitt besta. Það er talað um það í
leikskránni að hann hafi fengið
fjölda verðlauna fyrir viðleitni“,
segir Sigurður, og bætir því við að
Gary haldi við eina prímadonnu
leikhópsins, sér eldri konu, og setji
það mark sitt á allt samstarfið.
Aðspurður hvort æfingar gengju
stórslysalaust fyrir sig hjá Þjóðleik-
hússhópnum á meðan allt gengi á
afturfótunum hjá hinum leikhópn-
um, svaraði Sigurður því játandi og
hann sagði að það væri mikið fjör
á æfingum.
„Við erum flest sammála um að
þetta sé eitt erfiðasta stykki, sem
við höfum komist í tæri við síðustu
ár. Menn eru úrvinda af þreytu og
blautir af svita“, segir hann.
— Er það þess virði?
„Við vonum það. Þetta er bráð-
skemmtilegt“.
— Líka fyrir áhorfandann?
„Ég trúi ekki öðru. Við gerum
okkar besta til þess“, segir Sigurður
Sigurjónsson.
Annars
flokks
Eastwood
Austurbæjarbíó: Firefox
Bandarísk. Árgerð 1982. Leik-
stjóri: Clint Eastwood. Aðalhlut-
verk: Clint Eastwood, Freddie
Jones, Nigel Hawthorne.
Clint Eastwood notar ekki
mörg svipbrigði ef hann kemst af
með fá. Sem leikari dansar hann
oft á línu hreinnar flatneskju, en
tekst einhvern veginn alltaf að
halda sig réttu megin með ögun —
tilfinningu fyrir réttri tímasetn-
ingu.
Það er í sjálfu sér undarlegt að
Eastwood skuli hafa náð þeirri
hæð sem hann nú flýgur í innan
bandarísks kvikmyndaiðnaðar út
á leikframmistöðu sína. Leikur
hans í dollaramyndum Sergio
Leone. Dirty Harry-myndunum
o.s.frv. færði honum það góðan
fjárhag og trygga stöðu að hann
gat farið að leikstýra eigin mynd-
um. Og þar liggja hans mestu
hæfileikar. Eastwood hefur gert
margar afbragðsgóðar myndir, —
High Plains Drifter, The Outlaw
Josey Wales og ekki síst frum-
raunin Play Misty For Me. Ein-
kenni þeirra er sama ögun og yfir-
vegun, smekkvísi tækni og kunn-
átta sem prýða Eastwood sem
leikara.
En þegar hann fær úr litlu að
moða verður útkoman ansi rýr.
Flestar seinni myndir hans hafa
verið gerðar eftir óskaplega
ómerkilegum handritum. Trúlega
er Firefox allra ómerkilegust
þeirra. Saga um aflóga flugmann
(Eastwood) sem sendur er í
hættuför að ræna nýrri tegúnd af
drápsflugvél inní miðjum Sovét-
ríkjunum er ákaflega fátækleg;
að vísu tekur eitt atriði við af öðru
á miklum hraða, en öll innri rök
eru í algjöru maski. Hvers vegna
persónurnar gera það sem þær
gera og eru það sem þær eru fær
enga úrlausn í handritinu. Þetta
er afskaplega innantómur hasar.
— ÁÞ.
Fegurðin í
fyrirrúmi
Háskólabíó:
Tess. Bresk/Frönsk Árgerð
1980. Handrit: Gerald Broch,
Roman Polanski og John Brown-
john, eftir samnefndri sögu
Thomas Hardy. Leikendur:
Nastassia Kinski, Peter Fieth,
Leigh Lawson, John Collin. Leik-
stjóri: Roman Polanski.
Tess er fyrst og fremst mynd
sem gleður augað. Þrátt fyrir
lengd (171 mínúta) leiðist áhorf-
andanum aldrei, því hver rammi
myndatökunnar, lýsing, búningar
og leiktjöld er sem sjálfstætt mál-
verk; einna helst hallast undir-
ritaður að því að Polanski hafi
stælt myndbyggingu og birtuáferð
rómantíska málverksins og nær
svipuðum áhrifum og Kubrick í
Barry Lyndon.
Myndin sem gerist á 19. öld,
segir frá stúlkukindinni Tess sem
sogast inni í hringrás ásta og
örlaga þegar kotbóndinn faðir
hennar kemst að því að forfeður
hans voru af hinni voldugu og
stoltu ætt d’Urbanville. Kvik-
myndin fylgir sögu Thomas
Hardy nokkuð náið og Polanski
nýtir lítið sem ekkert sérein-
kenni sín sem leikstjóra heldur
ljær verkinu fallegan og róman-
tískan myndramma sem þrátt fyr-
ir mikla fegurð virkar hálfgeíd-
ingslegur.
Þannig missir Polanski oft
marks; harðbýlt Iand og ein-
hæft strit sem Hardy notar mar-
kvisst til að lýsa fánýti mannlegs
lífs, verður í höndum hans sam-
spil lita og lýsingar eins og t.a.m.
rófuuppskeran að vetrarlagi. Þó
gerir Polanski táknrænar senur
svo áhorfandinn missir allt að því
andann: Jarðarber i munni ríð-
andi yfirstétt út úr þoku á veiðum,
blóð á kjólfaldi.
Leikurinn er einnig í
umræddum hálfdempaða tóni;
Kinsky („0“ og „Cat people“)
verður máttvana í hlutverki Tess
og gefur henni ekki þann styrk og
dýpt sem kvenpersóna bókarinn-
ar geislaf af og megnar hvergi að
undirstrika þjáningar hennar og
baráttu gegn félagslegu oki
Viktoríutímabilsins.
En augað gleðst.
im
Trigger má
vara sig
Tónabíó. Svarti folinn. Banda-
rísk. Árgerð 1980. Handrit: Mel-
issa Mathison, Jeanne Rosenberg
og William D. Wittliff, eftir sögu
Walter Farley. Kvikmyndataka:
Caleb Deschanel. Aðalhlutverk:
Kelly Reno, Teri Carr, Mickey
Rooney ofl. Leikstjóri: Caroll
Ballard.
Hér er komin enn ein þessara
vel gerðu krakkamynda frá
Bandaríkjunum sem streymt hafa
yfir álfurnar undanfarin misseri.
Við mikinn fögnuð áhorfenda,
ungra sem aldinna.
Sagan segir frá stráki og svört-
um fola. Þeir tveir eru einu far-
þegarnir sem bjargast þegar skip
ferst undan ströndum Afríku.
Lengi dveljast þeir á eyðieyju, þar
sem drengurinn vinnur traust og
vináttu hins villta fola. Svo er
þeim báðum bjargað. Heim-
komnir hefja þeir æfingar og
undirbúning undir miklar kapp-
reiðar, sem eru sýndar í lokin.
Getið hvernig fer.
Þetta er nokkuð skemmtileg
mynd. Strákurinn er góður,
sömuleiðis hesturinn og Mickey
Rooney. Helst mætti finna að ein-
hverskonar taugaveiklun, sem
gætir í klippingunni.
Kappreiðarnar í lokin eru verð-
ugt hámark. Það var einsog á
þrjúbíó í gamladaga. Undirritað-
ur var vísast jafnspenntur og ell-
efu ára gömul dóttir. Hún hefur
líklega meira vit á þessari mynd en
ég og læt ég hennar orð enda
þetta: „Þetta er skemmtilegasta
biómynd, sem ég hef séð á æv-
inni“. „Það voru svo fallegar
myndir, muniði þegar hesturinn
hljóp í sólarlaginu". „Hesturinn
var svo ofsalega vel vaxinn“.
— LÝO
Rokk án gleöi
Bíóhöllin:
Get Crazy. Bandarísk. Árgerð
1983. Leikstjóri: Allan Arkush.
Aðalleikarar: Malcolnt McDow-
ell, Anna Bjorn, Allen Goorwitz.
Voðalega eru þær þreyttar flest-
ar þessara rokk-grínmynda, sem
nú verða til í mjög auknum mæli.
(d: Sg. Pepper, You Can’t Stop the
Music.) Ekki nóg með að þær séu
sláandi líkar í uppbyggingu og út-
liti, heldur byggjast þær allar á
sömu formúlunni: að blanda sam-
an nokkrum stjörnum úr rokk- og
kvikmyndaheiminum, og einfald-
lega sýna þær.
Aðstandendum Get Crazy hef-
ur ekki tekist að ná í nein verulega
stór nöfn, nema Malcolm Mc-
Dowell og Lou Reed — og þar
með er fúttið farið, því söguþráð-
urinn og útfærslan á honum er
kvikmyndalegt rugl.
Anna Björnsdóttir er þarna í
meðalstóru aukahlutverki og
stendur fyrir sínu. Hún var hins
vegar ennþá betri í annarri
söngva- og gleðimynd sem hét
Með allt á hreinu.
Það er heldur engin spurning:
Ágúst Guðmundsson og Stuð-
menn gætu kennt aðstandendum
Get Crazy ýmislegt um það hvern-
ig kvikmynda á rokk og gleði.
— GA