Helgarpósturinn - 22.09.1983, Síða 10
10
Fimmtudagur 22. september 1983
Helgai-----
pósturinn
Frumskógur og tölvur
King Sunny Adé & His
African Beats
Eitt vinsælasta tónlistarform
sem fyrirfinnst í Nígeríu í dag er
svokölluð JuJu tónlist. Hægt er
að rekja sögu þessarar tónlistar
allt aftur til þriðja áratugarins, en
núverandi mynd fór þó ekki að
koma á hana fyrr en á sjötta ára-
tugnum og þá t.d. með tilkomu
raf magnsgítarsins.
JuJu tónlistin er upprunin hjá
Yoruba mönnum, sem munu vera
stærsti ættflokkur Nígeríu. Þrátt
fyrir að með tímanum hafi tónlist
þessi breyst í þá átt að hún félli
fjöldanum í geð, hefur hún aldrei
glatað uppruna sínum. Rætur
hennar eru köll og svör milli tal-
tromma (talking drums) og
söngvara. Það sem við Vestur-
landabúar skiljum þó líklega fyrst
er gítarleikurinn, en tal-trommu-
leikurinn er okkur frekar fram-
andi.
Á síðasta ári munu hafa selst
um það bil 12 milljónir JuJu
platna í Nígeríu. Skærasta stjarna
JuJu tónlistarinnar er án efa King
Sunny Adé, en hann hefur sér til
aðstoðar 17 manna lið söngvara
og hljóðfæraleikara. Raunar eru
vinsældir Sunny Adé með ólík-
indum, því flest laga hans, sem
gefin hafa verið út á litlum plöt-
um, hafa farið í fyrsta sæti vin-
sældarlista Nígeríu og engin af
stóru plötunum hans hefur selst í
undir 200.000 eintökum. Það sem
er kannski öllu merkilegra er það
að hann hefur sent frá sér nærri
40 stórar plötur á síðastliðnum 10
árum, eða svo.
Ef reggae tónlist er undanskil-
in, hefur lítið farið fyrir þriðja
heims tónlist á vinsældarlistum
Vesturlanda til þessa. Að vísu var
hljómsveitin Osibisa nokkuð vin-
sæl fyrir rúmum áratug en þar
með má eiginlega ljúka upptaln-
ingunni. Rokktónlistarmenn vest-
urlanda hafa þó orðið fyrir áhrif-
um frá tónlist ýmissa þjóða, svo
sem Indverja, Kínverja, Araba,
Afríkuþjóða og fleiri. Þeir hafa
þá oft reynt að koma þessum á-
hrifum fyrir í tónlist sinni og þó
að árangur af því hafi oft verið
skemmtilegur, þá hefur nú oftar
verið um misheppnaðar tilraunir
að ræða.
Hljómplötufyrirtækið Island,
eftir Gunnlaug Sigfusson
sem hefur gefið út margar af
bestu reggae plötum sem út hafa
komið, gerði í fyrra samning við
í Swtny.Adé rmd AfpcQnBfaU
King Sunny Adé og í fyrsta sinn
eru nú plötur hans fáanlegar á
Vesturlöndum. Þá kom út platan
JuJu Music, sem vakti óskipta at-
hygli gagnrýnenda og annarra
sem vit þóttust hafa á, en ekki
varð nú plata þessi þaulsetin á vin-
sældarlistunum. JuJu Music var
tekin upp í Afríku en hljóðblönd-
uð í Englandi og gerði Sunny Adé
þá í fyrsta skipti tilraun með svo-
kallað „dub“ sem raunar er nú til
komið úr reggae tónlist.
Ný plata, Synchro System, hef-
ur nú litið dagsins ljós en tónlistin
er öll að þessu sinni tekin upp í
Englandi. Það kemur þó ekki í
veg fyrir að tónlistin er enn mjög
svipuð því sem hún var á JuJu
Music en þó mundi ég ætla að hún
væri öllu léttari og það sem ég
kannski sakna helst er að sóló fá
að þessu sinni minna pláss. Þó að
meðlimir hljómsveitarinnar
Sunny Adé, sem nefnd er African
Beats, séu að minnsta kosti 17 að
tölu, verður maður þess eiginlega
aldrei var. Hljóðfæraleikurinn er
fínlegur og aldrei ofhlaðinn. Gít-
arinn virkar allt að þvi eins og á-
sláttarhljóðfæri og þegar maður
hefur vanist tónlistinni er gaman
að heyra hvernig tal-trommurnar
herma eftir söngnum. Sem söngv-
ari minnir Sunny Adé svolítið á
ýmsa söngvara eyja Karabíska
hafsins, hlýr en ekki sérlega
átakamikill.
JuJu tónlist er vinsæl danstón-.
list í Nígeríu en ekki er ég viss um
að hún eigi upp á pallborðið hjá
diskóliðinu á Vesturlöndum. Tón-
list þessi á þrátt fyrir það svo
sannarlega erindi á markað i þess-
um löndum og er gott til þess að
vita að enn skuli vera til hljóm-
plötufyrirtæki sem vilja gefa út
eitthvað annað en formúlutónlist
til að selja fjöldanum.
Yazoo — You And Me
Both
Það verður varla sagt að mikið
hafi verið gefið út af virkilega
góðum plötum það sem af er
þessu ári og má verða mikil breyt-
ing, á næstu mánuðum, ef þetta
ár á ekki að verða það lélegasta í
þeim efnum í langan tíma. Það
sem er þó öllu verra er að það
virðist vera banabiti flestra hljóm-
sveita að gefa út góðar plötur nú
til dags. Hljómsveitirnar Under-
tones, Fun Boy Three og Soft Cell
hafa allar sent frá sér góðar plötur
á árinu, en nú hefur frést að sveitir
þessar heyri allar fortíðinni til.
Dúettinn Yazoo sendi frá sér
eina allra vinsælustu plötu síðasta
árs en þegar þau höfðu lokið upp-
tökum á nýrri plötu nú í sumar,
var tilkynnt að þau hefðu slitið
samstarfi. Vincent Clarke gat
ekki hugsað sér að leika opinber-
lega fyrir fólk, þver öfugt við
Moyet, sem blátt áfram elskar að
sjá framan í aðdáendur sína í stað
þess að syngja fyrir þá í gegnum
stereo tækin heima í stofu. Leiðir
hlutu því að skiljast, því miður.
En eftir þau liggja tvær fyrirtaks
plötur, því nýja platan er jafnvel
enn betri en sú fyrri. Hljóðfæra-
leikurinn hjá Clarke er þó ekki
ýkja frábrugðin því sem hann var
á fyrri plötunni, þó ég sé nú ekki
frá því að hann sé heldur hnitmið-
aðri. Styrkurinn felst í því að í
heildina eru lögin mun betri og út-
koman verður jafnari plata. Það
eru að vísu engin lög á henni sem
eru jafn grípandi og Don’t Go og
Only You voru, en nýju lögin
vinna öll mjög vel á eftir því sem
oftar er hlustað á þau. Lagasmíð-
unum er nú svo til jafnt skipt milli
þeirra Clarke og Moyet, þó hún
hafi vinninginn nú, en hann átti jú
fleiri lög á fyrri plötunni og sum
þeirra voru ekki nógu góð. Það
kemur í ljós að Moyet er engu
síðri lagasmiður en Clarke en hún
er auk þess alveg frábær söng-
kona og að mínu mati ein sú besta
sem starfandi er í dag. Röddin
sterk og raddsviðið nokkuð mik-
ið.
Ég er viss um að Moyet á eftir
að láta töluvert að sér kveða í
framtíðinni og svo er nú einnig
um Clarke, ég tala nú ekki um ef
hann verður sér út um annan eins
söngkraft og hann fann í Moyet.
Það er því kannski óþarfi að gráta
endalok Yazoo, því hver er komin
til með að segja að þau hefðu
saman getað gert betur en þau
hafa þegar gert, því staðreyndin er
nú sú að tæpast hafa verið gefnar
út betri tölvupopp þlötur en þess-
ar tvær.
Leiðrétting
Mér varð það á í umsögn minni
um tónleikana Við krefjumst
framtíðar að segja að Christine
Cassel hefði komið fram og sung-
ið langt og heldur leiðinlegt lag á
undan hljómsveitinni Crass. Þetta
er náttúrlega alls ekki rétt, því hið
rétta er að hún var einn af þremur
gestum sem talaði til áheyrenda
áður en Tolli kom fram. Sú sem ég
átti við í greininni kallar sig víst
Annie Anxiety (eða eitthvað því
um líkt). Þessi misskilningur er til.
kominn vegna rangra upplýsinga
sem ég fékk frá einum af aðstand-
endum tónleikanna (hann hefur
líklega ekki áttað sig á því um
hvað ég var að spyrja). Hafi ein-
hver firrst við vegna þessa, bið ég
þann hinn sama mikillega afsök-
unar.
íslands óhamingju verð-
ur ekki allt að vopni.
Svona bjartsýni getur
skotið upp kollinum mitt í
dapurlegum fréttum af
vesaldómi íslenskra ráða-
manna í skiptum við erlend
risafyrirtæki og áformum
um að gera heilbirgðis-
þjónustu á íslandi að fé-
þúfu handa bröskurum.
Hún gerir það m.a. þegar
gunnreifur söngvari á
glæsilegri uppleið heldur
tónleika.
Kristinn Sigmundsson
gerði það nú síðast á laug-
ardaginn var í Austur-
bæjarbíói. Þar söng hann
óperuaríur eftir Wagner,
Mozart og Verdi, gamal-
kunn ljóðalög eftir Schu-
bert og gamansöm ljóða-
lög eftir Arnold Schönberg
og Charles Ives fyrir utan
mörg aukalög.
Það er naumast hægt að
hæla einu öðru fremur á
þessari söngskrá Kristins.
Honum virðast allir vegir
færir. Dæmi þess voru
Atlas eftir Schubert,
Trúarjátning Jagos eftir
Verdi, söngurinn um kær-
ustuna, köttinn og skall-
ann eftir Schönberg og
Sirkusinn eftir Ives.
Þetta fyllir mann einnig
þeirri vissu, að Kristinn
eigi enn eftir að eflast að
miklum mun í söngnámi
sínu. Og þá mega nú ýmsir
fara að líta upp.
Jónas Ingimundarson
var traustur og lipur sam-
starfsmaður við píanóið,
en of fáir munu gera sér
Ijóst, hversu veigamikið
hlutverk undirleikarans er.
Tökum sem dæmi Kvöld-
stjörnuna eftir Wagner.
Ef að einhverju ætti að
finna, væri það helst, að
Kristni hefur enn ekki
auðnast nógu vel að leggja
sér til þá ofurerfiðu list,
sem kallast sviðsfram-
koma og er ýmist áunnin
eða meðfædd. Staða hans
verður því stundum dálítið
vandræðaleg, en við flutn-
ing sumra laga sýnir hann
það þó af sér, að honum er
þetta vél fært. Og í þetta
skipti jókst honum ás-
megin að þessu leyti eftir
því sem á leið.
Eins og áður sagði fyllist
maður blátt áfram bjart-
sýni við að hlýða á lista-
mann í slíkum gæðaflokki.
Og það er svosem ekki í
fyrsta sinn sem snilldar-
menn í ýmsum listgreinum
halda við því þjóðarstolti,
sem misvitrir leiðtogar
ergjast við að glutra niður.
Ef ráðamenn, og raunar
allir Iaunamenn líka,
stæðu eins vel í fæturna og
okkar góðu listamenn, þá
þyrftum við ekki að vera
með neinn grátstaf í kverk-
unum. Og það væri meiri
þjóðarheill að búa vel í
haginn fyrir þá, heldur en
einhver braskaragrey, sem
finnst þeir ekki fá notið
sinna sérstöku hæfileika
hér heima (sbr. t.d. Reykja-
víkurbréf Morgunblaðsins
s.l. sunnudag).
Kristinn og Jónas — maður fyllist blátt áfram bjartsýni
við að hlýða á listamann í slíkum gæðaflokki, segir Árni
m.a. í umsögn sinni.
Gunnreifur
eftlr Árna Björnsson
söngur
Það kemur oft fyrir, að
maður finnur til með söng-
vara og er sem á glóðum,
hvort honum takist að skila
örðugu verkefni frambæri-
lega. En þessa gætir ekki,
þegar Kristinn á í hlut. Það
er rétt eins og erfiðustu
söngvar renni átakalítið
upp úr honum. Röddin er
aldrei mjóslegin eða læðist
með jörðu, heldur fyllir sí-
fellt allt munnholið, hvort
sem hann syngur sterkt eða
veikt, svo að allt kemst til
skila. Hinn veikari söngur
stendur þó enn til bóta hjá
honum. En hlustandinn er
þess líka alltaf fullviss, að
hann eigi nógan varaforða.
Og þessvegna hefur hann
efni á að gefa meira en
raddgæðin ein.
Astir og spenna og
þjóðlegur fróðleikur
Hörpuútgáfan slær á marga
strengi á þessu hausti. Bækur ársins
eru tólf og kennir þar margra grasa.
Þess bera menn sár heitir ný ást-
ar- og örlagasaga eftir Ragnar Þor-
steinsson og segir þar frá tveimur
piltum sem alast upp við gjörólíkar
aðstæður. Annar fátækur, hinn rík-
ur. Eru þeir kannski bræður? Þetta
er eina íslenska skáldsaga útgáf-
unnar í ár, en aðrar íslenskar bækur
teljast til þjóðlegs fróðleiks.
Þar skal getið sjöunda bindis
Borgfirskrar blöndu, sem Bragi
Þórðarson hefur safnað, síðara
bindisins af „Hver einn bær á sína
sögu“ þar sem saga Ljárskóga í
Dölum er sögð, þriðja bindis Leift-
urs frá liðnum árum, sem sr. Jón
Kr. ísfeld hefur safnað og loks „Frá
heimabyggö og hernámsárum",
sem eru frásöguþættir eftir Óskar
Þórðarson frá Haga í Skorradal.
Þar segir höfundur frá sérstæðum
atburðum, sem hann hefur upplif-
að, eins og rjúpnaveiðum og slark-
sömum ferðalögum. Þá hefur Gils
Guðmundsson ritað Sögu Hf.
Skallagrims 50 ára, en saga félags-
ins er stór þáttur í sögu samgangna
á Faxaflóa frá upphafi.
Erlendar bækur eru að venju
nokkrar og þar ber hæst spennu- og
ástarsögur. En fyrst skal þó nefna
erlenda bók, sem kemur okkur ís-
lendingum beint við. Það er ís-
landsferA sumarið 1857 eftir Svíann
Nils Olson Gadde. Höfundur lýsir
mannlífi á íslandi og kjörum þjóð-
arinnar, auk þess sem honum verð-
ur tíðrætt um náttúru landsins.
Umsjón með útgáfu bókarinnar
hefur Þorvaldur Bragason land-
fræðingur, en Gissur O. Erlingsson
þýddi hana á íslensku.
Af spennusögum skal fyrsta
nefna Njósnahringinn eftir banda-
ríska rithöfundinn Duncan Kyle og
segir þar frá baráttu blaðamanns
nokkurs við KGB og CIA. Önnur
spennusagan er eftir gamlan kunn-
ingja, Asbjörn Öksendal frá Nor-
egi. Hún heitir Fallhlífasveitin og
fjallar um baráttu skæruliðasveita
við nasista í Noregi hernumdum.
Loks eru það svo ástarsögurnar.
Þær eru þrjár. Hamingjuleiðin er
skrifuð af ensku skáldkonunni
Nettu Muskett. Ég veit þú lifir er
áttunda bókin í flokknum rauðu
ástarsögurnar. Hana hefur ritað
Erling Poulsen. Bodil Fosberg svík-
ur ekki aðdáendur sína, því að á
þessu ári kemur út fimmtánda bók-
in eftir hana á íslensku. Sú heitir
Ást og launráð. Þar silgrar ástin
alltaf að lokum, hversu tvísýnt sem
útlitið kann að vera um tíma.