Helgarpósturinn - 22.09.1983, Page 12

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Page 12
12 Fimmtudagur 22. september 1983 Jpasturinn ftelgarpóötöbtbtalíb 'g man fyrst eftir mér í borg, alveg í þéttbýlinu, við Njálsgötu. En flyt snemma í hverfi í byggingu: Vesturbærinn í Reykjavík. Melarnir. Þá var þar ennþá smávegis landbúnaður. Ég man eft- ir húsdýrum. Svo voru Ameríkanar og vöru- skemmur þar sem nú er Vesturbæjarsund- laug. Þetta var dálítið ævintýralegt á sinn hátt. Ég fer í Landakotsskóla, ég er frá kaþólsku heimili. Á vissan hátt dálítið skrýtið á morgn- ana að sækja á móti straumnum, alltaf að mæta liðinu sem gekk í hverfisskólann; mað- ur var alltaf að fara í gagnstæða átt. Þótt mér þætti það ekki þvingandi á þessum árum, þá er víst að Landakotsskóli þætti strangur núna. Maður fékk gott veganesti. Þarna var íslenskukennari sem var má segja alveg sögu- frægur, fröken Guðrún Jónsdóttir, alltaf köll- uð Fröken Guðrún. Þetta var forneskjukona að því leyti að manni fannst hún tala nánast gullaldarmál, vafalaust hefur hún og gert það. Ákaflega gott og vandað mál, „pottþétt“. Og innrætti virðingu fyrir tungunni. Mjög ná- kvæm. Við lærðum hjá henni stífa málfræði. Svo stífa að ég hafði lítið að gera í málfræði í gagnfræðaskóla; búinn að fara yfir þetta. Ég held ég hafi ákaflega litlu bætt við mig í ís- lensku máli síðan. jf *röken Guðrún Jóns- dóttir kenndi líka ís- landssögu. Það var engin bók. Hún sagði sögu, talaði við okkur og vildi að við segðum söguna líka. Ég held það sé dýrmætt að kynnast svona flytjanda. Hún var kjarnyrtur fræðaþulur ekkert tafs eða hik. Flestir aðrir kennarar skólans voru erlendir og fluttu með sér andblæ meginlandsins. Annað hafði ekki síður áhrif á mig í þessum skóla: Náttúrugripasafn í skápum, fullkomn- ara en í nokkrum skóla sem ég hef gengið í eða kennt í sjálfur síðan. Má segja að það hafi ver- ið raunvísindasafn, ýmis tæki til tilrauna í eðl- isfræði og uppstoppaðir hlutir og hinir og þessir náttúrugripir. ' kki má gleyma að- alnúmerinu: Sig- urði Pálssyni Ijóð- skáldi. Nefnilega svo skrýtið þegar maður flettir þessu núna hvað hann ber af. Maður áttaði sig ekki á því þá, að hann var með fínni tilfinningu, meiri dýpt en hinir. Hjá flestum var þetta náttúrlega bara froða og eftírhermu- list. Það var erfiðara fyrir sveitapiltinn Sigurð að gera skekkjur og vera smekklaus, hann var strax nokkuð þroskaður. Hann hafði komið í Hagaskólann þegar ég var þar í bekk með Ágústi og Pétri, einsog eitthvert exemplar úr Afriku, svertingi sem hefur staðið sig vel, feikilega skarpur en aldrei verið í venjulegum skóla og lítið umgengist hvíta menn, að því er virtist. Menn léku sér að honum, hengdu hann uppá snaga. Hann lék dálítinn trúð öll sín. menntaskólaár. Merkilegur og indæll maður. Þegar þetta var birti ég reglulega í menntaskólablöðum. Fékk góðar viðtökur, og skáldagrillur espuðust. Megas hafði áhrif á mig. Hann var eins og ég hrifinn af James Joyce og birti smásögur, flippaðar einsog sagt er núna. Ég fór að stæla þetta. Ulysses fannst mér álltaf hálfgerð galdraskræða uppi í hillu hjá pabba. Ég var að fletta þessu og hlæja að því, en sá samt að höfundurinn hafði komist upp með að láta allt vaða. Þó var Joyce mjög agaður, með mikinn bakgrunn. Þetta hafði þau áhrif á mig að ég gerði mikil experiment á ritvellinum. Sumt hæpið. Fékk þó einusinni verðlaun fyrir slíka sögu. En á þessum tíma togaðist á í mér myndlist og ritmennska. Og f skólanum tók ég út mína refsingu í einkunna- gjöf. Og samviskan beit; ég kom illa undirbú- inn í skólann. Þessvegna vildi ég fá mitt frelsi ög vera utanskóla. Ef menn ætla að einbeita sér að skriftum er útilokað að eiga að mæta einhversstaðar eldsnemma á morgnana, sitja undir svívirðilegum fyrirlestrum og fást við fáfengileg verkefni. Úr þessu varð togstreita og vinnubrögðin ómarkviss. En ég eignaðist þarna vissan bóhemakunningjahóp og þaö skapaðist nihilismi, að láta sér á sáma standa um ýmislegt. Messusókn hrakaði og ég hætti að tala latínu. : .. \ V [innudagur byrjaði óvenjulega: Ég tal- aði latínu á morgn- ana. Við vorum yfirleitt tveir kórdrengir, eða aðstoðarmenn við morgunmessu í Krists- kirkju, fáir aðrir viðstaddir. Guðsþjónusta er reyndar allt önnur-tilfinning hjá okkur en mótmælendum. Söfnuðurinn er ekki aðalat- riðið, heldur kraftaverkið, hver einasti ka- þólskur prestur messar einu sinni á dag, hvort sem einhver er viðstaddur eða ekki. Hann framkvæmir þarna helgisiðaathöfn, breytir brauði og víni í blóð og hold, endurnýjar dauðdaga Krists sem er undankomuleið okk- ar. Þetta er að gerast hverja sekúndu um allan heim. Vegna þessa kom maður með sérstæða hleðslu í skólann. Kannski fór ég í gegnum visst leikhús á hverjum morgni, inní ákveðið ritúal. Vafalaust hefur þetta haft sterk áhrif á mig, og örugglega „andfélagsleg" að því Ieyti að ég varð pínulítið sérlundaður. Allt um það, þegar ég kem í gagnfræðaskóla er ég allvel bú- inn undir nám, en fer að slaka á. Listgreinar og Sigurður Pálsson afburðaskáld hengdur á snaga En eftir þetta rakst ég illa í skóla. Þegar rit- úalið var ekki lengur með varð skólagangan gloppótt. Ég tók þrjú menntaskólaár utan- skóla og var lengi að því; var á eftir áætlun. Ég tók stúdentspróf utanskóla. Það hefði e.t.v. verið eðlilegra að fara í skóla með sama sniði og Landakotsskóli, með vissum aga og dýpt í námi. Ég var undir það búinn. Óneitanlega fannst mér þetta renna útí flatneskju þarna í opinbera kerfinu. Þegar ég er kominn gegnum landspróf, byrja í menntaskóla, Ieiðist mikið og er í því að stunda þetta sem minnst, þá fer ég í auknum mæli að skrifa og teikna, vildi skipta um skóla og fara í Handíða- og mynd- listaskólann. Byrjaði reyndar á námskeiði þar hálfan vetur. Ég orti bæði ljóð og skrifaði smásögur. Sumar þeirra voru kannski nokkuð eðlilegar. Ég er í þessum ritsmíðasöfnum sem menntaskólaklíkan gaf út á þessum ár- um. SkrýtA að sjá eitt sem ég á og heitir Menntaskólaljóð. Þar eru þeir saman Ágúst Guðmundsson, Hrafn Gunnlaugsson, Vil- mundur Gylfason, Pétur Gunnarsson, TraustL Valsson arkitekt, Jón Sigurðsson skólastjóri Samvinnuskólans, Ingólfur Margeirsson, Þórarinn Eldjárn og fleiri. Halldór Laxness skrifaði formála. Þarna á ég ljóð. Og ég myndskreytti líka þessa bók. Ingólfur Mar- geirsson teiknaði kápuna. Átta millimetra sjálfsmorð og fleira Stuttu eftir að ég kom i menntaskóla keypti ég mér kvikmyndavél, átta millimetra lítinn grip, og á næstu árum fór mikið af mínum peningum í filmukaup. Þeim var splæst á ó- líkustu hluti: kunningjana, grös, grjót, ljós- fyrirbrigði og hitt og þetta. Notað til að skoða sitt umhverfi. Ég nennti nú sjaldnast að klippa mikið, þótt ég ætti tæki til þess. Fáir skólafélaganna fengust við þetta, helst Þor- steinn Jónsson og Ágúst Guðmundsson. Gústa langaði að gera kvikmynd. Hann var fákunnandi í þessum efnum og leitaði til mín um tæknilega ráðgjöf. Á endanum varð ég myndatökumaður í fyrstu kvikmynd hans, „Innhýsingum". Hann var skipulagður. Ég samdi ekki handrit, fór bara út og tók útí loft- ið, náttúrumyndir og allt í bland. Lét menn spinna eitthvert atriði, svo voru alltíeinu kríur í næsta skoti. Gústi hafði séð hjá mér áður nokkrar örstuttar myndir, með upphafi, endi, textaplötum og fíniríi, þöglar myndir. Kunn- ingjarnir léku. Mest voru þetta ólíkinda brandarar. Sást samt í sumum að menn voru aðeins byrjaðir að hugsa. Kvikmyndaklúbbur Menntaskólans var að fæðast. „Innhýsingar“ er kynngimögnuð ræma, partí með sjálfsmorði og öllu. Þrælsym- bólskt. Við vönduðum okkur mest held ég við titiltextana. En Ágúst var ekkert ánægður með mynd- ina. Og ég held að leikararnir hafi aldrei séð hana. Mér vitanlega hefur hún aldrei verið sýnd. „Innhýsingar": fólk inni í húsi. Sjálfur var ég óvinsæll leikstjóri; stressaður að fylgj- ast með filmunni, ljósöpinu og leikurunum. En ég gerði tvær slöttungslangar myndir fyrir skólafélögin. Báðar voru sýndar opinberlega önnur á jólagleði í Hásk'ólabíói. Mig langaði að fara út í nám í kvikmyndagerð. Þarna fann ég minn farveg í að sameina myndlist og rit- list. Kvikmyndafræði, Jónas Hallgrímsson og íslandi bjargað Svo ég innritaðist í kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla, ætlaði að fá kjöl- festu. Það gekk hinsvegar ekki upp. Þarna voru svo skemmtilegir Islendingar... óreglu- samir reyndar... og það gleypti. Og hefur gleypt marga. Frá upphafi vega hefur ótrúlega hátt hlutfall íslenskra námsmanna í Kaup- öllú iðnari nemandi, Viðar Víkingsson. Við fengum ókeypis miða. Gósenland ef maður hefur áhuga. Þarna er farið yfir kvikmynda- söguna, sýndir höfundar og tímabil. Ein serí- an var sérstaklega forvitnileg fyrir mig, af því ég hafði tekið allar mínar myndir sjálfur, hún var um myndatökumenn. Þá sá ég nýtt sam- hengi í myndum: hvað myndatökumenn móta þetta mikið. Sami myndatökumaður en marg- ir mismunandi Ieikstjórar, og myndirnar bera allar sama blæ. í skólanum var úrvalsgott bóka- og tímaritasafn, mjög aðgengilegt og var byrjað á að kenna okkur að nota það. Þar var ég oft. Líka sá ég ókjör af myndum í Kvik- mannahöfn flosnað upp frá námi. Þeir koma úr sínum torfkofum inná steinlögð stræti og hallir, og eru um stund í álfheimum, sturlast. e 'g umgekkst mjög mikið íslendinga þarna, bjó nálægt þeirra félagsheimili og fór inn í þeirra félags- líf. Þegar ég kom þarna 1970 var Víetnam enn logandi og stúdentar óþekkir. Fólkið fór sínu fram, m.a. í skólanum. En ég féll aldrei inní þann rytma. Hætti að sækja tíma, rétt leit inn stöku sinnum. En sótti því meir sýningar á Kvikmyndasafninu. Samtímis mér var þarna ®cxtt: föjaltí ^ögnbaltisíáon j

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.