Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 13
\ K
hielgai------
.posturinn,
Fimmtudagur 22. september 1983
13
Hlpnírtt: Stttotjátt ^lrngttmööon
(ÉHafur Corfaöon
myndasafninu, en það varð minna úr því að ég
stundaði þarna fyrirlestra. Enda hafði ég
meiri áhuga á praxis. Ég byrjaði að gera eina
mynd sem átti að heita Jónas Hallgrímsson.
Vonandi klára ég einhverntíma þá mynd, því
byrjunin var skemmtileg. Hún var tekin á
frumstæðan hátt, en með tali, leikararnir voru
m.a. íbúar í Kristjaníu. Af ýmsum ástæðum
hefur vinna við gerð þessarar myndar legið
niðri í 10 ár.
Það sem ég hafði áhuga á að koma þarna
að um Jónas var náttúrufræðingurinn. Hann
er mjög fær raunvísindamaður, á fyrstu hug-
myndina að koma hér upp náttúrugripasafni,
safnar og gerir skýrslur. Hann skynjar okkar
land sterkar en flestir á hans tíma og hefur
ríka tilfinningu fyrir sögu landsins, þjóðsið-
um og fegurð. En úti í Danmörku er hann allt
annar maður, lífslistamaðurinn, með -ótal
tækifæri til að láta spilla sér. Að einhverju
leyti fannst mér þetta endurspegla sjálfan
mig. Um tíma fannst mér þetta svo yfirþyrm-
andi, að ég skrapp heim til íslands til að ná
áttum. Eftir því sem ég var lengur úti,sá ég bet-
ur það sem mér þótti hrátt hér heima. Komi ég
afturámóti til Kaupmannahafnar núna finnst
mér pínulítið einsog ég sé að koma heim til
mín. Þó vil ég ekki búa þar..!‘
— Af hverju ekki?
„Það er of auðvelt að brenna sig á borgum.
Ég held að íslendingar almennt átti sig ekki á
því hvað Kaupmannahöfn hefur verið mikil
skiptistöð. Mjög margir hafa millilent þar ein-
hverntíma ævinnar. Þegar ég var þarna úti
moraði allt í skáldum, í næstu götum við mig
bjuggu m.a. Magnea Matthíasdóttir, Ólafur
Haukur Símonarson, Kristinn Einarsson,
ljóðskáld og jarðfræðingur. Við stofnuðum
SÚR: Samband ungra rithöfunda. Við sátum
á skuggalegum krám. Ófært að stofna þetta í
heimahúsum. Þarna var líka Úlfur Hjörvar.
Svo það má sjá hverskonar lið þetta hefur ver-
ið! En það var samt alvara í þessu. Menn voru
pínulitlir maóistar: Leyfa þúsund blómum að
blómstra. Við sáum fyrir okkur blómatíma
skáldskaparins. Sem þvi miður hefur ekki
ræst.
fenn höfðu mikl-
ar áhyggjur af
því að ísland
væri að fara til an'dskotans og því þyrfti að
bjarga og helst strax; stofna einhver samtök
og gera eitthvað í málunum þegar heim kæmi
og hafa áhrif. Við sendum dreifibréf í ýmsar
áttir og fengum svör. Síðan átti að fara að
starfa að einhverri útgáfu hér. Sem svo rann
útí sandinn. En ég veit ekki til að samtökun-
um hafi verið slitið ennþá.
Stykkishólmur og
dýpt mannlífsins ,
Þegar ég svo loksins kom heim eftir 4 ára
hangs í Danmörku langaði mig í fjölmiðla-
vinnu. Ég hafði líka kynnt mér útvarp og
sjónvarp. En það var sama sagan, þrekið var
ekki nægilegt til að ljúka sjálfstæðum Verk-
efnum. Menningarsjóður vildi ekki styrkja
handritin sem ég lagði fram í umsóknum um
kvikmyndastyrk, sjónvarpið hafði ekki bol-
magn til að leyfa mér að gera handrit eftir sög-
um Steinars Sigurjónssonar, Jón Þórarinsson
vildi fá mig til að reyna að gera handrit eftir
smásögum trúbróður míns Halldórs Laxness,
en mér fannst þær ekki efnilegar til þess. Eng-
ir bókaútgefendur treystust til að gefa út
skáldsögu mína „Friðmælgi“. Ég hélt eina
málverkasýningu í Reykjavík 1975 og starfaði
með trúbróður mínum Gunnari Eyjólfssyni
að samningu kvikmyndahandrits. Ekki gekk
sú krossgáta upp, en víð stefnum að stórvirki
fyrir aldamót, það er geysispennandi verkefni
sem marka á tímamót í andlegu lífi þjóðarinn-
ar.
En ég var kunnugur Vesturlandi. Stykkis-
hólmi. Við Signý sáum auglýsta kennarastöðu
þar. Og slógum til. Okkur langaði að kynnast
dreifbýlislífinu einn vetur. Það urðu sjö ár.
Mér finnst ég hafa verið alinn upp í Stykkis-
hólmi og verið heppinn með uppeldisstöð.
Menn spurðu oft: „Hvað ertu að hanga í
svona litlum stað, viltu ekki vera í menning-
unni?“ — Ég sagði þá stundum: „Það er ekki
hægt að alast upp á mörgum stöðum; maður
verður að alast upp á einum stað“ — Þegar ég
kom vestur var ég troðfullur af fölsku sjálfs-
öryggi, fordómafullur, illa upplýstur og
skynjaði fá tilbrigði mannlífsins. Ég held að
ekki fáist ráðrúm til að skynja almennilega lit-
brigðin fyrr en í hæfilegu dreifbýli. Með því
skilyrði að dvelja ekki skemur en tvö ár. Á
þessum sjö árum sem ég var þarna háði ég að
verða heimamaður. Það er t.d. mikil lífs-
reynsla að sjá krakkana frá því þau eru peð í
hópnum þar til þau komast á fullorðinsár.
Skemmtilegust er forréttindastaða kennar-
ans á svona litlum stað eins og Stykkishólmi.
Þar er lítill flutningur á fólki og fáir aðkomu-
menn. Þarna við Breiðafjörð er sama fólkið,
sömu ættirnar öldum saman. Maður fer að
sjá persónueinkenni og líffræðileg einkenni,
þekkja augu, eyru, höku og skaplyndi, hvern-
ig það blandast frá þessum og þessum afa.
Það var algjör nýjung að uppgötva svona
hluti og fá þannig samhengi í tilveruna“.
— Varstu allt í öllu?
„Það má segja það. Ég lagði kapp á að ná
jarðsambandi við sveitafólkið og kynnast sjó-
mannsbragnum. Þótt ég sé enginn sjómaður
og legði mig ekkert sérstaklega eftir sjó-
mennskunni þá var þetta mikils virði. Og að fá
að fara í þessar eyjar sem eru komnar í eyði.
Umhverfið er fallegt og árstíðamunur glögg-
ur. Sumarið hreinlega hellist yfir. Það er kom-
inn fugl og allir éta egg. Og nú er þessi fugl
kominn, menn segja þetta hver öðrum eins
og fréttir eru sagðar í útvarpi. Það fer ekkert
framhjá manni. Fiskurinn kominn. Gráslepp-
an komin. Og menn fara á sjóinn.
stuttu máli þá kynnt-
ist ég þarna mörgu á-
kaflega góðu fólki
með dýpt og hefð. Þessa hefð fer maður að’
meta með aldrinum. T.d. hefð í listum. Dæmi
um hana í skáldskap er Sigurður Pálsson, ég
held honum sé eins erfitt að gera ósmekklega
hluti í skáldskap og ítölum í myndlist. Það
bara stríðir á móti náttúrulögmálinu. Hreint
út sagt fannst mér ég vera tekinn í manna tölu
í Stykkishólmi.
Dreifbýlismenn eru sagðir lifa mest á hvik-
sögum. Én þeir hafa eitt framyfir borgarbú-
ann: þeir mega hafa rangt fyrir sér! Sinnist þér
við Reykvíking er hægurinn að slíta öllum
tengslum. Dreifbýlismanninum hinsvegar
mætirðu bara daginn eftir. Mér leyfðist í
Stykkishólmi að stunda mína sérvisku, að
mála og teikna, sem ég á hvað erfiðast með að
vera án. Og ég hélt sýningar. Stykkishólmsár-
in voru góður tími“.
Kurteisir norðanmenn og
innfluttar eftirhermur
— Hvað dró ykkur svo til Akureyrar?
„Staða leikhússtjóra var auglýst og Signý
var ráðin til tveggja ára. Þá neyddist ég til að
leita mér að starfi. Skrifaði held ég öllum.
Enginn æmti né skræmti. Nema Bókaforlag
Odds Björnssonar og Jónas Jónasson. BOB
gefur út mánaðarritið Heima er bezt. Þar er
ég umsjónarmaður. Það er sagt sveitalegasta
blaðið. Efnið kemur frá innstu rótum einsog
hjá Singer. Þetta blað er þjóðlegt, fróðlegt og
heimilislegt, heldur gildi sínu. Ég er á því að
maður verði að vera talsvert gamaldags.
1
fónas Jonasson svar-
aði líka. Ég var með
hugmynd um út-
varpsefni sem reyndist nothæft. Var úthlutað
45 mínútum vikulega. í þeim þætti mátti
kenna kennarann. Énda hafði ég þurft að
grufla sem kennari, ósáttur við skólakerfið.
Sem ég er enn...“
— Á hvern hátt?
„Ég Ienti fljótt uppá kant við það. Varð ut-
anskóla og sat þar lítið, með hangandi haus.
Mér hefur alltaf fundist það stöðva frjálsa
hugsun. Mjög alvarlegt hvað það er staðlandi
og fletjandi. Meðan ég var kennari skammað-
ist ég mín oft fyrir að taka þátt í að svínbeygja
nemendur. Stundum átti ég til að kenna illa,
miðað við kerfið. En í þessum útvarpsþætti
gruflaði ég“.
— Hvernig finnst þér Jónasi Jónassyni
hafa tekist?
„Einhver munur er á sunnan- og norðanút-
varpinu. Meiri sál í efninu héðan, minni show-
bissniss og tilgerð. Menn eru meira heima hjá
sér í svæðisútvarpi. Jónasi hefur heppnast að
halda dampinum. Þeir sem koma í RÚVAK
eru sæmilega sáttir við tilveruna. Samt sem
áður er dálítið undarlegt að munurinn skuli
ekki vera meiri. Norðanmenn hafa ekki hætt
sér útí mjög frumlegar útfærslur. Það er viss
kurteisi í þeim hérna; þeir þora ekki að gera
hvássa þætti. Héðan koma aldrei umræðu-
þættir, enginn er tekinn á beinið. Leiðindamál
í brennidepli á svæðinu eru öll sniðgengin,
koma hvergi við sögu. Þetta er veikleiki“.
— Mundi draumaútvarpið þitt kryfja
meira?
„Já, ég er mikið fyrir að þora í útvarpinu.
Eðli útvarpsins er að vera beint. Sá möguleiki
er vannýttur".
— Hvernig útvarpsefni langar þig helst að
gera?
„Þessa stundina hef ég talsverðan áhuga á
beinni heimildavinnu fyrir útvarpið. Varð-
veisluvinnu. í sunnudagsþætti okkar Arnar
Inga „Sporbrautinni“, reynum við að sýna
hvílíkan slagkraft dagskrárgerð af slíku tagi
getur haft“.
— Hvernig leggst rás 2 í þig?
„Þorgeir Ástvaldsson er trúlega ráðinn af
því að hann er skemmtikraftur, fjörugur og
poppaður. Þó að fjölbreytni sé vissulega
æskileg þá eru þessar kópíeruðu músíksyrpur
aðeins amerískir þættir í íslenskri þýðingu
notaðir þar vestra til að halda vöruflutninga-
bílstjórum á vöktum við efnið og hressa þá
upp á löngum leiðum. Það er viss firring í því
að láta íslendinga hlusta á svona útvarp. Ég
óttast að þetta verði enn einn innflutningur-
inn á eftirhermum".
— Ertu kominn á rétta hillu?
„Ég hef haldið fimm málverkasýningar, að-
allega vatnslitamyndir og teikningar; eina
ljósmyndasýningu, skrifað í blöð og unnið
fyrir útvarp og sjónvarp og dreymir enn um
bíó, en einsog allir íslendingar þá geng ég með
skáldsögur í maganum. Ég er þráablóð á því
sviði“.