Helgarpósturinn - 22.09.1983, Síða 14
14
hlelnai----:------
posturinn
Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólf-
ur Margeirsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thor-
steinsson
Blaðamenn: Guðlaugur Bergmunds-
son, Kristín Ástgeirsdóttir, Þórhallgr
Eyþórsson.
Liósmvndir: Jim Smart
Útgefandi: Goögá h/f
Framkvæmdastjóri: Guðmundur H.
Jóhannesson
Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóri:lngvar Halldórsson
Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir
Lausasöluverð kr. 25
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla
38, Reykjavik, sími 81866. Afgreiösla
og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar
81866 og 81741.
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Ungling-
arnir og
ofbeldið
Unglingum er oft stillt upp
sem sérstökum þjóðflokki sem
erfitt sé aö henda reiður á og
skilja. Auövitaö leikur enginn
vafi á aö á árunum milli tektar
og tvítugs eiga sér staö örari
breytingar — bæöi andlegar
og líkamlegar — á einstakling-
um en fyrr og síðar á manns-
ævinni. Foreldrar veröa þá oft
áhyggjufullir þegar þeir taka
eftir breytingunum sem litla in-
dæla barnið þeirra hefur tekið
—- alls kyns vandamál skjóta
upp kollinum, og eiga ekki síst
rót aö rekja til gagnkvæms
sambands- og skilningsleysis.
Hér er komiö aö vandamál-
inu. Unglinga — a.m.k. á Stór-
Reykjavíkursvæöinu — vantar
aöstööu sem hentar öllum —
ekki aðeins einstökum hópum.
Á meöan ekki er hirt um aö
finna leið til aö skapa þá aö-
stööu munu unglingarnir safn-
ast saman á Hallærisplaninu
'og öörum ámóta stööum. Þá
vaknar sú spurning hvort nokk-
uö sé viö þaö aö athuga. í
sjálfu sér væri þaö ekki — en
allir sem hafa gefið sér tíma til
aö ræöa viö krakkana þar
munu komast aö því aö flestir
þeirra eru í rauninni óánægöir
meö aö þurfa aö hírast á Plan-
inu hvernig sem viörar; þeir
hafa hins vegar í fá hús aö
venda. Þetta er vandamál sem
ekki þýöir endalaust aö loka
augunum fyrir: allir geta sagt
sér sjálfir hversu mikiö er í húfi.
Helgarpósturinn birtir í dag
ítarlega grein þar sem m.a.
kemur fram aö ofbeldi sé stöö-
ugt aö færast í vöxt meðal ungl-
inga. í samtölum viö lögreglu,
sálfræöing og fulltrúa Félags-
málastofnunar kemur fram aö
frásagnir af fólskulegum lík-
amsárásum sem blööin hafa
veriö uppfull af aö undanförnu
eru útbrot á vandamáli sem á
sér djúpar þjóðfélagslegar ræt-
ur. Ekki sé aö undra aukna of-
beldishneigð unglinga þar
sem áhrif sjónvarps og vídeós
veröi sífellt meiri, neysla vímu-
efna aukist og tískufyrirbæri
ýmisleg sem fylgi eigi aö fagna
meðal unglinga í dag, séu
árásargjörn í eðli sínu.
Viö megum hins vegar ekki
gleyma því að unglingar breyt-
ast í fullorðið fólk og því mikil-
vægt aö bæta aöstööu þeirra á
allan hátt og hlúa þannig aö
þeim aö þeir aölagist þjóöfé -
laginuog bæti þaö. Ekki veitir
af.
Aö drekka
eða ekki
drekka
Grein Helgarpóstsins um aukna
áfengisneyslu íslendinga sem britist
í síðasta tölublaði, er um margt for-
vitnileg. Greinin er að mestu unnin
út frá tölum og eru þær mjög svip-
aðar þeim niðurstöðum sem ég hef
undir höndum sem Iæknir. Segja
má um tölur að þeim sé hægt að
hagræða á hvern veg sem er og gefa
sér nær hvaða útkomu sem óskað er
eftir. Hins vegar sýna þær tölur sem
fram koma í grein Helgarpóstsins
ótvírætt aukna áfengisneyslu þjóð-
arinnar í heild.
Aukin heildarneysla á áfengi
leiðir óhjákvæmilega af sér ýmsa
þætti, svo sem vaxandi áfengissýki
og sjúkdóma sem tengjast drykkju-
sýki.Tæplega 90% þjóðarinnar eru
vínneytendur en tiltölulega fáir eru
algjörir bindindismenn eða háðir
drykkjusýki eða um 10% í hvorum
flokki. Þrátt fyrir hina miklu
heildarneyslu drekka íslendingar
einna minnst í Evrópu og skorpulif-
ur er sjaldséðust í íslendingum
meðal Evrópubúa. Það sem skapar'
þessa sérstöðu íslendinga er fyrst
og fremst drykkjusiðir þeirra eða
meðferð á áfengi.
Aukin léttvínsdrykkja getur haft
áhrif á umgengnisvenjur þeirra sem
neyta áfengis að jafnaði; minna um
óspektir á almannafæri og fækkun
á drukknum gestum í fangageymsl-
um lögreglunnar svo dæmi séu
nefnd. Aukin léttvínsdrykkja skipt-
ir hins vegar engu máli varðandi
áfengissýki; léttvínin leggjast að-
eins ofan á og auka hættuna á
drykkjusýki.
Það ber einnig að hafa í huga, að
á síðasta áratug hafa íslendingar
sinnt meðferð á áfengissjúklingum
einna best í heiminum. Kleppur
hefur t.d. endurskipulagt meðferð
drykkjusjúkra og flutt starfsemina
yfir á Vífilsstaði. Upp úr 1975 hefj-
ast ferðir alkóhólista á meðferðar-
stöðvar erlendis og síðan tekur SÁÁ
við þeirri starfsemi hérlendis. Að
mínu mati hefur hlutur íslenskra
meðferðarstöðva í fyrirbyggjandi
starfi lítið verið metinn. Það er ekki
einungis léttvíni að þakka að minna
ber á drukknum mönnum eða
„góðkunningjum“ lögreglunnar í
fangageymslunum.
Þrátt fyrir aukinn skilning og
þekkingu á áfengissýki og þátt
íslenskra meðferðarstöðva, hefur
drykkja unglinga aukist og ölvun
við akstur hefur farið stöðugt vax-
andi.
Þegar rætt er um áfengisneyslu
annars vegar, ber að hafa í huga, að
fólk sem fætt er um og eftir 1950,
notar annan vímugjafa en áfengi.
Þar ber hæst cannabisefnin og hef-
ur lítið verið rætt um áhrif þeirra.
Neysla cannabis í tvö ár eða meir
leiðir af sér ásókn í örvandi lyf,
sem leiðir af sér aukna áfengis-
neyslu eða notkun róandi lyf og
þarna myndast nýtt vandamál;
samtenging ýmissa fíkniefna og
lyfja samfara aukinni áfengissýki.
Því er varhugavert að draga álykt-
anir af áfengisneyslunni einni sam-
an.
Umboðsmannakerfi aðkeyptra
vína er fáránlegt. Ef við kjósum
ríkiseinkasölu á áfengi er það að
sjálfsögðu út í hött að umboð
ýmissa vína séu í höndum einka-
aðila, en við verðum því miður að
bíta í það súra epli að þessi mál eru
ekki alfarið í höndum Islendinga
sjálfra. Varðandi bjórinn vil ég taka
það fram, að verði innflutningur á
honum leyfður mun taka tvö til
þrjú ár áður en við jöfnum okkur til
fulls á þeirri breytingu. Auðvitað
mun það ráða nokkru hvernig bjór-
inn verður settur á markaðinn.
Ég vil taka það fram að persónu-
lega er ég á móti bjór og víni yfir-
leitt, því ég tel að það sé hægt að lifa
fullkomnlega hamingjusömu lífi án
áfengis. Hins vegar eru margir
ósammála mér og telja áfengi eftir-
sóknarvert. Og þeir menn munu að
sjálfsögðu ná í áfengi hvað sem
tautar og raular, og hvað sem
fræðslu og fyrirbyggjandi starfi líð-
ur.
Þórarinn Tyrfingsson
læknir á Silungapolli.
Landinn heröir
drykkjuna .
on léitir * 1 * . . «
Tm |4K.f k:
vt
Er öl böl?
I seinasta Helgarpósti var mikil
grein um þann vinsæla málaflokk
„brennivínsdrykkju þjóðarinnar“.
Það verður að segjast eins og er að
ekki fann ég neinn nýjan sannleika
í grein þessari og satt að segja er ég
búinn að missa allan áhuga á þess-
um íslenska „brennivínsdebatt“.
Það sem ég hef að segja um þessi
mál er í stuttu máli þetta: Áfengis-
neysla íslensku þjóðarinnar er alls
ekki mikil ef miðað er við neyslu
þjóða í Vestur Evrópu. Eins og fram
hefur komið hefur neysla léttra vína
aukist allverulega. Mörg þúsund ís-
lendingar fá sér glas af víni með
góðri máltíð — heima eða á veit-
ingastað. Það er sem sagt orðið
býsna algengt og þykir enginn mun-
aður lengur, sem betur fer — að fá
sér að snæða á veitingastað. Stað-
reyndin er nefnilega sú, að þúsundir
íslendinga drekka áfengi sér til
ánægju og gleði og eiga ekki í nein-
um vandræðum í því sambandi.
Skuggahliðin er hinsvegar sú, að
margir geta ekki hamið áfengis-
neyslu sína.
Og hver er ástæðan fyrir því að
einn verður áfengissjúklingur en
ekki annar? Þeirri spurningu er því
miður ekki hægt að svara, þó er ým-
islegt vitað í þessu sambandi. T.d. er
meira áfengisvandamál þar sem at-
vinnuleysi er en þar sem næg at-
vinna er. Þeir sem þjást af streitu
drekka meira en þeir sem eru án
streitu. Einnig geta ýmsir sálrænir
og félagslegir erfiðleikar orsakað
aukna áfengisneyslu.
í stuttu máli þá geta vísindin ekki
svarað því hvers vegna sumir verða
áfengissjúklingar en aðrir ekki. Eitt
er þó vitað að höft, boð og bönn
bæta ekkert — þvert á móti. Besta
lausnin í íslenskri áfengispólitík
væri að leyfa bjórinn. Því þá fyrst
gætum við farið að móta raunveru-
lega stefnu í áfengismálum. í dag
geta ferðamenn sem eru að koma til
landsins keypt sér bjór, sömuleiðis
flugáhafnir og farmenn — nú mörg
þúsund íslendingar brugga bjór.
Það eina sem ekki má í þessu sam-
bandi er að kaupa bjór á eðlilegan
hátt. Fyrr en bjórinn verður leyfður
mun ekki ríkja eðlilegt ástand í
áfengismálum hérlendis. Þangað til
mun tvískinnungurinn ráða ferð-
inni. Næsta skrefið verður svo að
leggja áfengisvarnaráð niður — en
sú stofnun hefur marg sýnt að hún
er gjörsamlega óþörf. í staðinn
þarf að koma ný stofnun sem aðild
Fimmtudagur 22. september 1983
J-iek
fiBlgai-----
posturinn
ættu að geðdeild Landspítalans,
skólarannsóknadeild, SÁÁ og fél-
ags- og sálfræðideildir Háskólans.
Þessum aðilum yrði falið að safna
upplýsingum um áfengismál, útbúa
fræðsluefni og vera stjórnvöldum
til ráðuneytis.
Starfsemi þessarar stofnunar
gæti Á.T.V.R. kostað. Hættur sam-
fara óhóflegri áfengisneyslu ættu
að vera skyldunámsefni í skólum
landsins. Kennsla í þessum efnum
verður þó að vera öfgalaus og
námsgögn aðgengileg. í verslunum
Á.T.V.R. ætti að vera upplýsinga-
bæklingar um þær ýmsu hættur
sem stafa af óhóflegri áfengis-
neyslu.
Einnig væri athugandi hvort ekki
ætti að ráðast í hóprannsóknir t.d.
á vinnustöðum — samanber
krabbameinsleitina — þar sem leit-
að yrði að áfengissjúklingum. Ég
ætla ekki að hafa þessi orð lengri en
það er staðreynd þrátt fyrir allt, að
ekki er öl ávallt böl — öðru nær.
Sigmar B. Hauksson
Aðalfundur
Vitaðsgjafa hf.
veröur haldinn laugardaginn 15.
okt. n.k. kl. 2 e.h. aö Ármúla 38.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Stjórnin.
Dansskóli Heiðars Astvaldssonar
mun veröa með tíma í eftirtöldum
dönsum í vetur:
SERTIMAR FYRIR ELDRI BORGARA
EINKATÍMAR
SÉRTÍMAR í GÖMLU DÖNSUNUM
BARNAFLOKKAR
SAMKVÆMISDANSAR ||
FREESTYLE-DANSAR
ROCK N’ROLL
INNRITUN OG
UPPLÝSINGAR KL.
10—12 og 13—18
SÍMAR: |
20345 24959 4 .1
38126 74444 II' I
KENNSLUSTAÐIR
Reykjavík
Brautarholt 4,
Drafnarfell 4,
Ársel,
Tónabær
Hatnarfjöröur
Gúttó
Seltjarnarnes
Félagsheimilið
onnssHðu
Dansinner
fyrir alla
unga —
sem aldna