Helgarpósturinn - 22.09.1983, Qupperneq 16
_/HeJgar~'. . — --
Fimmtudagur 22. september 1983 QÚSturÍnn
sem ^ar\.Ah6"rteVíssV«‘-1 “PhPaöan veg«* .aWa td V«*® t6rte
tma
mwmmm
^ettiðarfarans. W'V
,Þurftum ekki að
gera okkur upp
handarbakavinnu“
— Hvers konar gæjar eru Daníel
og Þór?
Eggert: „Kokkur og þjónn“.
Karl Ágúst: „Þetta eru gamlir
félagar úr Melaskólanum sem eru
búnir að bralla margt saman í gegn-
um tíðina.“
Eggert: „Heldurðu að það sé
einhver ofsaleg dýpt í þessu? Þeir
eru svona „front-side-onIy“
gæjar“.
— Er það þá skemmtileg fram-
hlið?
Eggert: „Þeim finnsí það“.
Karl Ágúst: „Þeir reyna að taka
lífinu létt og láta ekki á sig fá þó á
móti blási“.
Eggert: „Þetta eru slæmir
pappírar. Er það ekki? Þó aðallega
Þór“.
— Hvernig slæmir pappírar?
Karl Ágúst: „Ég er búinn að
standa í því að redda honum í mörg
ár og hann hefur ekki verið mjög
þakklátur fyrir það. Þetta er sam-
band þar sem annar nýtur frekar
góðs af. Þegar þeir eru á fylleríi, þá
er ég látinn kaupa flösku á svörtum,
án þess að það komi nokkuð fram“.
— Hvers vegna taka þeir þann
kostinn að fara til Vestmannaeyja,
þegar þeir hafa verið reknir af
Hótel Sögu?
Eggert: „Höfundurinn vildi
það“.
— Hvaðaástæðurgefurhöfund-
urinn þá fyrir því?
Karl Ágúst: „Þetta eru uppgrip
og þeir ætla að koma sér af stað
með því að ná í góðan pening. Þeir
vita að það er hægt að hafa það
mjög gott ef maður kemst í bónus“.
Út á klakann
— Ætla þeir sér að snúa algjör-
lega baki við fyrra líferni og byrja
raunverulega nýtt líf, eða...?
Eggert: „Nei, nei. Það eru ekki
þeir sem ætla að byrja nýtt líf, þeim
var bara hent út á klakann“.
— Tekst þeim að byrja nýtt líf?
Eggert: „Það er alltaf nýtt Iíf á
hverjum degi, er það ekki? Þeir
hafa aldrei fyrr verið í þessu. Þeir
byrja líka nýtt líf í enda myndar-
innar“.
— Hvort er meira spennandi?
Karl Ágúst: „Það sem tekur við
hlýtur að vera meira spennandi fyr-
ir þá. Hins vegar fá áhorfendur ekki
að kynnast því“.
— Þú segir, Eggert, að þeir hafi
aldrei áður verið í fiski, kunna þeir
þá ekkert til verka þegar til Eyja
kemur?
Eggert: „Þeir hafa sinn háttinn
á“.
— Hvernig samrýmist það
vinnubrögðum bónsuvíkinga og
annarra?
Karl Ágúst: ..Þeir beita svolítið
öðrum aðferðum".
Eggert: „Það tekur tíma að ná
upp bónus“.
— Tekst þeim að ná upp bónus?
Eggert: „Það er spurningin. Það
er mórallinn í myndinni, held ég“.
Karl Ágúst: „Já, það er þessi lífs-
ins bónus“.
— Voruð þið raunverulega að
flaka þegar þið unnuð að gerð
myndarinnar, eða var þetta allt í
plati?
Eggert: „Við höfðum nú aldrei
komið nálægt því áður, en þetta eru
auðlærð vinnubrögð. Ég stóð heil-
an dag í aðgerð og það var mjög
gaman“.
— Það hefur gengið vel?
Karl Ágúst: „Það sést í myndinni
hvernig það gengur“.
Eggert: „Við þurftum ekkert að
gera okkur upp handarbakavinnu".
Karl Ágúst: „Kokkurinn hefui
dálítið komið nálægt því að tilreiða
fisk og þess háttar, þó að hann taki
þessu ekki af eins miklum alvöru-
þunga og flestir sem þarna starfa.
Þeir eru heldur léttari í vinnunni og
reyna kannski að vinna sér þetta
léttar en aðrir".
Alvöru starf
— Þið voruð ekki aðeins i fisk-
verkuninni, heldur fóruð þiðlíkaá
sjóinn. Gekk það eitthvað betur
en aðgerðin?
Eggert: „Það má ekki segja“.
— Voruð þið kannski óvanir sjó-
menn báðir tveir?
Eggert: „Já, já. Ég hafði aldrei á
sjó komið og ætla aldrei aftur“.
— Hvers vegna ekki?
Eggert: „Það var alveg hrylli-
legt“.
Karl Ágúst: „Þó voru það nú
reyndustu sjómennirnir hjá okkur
sem fóru verst út úr því“.
•— Hverjir voru það?
Karl Ágúst: „Það er nú það“.
Eggert: „Það er Ieyndó“.
— Gerðist ekkert spaugilegt hjá
ykkur á meðan þið voruð að gera
myndina?
Eggert: „Nei, það er svo ofboðs
lega lítið grín að búa til gaman-
myndir“.
Karl Ágúst: „Það er mikið alvöru
starf“.
— Það hefur ekkert gerst á með-
an þið voruð að undirbúa töku, sem
varð hluti af myndinni en átti alls
ekki að verða það?
Karl Ágúst: „Það breyttist nátt-
úrlega fjöldamargt í myndinni á
meðan á vinnunni stóð og varð allt
öðru vísi en ætlað var. Það voru
aðallega aðstæðurnar sem breyttu
því. Og það fæðast alltaf nýjar hug-
myndir þegar farið er að koma því
í mynd, sem búið er að setja á
pappír“.
— Haldið þið að þessir tveir
strákar séu eitthvað líkir raunveru-
legum strákum, sem fara á vertíð í
Eyjum?
Karl Ágúst: „Ég skal ekki segja.
Aftur á móti er það sem þeir lenda
í kannski“...
Eggert: „Það er ekki til nein sér-
stök manngerð sem fer í þetta. Ég
skil spurninguna ekki alveg“.
— Til dæmis strákar sem kunna
lítið til verka en ætla að græða
mikla peninga á stuttum tíma.
Karl Ágúst: „Ég hugsa að þeirra
reynsla sé oft á tíðum svipuð og
okkar í þessari mynd“.
Eggert: „Þeir duga svona álíka
lengi“.
Karl Ágúst: „Já, og græða álíka
mikið“.
Svona fuglar
— Gefur myndin kannski raun-
sanna mynd af verstöð eins og Vest-
mannaeyjum, vinnumóralnum
o.s.frv.?
Eggert: „Þetta er náttúrlega allt
tilbúið, en innanum eru fræðslu-
skot“.
Karl Ágúst: „Ég held að hún gefi
nokkuð sanna mynd af afstöðu
margra til þessarar vinnu. Þetta er
mikið púl og fólkið gengur í þetta
með oddi og egg“.
— Eru þessir gæjar sér á parti í
vinnslustöðinni?
Karl Ágúst: „Þeir hafa nokkra
sérstöðu bæði í verbúðinni og í
vinnunni, því að þeir eru kannski
heldur minni bógar en aðrir.
Annars heyrðum við ýmsar sögur
um menn sem höfðu verið þarna
áður. Þeir sem þekkja best til sögð-
ust kannast við svona fugla. Hús-
vörðurinn í verbúðinni hafði ýmis-
legt til málanna að Ieggja“.
Eggert: „Hann sagði okkur utan
tökutíma, að hann myndi aldrei
ráða menn eins og okkur í vinnu.
Það færi dálítið eftir því í hvernig
skapi hann væri, en hann hefði séð
á okkur eins og skot, að við værum
algjörlega óhæfir til allra verka.
Við værum ekkert slæmir strákar,
sagði hann, en hann myndi aldrei
ráða okkur til vinnu“.
— Hvernig leist raunverulegu
fiskverkunarfólki í Eyjum á að fá
ykkur inn á gatl til sín?
Eggert: „Við trufluðum ekki
mikið, en við eyðilögðum einn dag
í aðgerðinni. Við fórum upp á
bónusbrettið og það dró bónusinn
mikið niður. En ég held að hvergi
hafi vinna lagst niður“.
Karl Ágúst: „Nei, nei, en það
hafa kannski verið tíndir heldur
færri hringormar í vinnslusalnum
heldur en endranær. En ég held að
enginn hafi tekið það mjög nærri
sér“.
— Er Nýtt líf skemmtileg mynd?
Karl Ágúst: „Ég hef ekki séð
hana, en ég vona það“.
Eggert: „Ég skil ekki spurning-
una“.
Karl Agúst Úlfsson
og
Eggert Þorléifsson
segja frá Nýju lífi
/