Helgarpósturinn - 22.09.1983, Síða 19
19
Klappar Fæddur: 6.9. 1943 Heimili: Klapparás 7
Heimiiishagir: Giftur, 3 börn Áhugamái: Vinnan Bifreiö: Mitsubishi Pajero '83
„Tilgangur SÁÁ er ekki að
styrkja íslenskan iðnað“
— Það hefur vakið athygli, að þú, ásamt
öðrum sem koma nálægt byggingu sjúkra-
stöðvar SÁÁ, hefur stofnað fyrirtæki, sem
hefur þann tilgang að framleiða húsgögn og
innréttingar. Eru einhver tengsl á milli þessa
fyrirtækis og byggingar sjúkrastöðvarinn-
ar?
„Nei. Þetta fyrirtæki hefur verið lengi á
döfinni og það er til komið vegna þess að
Vinnustofan Klöpp hf. hefur fengist mikið
við að innrétta skrifstofur á síðastliðnum ár-
um, og við höfum séð það sem er á markað-
inum hér af skrifstofuhúsgögnum. Hjá okk-
ur starfa innanhússarkitektar og einn þeirra
sýndi mikinn áhuga á því að framleiða hús-
gögn, því að hann starfaði við slíkt í Banda-
ríkjunum þar sem hann er menntaður. Við
sáum ekkert því til fyrirstöðu og þess vegna
er þetta fyrirtæki stofnað. Annað er að þetta
fyrirtæki heitir Markhúsgögn en ekki Mark-
úsarhúsgögn, en það var ritvilla sem birtist
í Lögbirtingablaðinu".
— Það hefur komið fram að þú ert ekki
í Arkitektafélaginu og í siðareglum félagsins
segir að arkitektar megi ekki annast sölu á
byggingarefni til húsnæðis eða byggingar
sem þeir hanna. Hvenær og hvers vegna
sagðir þú þig úr Arkitektafélaginu?
„Það eru þrjú ár síðan, en það er ekki eins
og sumir halda vegna ágreinings við ein-
hvern samfélagsmann minn, heldur líkar
mér ekki hvernig manni er gert að starfa
samkvæmt reglum Arkitektafélagsins. Ég
verð að vinna eftir gjaldskrá Arkitektafél-
agsins, sem ég er ekki ánægður með. Það er
hægt að vinna verkin á hagkvæmari hátt en
gjaldskráin sýnir. Ég hef mikið gert af því að
gera tilboð í verk. Ég geri tilboð um fast verð
og fastan vinnutíma, en samkvæmt reglum
Arkitektafélagsins er ekki ieyfilegt að víkja
frá gjaldskrá þess“
— Þú sagðir þig þá úr félaginu til að vera
óháður þessum siðareglum?
„Já og vegna þess að þetta er ágreinings-
mál á milli mín og Arkitektafélagsins. Ég
hef starfað lengi í Þýskalandi og þar er þetta
ekki álitin höfuðsynd eins og hér. Ég er ekki
sáttur við það og þess vegna sagði ég mig úr
félaginu“.
— Snúum okkur að þeim deilum sem
hafa orðið vegna húsgagnakaupanna fyrir
sjúkrastöð SÁÁ. Eru kaup ykkar á erlend-
um húsgögnum ekki móðgun við þá sem
gáfu fé í söfnun ykkar?
„Nei, það teljum við ekki. Við erum að
verja fénu eins vel og við getum. Við erum
ekki að styrkja íslenskan iðnað með þessu
söfnunarfé. Við verjum því í bygginguna á
eins hagkvæman hátt og við getum og telj-
um okkur skylduga til þess, og þar á meðal
til að kaupa húsgögn sem uppfylla þær
kröfur sem við gerum til húsgagna, sem eiga
að vera í stöðinni, eins ódýrt og hægt er“.
— Þið talið mikið um hagkvæmni og það
hefur komið fram að þið sparið ekki nema
um hálfa milljón króna. Það er ekki stór
upphæð í sjálfu sér, og hefði ekki verið nær
að veita peningunum inn í íslenskan hús-
gagnaiðnað, sem stendur kannski ekki allt
of vel?
„Þessi sjúkrastöð er að mestu leyti byggð
fyrir gjafafé og það er bara ekki svigrúm til
að hugsa svona. Við ætlum að koma húsinu
upp fyrir það fé sem við höfum á milli hand-
anna og það er svo takmarkað að við meg-
um ekki við því að hugsa á þennan hátt“.
— Inni í danska tilboðinu eru sjúkrarúm
og það hefur komið fram að þau hafi m.a.
átt stóran þátt í þvi að þið völduð það tilboð.
Hvað eru þessi sjúkrarúm mörg og skipta
þau raunverulega svo miklu máli?
„Sjúkrarúmin eru átta og þau eru ekki
framleidd af innlendum aðilum. En það sem
skiptir megin máli er að við fengum hús-
gögn, sem við vildum fá, sérstaklega fyrir
fundarsal og mötuneyti. Það þurfa að vera
mjög sterk og létt húsgögn sem henta þessu.
Við vitum hvað er framleitt hér og við vitum
hvað þau húsgögn kosta. Við tókum beyki-
stóla úr samlímdum við, mjög létta og
sterka.
— Hvers vegna var ekki efnt til útboðs?
„Stólar eins og við vildum fá eru ekki
framleiddir hér og það er ekki sanngjarnt
gagnvart framleiðendum að bjóða út vöru
sem þeir geta ekki framleitt. Það hefðj orðið
miklu dýrara því að þá hefði þurft að hanna
húsgögnin sérstaklega. Við hefðum þurft að
lýsa þeim sérstaklega og lýsingin hefði
beinst að þeirri tegund húsgagna sem ekki er
framleidd hér. Þar að auki átti að nýta féð á
eins hagkvæman hátt og hægt var og kaupa
það sem til var“.
— Þú segir að stólar eins og þið keyptuð
séu ekki framleiddir hér, en eru það bara
þannig stólar sem duga? Hefði ekki verið
hægt að kaupa öðruvísi stóla, sem eru fram-
leiddir hér?
„Nei, ekki sem við gátum fellt okkur við.
Það er því miður dálítið harkalega sagt, en
þeir eru ekki til að okkar mati“.
— Nú hefur framkvæmdastjóri tré-
smiðju í Reykjavík sagt að hans fyrirtæki
hafi gert tilboð í húsgögn fyrir heilsugæslu-
stöð í Svartsengi og að það hafi reynst lægra
en tilboð danska fyrirtækisins, sem þið
verslið við. Hvernig skýrir þú ummæli hans?
„Ég veit ekki hvað danska fyrirtækið
bauð og ég veit ekki hvaða húsgögn voru
keypt i Svartsengi“.
— Þú segir að þið hafið vitað að hér á
landi voru ekki framleiddir stólar eins og þið
vilduð, en kynntuð þið ykkur þá verð hjá
öðrum erlendum aðilum en þessu danska
fyrirtæki?
„Nei. Samskonar stólar sem hafa verið
fluttir hingað inn hafa nær eingöngu komið
frá Norðurlöndum og þeir eru allir á mjög
svipuðu verði“.
— Því hefur verið haldið fram að þið haf-
ið notað vcrð á innlendri húsgagnafram-
leiðslu til að beita þrýstingi á danska fyrir-
tækið.
„Auðvitað beitum við þrýstingi, sama við
hvern við semjum. Við þurfum að halda vel
á því fé sem við höfum á milli handanna til
að byggja húsið. Hefði innlend framleiðsla
komið til greina hefðu samningarnir verið
jafn harðir til þess að við næðum sem hag-
stæðustum kjörum fyrir samtökin. Ég veit
hvaða verð þeir bjóða, sem hefðu komið til
greina, líka í magnafslætti. Við erum ekkert
að ná inn þessum upplýsingum til að geta
sagt: við erum með þetta frá þessum, getur
þú gert betur? Þannig var ekki staðið að
málunum“.
— Þið hafið ekki lagt fram öll gögn í
þessu máli, og Othar Örn Petersen, formað-
ur húsbyggingarnefndar hefur borið því við
að það væri hægt að hringsnúa þeim tölum
á alla vegu. Er það eina ástæðan og er hún
ekki fremur léttvæg?
„Sjálfsagt er hægt að leggja þessi gögn
fram þegar þetta moldviðri er um garð geng-
ið. En auðvitað er hægt að segja að þessi eða
hinn stóllinn sé ódýrari en sá sem við völd-
um. Þá kemur til viðkvæmt hugtak sem er
gæðamat og notkunargildi. Það er hægt að
tína til mikið af húsgögnum sem eru ódýrari
en þau sem við keyptum. Við gátum líka
keypt dýrari íslensk húsgögn, en þau voru of
dýr fyrir okkur. Þessar tölur eru ekkert
leyndarmál og sjálfsagt að skoða þær í ró-
legheitum, þegar menn vilja líta á þetta
sanngirnisaugum, en ekki að það sé næstum
því glæpastarfsemi sem hafi farið þarna
fram“.
— Þið berið ykkur ansi illa vegna þessar-
ar gagnrýni og talið mikið um ósanngirni,
en segið að gagnrýnin sé um margt skiljan-
leg vegna þess að það örli enn á hleypidóm-
um fólks gagnvart áfengisvandamálinu. En
maður spyr sjálfan sig hvað slíkir hleypi-
dómar komi þessu máli við? Er bara ekki
verið að reyna að koma sér undan því að
svara umbúðalaust?
„Við lítum á alkóhólisma sem sjúkdóm,
en það eru ekki allir sem viðurkenna það.
Það eru hleypidómarnir sem við erum að
vitna til“.
— Kemur það þessari gagnrýni nokkuð
við? Eru menn ekki að gagnrýna vinnu-
brögð frekar en eitthvað annað?
„Það er alltaf hægt að gagnrýna vinnu-
brögð og sjálfsagt að gagnrýna allt sem gert
er á þennan hátt, sérstaklega þegar verið er
að ræða um söfnunarfé eins og hér á sér
stað. Það fer mikið fyrir starfsemi SÁÁ
núna, þegar við erum að safna fé til starf-
semi þessarar stöðvar. Við erum að byggja
rúmlega 2200 fermetra hús sem kemur til
með að kosta rúmlega 30 milljónir króna á
verðlagi þess dags er húsið verður afhent".
— Þið segið að fjöldi fyrirtækja og stofn-
ana noti nær eingöngu erlend húsgögn og að
enginn segi neitt við því. Hvaða stofnanir og
fyrirtæki eru þetta?
„í menningarmiðstöð Reykjavíkur í
Gerðubergi eru t.d. samskonar húsgögn og
við erum að kaupa. Það er ekki sagt orð við
því. Þetta er Reykjavíkurborg og þarna er
verið að kaupa fyrir skattpeningana“.
— Nú gefur almenningur ykkur þetta fé
til byggingar sjúkrastöðvarinnar kannski í
og með til þess að þið þurfið ekki að senda
sjúklinga erlendis. Á þessi sami almenning-
ur þá ekki kröfu á því að þið styrkið inn-
lenda framleiðslu fyrir þetta fé?
„Tilgangur samtakanna er ekki að styrkja
íslenskan iðnað, en þar með erum við ekki
að segja að við viljum ekki hag íslensks iðn-
aðar sem mestan. Við erum ekki á móti ís-
lenskum iðnaði, en staðreyndirnar og að-
stæðurnar gefa okkur ekki svigrúm til gð
styrkja hann. Það má ekki stilla þessu máli
þannig upp, að íslenskur iðnaður annars
vegar og samtökin hins vegar séu tveir and-
stæðir pólar“.
eftir Gudiaug Bergmundsson_______________________________________Myndir: Jim Smart
22. september 1983
Nafn: Ingimar Haukur Ingimarssou staða: Pramkvæmdastjðri virmustofunnar
Enn eru SÁÁ menn í sviðsljósinu. Fjársöfnun þeirra til byggingar nýrrar sjúkrastöðvar fór fyrir
brjóstið á mörgum í fyrra, og nú eru þaó kaup á húsgögnum fyrir stöðina sem valda deilum. SÁÁ
menn tóku nefnilega erlend húsgögn fram yfir íslensk og innlendir húsgagnaframleiðendur eru
ekki alveg sáttir við það og þau vinnubrögð sem voru viðhöfð við húsgagnamálið. Ingimar H. Ingi-
marsson arkitekt sjúkrastöövarinnar og félagsmaður SÁÁ er í yfirheyrslu.