Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 22.09.1983, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Qupperneq 21
hftzl cji' ’ r%i > -Jlflcitl //-//-^/-^Fimmtudagur 22. september 1983 21 Gagnkvæmur trúnaður Útideild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hefur nokkra sérstöðu á meðal þeirra aðila sem láta sig málefni unglinga nokkru skipta. Við hittum að máli tvo starfsmenn utideildarinnar, þær Eddu Ólafsdóttiir og Stefaníu Sörheller, og spurðum þær fyrst um starfsemi deildarinnar og kynni þeirra af unglingum: „Útideildin samanstendur af átta starfsmönnum" gátu þær upplýst, þar af er einn fastráðinn og annast skrifstofustörf og þ.h. hinir eru lausráðnir. Við vinnum á vöktum á kvöldin og um helgar með og fyrir unglinga. Starfið er sérstakt að því leyti að við förum til krakkanna þar sem þeír safnast saman, t.d. við fé- lagsmiðstöðvar, biðskýli, sjoppur, á Hallærisplaninu eða hvar sem er. Krakkarnir taka okkur undantekn- ingalítið mjög vel, það ríkir gagn- kvæmur trúnaður á milli okkar, trúnaður sem hefur tekið tíma að byggja upp. Þetta er mjög mikil- vægt atriði, því að krakkarnir verða að fá á tilfinninguna að það sé ekki verið að ráðskast með þá og að við lítum á þá sem jafningja. Starfið er annars vegar fyrirbyggjandi — þ.e. við reynum að koma í veg fyrir að. krakkar lendi í vandræðum. Hins vegar er það fólgið í að leysa úr þeim vandræðum sem þeir eiga við að etja, svo sem í skóla, á heimili, í sambandi við atvinnuleysi, vímu- efnaneyslu o.s.frv. Reykjavikurborg hefur nýlega keypt hús undir starfsemi útideild- arinnar og er það að Tryggvagötu 4. Hingað geta krakkarnir komið á daginn og á kvöldin, og á föstu- dagskvöldum er starfsmaður hérna í húsinu fram eftir nóttu. En rétt er að taka fram að auðvitað erum við opin fyrir því að allir unglingar leiti til okkar — ekki aðeins þeir sem eiga við „vandamál“ að stríða. Við leggjum áherslu á að tala við sem flesta — eitt markmið okkar er að safna ítarlegum upplýsingum um börn og unglinga í Reykjavíký sögðu þær Edda og Stefanía. Því næst voru þær spurðar að því hvort þær hefðu veitt eftirtekt auknu of- beldi unglinga. Svæsið bíó og vídeó „Auðvitað verðum við vitni að slágsmálum krakkannaý svöruðu þær „þeir slást bæði í góðu og illu. En ofbeldi í mynd hópa sem ganga um og misþyrma hverjum sem fyrir verður — það teljum við ekki hafa færst í vöxt. Aftur á móti er mikið ofbeldi allt í kring um krakkana. Eitt helsta áhugamál þeirra virðist vera að horfa á myndir í bíó og vídeó sem oft eru mjög svæsnar. En mesta hættan er ekki endilega fólg- in í því að krakkarnir gangi í skrokk hver á öðrum. Hitt getur reynst al- varlegra þegar fullorðnir menn leita á bæði stúlkur og pilta — þar er um að ræða kynferðislega áreitni allt frá dónalegum athugasemdum upp í það að vera dreginn inn í skúma- skot og nauðgað. Þá er mjög vara- samt fyrir krakka að vera að húkka bíla á kvöldin bílstjórar eiga það til að aka á afvikna staði og beita þar krakkana valdi. Nauðganir eru sjaldan kærðar og viðbrögð yfir- valda í þess háttar málum eru ekki nógu markviss. Algengt vandamál hjá krökkum er sambandsleysi við foreldra. Oft vilja foreldrarnir allt fyrir krakkana gera, en hafa ekki tíma til að sinna þeim vegna þess að þeir vinna svo mikið og kemur þá rót á fjölskyldu- lífið. Margir krakkar myndu vilja vera meira heima, en eira þar ekki og finnst þeir ekkert hafa þangað að sækja. Ekki bætir úr skák ef um er að ræða ofbeldi á heimilum. Því miður kemur fyrir að okkur berast upplýsingar um það að foreldrar berji börn sín eða pabbi sé alltaf að lemja mömmu og fleira í þeim dúr. Það geta allir séð hversu dapurlegt er að alast upp við slíkt. Aðstöðuleysi og vímuefnamál Undanfarna mánuði höfum við orðið vör við að heimilislausum unglingum hefur fjölgað, ungling- um sem búa á götunni í orðsins fyllstu merkingu. Ástæðurnar eru margslungnar: þeir eiga ekki fjöl- skyldu sem þeir geta leitað til eða hafa verið reknir að heiman eða geta einfaldlega ekki hugsað sér að vera heima af ýmiss konar ástæð- um, en leita sér náttstaðar í hita- kompum og vinnuskúrum. Þessum krökkum er mjög brýnt að hjálpaf Að lokum sögðu Edda og Stefanía: „En þegar yfir heildina er litið er tvennt sem ráða þarf bót á í málefn- um unglinga á Stór-Reykjavíkur- svæðinu: aðstöðuleysið og vímu- efnamálin. Það bráðvantar aðstöðu sem hentar öllum unglingum, en ekki aðeins þeim sem vilja vera í skátum eða íþróttum og slíku. Unglingarnir verða að fá stað sem þeir geta ráðið einhverju um, því að það hefur sýnt sig að þeir eru færir um að axla ábyrgð. — Á hinn bóg- inn er enginn vafi á því að neysla vímuefna hefur aukist mjög upp á síðkastið meðal unglinga — fyrir utan vínið virðist vera nóg framboð á hassi, pillum af ýmsu tagi og sniffefnum. Reyndar höfum við ekki haft tök á að kynna okkur málið nógu vel, en við lítum á það sem skyldu stjórnvalda að bregðast við vandanum, rannsaka orsakir hans og finna á honum lausn. Til þess þarf að sjálfsögðu nokkurt fjármagn, — en er ekki meira um vert að byrgja brunninn áður en það er orðið of seint?“ Heiðurslaun Brunabótafélags íslands 1984 I tilefni af 65 ára afmæli Brunabótafélags Islands 1. janúar 1982, stofnaðistjórn félagsins til stöðugildis hjá félaginu til þess að gefa ein- staklingum kost á að sinna sérstökum verk- efnum til hags og heilla fyrir íslenskt samfé- lag, hvort sem er á sviði lista, vísinda, menn- ingar, íþrótta eða atvinnulífs. Nefnast starfs- laun þess, sem ráðinn er: HEIÐURSLA UN BR UNABÓTAFÉLAGS ÍSLANDS. O Stjórn B. í. vetirheiðurslaunþessisamkvæmt sérstökum reglum og eftir umsóknum. Regl- urnarfástáaðalskrifstofuB.í. aðLaugavegi 103 íReykja vík. O Þeir, sem óska aðkoma tilgreina viðráðn- ingu ístöðuna á árinu 1984 (að hluta eða allt árið)þurfa aðskila umsóknum tilstjórnar félagsins fyrir 10. okt. 1983. Brunabótafélag íslands

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.