Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 24
/
Áreiðarilegar heimildir
Helgarpóstsins innan
Sjálfstæðisflokksins herma
að yfirgnæfandi líkur séu á því að
Þorsteinn Pálsson alþingismaður
verði kjörinn næsti formaður Sjálf-
stæðisflokksins á landsfundinum í
nóvember. Geir Hallgrímsson, for-
maður og utanríkisráðherra, hefur
undanfarið verið í fríi, sólað sig
suður á Spáni og hugsað ráð sitt.
Engar horfur eru á því að hann
ákveði að fara fram aftur. Og þótt
svo ólíklega færi er alveg ljóst að þá
yrði gerð tilraun til að fella hann í
formannskjöri. Þeir þrír kandídat-
ar sém nú þegar eru farnir að undir-
búa þátttöku í formannskjöri eru
sagðir harðákveðnir í að draga sig
ekki til baka. Það er mat heimildar-
manna okkar að staða Þorsteins
Pálssonar sé sterkust: Hann hafi
yfirburða fylgi landsfundarmanna
utan Reykjavíkur og þar að aukí
verulegt fylgi í Reykjavík; hann hafi
fylgi langflestra fulltrúa Sambands
ungra sjálfstæðismanna og hann
hafi algjöran stuðning atvinnurek-
enda, enda fyrrum framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambands
íslands. Talið er að niðurstaða
formannskjörs yrði þessi: 1. Þor-
steinn, 2. Birgir ísl. Gunnarsson og
3. Friörik Sophusson.
pn Á sama tíma og verið er að
ý*J ræða stórfelldan niðurskurð
og samdrátt í orkufram-
kvæmdum hér á landi vegna pen-
ingaleysis, gera gulltoppar íslenskra
orkumála sér lítið fyrir og fjöl>
menna á orkuþing í Nýju Dehli á
Indlandi. Flugfar þangað kostar
bara tæpar 70.000 kr. Þingið hófst
um miðjan mánuðinn og topparnir,
fara nú hver af öðrum að tínast
heim. Sjö orkutoppar héðan gátu
ekki misst af þessu þingi og einn
ætlaði, en komst ekki. Þeir sem
fóru: Jakob Björnsson, orkumála-
stjóri, Rútur Halldórsson, einnig
frá Orkustofnun, Jóhann Már
Maríusson, yfirverkfræöingur
Landsvirkjunar, Þóroddur Th. Sig-
urðsson vatnsveitustjóri og stjórn-
arformaður Hitaveitu Suðurnesja
og Kristján Jónsson, rafmagns-
veitustjóri. Sá sem ætlaði að fara en
komst ekki vegna anna: Jóhannes
Nordal stjórnarformaður Lands-
virkjunar. Einhverjir makar munu
hafa verið með í ferðinni — alls
12-13 manns. Áætlaður kostnaður
við ferðir: Tæp ein milljón króna.
Matur oggisting: 2-300.000 kr. Við-
komandi stofnanir greiða þó ekki
fyrir maka.
Þingið í Nýju Dehli er svokallað
„World Energy Conference“, haldið
á þriggja ára fresti hér og þar um
heiminn. Aðild að þessu þingi eiga
orkufyrirtæki 80 þjóða. Þau
mynda frjáls samtök undir handar-
jaðri Sameinuðu þjóðanna. Lands-
virkjunarmenn höfðu með sér er-
indi á þingið. Það fjallar um orku-
mál á íslandi. Ekki er vitað hvort
aðrir í hópnum höfðu erindi. Aðal-
mál þingsins voru orkumál í þró
unarríkjunum....
Pl Einn, tveir, þrír, fjór....
J Komið hefur til tals í sjón-
y varpinu að Jónína Benedikts-
dóttir sjái um stuttan líkamsræktar
og/eða leikfimiþátt á skjánum í vet-
ur. Jónína hefur séð um morgun-
Ieikfimi í útvarpinu frá því i fyrra-
haust. Sumu fóiki hefur gengið erf-
iðlega að átta sig á æfingunum og
vilja sjá þær. Sjónvarpinu hafa bor-
ist óskir, sérstaklega frá eldra fólki,
um að svona þáttur birtist á skján-
um. Ekki er annað vitað en að þetta
hafi hlotið góðar undirtektir, en
málið hefur ekki enn fengið af-
greiðslu í útvarpsráði....
Ljóst er nú að forstjórar
f J Bæjarútgerðar Reykjavíkur,
y Björgvin Guðmundsson og
Einar Sveinsson, munu láta af
störfum um áramótin í kjölfar
stjórnkerfisbreytingarinnar sem
meirihluti borgarstjórnar hefur
samþykkt að gera á fyrirtækinu.
Hin nýja toppstaða framkvæmda-
stjóra verður auglýst núna á næst-
unni. Talið er að þegar sé búið að
finna manninn sem það hnoss
hreppir, en eftir því sem Helgar-
pósturinn hefur sannfrétt verður
það hvorki Björgvin né Einar og
ekki heldur Ragnar Júlíusson, for-
maður útgerðarráðs, sem ýmsir
töldu sjálfgefið að settist á tind-
inn...
Einhver vinsælasti útvarps-
/“J þáttur síðasta vetrar var Á
tali í umsjá Eddu Björgvins-
dóttur og Helgu Thorberg. Og nú
koma gleðifréttirnar: Vegna fjölda
áskorana, hlustenda sem yfirstjórn-
ar útvarpsins, verður þráðurinn upp
tekinn á dagskrá hljóðvarps 8.
október n.k. Hvar þær Edda og
Helga munu láta greipar sópa
nákvæmlega kemur í Ijós en spurn-
ingin sem nú brennur á vörum
landsmanna er auðvitað: Verður
Elli með?...
V 1 Guðrún Jónsdóttir, forstöðu
f' J maður Borgarskipulags
y Reykjavíkur, hefur lengi þótt
óþjáll embættismaður í augum
meirihluta sjálfstæðismanna í
borgarstjórn og hefur samstarfið
við hana og stofnun hennar trúlega
aldrei verið verra en nú vegna
Skúlagötuslagsins svokallaða.
Helgarpósturinn hefur góðar
heimildir fyrir því, að ljóst sé að
niðurstaða þessara deilna verði sú,
að Guðrún missi stöðuna. Samn-
ingur hennar rennur út snemma á
næsta ári. Hann verður ekki endur
nýjaður...
Staða fulltrúa fjármálaráðu-
neytisins í stjórn Flugleiða hf.
hefur einatt þótt skipta miklu
ekki síst pólitískt og breytingar
gjarnan fylgt stjórnarskiptum. Svo
er einnig nú, — en þó aðeins til
hálfs. Fjármálaráðuneytið hefur nú
skipt um aðalfulltrúa: Út fór Rúnar
Johannsson Alþýðubandalags-
maður og inn kom Sigurgeir Jóns-
son, sjálfstæðismaður og aðstoðar-
bankastjóri Seðlabankans. Athygli
vekur hins vegar að ekki er breytt
Fimmtudagur 22. september 1983
_Helgar
ZPð.
pðsturinrr
um varamann ráðuneytisins. Hann
verður eftir sem áður enginn annar
en Þröstur Ólafsson, Alþýðu-
bandalagsmaður og nýr fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar...
Hitaveita Akureyrar er
f~ J bæjarstofnun sem mörgum
y borgurum þar er þyrnir í aug-
um; er þjónusta stofnunarinnar
æði umdfeild og stendur hún illa
fjárhagslega. Jafn umdeildur er yf-
irmaður hitaveitunnar, Wilhelm V.
Steindórsson sem mörgum þykir
nokkuð sérlundaður embættis-
maður. í annarri veitustofnun bæj-
arins, Rafveitu Akureyrar, situr svo
annar smákóngur, Knútur Otter-
stedt. Þessar tvær umdeildu veitu-
stofnanir deila m.a. innbyrðis um
það núna hvor þeirra eigi að selja
orku til tiltekins húss í bænum. En
fljótlega mun andrúmsloftið
hreinsast því trúlegt er talið að þess-
ar tvær stofnanir verði sameinaðar.
Margir eiga þó erfitt með að sjá þá
Wilhelm og Knút sitja að samning-
um, enda mun það mál leysast far-
sællega fyrir Wilhelm, því Knútur
mun um áramót taka formlega Við
starfi svæðisstjóra Landsvirk junar
á Norðurlandi....
tr1! Nú um helgina verður haldið
1 ársþing Sambands ungra
y sjálfstæðismanna. Við
stjórnarkjör er ekki vitað um mót-
framboð gegn Geir H. Haarde, sem
verið hefur formaður SUS og mun
hann því verða endurkjörinn...
STENI - VEGGKLÆÐNING
STENI-veggklæðning er frábær
fyrir flestar gerðir nýbygginga, t.d.
einbýlishús, fjölbýlishús, skóla,
iðnaðar- og verslunarhúsnæði,
svo eitthvað sé nefnt.
Andlitslyfting fyrir gamla
húsið.
STENI-veggklæðning er tilvalin
þegar endurnýja þarf gamla húsið,
ekki síst vegna þess hve vel hún
gengur með öðrum efnum, s.s.
bæsuðu eða máluðu timbri og
gefur þannig ýmsa möguleika.
Orkusparnaður og einangrun-
argildi.
Mörg eldri hús eru illa einangruð
og þ.a.l. dýr í upphitun. Með
STENI-klæðningu og glerullar-
einangrun á útveggi fæst hlýtt og
notalegt hús og stórum minni
upphitunarkostnaður.
STENI - VEGGKLÆÐNING - Sannkallað „steinefni" fyrir húsið
O BYGGINGAVORUVERSLUN
BYKO KÓPAV0GS
TIMBURSALAN
SKEMMUVEGI 2 SÍMI;41000
K/NG
cfinwN Læstir með lykli og talnalás.
toCROWN M
CROWN
Eldtraustir og þjófheldir, framleiddir
eftir hinum stranga JIS staðli.
10 stærðir fyrirliggjandi, henta
minni fyrirtækjum og einstakling-
um eða stórfyrirtækjum og stofnun-
um.
Eigum einnig til 3 stærðir diskettu-
skápa — datasafe
rr