Helgarpósturinn - 29.09.1983, Page 5

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Page 5
_Helgai-------- nficztl irinn Fimmtudagur 22. september 1983 5 Talsmenn vísindalegra sálarrannsókna telja tíma hefðbundins spíritisma liðinn tvær áttir. Annars vegar til óvís- indalegrar starfsemi áhugafólks, og getur sú iðkun hæglega lent út í fúsk. Hins vegar lá leiðin yfir í dularsálfræðina“ Spjótunum er beint aðspiritism- anum í tímariti Sálarrannsóknar- félagsins og þau sjónarmið sem þar koma fram urðu þess valdandi að stjórnin ákvað að senda ritið ekki MORGUNN RITSIJÖHI: JAKOBSSQN HRIS I >f$SI Dffll: HfUEIðSU: Skilttttli SJ.fi I, Itylin* - Si*i UlSC Forsíða hins umdeilda sumarheftis Morguns, sem kom deilunum innan Sálarrannsóknafélagsins af stað. út fyrr en ljóst væri hvaða meining lægi að baki orðanna. Dáleiðsla, geislalækningar og miðilsfundir En hvað hafa aðilar málsins um þetta að segja? Guðmundur Einarsson verk- fræðingur sagði að stjórnin hefði ákveðið að skýra sín sjónarmið í næsta hefti Morguns og hið sama mun Þór Jakobsson gera. Jafn- framt verður haldinn félagsfundur 11. október þar sem tekið verður til umræðu hvort spíritisminn hafi runnið sitt skeið á enda. Guðmund- ur sagðist þeirrar skoðunar að það væri langt í frá, að spíritisminn væri að gefa upp andann, reynsla fólks bæri vott um annað. Félagið hefur á undanförnum árum beint sjónum að ýmsum efnum sem tengjast sálarrannsóknum, t.d. dáleiðslu, geislalækningum, erindi var nýlega flutt um myndir sem teknar hafa verið af útgeislun líkamans og fleira mætti telja. Þess utan eru haldnir miðilsfundir og miðlar jafnvel fengnir erlendis frá. Þá býður félag- ið upp á tíma hjá lækningamiðlum. Guðmundur sagði að á fundin- um s.l. þriðjudag hefði verið rætt um málin í bróðerni, en skoðanir væru skiptar. Spurningin snerist um það hvort einstaklingar gætu komist að vísindalegri niðurstöðu án þess að ráða yfir sérþekkingu. Guðmundur sagðist telja sannað að fólk yrði fyrir reynslu sem ekki væri hægt að vefengja. Guðmundur benti á að í rannsóknum dr. Erlend- ar Haraldssonar á dulrænni reynslu íslendinga hefði komið fram að um 42% þeirra sem spurðir voru höfðu leitað til huglæknis og 92% töldu sig hafa náð jákvæðum árangri. „Sumt er hægt að kanna á rann- sóknarstofum, annað ekki“ Hann sagði einnig að umræðurnar innan stjórnar Sálarrannsóknarfélagsins hefðu meðal annars beinst að því hvað spíritismi væri. Til þess að svara því hvar spíritisminn er á vegi staddur, verður fyrst að gera sér Texti: Kristín Ástgeirsdóttir Myndir: Jim Smart grein fyrir því hvað menn eiga við með orðinu spíritismi. Rannsóknir á framhaldslífi Erla Tryggvadóttir sem einnig á sæti í stjórn Sálarrannsóknar- félagsins sagði að það hefði komið sér á óvart í umræðunni s.l. þriðju- dag, hversu skoðanir væru skiptar á spíritismanum og eðli hans. Hún sagði að það færi oft svo að starfið í félaginu beindist mjög að öllu því sem gerast þarf, en sjálfur grund- völlurinn gleymdist. Það gæfist sjaldan tími til að ræða hvaða hugmyndir fólk hefði um lífið. Það hefði því ekki verið vanþörf á að brydda upp á umræðu, en í ljós kom að skoðanir voru margar og ólíkar. Sjálf sagðist hún höll undir skilgreiningu Brother John sem er vel þekktur innan fræðanna. Hann segir eitthvað á þá leið að skipta beri sálarrannsóknum í tvennt, annars vegar dulsálarfræðina sem er stunduð með vísindalegum að- ferðum, hins vegar er um að ræða lífsfílósófíu, það hverju menn trúa um umhverfi sitt, dulræn fyrir- brigði og annað líf. Guðmundur Einarsson sagðist einnig hallast að því að spíritisminn væri heimspekileg skoðun byggð á rannsóknum á framhaldslífi. Þar væri átt við skoðanir fólks á fram- haldslífi og sambandi við annan heim og þá kenningu að framhalds- líf hvers og eins tengdist því hvernig menn verja lífi sínu á jörðinni. Þessar skoðanir eru óháðar trúar- brögðum og finnast nánast alls staðar meðal manna í einhverju formi. Eða eins og Guðmundur sagði: „fyrir suma er spíritisminn eins og andlegt flotholt" Erla Tryggvadóttir sagði að sér fyndist ritstjórinn taka sterkt til orða þegar hann fullyrti að spírit1- isiminn væri aðsyngja sittsíðasta og ekki væri hægt að ná frekari árangri með honum. Fólk liti á rit- stjórarabbið eins og leiðara í blaði og því hefði stjórnin ekki viljað senda ritið út án þess að athuga og ræða málið fyrst. Það væri hins vegar sín skoðun að félagið ætti að ná yfir allt það sem tengist sálar- rannsóknum, félaginu væri ætlað að koma upplýsingum á framfæri. Það væri fyrir leitandi fólk. Sumir teldu sálarrannsóknarmenn vera að fást við kukl, en þeirra vilji væri að reifa allar skoðanir um þessi mál. Lætur af störfum Þór Jakobsson ritstjóri sagði að sínar skoðanir á spíritisma væri að finna í Morgni. Hann liti svo á að Sálarrannsóknarfélagið ætti að vera félag áhugamanna og vísinda- manna. Hann hefði á sínum þrem- ur árum sem ritstjóri reynt að opna ritið, hann teldi mikilvægt að kynna fólki það sem væri að gerast í rann- sóknum erlendis, en því miður virt- ust margir halda að Sálarrann- sóknarrélagið gerði ekkert annað en að fást við miðla og veittu félag- inu litla athygli. Hann sagðist vilja brýna fyrir fólki að nálgast dulræn efni með opin augu og trúa ekki öllu. Hann teldi að spíritisminn hér á landi hefði ekki borið árangur vísindalega séð. Viðræður hans við stjórnina hefðu verið bæði gagnleg- ar og skemmtilegar; innan Sálar- rannsóknarfélagsins væri fólk með sömu áhugamál en mismunandi sjónarmið. í næsta hefti Morguns myndu menn leiða saman hesta sína og ræða hin mismunandi sjónar- mið. Þór mun ritstýra næsta hefti Morguns, en eftir það lætur hann af störfum að eigin ósk. „Ekkert til framliðinna heyrst“ Hvað segja svo þeir sem standa utan Sálarrannsóknarfélagsins, en hafa áhuga og þekkingu á heim- speki og „lífsfilósófíu" Guðmundur Magnússon blaða- maður hefur lagt stund á heimspeki og meðal annars flutt erindi um spíritismann og þá hreyfingu sem honum tengist. Hann sagði í viðtali við HP að hann teldi spíritismann og andatrú vera í andaslitrunum. Þeir sem hefðu áhuga á slíkum fræðum væru einkum eldra fólk, ungt fólk léti sér fátt um finnast. Hann sagði að það yrði að teljast til tíðindaþegar aðalmálgagn spíritism- ans í landinu sneri við blaðinu og birti efni sem væri gagnrýnið á ríkj- andi sjónarmið. Framkoma stjórn- arinnar hefði hingað til verið óvirð- ing við ritstjórann, innan Sálar- rannsóknarfélagsins væru greini- lega mjög skiptar skoðanir sem ekki hefðu áður komið fram í dags- ljósið jafn greinilega og nú. Arnór Hannibalsson dósent við Háskóla íslands sagðist vera þeirrar skoðunar að sumt af því sem áhugamenn um annað líf hefðu fengist við, svo sem söfnun gagna um dulræna reynslu fólks væri af hinu góða, því mætti líkja við söfn- un þjóðfræða. Hitt væri svo annað mál að fræðigreinar eins og sál- fræði yrði að viðhafa vísindalegar aðferðir og sýna fram á vísindaleg- ar niðurstöður. Út úr spíritisman- um hefðu ekki komið nein vísindi. Á fyrstu árum spíritismans í Eng- landi reyndu menn að standa vísindalega að verki og safna stað- reyndum í gegnum miðla. En þarna eru vandamál á ferð. Trúarleg sannindi eins og skoðanir manna um lífið fyrir handan, eru annars eðlis en aðrar kenningar. Menn skilja vísindi almennt öðrum skiln- ingi en spíritistar. Spíritisminn sýn- ir fyrst og fremst afstöðu í trúmál- um og trúarleg sannindi verða ekki sönnuð með vettvangskönnunum. „Það hefur ekkert komið fram sem sannar það sem spíritistar hafa ver- ið að segja“, sagði Arnór. „Menn eins og Einar H. Kvaran, Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri og fleiri Framh. á síðu 17. síðu HAUSTTILBOÐ! 1. Haus 2. Sviri 3. Bógur 4. Hnakkadrambur 5. Hryggur 6. Lend 7. Rifjasteik 8. Siöa 9. Slag 10. Höm — Læri 11. Skanki og tær 140. - kr. kg. tilbúið í frystinn ^grlpakjölso^^ Sundurhlutun séð utan frá 1. Háls 2 Herðakambur 3. Framhryggur 4. Þunnasteik 5. Þykkasteik 6. Þríhyrningur 7. Hali 8. Háls 9. Bógur 10. Bógur 11. Skanki 12. Síða 13. Klumpur 14. Innanlærisvöövi 15. Kviðstykki 16. Kviðstykki 17. Slag 18. Skanki Sundurhlutun séð innan frá 1. Háls 2 Herðakambur 3 Hryggur 6 Þríhyrningur 7. Hali 11 Skanki 12 Síða 13. Klumpur 15 Kviðstykki 16. Kviðstykki 17. Slag 18 Skanki 19. Lundir 20. Bringa 21. Innanlærisvöðvi 129r kr. kg. Flokkur U.N. I Tilbúið í frystinn Ath. Biðjið um bók Arnar og Örlygs um nautakjöt og svínakjöt og margt skemmtilegt kem- ur í Ijós. OPIÐ A LAUGARDÖGUM KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk 2.S.86JII

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.