Helgarpósturinn - 29.09.1983, Síða 7
,,Ég ætla að verða
kappakstursmaður“
— segir Hrannar Már Sigurðsson 8 ára, aðal-
leikarinn í nýju sjónvarpsleikriti
Nú standa yfir upptökur á nýju
sjónvarpsleikriti eftir Andrés Ind-
riðason og á það að heita „Þessi
blessuð börn“. Leikstjóri er Lárus
Ýmir Óskarsson. Aðalhlutverkið er
í höndum Hrannars Más Sigurðs-
sonar sem er átta ára strákur í Foss-
vogsskóla. Önnur hlutverk leika
Róbert Arnfinnsson, Margrét Ól-
afsdóttir og Steinunn Jóhannes-
dóttir sem leikur mömmu stráksins.
Leikritið fjallar um hjón sem koma
að skoða íbúðina hennar mömmu í
því skyni að festa á henni kaup.
Strákur sér þetta allt á sinn hátt og
þykir að vonum margt skondið í
fari fullorðna fólksins. — í samtali
við Helgarpóstinn sagði Hrannar
Már Sigurðsson m.a.: „Ég er alveg
ófeiminn að leika, enda vanur
þessu. Ég hef leikið í skólaleikrit-
um, t.d. lék ég Helga í Bakkabræðr-
um. Annars heillar leiklistin mig
ekki jafnmikið og kappakstur, en
ég ætla sko að verða kappaksturs-
maður þegar ég er orðinn stór, og
keyra bæði á bílum og mótorhjól-
um. Ég fékk frí úr skólanum í viku
til að leika í þessu leikriti, en ég læri
lexíurnar á kvöldin“.
Á myndinni má sjá þau Róbert
Arnfinnsson og Margréti Ólafs-
dóttur hlíta leiðsögn leikstjórans
Lárusar Ýmis Óskarssonar. — Inn-
fellda myndin er af Hrannari Má
Sigurðssyni 8 ára aðalleikara.
„Kvíöi ekki
verkefnaskorti“
— segir Erlingur Vigfússon óperu-
söngvari, sem heldur tónleika í kvöld
Erlingur Vigftísson óperusöngv-
ari hélt fyrri tónleika sína af tveim-
ur i Norræna húsinu í gær. í kvöld,
fimmtudagskvöld, heldur hann síð-
ari tónleika sína í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi og hefjast þeir
klukkan 20.30. Undirleikari á tón-
leikunum er Jónas Ingimundarson
píanóleikari.
„Ég hef verið ein sextán ár í Köln
í Vestur-Þýskalandi“, sagði Erling-
ur Vigfússon í stuttu spjalli við HP.
„Þar var ég fyrst við söngnám í
músíkakademíunni og síðar við
óperustúdíó Kölnaróperunnar. Við
þá óperu hef ég verið fastráðinn
söngvari síðan árið 1970.
Þetta er býsna strembið pró-
gramm, maður kemur fram áttatíu
til hundrað sinnum á ári. Þá bætast
við konsertar og gestaleikir í Þýska-
landi og utan þess. Ég hef sungið í
Israel, Portúgal, Belgíu og Hollandi
og víðar.
Það er mjög gott að starfa í
Köln“, sagði Erlingur ennfremur,
„óperan þar er mjög góð, held ég
mér sé óhætt að segja. Mikið af
heim'sfrægum söngvurum kemur til
að syngja þar — menn eins og
Placido Domingo ekki sjaldséðir
gestir.
Ég kom heim núna vegna upp-
töku á óperunni Cavalleria Rusti-
cana eftir Mascagni sem var flutt í
Þjóðleikhúsinu síðastliðið vor.
Þetta er í fyrsta skipti sem tekin er
upp á plötu ópera með íslenskum
texta, svo það er óvenjulega spenn-
andi að heyra hvernig til tekst. Ég
syng hlutverk Turiddu, mjög
skemmtilegt hlutverk — dramatísk-
ur ítalskur tenór. Úti bíður mín
Verdi-ópera, Falstaff, og að henni
lokinni koma svo Meistarasöngvar-
arnir eftir Wagner, þannig að ekki
þarf að kvíða verkefnaskorti“,
sagði Erlingur Vigfússon að lokum.
Á tónleikunum í Gerðubergi í
kvöld mun Erlingur syngja ljóða-
flokkinn Dichterliebe eftir Schu-
mann, íslensk lög þar sem m.a. má
nefna Minningu eftir Markús Krist-
jánsson, auk ítalskra laga.
Áfram ísland heitir leikrit sem
Gunnar Gunnarsson rithöfundur
hefur nýlega lokið við að skrifa og
Leikfélag Reykjavíkur er að bræða
með sér að taka til sýningar á næsta
leikári. Nafnið ber með sér að við-
fangsefnið er óvenjulegt: fótbolti.
Helgarpósturinn kom að máli við
Gunnar og spurði hann um tildrög
þess að hann fór að skrifa leikrit um
fótbolta.
„Það var Leikfélag Reykjavíkur
sem fékk mig til að skrifa leikrit
sem fjalla skyldi um knattspyrnu-
heiminn, það fjölskrúðuga mannlíf
sem honum er tengt. Ég eyddi sumr-
inu í að fylgjast náið með fótbolta-
liðum og reyndi að vera með þeim
sem mest. Persónur í leikritinu eru
tólf; leikmenn.-þjálfari og liðsstjóri.
f Um er að ræða landsleik milli
f Danmerkur og íslands. Lýst er
stemmningunni í búningsklefa á
undan leiknum svo og því sem ger-
ist í leiknum sjálfum. Auðvitað rík-
ir mikil spenna. Eins og þú veist
hafa Islendingar aldrei unnið Dani
í fótbolta"
— Hvernig er hugmyndin orðin
til?
„Stefán Baldursson var upphaf-
lega að velta fyrir sér að Iáta þýða
og staðhæfa enskt leikrit um fót-
bolta og fótboltamenn, sem víða
hefur verið sýnt. Færði hann í tal
við mig að ég annaðist það verk.
Bráðlega kom í ljós að betra væri að
skrifa nýtt leikrit út frá þessu efni,
því að það er svo margt ólíkt með
okkar knattspyrnu sem byggist á
áhugamennsku og atvinnuknatt-
spyrnunni úti“
— Hefurðu spilað fótbolta sjálf-
ur?
„Ég var gutlari hérna áður fyrr
svona rétt eins og hver annar. Fyrir
„Sólargeisli í tilveruna“
Þráinn Bertelsson frumsýnir Nýtt
líf í Vestmannaeyjum í kvöld
Tjaldið fellur í Vestmannaeyjum
í kvöld.
„Alheimsfrumsýning verður á
Nýju lifi í samkomuhúsinu í Vest-
mannaeyjum í kvöld og á morgun
verður frumsýning á meginlandinu,
í Nýja bíói í Reykjavík“.
Þetta sagði Þráinn BertelsSon
kvikmyndagerðarmaður í samtali
við Helgarpóstinn á dögunum.
Nýtt líf fjallar um tvo unga
menn, þjón og kokk, sem halda til
Eyja í þeim tilgangi að hefja nýtt líf.
Þeir fá sér vinnu við undirstöðuat-
vinnugrein þjóðarbúsins, og eins og
gefur að skilja verður hið undar-
legasta fólk á vegi þeirra, Sigurður
mæjónes, Lundi verkstjóri og fyrr-
um ungfrú Snæfells- og Hnappa-
dalssýsla, svo einhverjir séu nefnd-
ir. i
— Sjávarútvegurinn hefur lengi
verið á bömmer...
„...Kannski í höndum ríkis-
stjórnarinnar en ekki í okkar hönd-
um“.
— ...er þetta kannski bömmer-
mynd?
„Nei, þetta er gleðimynd, sólar-
geisli í tilveruna. Þetta er venjuleg
mynd, sem ég vona að sé skemmti-
leg“, sagði Þráinn.
Þráinn Bertelsson leikstýrir
myndinni, jafnframt sem hann
skrifaði handritið. Kvikmyndatöku
annaðist Ari Kristinsson. Jón
Hermannsson nam hljóð og var
jafnframt framleiðandi, og Jón
Karl Helgason farðaði leikara.
Aðalhlutverkin eru leikin af Karli
Ágústi Úlfssyni og Eggerti Þorleifs-
syni, en með önnur hlutverk fara
Runólfur Dagbjartsson, Sveinn
Tómasson, Eiríkur Sigurgeirsson,
Guðrún Kolbeinsdóttir og margir
fleiri. En alls koma hundruð manna
og kvenna fram í myndinni.
Ekki hefur Þráinn nákvæmar
tölur yfir kostnað við gerð myndar-
innar, en sagði að þeir væru
nokkuð góðir ef áhorfendur yrðu
um 40 þúsund.
— Hvernig reyndust svo Vest-
mannaeyingar við gerð myndar-
innar?
„Mjög vel. Það var nóg af fólki
til að leika í myndinni og „vanur
maður“ í hverju rúmi“, sagði Þrá-
inn Bertelsson, fyrstur íslenskra
kvikmyndagerðarmanna til að
frumsýna utan Reykjavíkur.
Nýtt leikrit um fótbolta eftir Gunnar Gunnarsson:
„Ekki pláss fyrir
kvenhlutverk“
leikritið gat ég þó aðallega byggt á
kynnum mínum frá í sumar, en ég
var mest með Breiðabliki. Það
er mikil spenna í knattspyrnulífinu,
sérstaklega í úrvalsdeiídinni, og
hart barist — ekkert síður þótt eng-
ir peningar séu í húfi. Það er mikil-
vægt að halda sínu sæti o.s.frvþ
— Það er athyglisvert, þegar
kvennaleikhús eru svo ofarlega á
baugi, að fram komi leikrit sem ein-
göngu er skipað karlleikurum.
„Ég ætlaði í upphafi að hafa
kvenhlutverk í leikritinu, en það var
einfaldlega ekki pláss fyrir þau.
Það hefðuþá aðeins verið hlutverk
bundin við kynferði: eiginkonur,
kærustur o.s.frv. — svo mér fannst
það óþarfi. Reyndar er erfiðleikum
bundið að hafa einvörðungu karl-
menn í hlutverkum, því að ekki eru
nægilega margir ungir karlleikarar
starfandi við Leikfélagið. Verður þá
að grípa til þess ráðs að lausráða
mannskap, en það mun auðvitað
hafa nokkurn kostnað í för með sér.
En burtséð frá því: Hvers vegna má
ekki skrifa um „reynsluheim“ karla
eins og kvenna?"
Þráinn Bertelsson brosir kampakátur. Kvikmynd hans, Nýtt líf, verður
frumsýnd í Vestmannaeyjum í kvöld