Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 14
14 JpiSsturinn Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólf- ur Margeirsson. Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thor- steinsson Blaöamenn: Guðlaugur Bergmunds- son, Kristin Ástgeirsdóttir, Þórhallur Eyþórsson. Liósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri:lngvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Lausasöluverð kr. 25 Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ár'-t múla 36, Reykjavik, simi 8-15:11. Af-l greiðsla og skrifstofa eru aö Ármúla; 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Vísindi eða trúarbrögð? Umræður um spíritisma og andatrú spretta upp öðru hvoru hér á landi. Svar við þeirri | spurningu hvort líf sé eftir dauðann vefst fyrir mönnum og þeir sem trúa hafa löngum deilt um það hvort það sé við hæfi aö leita eftir sambandi viö þá sem eru handan við gröf og dauða. í Helgarpóstinum í dag er fjallað um deilur innan Sálar- rannsóknarfélagsins, sem snúast um það hvort spíritism- inn sé að renna sitt skeið á enda. í tvo mánuöi hefur tíma- ritið Morgunn legiö á skrifstofu félagsins, án þess að áskrif- endur hafi fengið það í hendur. Ástæðan er sú að ritiö flytur aö þessu sinni efni sem túlkar önnur sjónarmið en þau sem löngum hafaeinkenntspíritism- ann hér á landi. Ritstjórinn 'heldur því fram að engum frekari árangri verði náö með alþýðlegri andahyggju, - vísindalegar aðferðir eigi aö hafa yfirhöndina þegar fjallað er um sálarrannsóknir. Stjórn Sálarrannsóknarfélagsins fellst ekki á þessa skoðun og eru framundan umræður inn- an félagsins um eöli og stöðu spíritismans. Sennilega þarf langt að leita til aö finna jafn mikinn áhuga á dulrænum efnum og ríkir hér á landi. Bækur um dulræn efni streyma á markaö, miðlar og huglæknar hafa nóg aö gera. Áhuginn sést meðal annars á þeim þúsundum karla og kvenna sem eru í Sálarrann- sóknarfélaginu. Hvernig ber að skýra þennan áhuga? Ber meira á dulrænum fyrirbærum hér en annars staðar? Svo mikið er víst að þaö eru einkum áhugamenn sem hafa reynt að svaraspurningum um dulræna reynslu. Hér á landi hefur verið lítið um vísindalegar rannsókn- ir á ýmiss konar reynslu fólks sem erfitt er aö skýra en víða erlendis fara fram miklar kannanir sem eflaust eiga eftir að skýra margt það sem gerist og ekki á sér augljósa skýr- ingu. Hér skal ekki dregið í efa að fólk verður fyrir margvíslegri reynslu sem þekking okkar kann ekki skýringar á, en á meðan þær finnast ekki verður örugglega deilt áfram um fram- haldslíf, hvað séu vísindi og hvað trúarbrögð. Grafið og þér munuð finna... Það getur verið anzans ári Ieiði- gjarnt, þegar fjölmiðlar fá tiltekin mál eða persónur á heilann. En öllu verra er, þegar sami fjölmiðill miss- ir áhuga á málinu jafnskyndilega og hann blossaði upp. Þegar hamr- að er á sama málinu sýknt og heilagt má nieð góðum vilja líta á það sem tilraun t.d. blaðs til þess að fylgja máli eftir til söguloka. En „árátta“ blaðs í tilteknu máli hygg ég að sé sjaldnast til komin vegna einskærs áhuga á málalokum, held- ur fremur vegna þess að það er lítið í fréttum og reynt er að mjólka til- tekið mál á meðan vinnulistinn er rýr. Hitt er þó öllu verra, að sjá blað birta úrvalsgóða grein um mjög áhugavert mál, sem er byrjun máls, og sjá svo ekki meir. Þetta sýnist mér hafa gerst hjá Helgarpóstinum nú nýverið. Fyrir nokkrum vikum birtist mjög athyglisverð grein um Gullskip hf„ sögu leitarinnar og persónurnar, sem komið hafa við sögu leitar- innar að þessu hollenska Indíafari. Ýmislegt, sem þarna kom fram var ekki einvörðungu athyglisvert, heldur virtist það gefa tilefni til enn frekari rannsóknar blaðsins. Satt best að segja gat ég ekki skilið grein Hallgríms Thorsteinssonar, blaða- manns Helgarpóstsins, öðru vísi en svo, að einhvers staðar í þessu máli og sögu þess, væri eða kynni að vera, skítugt mél í pokanum. Efnisatriðin skipta ekki höfuð- máli í þessu samhengi. Þau er að finna í Helgarpóstinum þ. 8. september sl. Það sem ég vil gera athugasemd við er, að Helgarpósturinn skuli ekki hafa fylgt eftir þessu máli, eins og blaðinu ber nánast skylda til. Eftir þessa fyrstu grein þá beið ég eftir næsta Helgarpósti í von um, að fyllt væri í a.m.k. nokkur aug- ljós göt í frásögninni. Raunar gerði ég fastlega ráð fyrir því, að önnur blöð tækju málið upp á eigin vett- vangi strax helgina eftir að Helgar- póstsgreinin birtist. Svo var ekki, Fimmtudagur 29. september 1983 /rinn Stórfelld aðstoð bandaríska hersins og Helgarpósturinn brást vonum mínum einnig. Þarna var raunverulega ástæða til þess að fylgja máli eftir, en málið „gleymdist". Ég set gæsalappir utan um sögn- ina, því staðreyndin er að minni hyggju oftast sú, að blöðin gleyma ekki málum, sem eru þungavigtar- mál, heldur skortir þau þrek, þor, dug, kraft og afl til þess að full- vinna mál. Grein Hallgríms í HP um „ævin- týramennina“ og Gullskip hf„ er skólabókardæmi um vönduð vinnubrögð. Einmitt þess vegna kom ekki allt það fram, senr átt hefði erindi til lesenda, hygg ég. En það á ekki að aftra blaðamanni frá því að halda áfram. Málinu er ekki siglt í strand. (Raunar má segja sem svo, að það sé ábyrgðarhluti að hætta við hálfnað verk. Þá þarf lesandinn að fara að geta í raun- verulegar eða ímyndaðar eyður). Nei, með atorku, áræði og jafn- vel aðstoð ætti ekki að vera of seint fyrir Helgarpóstinn að grafa málið upp, fara í saumana á vísbending- um og hver veit nema að eitthvað komi þá í leitirnar. Halldór Halldórsson ritstjóri íslendings á Akureyri Lítið svar við bókmennta- gagnrýni Grein þessi var ætluð til birtingar í DV, en var hafnað. HP hefur orðið við beiðni höfundar um birtingu hennar. í apríl I vor kom grein um bók- menntir í Dagblaðinu—Vísi um bók mína DAGURINN ÞEGAR ÓLI BORÐAÐI SÓSUNA MEÐ SKEIÐINNI. Þessi grein var eftir Matthías Viðar Sæmundsson. Hann talar um að bókin sé samsafn af ambögum, brengluðum beyging- um og stílleysum. Mín ætlun var ekki að sögur mínar einkenndust af hárri málnotkun eins og Matthías Viðar ætlast til. Hann hefur greini- lega misskilið minn góða tilgang. Matthías er einn af þeim sem kann ekki að lesa; veit ekki til hvers skáld skrifa. Bókmenntagagnrýnendur vilja að skáldskapur sé merkilegur og fágaður svo helst enginn skilji nema menntamenn. En ég er að skrifa fyrir fólkið. Hef eitthvað í hjartanu sem ég þarf að segja heiminum. Ög ég ábyrgist að venjulegu fólki finnst bókin mín skemmtileg og að hver sem er skilji boðskap hennar. Ef maður fer á bókasafn til að fá sér eitthvað skemmtilegt að lesa þá fer bókasafnsfræðingurinn, sem hefur lært þetta merkilega fag í út- löndum, oft í Svíþjóð, að reyna að hafa áhrif á smekk manns. Hann reynir að beina manni frá ástarsög- unum og reyfurunum. Þegar maður kemur út á tröppurnar er maður með stafla af bókum sem mann langar ekkert til að lesa. Bókaútgef- endur ráða til sín bókmenntafræð- inga sem eru ráðgjafar i sambandi við útgáfur. Og þá ræður það sjón- armið; hvað þeir vilji að komi fyrir augu fólksins, ekki hvað fólkið vill í alvöru lesa. Þetta andskotans menntafólk er að reyna stjórna því hvað við lesum. Þetta skín í gegnum bókmennta- gagnrýni Matthíasar Viðars um bók mína um Sósu Óla. Og hann talar um smásöguna: „Þetta bókmenntaform er við- kvæmt eins og ljóð. Það krefst ög- unar, stílþroska og einbeitingar. Engu orði má vera ofaukið, einskis vant, eigi sagan að ná tilgangi sín- um“. Djöfulsins bull. Á smásagan að- eins að vera rétt röð af fallegum orðum, þar sem hið fágaða ytra út- lit textans skiptir öllu máli, en inni- haldið ekki; þar sem frelsi andans er ekkert? Nei. Það eru einmitt svona smásögur sem við erum öll orðin hundleið á. Sögur sem gerast í þoku og maður botnar hvorki upp né niður í. Maður gæti alveg eins ráðið krossgátu. Sögur eru til þess að skilja þær. Og þegar ég skrifa þá nota ég það mál sem fólk á best með að skilja. Mál sem fólk talar dags- daglega í strætó, þó það sé fullt af málleysum og ambögum. Því al- vöru skáld talar frá hjartanu, ó- þvingað. Það er innihaldið sem skiptir mestu máli. Það virðist allt hafa farið framhjá Matthíasi því heilabú hans pælir bara í uppröðun orða, beygingum og ambögum. „Smásagan sem og annar skáld- skapur krefst formsköpunar og sér- stakrar málnotkunar". Sko, þarna kemur það aftur. í augum Matthíasar á skáldskapur að vera hátíðlegt rugl sem meðal maður getur ekki skilið. Tilgangs- laus orðaleikur. En hvað með fólk-. ið, erum við ekki að skrifa fyrir það? Islenskar bókmenntir eru orðnar algjörlega dauðar. Komnar of hátt upp í skýin. Það ríkir ákveðin per- sónudýrkun og íhaldssemi. Islensk- ar skáldsögur einkennast af vanda- málakjaftæði eða marklausri frá- sögn. Margt ættað frá Norðurlönd- um. Sumar eru þó skemmtilegar. Það er tilgangslaust að lesa bæk- ur þar sem er engin hjartahlýja, enginn brennandi boðskapur, engin afþreying. Það er ekki nóg að það sé fínn og fágaður stíll. Það eru út- gáfurnar sem eru orðnar einhæfar í vali á skáldsögum. Þeim finnst ekki nóg að skáldsaga sé skemmtileg, því miður. íhaldssemi og þröngsýni blindar hinn frjálsa smekk útgáfu- stjóranna. Þetta eru menn með sjónarmið eins og Matthías Viðar. íslénska skáldsagan er búin að fá lélegt orð á sig og útgefendur kvarta sáran. Segja að fólk kaupi þær hreinlega ekki. Frekar kaupi það út- lenska reyfara eða matreiðslubæk- ur. Útgefendur þakka sínum sæla ef íslensk skáldsaga selst í 600 eintök- um. Ég frétti að aðeins 300 eintök hefðu selst eftir vel þekktan höf- und. Þeir geta kennt sjálfum sér um. Þeir viðurkenna að þeir hafi ekki hugmynd um hvaða bók muni seljast og hver ekki. Það sé bara eitthvert undur sem gerist þegar skáldsaga fer allt í einu að seljast. Framh. á síðu 17 FÖSTUDAGSKVÖLD í JIS HÚSINU | í Jli HÚSINU OPIO í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD 0PIÐ LAUGAR DAGA EURQCARD NYJUNG JL grillið Op»ða ^ Grillréttir allan daginn vets'unar * Réttur dagsins MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN HUSGA GNA URVAL Á TVEIMUR HÆÐUM. RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.