Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 20
20 Fimmtudagur 29. september 1983 ^pfísturinn efu á þriðjudagsmorgni. Að þessu sinni er ekki margt um manninn á bið- stofunni og að vörmu spori er mér vísað inn til forsetans. Vigdís Finn- bogadóttir heilsar alúð- lega, býður mér sæti og spyr hvað hún geti gert fyrir mig. Hún er Ijós- klædd og það er sumar í fasi hennar. Ég ber upp erindið — að fá upplýs- ingar um hvað sé viðtals- tími forseta Islands. Forseti Finpbo stofu tek Hvaða úrlausnarefni œtli það séu sem fólk tel- ur sig ekki geta leitað með til annars en forseta íslands? Hverjir eru það einkum sem ganga á fund forseta og hver eru erindin? íþví skyni að fá þessum spurningum svar- að höfum við fengið við- tal við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, á skrifstofu hennar í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu klukkan ell- Að „áfrýja“ til forseta „Ég hélt aö þú værir kominn vegna ökuleyfissviptingar", segir Vigdís forseti brosandi og bætir við: „Ég sá að það hafði verið bók- að viðtal út af slíku máli, en það er stundum leitað til forseta um náðun ef sérstaklega stendur á. Þetta hefur verið annasamur morgunn, í mörg horn að líta. Ég átti fund með forsætisráðherra klukkan hálf níu, en forseti og for- sætisráðherra hittast alltaf vikulega á þeim tíma. TVisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, hefur forseti svo viðtalstíma frá hálf tíu til tólf, og er gert ráð fyrir um það bil stundarfjórðungi fyrir hvern gest — en það fer vitaskuld eftir því hversu viðamikið erindið er. í viðtalstímum er bekkurinn venjulega þétt setinn. í morgun voru hér til dæmis á ferð kínverskir gestir, fulltrúar Vináttufélags Kína við önnur lönd. Það var skemmtileg og glaðvær heimsókn. Þeir voru svo elskulegir að færa mér þessa bók hérna. Sjáðu!“ Forsetinn tekur bókina af borðinu og réttir mér — ensk þýðing á nýlegu kínversku skáldverki. Á titilblaðið hafa verið rituð með bleki kínversk tákn. „Svona skrifa þeir nafnið mitt á kínversku", segir Vígdís þegar hún sér spurnarsvipinn á mér. „Bókin mun fjalla um stórborg í Kína“, heldur hún áfram, „en þegar ég renndi yfir fyrstu síðuna hérna áð- an fannst mér frásögnin helst minna á lýsingu á|Los Angeles! En ég ætla nú ekkert að segja um bókina fyrr en ég hef lokið við hana“. — Ándrúmsloftið í viðtalstíma forseta er fjarska notalegt. — Hverjir koma í viðtalstíma forseta, spyr ég. „Erlendir gestir eru tíðir“, svarar Vígdís, „og þá helst ýmsir sem eru að skrifa eða gera kynningarþætti fyrir útvarp eða sjónvarp um Iand og þjóð. Sem dæmigert get ég nefnt að fyrir nokkrum dögum komu hingað í heimsókn aðilar frá sænska útvarpinu, en það sendir út dagskrá um Norðurlönd á nokkr- um tungumálum; m.a. sænsku, ensku, þýsku og frönsku. Þessir út- varpsmenn voru afar spurulir um hagi okkar en mitt mál er að segja aldrei neitt nema jákvætt af oRkur sjálfum. Að undanförnu hef ég reyndar átt meiri samskipti við Svía, því að í þessari viku hef ég set- ið mikið með sænskum sjónvarps- mönnum. Þeir eru að gera þætti um íslenskt menningarlíf: bókmenntir, leiklist og kvikmyndalist. Þátturinn um bókmenntirnar er að hluta tek- inn upp í bókhlöðunni á Bessastöð- um. I honum verða umræður með fimm íslenskum rithöfundum, þeim Halldóri Laxness, Steinunni Sigurðardóttur, Einari Braga, Guð- rúnu Helgadóttur og Þórarni Eld- Helgarpósturinn fer í viðtalstíma til forseta íslands, VigdísarFinn- bogadóttur járn. Auk þeirra kemur Jakobína Sigurðardóttir fram í þættinum. Ég hef þá trú að þetta verði góðir þætt- ir og sómaríkir fyrir ísland. Auk blaðamanna lítur hér við fjöldi erlendra manna, sem hafa starfstengsl við ísland. Venja er að sendiherrar erlendra ríkja, einnig þeir sem ekki hafa aðsetur hér á landi, komi og kveðji þegar þeir láta af störfum. Þannig mætti lengi telja. Á dögunum leit hér við bankastjóri helsta viðskiptabanka okkar í Lundúnum og fræddi mig um stofnun sína. Það er víða komið við í þessu embætti. Þá kemur það fyrir að við veitum hér orður. Það eru góðar stundir, því mönnum þykir vænt um að fá viðurkenningu fyrir það sem þeir hafa vel gert fyrir þjóðina. í gær sæmdum við danskan læknapró- fessor heiðursmerki fyrir störf í þágu íslendinga, en í samstarfi við íslenska lækna hefur hann liðsinnt mörgum löndum okkar sem hafa átt við nýrnasjúkdóma að stríða. Mér kemur líka í hug að íslenskir listamenn og vísindamenn sem eru búsettir erlendis hafa margir hverjir fyrir sið að heilsa upp á forseta þeg- ar þeir dveljast á landinu. Svo ber að nefna að iðulega koma í viðtalstíma fulltrúar ýmissa samtaka hér á landi með margvísleg erindi. Til dæmis til að biðja forseta að vera viðstaddan alþjóðamót sem hér eru haldin, ráðstefnur eða af- mælisfagnaði, — og þá er oft skipulagt langt fram í tímann. Það hefur einnig glatt mig oft hversu viljugir menn eru að koma og skýra frá ýmsu sem þeir eru að fást við. Það er alltaf gaman að spjalla við hugmyndaauðuga menn. — Kemur hinn almenni borgari í viðtalstíma? „Já. Ég tel mig hafa rík og sterk tengsl við fólkið. Annað slagið kemur fólk sem langar einfaldlega til að hitta sinn forseta. Sumir eru komnir til að ræða Iandsins gagn og nauðsynjar. Aðrir eiga við vanda að etja sem þeir trúa mér fyrir. Mörg- um léttir augljóslega við að geta sagt forseta frá vandamálum sínum — jafnvel þótt hann geti ekki veitt þeim beina úriausn. En það er hins

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.