Helgarpósturinn - 29.09.1983, Síða 22
22
SÉ SPURT UM HLUTVERK
MANNLEGS MÁLS verður
gjarna fyrst fyrir að tala um upp-
lýsingagildi þess og nýtingu til
mannlegra samskipta, og flestir
virðast telja að eftir þeim leiðum
verði að fara eigi að verða einhvers
vísari um uppruna málsins. Það
sé með öðrum orðum augljóst
mál að málið hafi verið skapað til
þess að hægt sé að ræða inálin. En
öllum þeim sem einhvern tíma
hafa velt fyrir sér félagslegu hlut-
verki tungunnar er líka Ijóst að
hún er fjarska oft misnotuð á
þann hátt að mál eru gerð óhóf-
lega flókin og dularful! með því
að nota torskilin og stundum út-
lenskuleg orð. Með slíku móti
tekst oft þeim sem talar að sýna
„yfirburði" sína yfir áheyrendur
og láta þá halda að hann búi yfir
þekkingu sem enginn annar hafi
(eða í það minnsta fáir). Þannig
notað verður málið að kúgunar-
tæki og stuðlar raunar að mál-
farslegri stéttaskiptingu sem sum-
ir spámenn telja stutt í hér á landi.
mikið á auglýsingum frá elsku
ríkisstjórninni. Þær hafa greint
frá fundum forsætisráðherra
undir yfirskriftinni „Hvað er rík-
iSstjórnin að gera fyrir þig?“.
Síðustu tvö orðin (undirstrikuð
hér) eru fjarska gott dæmi þess
hvernig má blekkja án þess að
segja ljótt. Lítum aðeins nánar á
þau.
Hver er í fyrsta lagi þessi þú sem
ávarpaður er? Jú, við athugun
kemur í ljós að það hlýtur að vefa
ég, hinn almenni kjósandi. Mál-
fræðin segir okkur að þetta sé
persónufornafn í annarri per-
sónu, og það vísar til þess sem við
er rætt i tveggja manna tali. Nú er
aldeilis óhugsandi að ríkisstjórn-
in sé bara að gera eitthvað fyrir
einn tiltekinn mann (hugsið t.d.
um allt sem Albert er búinn að
gera fyrir börnin, ég meina önnur
börn en sín). Nei, þessi þú hlýtur
að vera ég i upphafinni merk-
ingu = þjóöin. Nú ætti það ekki
að vera neitt auglýsingatilefni að
ríkisstjórn geri eitthvað fyrir
„Astkæra ylhýra
Mestir snillingar í afvegaleið-
andi og villandi málnotkun hafa
stjórnmálamenn oft reynst. Þeim
tekst að komast býsna lengi hjá
þvi að kalla rekuna reku og pálinn
pál í ræðum sínum en nefna þau
fremur „handknúin aðgerðatæki
til flutnings lausra eða fastra jarð-
efna úr einum stað í annan í at-
vinnutækifæraskapandi skyni“.
Ýmsir höfðu orð á því við mig í
síðustu kosningabaráttu að það
væri einkennilegt hvað sumar
þeirra kvenna sem í framboði
voru töluðu á einföldu máli um
efnahagsvanda þjóðarinnar, og
raunar skein oft í gegn hugsunin:
„Gallinn er bara sá að ég veit ekki
hvort ég þori að trúa þeim, þetta
varð svo auðskilið“.
Þarna stöndum við nefnilega.
Með flóknu umtali um þjóðmál,
ekki síst efnahagsmál, hefur tek-
ist að fá okkur, kjósendurna, til
-þess að trúa því að þetta séu af-
skaplega flókin viðfangsefni og
alls ekki á færi venjulegra karla né
kvenna að fást við þau. Þar þarf
sérfræðinga sem a.m.k. Iiafa
tungur tvær og geta helst talað sitt
með hvorri en þó báðum samtím-
is.
Til þess að nefna dænri til skýr-
ingar er nóg að minnast á „hag-
fótinn“, „virðisaukaskatta" eða
hið dularfulla skrýmsli „verð-
bólguna". Þetta síðastnefnda
fyrirbæri segja illgjarnar tungur
mér að sé reyndar fjarska einfalt
mál: „það þegar verðlag almennt
síhækkar" (Orðabók Menningar-
sjóðs) en hins vegar heyrum við
stjórnmálamenn í sífellu ræða
verðbólguna eins og þcir i væru að
meina „örlögin" eða „máttar-
vö!din“ eða „pestina". Sam-
kvæmt ræðum þeirra verður ekk-
ert við verðbólguna ráðið, stund-
hringboröiö
í dag skrifar Heimir Pálsson
um kemur hún frá útlöndum,
stundum er hún eins og þursarnir
frægu sem voru þeirri nát.túru
gæddir að þrjú spruttu á þá höf-
uðin fyrir hvert eitt sem af var
höggvið. Almenn skynsemi segir
okkur að þetta geti ekki verið
svona, það hljóti að vera til mikið
frekar einfaldar skýringar á
hækkun verðlags og þurfi alls
ekki að leitá yfir í dulspeki ævin-
týranna til að skilgreina vandann.
En mergurinn málsins sýnist
vera sá að með dulrænni orða-
notkun tekst stjórnmálamönnun-
um að gera okkur hin vopnlaus
og láta okkur finna til smæðar
okkar, og þá er tilganginum náð.
Hins vegar er líka hægt að mis-
nota tunguna á aðra vegu.
Undanfarna daga hefur borið
þjóðina. Ríkisstjórn er fram-
kvæmdavald í umboði alþingis
sem hefur sitt umboð frá kjósend-
um (þjóðinni). Sú rikisstjórn sem
ekki er að gera eitthvað fyrir þjóð-
ina, þ.e.a.s. í þágu þjóðarinnar eða
samkvæmt skipun hennar, sú
stjórn er einfaldlega að svíkjast
um skyldustörf og ætti að
skammast til að segja upp vinn-
unni þegar í stað. En það er ekki
þetta sem ríkisstjórnin eða odd-
viti hennar er að segja með
auglýsingunni. Það sem ætlast er
til að við skiljum er eftirfarandi:
„Ég er rikisstjórnin. Ég er voldug
og góð. En þú ert barnið mitt, lítið
og fákunnandi. Ég ætla núna að
útskýra fyrir þér allt það sem ég er
að gera fyrir þig barnið mitt, þig
eitt og persónulega, og þá muntu
sannfærast um að þú átt bestu
ríkisstjórn til að hugsa fyrir júg og
sjá þér farboröa“.Svona er hægt
að segja margt með einni forsetn-
ingu og einu persónufornafni.
Og málinu má líka misbeita á
aðra vegu. Þegar ríkisstjórnin
hefur samþykkt í sinn hóp að
falsa afkomu þjóðarinnar með
því að lækka laun svonefndra
launþega (við þiggjum nefnilega
'launin eins og hverja aðra gjöf að
ofan frá vinnuveitendum okkar,
þeim sem þóknast af manngæsku
sinni að veita okkur vinnu), þegar
búið er að samþykkja þetta, kem •
ur forsætisráðherra m.a. í sjón-
varp og segir okkur að launþegar
hafi faert mcstar fórnir. Þetta má
útleggja sisvona: „Elsku, góða
verkafólk. Þú veist að maður á að
vera góður og fórnfús. Þá kemst
maður í himnaríkið seinna. Nú
skal ég segja þér hvað þú ert gott
fólk í alvörunni. Þú ert svo gott að
þú ert búið að gefa part af kaup-
inu þínu til þess að öllum líði bet-
ur, sumum í sálinni, öðrum i
malakútnum. Það var að vísu ég,
alfaðir þinn, sem tók þessa pen-
inga úr vasa þínum, en það er svo
miklu fallegra og betra fyrir sálina
þína að þú hafir viljað gefa þá, að
við skulum kalla það fórn þína.
Þá sjá allir að þú ert best“.
Ef til væri sjóður sem verðlaun-
aði menn fyrir blekkingarsnilld í
málnotkun, legði ég hiklaust til að
ríkisstjórnin mín fengi þessi verð-
laun. Því alltaf öðru hvoru finn ég
að ég er farinn að trúa þessu. Ég
hef fært fórn! ÉG ER GÓÐUR!
Takiði bara meira af mér, þá verð
ég ennþá betri!
Svona getur ástkæra ylhýra
málið snúið tilverunni á hvolf, ef
því er nógu lævíslega beitt.
Fimmtudagur 29. september 1983
jjústurinn
Nú fæst blessað blómkálið á hagstæðu verði eitt-
hvað fram eftir hausti. Ég hef notað tækifærið og
borðað það allt að því daglega, sem aðaluppistöðu
máltíðar eða sem meðlæti, því blómkál má mat-
reiða á óteljandi vegu. Og það fæst í hverri búð með
sjálfsvirðingu (en það gerir t.a.m. nýtt dill ekki...)
Þegar ég var að birgja mig upp af blómkáli fyrir
helgina, lenti ég í óvæntum samræðum þar sem
Guðbergur Bergsson og nýtt dill komu við sögu.
Þar eða hvorutveggja snertir lesendur HP er e.t.v.
ekki úr vegi að rekja hér upphaf þessara athyglis-
verðu samræðna.
(KRON-kjörbúð. Tvær holdvotar, rauðnefjaðar
konur milli þrítugs og sextugs standa við græn-
metisborðið og gramsa. Önnur tekur upp tvö blóm-
kálshöfuð, 425 g og 442 g að þyngd, og virðir fyrir
sér. Hin, sem er greinilega nær sextugu en þrítugu,
tekur upp gúrku og beinir henni að blómkálskon-
unni.)
Gúrkukonan: Heyrðu, ég þekki þig. Það þýðir
ekkert að reyna að dulbúast með blautt, stutt hár.
Þú skrifar um mat í Helgarpóstinn, ég þekki þig á
nefinu. Mér finnst þú ekkert Ieiðinleg, en þú ættir
að nota varalit. Ég hef stundum farið eftir upp-
skriftunum þínum, en hráefnin í réttina fást ekki
alltaf í KRON, og ég er sko í reikningi hér, skilurðu.
Hér fæst t.d. aldrei nýtt dill!
Af blómkáli
(eöa Guöbergur og konan í
KRON)
Blómkátskonan (roðnar og horfir vandræðaleg
á gúrkuna sem hin konan otar ógnandi að henni).
Gúrkukonan (hvatskeytislega): Þú getur skrifað
um nýtt dill eins og þér sýnist. Ég vona bara að þú
sért ekki með komplexa eins og sumir sem skrifa í
blöðin. Þekkirðu Guðberg? Það kann ekki góðri
lukku að stýra þegar frústreraðir rithöfundar fara
að skrifa um myndlist. Hann nýtur þess greinilega
að rakka aðra niður eins og hann sjálfur var rakk-
aður niður hér á árum áður, þegar enn voru til
gagnrýnendur með sjálfsvirðingu. Að hann skuli
dirfast að segja að íslensk list byggi ekki á hefð!
Hvað með íslendingasögurnar? Ganga þær
kannski út á naflaskoðun? Hvað með Kjarval?
Nei, það er Guðbergur sjálfur sem er úti á þekju,
með allt sitt Vigdísarhatur og fóstruhatur og
Skandinavahatur. Hann er ekkert betri en Svart-
höfði með sitt Nordhomm og Nordskid og hvað
þetta heitir allt saman. Þú getur sagt honum það
frá mér!
Blómkálskonan (roðnar enn meira): Ég þekki
Guðberg ekki persónulega. En einu sinni kleip ég
tvær konur sem ekki vildu gefa honum hljóð til að
messa yfir Alþýðubandalaginu á árshátíð. Og ég les
hann oft i skammdeginu.
Gúrkukonan: Jæja. Þú ert þá ekki eins hugguleg
og ég hélt. Kona sem klípur konur fyrir kvenhat-
ara! Ekki nóg með að Guðbergur hati menn, sem
er út af fyrir sig skiljanlegt, þá hatar hann líka kon-
ur sem aíls staðar eiga undir högg að sækja í þjóð-
féiaginu. Það er viðurstyggilegt hvernig hann dreg-
ur dár að fráskildu fólki í síðustu bók sinni. Ég veit
af eigin reynslu hve erfitt er að lenda í hjónaskiln-
aði. En Guðbergur hatar fólk og hlakkar yfir óför-
um annarra.
Blómkálskonan (strýkur sultardropa úr nefinu
og horfir súreyg á gúrkukonuna): Ég veit nú ekki...
Einu sinni sagði hann við hjón:
Notið aldrei maka yðar í þolfalli
umgangist aldrei konuna i þágufalli
lítið aldrei á börn yðar í eignarfalli
eða likt og afbrigðilega sögn.
Vegna þess að heimurinn og allt sem i honum er og
anda dregur er
eðlisrétt i nefnifaUi
falli lotningarinnar falli ástarinnar...*)
Gúrkukonan: Þetta er nú bara eins og hver annar
útúrsnúningur. Guðbergur elskar engan. A.m.k.
ekki íslendinga. Sá yrði feginn ef Rússadjöflarnir
köstuðu kjarnorkusprengju á Keflavík á meðan
hanji er sjálfur stikkfrí á Spáni. Þar vill hann helst
vera —• i þessari hefðbundnu menningu sinni.
(Horfir fast á blómkálskonuna). ÞNú ættir að borða
meira kjöt!
Plássins vegna slit ég þessu samtali — það er
alltaf ánægjulegt að fá viðbrögð frá lesendum, þótt
með óvæntum formerkju,m sé. En áfram nú með
blómkálið.
Suða: blómkál er best að sjóða i fremór litlu
vatni, ásamt saltlús. Heilir hausar þurfa u.þ.b. 20
mín, suðu, en sé kálið brotið í litla, snotra vendi,
þurfa þeir 10—15 mín. suðu.
Krydd: Múskat og steinselja fara mjög vel við
blómkál, en einnig þurrkaðar kryddjurtir á borð
við basil. Þá getur verið gott að setja bæði franskt
sinnep og sítrónusafa í salatsósu sem ætluð er
blómkáli. Með nautakjöti er t.d. a'far gott að bera
fram salat úr hráum blómkáisvöndum með sósu
samsettri til helminga úr hreinni jógúrt og mæjó-
nesi, bragðbættri með frönsku sinnepi, sítrónusafa
og agnarögn af karrýi.
Ostasósur eru svo ávallt fyrirtak með heitu -
blómkáli. Hér á eftir fara nokkrar blómkálsupp-
skriftir.
Ofnbakaö blómkál
Meðlæti handa 4, með kjöti eða fiski; aðalréttur
handa 2—3, t.d. með dálitlu beikoni og brauði.
1 blómkálshöfuð
4 msk raspur
I hvítlauksrif
100 g bráðið smjör
salt og pipar
1 steinseljugrein
1. Brjótið blómkálið í litla vendi og sjóðið í dálitlu
vatni í u.þ.b. 8 min.
2. Hrærið mörðum hvítlauk og raspi saman við
brætt smjörið; saltið og piprið.
3. Setjið hálfsoðna blómkálsvendina í ofnfast fat,
hellið smjörblöndunni yfir og fullbakið í heit-
um ofni i nokkrar mínútur. Stráið saxaðri stein-
selju yfir tilbúinn réttinn.
Heitt blómkálssalat (3—4)
1 vænt blómkálshöfuð
2 harðsoðin egg
2 msk franskt sinnep
1 msk kapers
50 g bráðið smjör
1—2 greinar steinselja
salt og pipar
1. Brjótið blómkálið i litla vendi og sjóðið í dálitlu
vatni í 10—15 mín. Látið soðið drjúpa af því.
2. Saxið eggin og hrærið þeim saman við smjör,
kapers og sinnep, saltið og piprið. Hellið sós-
unni yfir blómkálsvendina og stráið saxaðri
- steinselju yfir.
Blómkálspæi
Ágætur aðalréttur handa 5—6 með góðu hrá-
salati (kaldur), eða bökuðum kartöflum (heitur).
Hnetumar í fyllingunni gefa skemmtilegt bragð, en
í harðindum má náttúrlega sleppa þeim.
Deig:
4 dl hveiti
175 g kalt smjör eða smjörlíki
nokkrar msk kalt vatn
Fylling:
I vænt blómkálshöfuð
I lítill laukur
1 tsk basil
A tsk timjan
1 lárviðarlauf
1 steinseljugrein (eða 1 tsk þurrkuð) ,
50 g valhnetur
50 g heslihnetur
3 dl rifmn ostur, gjarnan sterkur
4 egg
salt og nýmalaður, svartur pipar
1. Setjið ofninn á 200 gr. Setjið hveitið á borðiíi,
saxið smjörið saman við með hníf, og myljið
þaðisiðan með fingrunum, bætið út i nokkrum'
msk af vatni, nægilegu til að hnoðá deigið sam-
an. Fletjið það út og setjið í smurt pæaform (um
23 cm í þvermál) 1
2. Brjótið blómkálið i vendi, saxið laukinn og setj-
ið í pott ásamt 2 dl af vatni, einnig basil, timjan,
steinselju, lárviðarlauf og ögn af salti. Sjóðið
við vægan hita í L0 mín., eða þar til blómkálið
er meyrt og mestallur vökvinn gufaður upp.
Stappið það sem I pottinum er. '
3. Saxið hneturnar fremur smátt, rífið ostinn og
þeytið eggin. Blandið nú öllu saman og kryddið
eftir smekk með nýmöluðum pipar og e.t.v.^
meira salti. Setjið fyllinguna í pæaskelina og
bakið í u.þ.b. 40 mín. N
*) Guðbergur Bergsson: Klateyjar—Frcyr, ljóðfórnir (bls.
9), Rvík 1978.