Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 7
-v-Ns
La Traviata
í íslensku óperunni
Islenska óperan:
La Traviata.
Ópera íþremurþáttum eftir Fran-
cesco Maria Piave.
Tónlist: Giuseppe Verdi.
Hljómsveitarstjóri: Marc Tardue.
Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir.
Leikmynd: Richard Bullwinkle og
Geir Öttar Geirsson.
Búningar: Hulda Kristín Magnús-
dóttir.
Lýsing: Árni Baldvinsson.
Danshöfundur: Nanna Ólafs-
dóttir.
Aðalhlutverk: Ólöf Ko/brún
Harðardóttir, Garðar Cortes,
Halldór VUhelmsson, Anna Júlí-
ana Sveinsdóttir, Elísabet Erlings-
dóttir, Stefán Guðmundsson,
John Speight, Hjálmar Kjartans-
son, Kristinn Hallsson, Þorgeir
Andrésson, Svavar Berg Pálsson,
Helgi Björnsson.
Dansarar: Birgitte Heide, Helena
Jóhannsdóttir og Örn Guð-
mundsson.
Kór og hljómsveit íslensku óper-
unnar.
Ég held ég muni ekki eftir að
hafa orðið vitni að eins innilegum
og kröftugum fagnaðarlátum að
lokinni sýningu eins og brutust
fram í Gamla bíói eftir frumsýn-
ingu íslensku óperunnar á La Tra-
viata á miðvikudagskvöld. Það
ætlaði bókstaflega allt af göflun-
um að ganga. Fagnaðarlætin
beindust að sjálfsögðu fyrst og
fremst til þess hóps sem að sýn-
ingunni stendur og á hann það
vissulega skilið því óvenjulegur
glæsibragur er yfir sýningunni
hvar sem á er litið og fátt um veika
hlekki í þeirri margflóknu keðju
sem heldur uppi slíkri sýningu, en
þó held ég að á engan sé hallað
þegar ég held því fram að veruleg-
ur hluti fagnaðarlátanna hafi fall-
ið primadonnu sýningarinnar,
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, í
skaut, því annar eins söngur og
leikur hefur ekki sést hér á sviði í
háa herrans tíð. Með stórkostleg-
um söng og glæsilegum leik heill-
aði hún áhorfendur gjörsamlega
upp til skýja.
Sagan og sviðið
La Traviata er byggð á háróm-
antískri og vinsælli ástarsögu (og
leikriti) eftir Alexandre Dumas
yngri, Kamelíufrúnni, sem út kom
árið 1851 (leikritið frumsýnt árið
1852). Þeir Verdi og Piave semja
þá strax óperuna og var hún frum-
sýnd árið 1853 við hraklegar við-
tökur, en var svo sett á svið árið
eftir við mikil fagnaðarlæti og
vinsældir sem síðan hafa haldist.
Sögusviðið er gjálífissalir Par-
ísarborgar um miðja síðustu öld.
Hin unga og glæsilega Violetta
lifir á því að vera ástkona auðkýf-
inga. í boð til hennar kemur eitt
sinn hinn ungi en litt fjáði Al-
fredo, sem hefur heillast af henni.
Hann játar henni ást sína og biður
hana að hverfa frá gjálífi sínu.
Hún tekur því fjarri en býður hon-
um vináttu því ást geti hún ekki
veitt honum. En þegar Alfredo er
farinn finnur hún óma í brjósti sér
streng sem hún hefur ekki heyrt
áður, hún er sem sé orðin ástfang-
in af Alfredo. Þau flytjasamanút
í sveit og búa þar í sæluvímu í
nokkra mánuði, en þá kemur fað-
ir Alfredos og telur Violettu á að
yfirgefa Alfredo, svo að dóttir
hans megi giftast heiðvirðum
manni sem telur hneyksli að til-
vonandi mágur sinn búi með
gleðikonu. Violetta fórnar ást
sinni og hamingju svo þessir ungu
„Með stórkostlegum söng og glæsilegum leik heillaði hún áhorfendur
gjörsamlega upp til skýja“, segir Gunnlaugur m.a. um Olöfu Kolbrúnu
Harðardóttur sem fer með aðalhlutverkið í La Traviata.
elskendur fái að njótast og hverf-
ur aftur á fyrri stigu í Parísarborg.
Þegar Alfredo fréttir að hún er
farin heldur hann einnig til París-
ar og þau hittast þar á dansleik.
Hún biður hann hverfa á brott
(hann veit ekki um ástæðuna fyrir
brotthvarfi hennar) en hann kast-
ar þá til hennar hárri peningaupp-
hæð, sem hann hefur unnið af
elskhuga hennar, og segist þar-
með borga fyrir ástir hennar. í
lokaþættinum er Violetta dauð-
sjúk og kemur Alfredo til að biðja
hana fyrirgefningar en það er um
seinan. Þau láta sig dreyma um
framtíðina, en síðan deyr Vio-
letta.
Þessi saga er eiginlega eins róm-
antísk og hægt er að vera og menn
geta leikið sér að því að draga af
henni lærdóma um tvöfalt sið-
gæði, fórnfúsa og misskilda ást
o.s.frv., en það er þó ekki það sem
á fyrst og fremst erindi við nútím-
ann, heldur er það fegurð tónlist-
arinnar sem heldur þessu verki
uppi og á alltaf erindi við fólk,
ekki síst á þeim fegurðarsnauðu
tímum sem við nú lifum. Að njóta
fölskvalausrar fegurðar er tíma-
bundin lausn og endurnæring í
harðri og miskunnarlausri veröld.
Sviðssetning
Eitt af þvi sem vekur afhygli
augans í þessari sýningu er ná-
kvæm litanotkun. Spila þar mjög
vandlega saman ljósanotkun,
búningar og sjálf sviðsmyndin
sem unnin er af nákvæmni og
hagleik sem fellur vel að takmörk-
unum hússins og þjónar sýning-
unni í heild vel. Staðsetningar
leikstjórans eru úthugsað ná-
kvæmnisverk þar sem nýtt er vel
samspil einsöngvara og kórsins.
Sviðshreyfingar eru í mjög góðu
samræmi við hljómfall tónlistar-
innar, í stuttu máli sagt, allir hinir
sjónrænu þættir sýningarinnar
mynda samfellda og órofa heild.
Sýningin er laus við skraut og
prjál sem stundum vill einkenna
óperusýningar, hún er fremur
mörkuð af einföldum og stílhrein-
um glæsileik. Leikstjórinn hefur
greinilega vitað hvað hann ætlaði
sér að gera og sú ætlun hefur fylli-
lega náð fram að ganga.
Flutningur
Svo sem getið er hér í upphafi
heilluðust óperugestir allir sem
einn af flutningi La Traviata og er
ég þar engin undantekning. Mikið
af tónlistinni er gamlir kunningj-
ar sem flestir sem á annað borð
hafa eitthvað hlustað á músik
kannast við og hafa gaman af að
endurnýja kynnin við.
Einsöngvararnir skiluðu sínum
hlut yfirleitt mjög vel, bæði að því
er varðar söng og leik. í smáhlut-
verkunum voru margir fallegir
hlutir gerðir og má þar til nefna
Kristin Hallsson, Hjálmar Kjart-
ansson, Stefán Guðmundsson,
Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og
Elísabetu Erlingsdóttur.
Mest mæðir þó á þeim Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur, sem er á
sviðinu eiginlega allan tímann,
svo og Garðari Cortes og Halldóri
Vilhelmssyni. Ólöf vann í þessari
sýningu stórsigur á listamanns-
braut sinni. Garðar skilaði sínu
hlutverki með ágætum, þó held ég
að hann hafi ekki verið í sínu allra
besta formi. Söng Halldórs Vil-
helmssonar kann ég ekki nógu vel
að meta og óþarflega stirður
fannst mér hann á sviðinu (auk
þess gleymdi hann að vera haltur
í 3ja þætti).
Kór íslensku óperunnar var
hreint frábær í þessari sýningu.
Greinilegt er að þar er hvert rúm
vel skipað og róið af góðri sam-
hæfingu og fulhim krafti á bæði
borð. Svipað er um hljómsveitina
að segja, svo Iangt sem mitt vit
nær til þá hefur hljómsveitar-
stjórinn skilað tónlistinni heilli í
höfn með glæsibrag.
íslenska óperan ætlar greini-
lega að halda áfram að eflast og
dafna, sýningin á La Traviata sýn-
ir ótvírætt hvers hún er megnug og
verður vonandi haldið markvisst
áfram á þeirri braut sem þegar er
mörkuð.
G.Ást.
Orð/ö og einmanaleikinn
Úr atómskáldadagskrá Stúdentaleikhússins —
Þrátt fyrir að Ijóðin séu ekki valin stíft með ákveðið þema í huga veröur
ágætur heildarsvipur yfir dagskránni, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn
sinni.
Stúdentaleikhúsið:
Af hverju láta börnin svona?
— dagskrá um „atómskáld“
Samantekt: Anton Helgi Jónsson
og Hlin Agnarsdóttir.
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir.
Leikmynd og búningar: Anton
Helgi Jónsson, Hlín Agnarsdóttir
og Sigríður E. Sigurðardóttir.
Lýsing: Egill Arnarson og Þórdís
Arnljótsdóttir.
Leikendur: Soffía Karlsdóttir,
María Ellingsen, Már Jónsson,
Hilmar Jónsson, Daníel Ingi Pét-
ursson, Anton Helgi Jónsson,
Þórbergur Þórsson, Ari Matthí-
asson, Vijborg Halidórsdóttir,
Halldór Ólafsson, Elín Edda
Arnadóttir.
Flutningur tónlistar: Sigríður Ey-
þórsdóttir og Svanhildur Óskars-
dóttir.
Á sunnudagskvöldið var aftur
komin svipuð stemmning í Stú-
dentaleikhúsinu og var í sumar
þegar best lét. Svolítið hrár fersk-
leiki og lífræn notkun á salar-
kynnum Félagsstofnunar stú-
denta voru þá sem nú áberandi
drættir í svipmóti sýninga Stú-
dentaleikhússins.
Kaffihúsaleikhúsformið hentar
einkar vel til þess að flytja dag-
skrár af því tagi sem nú er komin
upp í Stúdentaleikhúsinu. Það
býður upp á að gera margvíslega
skemmtilega hluti án þess að um-
gjörð og yfirbygging sé til trafala.
Að þessu sinni er borið niður í
skáldskap „atómskáldanna“ —
þeirra ungu manna sem voru í
kringum 1950 að brjóta sér land á
velli bókmenntanna við meiri
andstöðu fulltrúa hefðarinnar en
áður voru dæmi um. Þarf reyndar
engan að undra það því þeir vörp-
uðu fyrir borð ljóðhefðinni —
arfleifð kynslóðanna — og end-
urnýjuðu tjáningaraðferðir og
ytra form ljóðsins með róttækari
hætti en áður voru dæmi um.
Dagskráin skiptist í tvo hluta. í
fyrri hlutanum er fundur á vegum
Stúdentafélags Reykjavíkur 1951,
þar sem mættust fulltrúar hefðar-
innar og fulltrúar nýjunganna til
þess að ræða skáldskaparmálin,
notaður sem umgjörð, en inn á
milli orðræðanna koma skáldin
fram og flytja ljóð sín.
í seinni hlutanum er smásaga
Ástu Sigurðardóttur Gatan í rign-
ingu notuð sem umgjörð, þ.e.a.s.
sagan er sviðsett en inn í hana er
aukið Ijóðum á svipaðan hátt og í
fyrri hlutanum.
Það er varla hægt að segja að
Ijóðin í þessa dagskrá séu valin
eftir neinni sérstakri línu. Þó eru
samt áberandi ljóð sem fjalla um
skáldskapinn, orðin, og einnig
ljóð þar sem firring mannsins og
einmanaleikinn eru viðfangsefni.
Verður úr þessu ágætt samræmi á
milli umræðuefnisins á fundinum
og smásögu Astu annars vegar og
Ijóðanna hins vegar, þannig að
þrátt fyrir að ljóðin séu ekki valin
stíft með ákveðið þema í huga
verður ágætur heildarsvipur yfir
dagskránni.
Það er ekkert efamál að eitt-
hvert erfiðasta verkefni sem
nokkur flytjandi talaðs orðs tekur
sér fyrir hendur er að flytja ljóð.
Ljóðtexti er öðrum textum við-
kvæmari í meðförum vegna þess
að þar er hverju orði gefið meira
vægi en í lausu máli og eru þau
sem því nemur viðkvæmari fyrir
hljómfalli og tóni. Ekki bætir úr
skák að íslenskum leikurum hefur
ekki tekist ennþá að skapa neina
nothæfa hefð við ljóðflutning því
oftar en ekki er flutningur þeirra
á ljóðum hreint klúður og tilgerð.
Það er því engin ástæða til þess
að hneykslast mikið þó að stund-
um hafi verið holur hljómur í
flutningi sumra ljóðanna í áhuga-
mannaleikhúsi eins og Stúdenta-
leikhúsinu. Þeim mun meiri
ástæða er til þess að gleðjast yfir
því að önnur Ijóð voru flutt af
næmri skynjun og ferskri ein-
lægni.
Seinni hluti dagskrárinnar
tókst mun betur en sá fyrri. Er
það vegna þess að þar hélt um-
gjörðin fullkomlega utan um
ljóðin, auk þess sem sviðsetning
sögunnar var á flestan hátt vel
heppnuð. í fyrri hlutanum var
eins og umgjörðin gufaði upp
þegar á leið og voru alls ekki nýttir
til fulls þeir möguleikar sem um-
gjörðin bauð upp á.
Utan um sýninguna var fínlega
ofið tónlist sem féll einkar vel að
viðfangsefnum dagskrárinnar.
Flutningur tónlistarinnar var í
traustum höndum Sigríðar Ey-
þórsdóttur sem lék á þverflautu
og Svanhildar Óskarsdóttur sem
lék á selló, sérlega skemmtileg og
óvenjuleg hljóðfæraskipan.
Hér verður ekki tíunduð að ráði
frammistaða einstakra leikenda
umfram það sem þegar er sagt, en
ég má til með að nefna í þessu
sambandi ágæta frammistöðu
Antons Helga Jónssonar, bæði í
leik og ekki síður við flutning
ljóðanna. Ennfremur skar Vil-
borg Halldórsdóttir sig nokkuð
úr, einkum í gerfi aðalpersónunn-
ar í Gatan í rigningu. Annars
komu þarna fram margir sem ver-
ið hafa á fjölum Stúdentaleik-
hússins í sumar og var frammi-
staða flestra með ágætum.
í heild tókst þessi dagskrá vel
og var fjörleg á að hlýða, þó vissu-
lega megi út á hana setja. Það er
ánægjulegt og um leið forvitnilegt
að sjá ungu kynslóðina í dag taka
ljóð ungu skáldanna fyrir þrjátíu
árum og reyna þau á nýjum áheyr-
endum. Ekki var annað að sjá á
frumsýningunni á sunnudaginn
en að vel væri við tekið.
G.Ást