Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 20

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 20
Hilmar Helgason er fæddur í Reykjavík þ. 14. febrúar 1941. Foreldrar hans eru Helgi Gíslason bryti og Aðalbjörg Ásgeirsdóttir. Þau eignuðust tvo syni, Hilmar og Birgi sem er tveimur árum eldri. Móðir drengjanna fór að heiman þegar Hilmar var sjö ára og hóf að búa með öðrum manni. Þessi atburður hafði mikil áhrif á Hilmar; faðirinn vann stöðugt á sjónum og honum fannst hann verða að taka ábyrgð á sjálfum sér og bróður sínum frá þessum tíma. Þrátt fyrir erfiðan uppvöxt, gekk Hilmari vel í skóla. Hann gekk í Barnaskóla Austurbæjar og tók þaðan eitt hæsta fullnaðarpróf í sögu skólans; 9.78. Hilmar var þó enginn kúristi, en heldur enginn fjörkálfur. Reynir Sigurðsson hljóðfæraleikari bjó í sömu götu og Hilmar, Úthlíð, þegar þeir voru drengir: „Ég var aðeins eldri en hann“, segir Reynir, „og þess vegna vorum við ekki í sama árgangi í skóla. Hins vegar lékum við okkur mikið saman á þessum árum. Hilmar hefur alltaf verið vel liðinn og þegar þeir bræður fluttu í göt- una voru þeir eins og skot teknir í hópinn. Hilmar var félagslyndur og við strákarnir vorum mikið saman í fótbolta. Hilmar var frekar rólegur, og hann var alls ekki neinn prakk- ari. Ég man að eitt sinn kenndi ég honum lagið Silver dollar á píanó. í eina skiptið sem til stóð að gera eitt- hvert verulegt prakkarastrik á gamlárskvöld — mála öll bílnúmer- in svört — var það fellt með lýð- ræðislegri atkvæðagreiðslu og ég held að Hilmar hafi verið feginn, hann var nefnilega á móti þessu uppátæki". Áð loknum barnaskóla fór Hilmar í Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og innritaðist eftir tvö ár í landsprófsdeildina. Að eigin sögn dvaldi hann þar aðeins í níu daga, fékk vottorð frá sálfræðingi um að hann fengi höfuðverk af því að hugsa og fór á sjóinn. Hann sigldi í eitt ár, en tók þá inntökupróf í 2. bekk Verslunarskóla íslands. Ásgeir Ólafsson forstjóri í Miðnesi h/f var skólabróðir Hilmars i Verslunarskólanum: „Við Hilmar skemmtum okkur mikið saman á skólaárunum. Hann var höfðingi og vinur vina sinna. Ef Hilmar átti aur, áttu allir aur. Menn leituðu gjarnan til hans um hjálp og hann var fljótur að redda málunum. Við stunduðum böll og annað sem til féll og oft fékk skólinn að víkja. Hilmar var hress ungur maður, félagslyndur og vel Iiðinn“. Hilmar lauk 4. bekkjarprófi Verslunarskólans, hélt aftur á sjó- inn og var þar í eitt ár meðan hann hugsaði hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór, eins og hann kemst að orði við HP. Hann hafði unnið sumarvinnu hjá Ásbirni Ólafssyni og réð sig þangað sem fastan sölumann. „Það var reynsla sem var tíu sinnum betri skóli en námið í Verslunarskólanum", segir Hilmar, og bætir við: „Ásbjörn var vanur að segja við mig að ég mundi alltaf hafa mitt fram, það væri bara spurning um hvort ég vissi hvað ég vildi“. Árið 1962 giftist Hilmar Katrínu Thorarensen, og sama ár hóf hann störf hjá tengdaföður sínum Stefáni Thorarensen sem rak samnefnda heildverslun og verslunina Týli. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Sigurður Jörgensen, minnist Hilmars frá þessum tíma á eftirfar- andi hátt: „Hann var frábær starfs- maður, duglegur, hugmyndaríkur og afkastamikill. Hilmar sá um ljósmyndavörudeildina og fórst það vel úr hendi í byrjun. Hann fór hins vegar að drekka óhóflega mik- ið á þessum árum og að lokum var komið í óefni; ósannsögli var áber- andi og ekki staðið í skilum, við- skiptavinir fengu ekki vörur eins og um var samið og þar fram eftir götunum. Hilmar sá þó að sér að lokum og fór á Freeport-sjúkrahús- ið í Bandaríkjunum árið 1975. Tæpu ári síðar kom hann aftur til starfa hjá heildversluninni en var þá settur að vinna undir minni stjórn. Það féll honum illa, því Hilmar er maður stór í sniðum, og ári síðar var fyrirtækinu skipt, þannig að eiginkona hans fékk ljósmynda- deildina og þau umboð sem henni fylgdu og stofnuðu þau fyrirtækið Hilmar Helgason h/f. Áð mínu mati er Hilmar afskaplega þægileg- ur í umgengni, glaðlegur og hjálp- samur og hefði getað orðið snilling- ur í viðskiptum ef hann hefði ekki orðið áfenginu að bráð“. Að sögn Hilmars drakk hann allt frá 12 ára aldri en drykkja hans verður alvarlegt vandamál um miðbik sjöunda áratugarins þegar hann gerist framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Lídó jafnframt störfum sínum hjá heildverslun Stefáns Thorarensen. „Þegar ég hóf rekstur Lídó komst ég í ánauð", segir Hilmar við HP. „Ég þénaði meiri peninga en nokkru sinni fyrr, og þóttist standa með pálmann í höndunum. Þegar við höfðum rekið Lídó sem vínlaus- Hilmar Helgason an unglingastað um hríð, breyttum við honum í vínveitingastað illu heilli. Ég hélt nefnilega að ég gæti drukkið jafnmikið og gestirnir, og þannig upphófst mitt lífsfyllerí“. Vilhjálmur Svan, diskótek — og leiktækjaeigandi var þjónn í Lídó á þessum árum: „Lídó var skrambi góður staður. Ég þekkti Hilmar ekki mikið en sá hann iðulega við barinn. Sjálfur drakk ég úr hófi fram á þessum tíma og við vorum drekkandi sinn í hvoru horni salar- ins. Síðar átti ég eftir að kynnast Hilmari miklu betur, jregar við störfuðum saman í SAÁ. En á Lídó-tímabilinu sáum við hvor annan í spegilmynd“. Lídó-ævintýrið, eins og Hilmar kallar það, endaði með gjaldþroti. Hilmar, sem rak staðinn ásamt Róbert heitnum Kristjánssyni þjóni, greiddi þó sinn hluta skuldarinnar á tveimur árum; 2.7 milljónir sem var íbúðarverð á þess- um tíma. Lídó var lýst gjaldþrota í kassettur Gœði og verð sem koma á óvart! septembermánuði 1967. Þá var Hilmar búinn að vera drukkinn sleitulaust í eitt ár og átti eftir að drekka upp á hvern dag næstu sex árin. Hann hélt vinnu sinni hjá tengdaföður sínum, og um þrítugt hóf hann að byggja stærsta ein- býlishús á íslandi; Fitjar á Kjalar- nesi sem taldi heila 875 fermetra. Kristinn Finnbogason keypti síðar húsið og á það nú„Ég byggði húsið til að sanna fyrir fjölskyldu minni að allt væri í lagi með mig og ég gæti eignast heimili", segir Hilmar við HP. „ Þessi bygging var frið- þæging". Drykkjan fór að segja alvarlega til sín og 32 ára gamall er Hilmar lagður inná spítala vegna of- drykkju. 35 ára gamall er hann bú- inn að vera tíu sinnum á spítala af völdum áfengissýki. Þegar til stóð að leggja hann inn á Kleppsspítala varð hann óttasleginn: „Það vildi ég ekki, það hefði verið staðfesting á því að ég væri geðveikur. Ég hafði heyrt um spítala fyrir drykkjusjúka 1 Bandaríkjunum — Freeport — og féllst á að reyna þá leið. Ég var lagð- ur inn á Freeport þann 1. ágúst 1975. Þar með hófst ævintýrið mikla. Tími kraftaverkanna ekki liðinn Hilmar varð gagntekinn af hin- um nýju aðferðum sem hann kynnt- ist við Freeport-spítalann. Honum fannst hann vera kallaður til að vinna þessum nýju kenningum um alkóhólisma brautargengi á íslandi. Að hans mati hafði honum verið ætlað nýtt forystuhlutverk og nú reið á framar öllu að „þurrka“ alla þá sem beðið höfðu lægri hluj/fyrir Fimmtudagur 20. október 1983 JpiSsturÍnn Bakkusi konungi. „Aðeins þremur dögum eftir að ég kom til íslands var ég floginn vestur með fyrsta sjúklinginn“, segir Hilmar. Fyrsti sjúklingurinn sem Hilmar flaug með til Bandaríkjanna kemst svo að orði við HP: „Við Hilmar vorum vanir að drekka saman á morgnana á bilinu 6—9 áður en vinna hófst. Þegar ég frétti svo á barnum mínum að Hilmar væri kominn frá Bandaríkjunum og hefði verið ódrukkinn 1 flugvélinni til baka, þótti mér það lygilegra en allt lygilegt. Það var allt i klessu i mínum málum og ég fór sam- dægurs til Hilmars til að líta á undr- ið og biðja um hjálp. Tveim dögum síðar sátum við i flugvélinni sem flaug áleiðis til New York, ég dauðadrukkinn og niðurbrotinn, Hilmar edrú og sæll. Þessi ferð hef- ur enst mér ennþá. í dag lít ég á Hilmar sem lífgjafa minn“. Nú fór Hilmar 1 gang fyrir alvöru. Hann selflutti drykkju- félaga sína í unnvörpum vestur um haf, og fór að leggja drögin að stór- átaki í áfengismálum hérlendis. Annar „freeportarinn“ var Ewald Berndsen, þekktari sem Lilli Bernd- sen: „Hilmar bjargaði mér. Ég hitti hann niðri í bæ einn daginn og sló hann strax fyrir brennivíni. Hilmar er ljúfmenni og drengur góður og hann rétti mér peningana. Síðan fór hann að ræða við mig og hann er svo helvíti góður sölumaður, að ég fór að hlusta á orð hans. Og áður en ég vissi af var ég kominn vestur og líf mitt gjörbreyttist eftir það. Þannig bjargaði Hilmar mörgum, satt best að segja held ég að Hilmar hafi ekki hugmynd um hve mörgum mönnum hann hefur bjargað frá vísum dauða, með beinni þátttöku „Ég er tveir menn: mannúólegur bjargvættur sem vil helga mig líknarmálum eingöngu og harðs- viraður bisnessmaður. Þegar ég er edrú er ég sá fyrri. En ég sætti mig þó ekki við þann mann eingöngu; mig langar í umsvif, völd, peninga. En til að afla peninga verð ég að vera fullur. Ég hata fátækt og ég hata Mammon. Ég hata og elska þessa tvo menn til skiptis. Ég er rót- laus. Og ég kann aðeins einn hlut í þessu lífi: Að selja". Þannig lýsir Hilmar Helgason sjálfum sér fyrir Helgarpóstinum. Sumir viðmælendur greinar- höfundar könnuðust við þessa lýs- ingu. Allir báru honum vel söguna, sögðu Hilmar vera hugmynda- ríkan, Ijúfan, glaðlegan, þróttmik- inn og hjálpsaman. Og allir hörm- uðu harmleikinn — baráttu Hilmars við Bakkus. Það er nefni- lega ekki unnt að skrifa Nærmynd af Hilmari án þess að snerta kjarn- ann í lífi hans, alkóhólismann. Á sínum tíma varð Hilmar Helgason landsfrægur sem formaður og aðaldriffjöður SÁÁ. Hann var eldhuginn, hugmyndabankinn og aðalhvatamaðurinn að breyttum hugsunarhætti hérlendis gagnvart sjúkdómnum alkóhólisma, sem áð- ur hafði verið stimplaður sem aumingjaskapur og rónaháttur. En líkt og frami hans varð snöggur og mikill, varð fall hans hátt þegar hann „sprakk“ og fór eriendis um tíma. En nú er hann kominn aftur til íslands sem blómafræflakóngur með stór áform í huga, stórfelldan útflutning og heilsuræktarstöð í Krisuvík á alþjóðlegan mælikvarða og nýorðinn eigandi Mánu- dagsblaðsins. NÆR MYND

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.