Helgarpósturinn - 27.10.1983, Page 22

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Page 22
22 í kattarstað að hafa yfir að ráða einhverjum sem kastar frá sér öllum verkefn- um, bara til að klóra heimilisharð- stjóranum undir hökunni eða gæla við hann, að ég tali ekki um gullhamra og blygðunarlaus lofs- yrði á viðkvæmum stundum. Sjálf hefði ég sosum ekkert á móti því að vera köttur svona stundum. Auk allra annarra kosta er þetta herrakyn sjálfstætt og hreinlynt, að ekki sé nefnd greindin — én það er kannski vissast að fara ekki nánar út í þá sálma hér. Þetta Hringborð hefur víst einhver tak- mörk og ef þú, lesandi góður, átt kött eða þekkir kattareiganda ættir þú að vita að það er allt að því endalaust hægt að lofa og prísa þau dýr, og ekki síður segja sögur af hverjum einstaklingi. Kettir eru nefnilega jafn ólíkir og þeir eru margir og ákaflega sterkir persónuleikar. Að segja sögur af kettinum sínum er ámóta og segja sögur af barninu sínu — það er takmarkaður áhugi hjá hlustend- um, nema auðvitað þeim sem þekkja viðkomandi. Og eiginlega var þetta ekki ann- að en inngangur, rétt til að gefa lesanda þessa Hringborðs ein- hverja nasasjón af því hvernig kattareiganda líður. Einn af þess- um sjálfstæðu, skemmtilegu og heittelskuðu köttum gæti tekið það upp hjá sér að fara að skoða þennan sérhannaða heim sinn og þá ekki tekið fullt tillit til vélknú- inna málmskrímsla sem æða fram og aftur um göturnar. í stuttu máli: Þú, ágæti lesandi, gætir orðið fyrir því slysi að aka á kött. Ég veit mörg dæmi um ketti sem skruppu að heiman — hef meðal annars sjálf lent í því að bíða vik- um saman eftir að frétta af vand- lega merktu fressi, sem ekkert hefur spurst til. Það er í sjálfu sér í lagi að flakka um garða óg holt og kalla á kisa (allir mínir kettir hafa gegnt mér) eða stökkva fram úr á nóttunni af því að maður heldur að maður hafi heyrt kattarmjálm. Það er auðvitað ekki í lagi að missa dýr sem manni þykir vænt um í einhverju slysi. En það er auðvitað alls ekki í lagi að fá ekki að vita um afdrif kisu. Það þyrfti í versta falii ekki að kosta meira en nafnlaust símtal, svona ef einhver skyldi skammast sín. hrinoboróiö í dag skrifar Magnea J. Matthiasdóttir Það býr hérna hjá mér einstæð þriggja barna móðir, sem virðist vera svolítið þreytt á móðurhlut- verkinu á stundum. Að minnsta kosti er hún farin að sitja um að stökkva út, þegar hún heldur að enginn taki eftir,og æðir um gólf- in eins og hvirfilbylur þegar sá gállinn er á henni. Samt er hún ósköp natin við ungana sína, grey- ið, þegar þarf að sinna þeim; fóðr- ar þá samviskusamlega þegar þeir eru soltnir og þrífur þá hátt og lágt oft á dag. Hún liggur líka oft hjá þeim og horfir á þá sofa, stundum þreytuleg (mér liggur við að segja uppgefin) á svipinn, stundum stolt og stundum ánægjuleg. Ég hef samt einhvern veginn grun um að henni þyki þetta ekki alveg jafn ómissandi reynsla og almennt er talið, þó hún hafi látið það sem vind um eyru þjóta þegar ég var að vara hana við afleiðingunum í sumar. Þá grét hún við dyrnar og dugði ekki annað en komast út og slá sér upp. Litlu greyin eru ósköp geðug, það vantar ekki, svört og hvít og rétt byrjað að rifa í augun. Það er enn hægt að dást að þeim með tandurhreinni samvisku, því þeir eru ekki enn komnir á það skelfi- lega tímabil að komast úr kassan- um sínum og vilja fara að skoða heiminn. Sem betur fer verða allir þrír farnir héðan fyrir nóvember- lok (þeir skulu!!), því ég hef ekki í hyggju að eiga önnur kettlinga- jól með beinagrindina af jóla- trénu kúlu- og skrautlausa í stof- unni. Sá hópur kettlinga taldi nefnilega að þarna hefði húsráð- andi loksins séð villu síns vegar og komið upp handa þeim sérstöku leiktæki. Yfirleitt finnst mér það ein- kenni á köttum að skoða heiminn með þeirri sannfæringu að hann sé sérhannaður með þá persónu- lega og prívat í huga. Hver veit nema það sé rétt. Að minnsta kosti hefur þeim tekist bærilega upp við að þjálfa mannkynið með það fyrir augum að þurfa sjálfir sem minnst fyrir lífinu að hafa. Þá á ég að sjálfsögðu við dekraða heimilisketti, sem þurfa ekki ann- að en senda þræl sínum hornauga og dilla rófubroddinum til að þeg- ar í stað sé reiddur fram matur og drykkur. Það er heldur ekki ónýtt Fimmtudagur 20. október 1983 ^pSsturinn „Bráðum á að dimma en annars vitum við ekki margt...“ Nú gengur veturinn opinberlega í garð n.k. laug- ardag og geta menn því Sem óðast farið að spá fyrir hamförum veðurs með því að stúdera vetrarbraut- ina eða kindagarnir sem nú eru nánast inni á hvers manns heimili. Vetrarbrautina á að Iesa frá austri til vesturs og þykir hún sjást best í nóvember. Henni var foröum tíð skipt í þrjá hluta og vetrinum sömu- Ieiðis. Þar sem voru þykkir kaflar í vetrarbrautinni átti að verða snjóþungt um veturinn á samsvarandi tíma. Þar sem hér á (átti) og ýmislegt að gerast á þriggja mánaða fresti, s.s. að klina visitöluviðbiti á laun og jaf na það síðan út með brennivínshækkun- um, er ekki úr vegi að láta hina þrískiptu vetrar- braut herma sér fleira en veðurútlit. Þjóðskáldið Bjarni og bygginarnefndin Byggingarnefnd Reykjavikurborgar tókst nærri að koma í veg fyrir að ég gerðist þjóðskáldleg i þessum pistii af tilefni vetrarkomunnar og velti mér upp úr myndhverfðri og gustmikilli samfaralýsingu Bjarna Thorarensen í kvæðinu Veturinn. En skáld- ið sá hann fyrir sér sem bringubreiðan fornkappa, ítursterkan bindindismann, „riðinn frá heimum miðnáttar, aflbrunni alheims ok ótta munaðarý sem beitir afli „magnlítil moldarbörnin“ og „kem- ur svo og kreistir í sterka jörðu járnarma ok jörðu f/lÆTiRí I(&5-NA LÁTA BÖRN'IN SVONA ? kyssir...!* Bjarni hefur þannig skynjað veturinn sem jákvæðan nauðgara (fyrir þá sem ekki vita merkir nauðgari kúgara og ofbeldissegg) sem heldur hér öllu lifi í heilbrigðum járngreipum meðan á við- dvöl stendur. En návist hans eykur jafnframt hreysti þeirra sem sterkir og grandvarir eru fyrir (þeirra sem hirða ekki um að elta uppi lystisemdir af suðrænum uppruna): „Afl vex því öflga/er hann þat nálgast /harðnar Fjörgyn hans /í faðmlögum“ Lengi vel trúði ég að þetta væri rétt, þ.e. að harka vetrarins herti hráústan bakfisk og efldi heilbrigða skynsemi. En síðan ég lenti.í því að kynnast suð- rænni „Vellyst" að vetrarlagi, hef ég aldrei getað lit- ið íslenskan vetur jákvæðum augum. Nú orðið er hann í huga mér þrælapískari sem með hörku sinni fær menn til að hella sér út í æ meiri vinnu í þeirri von að það megi verða til að slæva það tilvistarlega vonleysi sem vetrarhörkurnar kynda undir. („Is- lændingene er arbejdsnarkomaner" segir enda Danskurinn). — Þessi vetur verður einhver sterk- asti bandamaður ríkisstjórnarinnar, ef hjárænu- skap launþega fer fram sem horfir. Hvernig getur þessi I^vensnift móðursýkst svona út af honum Bjarna? hugsa nú áreiðanlega ein- hverjar grandvarar hamhleypur í Vesturbænum með sér, í kjölfar þess að Þórhailur Vilmundarson prófessor og gjörvöll byggingarnefnd Reykjavíkyr- þorgar hefur ákveðið að heiðra Bjarna amtmann með þvi að sæma götur i Grafarvoginum nafngift- um úr Velrinum og öðrum kvæðum hans. Innan tíðar geta menn í bókstaflegri merkingu riðið eftir Vetrarbrautinni hesti snjálitum.hossast áFjörgyn á gömlum rússajeppa, spænt upp Fjallkonuveg á nýjum Blazer meðan Ijóðúðin vætlar niður rúð- urnar. Atómskáld og.raflost En víkjum nú að‘ öðrum skáldum sem hafa ekki ætlað sér þá dul að kveða djörfung og dug í freðna þjoð, heldur fremur efa og varkárni á viðsjálum tímum. Stúdentaleikhúsið fagnar nefnilega vetrar- komunni með dagskrá í tengsium við atómskáldin svokölluðu, merkisbera formbyltingarinnar í ís- lenskri ljóðagerð uríi miðbik aldarinnar. Menn ættu endilega að orna sér við hugsjónaeld þessara manna sem stökkbreyttu íslensku brageyra. Þessi skáld voru (og eru) mun yfirvegaðri í málnotkun sinni en Bjarni amtmaður, gerandi sér grein fyrir að orð geta sprungið þegar minnst varir. í dagskrá þessari sem ber yfirskriftina Hvers vegna láta börn- in svona? fer Anton Helgi Jónsson t.d. með þrjú ljóð Sigfúsar Daðasonar á svo rafmagnaðan hátt að maður hreinlega fær lost (hvers kyns verður hver og einn að eiga við sig). Þ.á m. ljóð II. úr Höndum og oröum sem verður æ tímabærara með hverju ár- inu, eftir því sem tungumálið og merkirigarmið þess bólgna út og bresta. Það hefst svona: Orð ég segi alltaf færri og færri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Tign munnsins segja þeir þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr né með hverju þeir geti borgað. I Bráðum á að dimma en annars vitum við ekki margt.... Þetta er lóðið í upphaft íslensks harðindavetrar undir gildiskrepptri stjórn: og reyndar vitum við mjög fátt nema að bráðum £ að dimma - Kartöflur í kreppu Kjöt kemur mér ekki við, hvorki rauðbrúnt né gulgrænt. Undanfarnar vikur hef ég mestmegnis alið konuna á kartöflum með góðum árangri. Þær eru saðsamar, ódýrar og fjörefnaðar. í bland við lauk, egg, mjólk og krydd má gera þær að dýrleg- um kreppukrásum sem allir opinberir starfsmenn geta verið fullsæmdir af, sama hvar í launaflokki þeir standa. Hér koma sýnishorn af slikum réttum, eftir því sem rýmið leyfir, og svo framhald í næsta blaði. Verði ykkur hikstalaust að góðu! Kartöflubúðingur Unaðslegur aðalréttur með brauði og smjöri og e.t.v. einföldu hrásalati ef pyngjan leyfir. Handa 4-6. 6 vænar kartöflur u.þ.b. 200 g ostur, gjarnan 100 g sterkur s.s. Port Salut og 100 g veikur s.s. Gouda 1 lítill laukur 4 egg 4 dl mjólk 4 msk hveiti salt og nýmalaður svartur pipar timjan og múskat eftir smekk nokkrar msk Parmesanostur (má sleppa) nokkrar msk brauðraspur og smjörklípa 1. Hálfsjóðið kartöflurnar í saltvatni í 10 mín. Af- hýðið þær og skerið í þykkar sneiðar. Smyrjið eldfast fat, rífið ostinn og saxið laukinn smátt. 2. Raðið kartöflusneiðum yfir botn fatsins, saltið og piprið, stráið lauk og osti yfir. Endurtakið þar til yfir lýkur. 3. Þeytið eggin, sigtið og hrærið hveitið smátt og smátt saman við svo ekki myndist kekkir, og að lokum mjólkinni. Kryddið með salti, pipar, timj- an og múskatdufti og hellið blöndinni yfir kart- öflurnar. Stráið Parmesanosti og raspi yfir og að lokum nokkrum örsmáum smjörklípum. Bakið í u.þ.b. 45 mín. við 180 gr. Kartöflur í kotasælu Annar heitur aðalréttur handa 6-8. Eiginlega sunnudagamatur, því kotasæla fæst ekki ókeypis. 6 stórar kartöflur 4 dl kotasæla 2 dl sýrður rjómi 1-2 hvítlauksrif 1 tsk salt 2 litlir laukar 2 dl rifinn ostur paprikuduft 1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eiga svona 5 mín. eftir í að verða fullsoðnar. Afhýðið þær og sker- ið í Iitla teninga og blandið þeirn saman við kota- , sælu, sýrðan rjóma, marinn hvítlauk, salt og saxaðan'lauk. 2. Hellið blöndunni í smurt eldfast fat og stráið rifnum ostinum yfif. Kryddið með ögn af 1 paprikudufti og bakið við 180 gr. í u.þ.b.hálf- tíma.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.