Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSYN
Rauöi fidringurinn
Ekki var landsfundahrotunni um síðustu
helgi og húllumhæinu sem á eftir fylgdi fyrr
lokið en tíðindi bárust úr herbúðum Alþýðu-
bandalagsins. A þeim bæ er verið að undir-
búa landsfund sem verður eftir rúmlega
viku. Þess er vænst að tillögur laga- og skipu-
lagsnefndar um breytingar á skipulagi
flokksins nái þar fram að ganga. Jafnframt
verða miklar breytingar á stjórn flokksins,
því varaformaðurinn Kjartan Ólafsson,
Guðrún Helgadóttir ritari og Tryggvi Þór
Aðalsteinsson gjaldkeri hafa öll tilkynnt að
þau gefi ekki kost á sér aftur. Athyglin bein-
ist því að þeim kandídötum sem taldir eru
líklegastir í þessi embætti, einkum þó vara-
formanninum, svo og þeim miklu breyting-
um sem væntanlega fylgja í kjölfar nýrra
starfshátta.
Skipulag stjórnmálasamtaka er með ýms-
um hætti hér sem annars staðar. Flestir
gamalgrónir flokkar búa við svokallað píra-
mídaskipulag, þar sem ein stofnunin tekur
við af annarri og endar í fámennri stjórn á
toppnum. Nýrri flokkar, sem eiga t.d. rætur
að rekja til hugmynda stúdentabyltingarinn-
ar frá 1968 eða þeir sem hafa endurskoðað
skipulag sitt, byggja á meiri valddreifingu,
jafnvel eru mörg samtök undir einu flokks-
þaki. Tillögurnar um breytingar á skipulagi
Alþýðubandalagsins virðast fara bil beggja,
gert er ráð fyrir því að flokkurinn verði opn-
aður fyrir sérgreinafélögum (einsmáls-
hópum), menn geti tekið þátt í starfi flokks-
ins án þess að vera flokksbundnir, horfið er
frá því að miða við búsetu fyrst og fremst, en
miðað við að fólk sameinist um ákveðin mál-
efni. Þannig geta starfað fleiri en eitt félag á
sama stað. Stofnunum flokksins fækkar og
þær eru gerðar stærri. Landsfundir verða á-
fram æðsta valdastofnun flokksins. Fulltrú-
um verður fjölgað verulega, með því að
fækka þeim fulltrúum sem þarf að baki
hvers og eins. Miðstjórn starfar á milli lands-
funda, hún verður einnig mun fjölmennari
en nú, eða 120-130 manns. Síðan tekur við
framkvæmdastjórn sem í sitja 12 fulltrúar
auk formanns flokksins, varaformanns, rit-
ara og gjaldkera. Auk þessa starfar þing-
flokkurinn, verkalýðsmálaráð og fjármála-
ráð, sem er nýjung.
Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðvilj-
ans, er formaður nefndarinnar sem leggur
fram hið nýja skipulag. Hann sagði í samtali
við HP að megin tilgangur þessara breytinga
væri að opna flokkinn og fjölga leiðum til
inngöngu í hann. Með þessum tillögum væri
verið að hrinda í framkvæmd bandalags-
hugsjónum, fremur en flokkshugsjónum.
Aður hefði fólk þurft að „sanna sakleysi sitt“
þegar það gekk í flokkinn en ef þessar tillög-
ur yrðu samþykktar þyrfti þess ekki með,
fólk gæti verið í öðrum pólitískum samtök-
um.
Það sem telst þó til hvað mestra tíðinda í
skipulagsbreytingum Alþýðubandalagsins
er hin svokallaða jafnræðisregla eða
kvóti. Reglan gerir ráð fyrir því að hvort
kynið sem er eigi rétt á að minnsta kosti 40%
fulltrúa, svo fremi að nægilega margir séu í
framboði. Ef færri en 40% af hvoru kyni eru
í framboði teljast þeir sjálfkjörnir. Slíkar
reglur tíðkast í nokkrum vinstri flokkum er-
lendis, t.d. Socialistisk Folkeparti í Dan-
mörku og Socialistisk Venstre í Noregi. Með
slíkum reglum er í raun verið að auka og
tryggja hlut kvenna í stjórnum og stofnunum
flokka. Tillaga Alþýðubandalagsins gerir
ráð fyrir að þetta hlutfall nái til allra stofnana
og nefnda á vegum flokksins, en ekki til
framboðslista.
Konur í Alþýðubandalaginu eru að vonum
ánægðar með þessa tilhögun og að sögn Vil-
borgar Harðardóttur er mikill hugur í kon-
um að láta til sín taka við kosningar í emb-
ætti á vegum flokksins. Konur hafa um
nokkurt skeið unnið að undirbúningi fyrir
landsþingið og munu beita sér fyrir umræð-
um um stöðu kvenna innan flokksins og jafn-
réttismál.
Eins og nærri má geta eru skiptar skoðanir
um breytingar á skipulagi Alþýðubandalags-
ins. Að sögn viðmælenda HP hafa þeir sem
búa úti á landi ýmislegt við tillögurnar að at-
huga, svo og verkalýðsarmur flokksins. Þau
sjónarmið sem komið hafa fram og beinast
gegn breytingunum eru aðallega á þá leið að
skipulagið bjóði upp á klofning og ýti undir
sérhópamyndun. Aðrir benda aftur á móti á
að með þessu skipulagi sé verið að staðfesta
það sem þegar er til orðið.flokkurinn grein-
ist nú þegar í hópa sem beina athygli að á-
kveðnum málum svo sem verkalýðsmálum,
jafnréttismálum o.fl. Með þessum nýja hætti
muni takast að tengja fólk saman vegna
sameiginlegra baráttumála. Þeir eru einnig
til sem minnast flokkskenninga Lenins um
þrautskipulagðan, harðsvíraðan flokk og
telja breytingarnar allar til hins verra.
Hvort sem úr skipulagsbreytingum verður
eður ei, þá er hitt víst að forystan breytist á
landsfundinum sem framundan er. Konur í
Alþýðubandalaginu hafa mikinn hug á að fá
konu sem varaformann og heyrist nafn Vil-
borgar Harðardóttur oftast nefnt í því sam-
bandi. Fleiri konur hafa þó verið nefndar,
svo sem Gerður Óskarsdóttir, Guðrún Hall-
grímsdóttirogÁlfheiður Ingadóttir. Konurn-
ar hafa rætt málin sín á milli og munu vænt-
anlega sameinast um einn frambjóðanda.
Þess er skemmst að minnast að á síðasta
flokksráðsfundi gerðu þær ,,kúpp“ og fjölg-
aði konum verulega í miðstjórn flokksins. En
það eru fleiri um hituna. Verkalýðsarmur
flokksins vill gjarnan fá mann úr sínum röð-
um sem varaformann og beinast sjónir eink-
um að Grétari Þorsteinssyni, formanni Tré-
smiðafélags Reykjavíkur. Þá vilja flokksfé-
lögin úti á landi gjarnan að utanbæjarmaður
hreppi hnossið, og hafa þingmennirnir Hjör-
leifur Guttormsson og Steingrímur Sigfússon'
verið nefndir. Svavar Gestsson situr áfram
sem formaður, en hvern hann fær sér við
hlið er óvíst, þó að sterkar líkur séu á að
kona setjist í sætið.
Við fáum frið fyrir öllum flokksmálum um
þessa helgi, eftir því sem best er vitað, en
þegar dregur að þeirri næstu komast þau
enn á dagskrá með kosningum og stjórn-
málayfirlýsingum, en þar með lýkur lands-
fundahrotunni í bili.
ERLEND YFIRSYN
Assad sækir fram
Framundan er fundur æðstu manna ríkj-
anna sem mynda Arababandalagið. Fyrir
þann fund ætlar Hafez al — Assad Sýrlands-
forseti að vera búinn að sýna fram á að ríki
hans sé risaveldið í arabíska hluta heimsins.
Assad hyggst móta niðurstöður fundarins á
þann veg, að Bandaríkjamenn komist ekki
framhjá stjórn hans í viðleitninni sem Reag-
an forseti verður að hafa uppi á kosningaári
í því skyni að losa sig úr klípunni sem hann
er kominn í fyrir botni Miðjarðarhafs.
Sýrlandsstjórn gerir út sveitirnar sem
sækja að síðustu vígjum Jassers Arafats í
Líbanon. Nú hyggst Assad hrekja Arafat og
leifarnar af liði hans á sjó út frá Tripoli, eins
og Sharon, þáverandi landvarnaráðherra
ísraels, hrakti hann áður frá Beirut. Að unn-
um sigri yfir Arafat er sá liðsafli sem Pal-
estínumenn eiga eftir í Líbanon á valdi Sýr-
lendinga og verkfæri þeirra.
Sýrlandsstjórn hefur þegar í hendi sér,
hvernig rætist úr nýhöfnum viðræðum um
þjóðarsátt í Líbanon, til að binda endaá átta
ára borgarastyrjöld. Sýrlensku hersveitirn-
ar, sem upphaflega komu til Líbanons til að
liðsinna kristnum falangistum, þegar þeir
fóru halloka fyrir Frelsissamtökum Pal-
estínumanna og líbönskum bandamönnum
þeirra, eru nú bakhjarl drúsa og leiðtoga ís-
lamskra trúflokka, sem hnekkja vilja yfir-
drottnun maroníta, þess kristna safnaðar
sem ráðið hefur landinu frá því það varð til
undir umboðsstjórn Frakka á fjórða tug ald-
arinnar.
Síðast en ekki síst er Assad Sýrlandsforseti
eini aðilinn sem hugsanlegt er að haft geti
hemil á klerkastjórninni í Iran. Vegna sam-
eiginlegs fjandskapar við stjórn Saddams
Husseins í Irak, eru Assad og Khomeini erki-
klerkur bandamenn, og Sýrland er eina
Arabaríkið sem styrkt hefur Iran í stríðinu
við írak. Einkum er stuðningurinn fólginn í
því að loka olíuleiðslum um Sýrland og taka
þannig fyrir mestan hluta af olíuútflutningi
Iraka. í staðinn sér íran Sýrlendingum fyrir
olíu ókeyois.
Stjórn Iraks telur sig nú í aðstöðu til að
jafna metin og hefta olíuútflutning írana
með frönskum Super Etendard herþotum og
Exocet flugskeytum. Láti hún af slíku verða,
hótar fransstjórn að loka Hormuz-sundi, en
um það fer olíuútflutningur Persaflóaríkja.
Bandaríkjastjórn hefur við orð að reyna að
halda sundinu opnu með flotavaldi, en þá
færi allt í bál og brand við Persaflóa. Slíkt
vilja Saudi-Arabía og furstadæmin sem
henni fylgja að málum hindra fyrir hvern
mun, og enginn nema Sýrlandsstjórn er í að-
stöðu til að afstýra því að íran grípi til
óyndisúrræða, því hún getur bent Irönum á,
að þá yrði Sýrland nauðbeygt til að opna aft-
ur olíuleiðslurnar frá Irak, þó ekki væri
nema til að afla sér olíu til eigin þarfa.
Assad getur því gert sér vonir um að mæta
til fundar æðstu manna Arabaríkja með leif-
arnar af PLO og Líbanon í vasanum og eiga
í viðbót væna hönk upp í bakið á Saudi-Ara-
bíu og öðrum Persaflóaríkjum.
Sigurbraut Assads síðasta árið er vörðuð
mistökum og glópsku helstu andstæðinga
hans, stjórnanna í Jerúsalem og Washing-
ton.Innrásin sem Sharon landvarnaráðherra
hóf í því skyni að breyta Líbanon í áhrifa-
svæði ísraels, hefur í reynd orðið til að gera
Sýrlandsstjórn fært að styrkja stöðu sína um
allan helming. Almenningsálitið í ísrael
knúði herstjórnina til að hörfa frá Beirut og
Chuf-fjöllum til að draga úr sífelldu mann-
tjóni. Áföllin sem PLO varð fyrir í innrás ísra-
elshers auðvelduðu Assad að egna menn
Arafats til uppreisnar gegn honum. Og þeg-
ar darraðardans marghliða borgarastyrjald-
ar hófst á ný í kjölfar undanhalds ísraelshers,
og sumpart vegna íhlutunar hans í innan-
landsátökin, til að mynda milli falangista og
drúsa, 'hafði Reagan Bandaríkjaforseti for-
göngu um að nokkur þúsund manna lið
Bandaríkjamanna, Frakka, ítala og Breta
tók að sér að stilla til friðar í Beirut og næsta
nágrenni.
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Því sitja 1900 menn úr landgönguliðasveit-
unum, einvalaliði bandaríska heraflans, á
flugvellinum við Beirut, án nokkurs hernað-
arlegs tilgangs né getu til að hafa áhrif á
framvindu mála, aðeins sem tákn um stuðn-
ing Bandaríkjastjórnar við riðandi stjórn
Gemayels forseta. Eins og geta mátti nærri
hafa landgönguliðarnir orðið gíslar og skot-
mark sérfræðinga þeirra í manndrápum,
sem þjálfast hafa í átta ára blóðbaði. Með
einni bílsprengju voru 230 bandarískir land-
gönguliðar lagðir að velli á sunnudags-
morgni, og á samri stundu varð önnur slík 58
frönskum fallhlífahermönnum að bana.
Eftir þessa blóðtöku er undanhaldsleiðin
lokuð fyrst um sinn fyrir ríkin sem í hlut eiga,
en það þýðir að þau eru í auknum mæli upp
á þá komnir sem ráða yfir raunverulegum
styrk á svæðinu, sem sé Israel og Sýrland.
Því hafa verið uppi hugmyndir í Washington
að reyna að siga fsrael á Sýrlendinga, og
tengja aðgerðir ísraelshers á landi við
bandarískar loftárásir frá flugvélamóður-
skipunum sem safnað hefur verið saman
undan Líbanonströnd. Yrði látið heita svo,
að verið væri af Bandaríkjanna hálfu að
hefna fyrir víg landgönguliðanna, þótt allt
bendi til að þar hafi hermdarverkahópur
undir íranskri stjórn verið að verki.
En ísraelar eru allt annað er. leiðitamir á
þessari braut. Þótt þeim tækist að eyðileggja
loftvarnakerfi Sýrlendinga í Bekaa-dal í inn-
rásinni í fyrra, reyndust sýrlenskir skrið-
drekar og víkingasveitir þeim skeinuhætt.
Síðan hefur sýrlenska hernum bæst liðsauki
nokkur þúsund Svovétmanna, sem stjórna
mun fullkomnara loftvarnakerfi en því sem
fyrir var.
Eftir að Sýrlandsstjórn kallaði varalið til
vopna um síðustu helgi, sá Sharon forsætis-
ráðherra ástæðu til að lýsa yfir, að ísraels-
stjórn myndi ekki ráðast gegn Sýrlendingum
að fyrra bragði. Haft er eftir embættismönn-
um í Jerúsalem, að Israel muni láta sér
lynda, þótt ákveðið verði í þjóðarsáttarvið-
ræðum Líbana að „frysta" samkomulagið
sem stjórn Gemayels hafði gert við ísrael.
6 HELGARPÓSTURINN