Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 15
Þórarinn Eldjárn í Helgarpóstsviðtali - 'i í ■'» •i\\ m fi 4 best að umskrifa. Það er oft gert á það flók- inn hátt, að það er ekki til neins að vera að grufla í textanum til að rekast á persónu mína.En í fámenni gefursá skrifimáti miklu meira frelsi. Játningahöfundarnir rekast nefnilega alltaf á grensuna, hversu vel sem þeim tekst að stílfæra. Það koma alltaf ætt- fræðingar og grúskarar og segja: „Þarna er þessi, og þarna er þessi“. Jafnvel þó um úr- valshöfunda sé að ræða; í ævisögu Jóhann- esar Birkilands „Harmsaga æfi minnar" er t.d.nöfnum manna sleppt.Hir.s vegar rakst ég á eintak af bókinni á fornbókasölu, þar sem búið var að færa inn hvert einasta nafn með blýanti". — Talandi um Birkiland, þú hefur haft miklar mœtur á þeim manni og öörum ein- staklingum sem teljast mega sérstœdir per- sónuleikar og séruitringar. Og skrifar gjarn- an um slíka. „Já, Birkiland var merkilegur maður. Það er eitthvað í verkum hans sem er ekta og skín alltaf í gegn. Ég hef mjög gaman af skemmtilegum sérvitringum, en leiðinlegir sérvitringar eru afskaplega leiðinlegir. Eg hef hins vegar lítið fengist við að skrifa um meðalmenni". Frelsi rithöfundarins — Um huad uiltu helst skrifa? „Ég vil skrifa hluti sem eru þannig að þeir fela i sér eitthvað sem fólk kannast við og skiptir máli. Rithöfundar horfa á tilveruna og hrifsa úr veruleikamassanum hitt og þetta sem þeir bræða saman og blanda á alla lund. Utkoman verður að vera eitthvað sem fólki finnst að höfundur hafi séð, sem það getur jánkað og sagt: „Svona er það", eða „svona má það nú ekki vera". En ég tek það fram, að ég vil ekki vera útspekúleraður. Ég þrái sakleysið". Þórarinn rennir hendinni gegnum Ijósa lokkana. „í því sem ég skrifa vil ég reyna að hrista saman alla mína reynslu og tilfinningar og koma því frá mér sem mér er eðlilegt...en ekki horfa á einhverja lesendur og reyna að þóknast þeim, eða toila í tísku eða borga húsnæðisskuldir. Þetta sé ég sem markmið mitt sem rithöfundar, en kannski það náist aldrei". Segir síðan með semingi: „William Faulkner var eitt sinn spurðurað því í blaðaviðtali hvort ekki væri hægt að brjótá niður rithöfunda með illum eða alltof góðum viðtökum og fá þá til að hætta að skrifa. Faulkner sagði það útilokað, sá sem væri rithöfundur hann yrði það, hvað sem tautaði og raulaði. Ég er sammála þessu að svo miklu leyti sem hægt er að vera sam- mála frösum. Það er, ég man alhæfinguna en jánka hreyfingunni í rétta átt". Kaffið er orðið kalt. Þórarinn afþakkar uppáhellingu en dvelur við síðustu spurn- ingu enn um hrið. Segir loks: „I listinni finnur maður möguleika á að eygja frelsið. Ég er ekki að hvetja til sver- merís eða leggja fram einhverjar fílósófískar lausnir, heldur svíf kringum þessar spurn- ingar. Sérstaklega frelsið. Eg set frelsi rithöfundarins mjög hátt".

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.