Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 25
— Hvenœr vaknaöi fyrst áhugi þinn á þjódmálum, dr. Benjamín? „Ég hefi löngum safnað áhuga- málum, eins og aðrir safna frímerkj- um og listaverkum þeir sem eru rík- ari. Stærðfræðin var mitt uppá- haldsfag í menntaskóla og ég var staðráðinn í að leggja stund á hana eftir stúdentspróf. Til þess fékk ég fjögurra ára styrkinn svonefnda, sem þá var veittur til háskólanáms. En um sumarið fékk ég meira næði til að hugsa minn gang og virtust framtíðarhorfur stærðfræðings á ís- landi ekki mjög bjartar. Áhugi minn var þá farinn að beinast meira að vandamálum heimsins. Þetta var í kreppunni miklu og þrengingar á öllum sviðum, atvinnuleysi og óþol- andi fátækt fannst okkur ungu mönnunum. Mér fannst að það hlyti að vera til svar við því hvers vegna öll þessi fátækt og atvinnuleysi þreifst mitt í þeim gífurlegu mögu- leikum sem tækniþróunin og iðnvæðingin bauð upp á til að létta hlutskipti mannanna. Eg ákvað því að breyta til og fékk til þess sam- þykki frá Pálma Hannessyni og Barða Guðmundssyni, sem sögðu að ég gæti varið styrknum eins og ég vildi. Ég afréð að fara til Þýska- Iands að Iæra hagfræði." —Pú dvaldir í Þýskalandi á mikl- um umbrotatímum? „Þegar ég kom til Þyskalands af sildinni haustið 1932 voru þar 5-6 milljónir atvinnulausra, eymdin blasti við ails staðar og stundum harðir bardagar milli rauðra og brúnna á götunum. Hitler tók svo völdin snemma árs 1933 og skömmu síðar hrökklaðist ég frá Þýskalandi og fór um haustið til Sví- þjóðar, þar sem ástandið var mun bærilegra." — Nokkru sídar heldur þú til náms í Sovétríkjunum? „Árið 1935 fór ég til Sovétríkj- anna að læra hagfræði og kynntist þar enn öðrum veruleika. Ég vissi að þar var nýtt þjóðfélag í sköpun og var þess fýsandi að kynnast því nánar. En hugmyndir mínar um Sovétríkin höfðu þá þegar breyst nokkuð í viðræðum við fólk sem var nýkomið þaðan og breyttust enn meir við dvölina þar." — Varst þú sósíalisti á þessum árum? „Ég var kommúnisti, hafði kommúnískar skoðanir, þótt ég væri ekki í flokknum. Til Sovétríkj- anna komst ég fyrir meðmæli Brynjólfs Bjarnasonar, og þrátt fyrir mótmæli Einars Olgeirssonar, en auðvitað réð Brynjólfur. Ég hef alltaf álitið Brynjóíf hafa mikla póli- tíska hæfileika, þótt við séum á önd- verðum meiði. Ég naut einnig fyrir- greiðslu Mme. Alexöndru Kollon- tay, en við hana átti ég samtal í Stokkhólmi fyrir milligöngu sam- eiginlegs kunningja, áður en ég fékk vegabréfsáritun." — Hvernig komu Sovétríkin þér fyrir sjónir? „Þegar ég kom til Sovétríkjanna hafði geisað þar hungursneyð. Henni létti eftir að ég kom. Mig minnir að brauðskömmtunin hafi verið afnumin daginn sem ég kom til landsins. Mannfólkið er víðast mjög líkt. Ég kynntist mörgu á- gætisfólki í Moskvu, og síðan þykir mér alltaf vænt um rússnesku þjóð- ina, þótt ég vorkenni henni vegna hins hörmulega stjórnarfars. Þegar- ég hafði dvalið um hríð í Moskvu fór Stalín að vilja losna við alla útlend- inga úr landinu, líklega t sambandi við réttarhöldin. Stefna hans var að einangra Sovétríkin. Háskólanum var hreinlega lokað. Ég var að búa mig undir að fara heim haustið 1936 þegar ég fékk taugaveikibróður og lá lengi veikur. Þegar ég fór að hjarna við var ég sendur til Krím- skaga í mánuð. Síðan tók það mig nokkra mánuði að fá endurnýjað leyfi til að yfirgefa Sovétríkin. Það tókst loks í desember 1936. Þegar þaðan kom var ekkert annað fyrir mig að gera en halda áfram námi í Uppsölum og Stokkhólmi, og þaðan útskrifaðist ég vorið 1938.“ — Þegar þú kemur heim verdur þú þátttakandi í pólitískum átökum á vinstri vœngnum? „Þegar ég kom heim var hér enga atvinnu að fá, síst af öllu fyrir mann nýlega kominn heim frá Rússlaridi. Þá um haustið átti að stofna Sósía- listaflokkinn og hart tekist á um skipulag Alþýðusambandsins. Verkalýðsfélögin höfðu fram að þessu verið eins konar flokksdeildir í Alþýðuflokknum. 22 stéttarfélög mynduðu þá með sér samtök, Land- samband stéttarfélaganna, sem áttu að knýja það fram að Alþýðusam- bandinu yrði breytt í fagsamband. Ég var starfsmaður þessara sam- taka. Um leið og tök Alþýðuflokks- ins á Alþýðusambandinu losnuðu, voru samtökin lögð niður, en þá var komin styrjöld og viðhorfin um margt breytt." — Þú hverfur sídan ár röðum vinstri manna nokkru síðar? „Með komu styrjaldarinnar skarst fljótt í odda með þeim sem voru á línu Stalíns í Sósíalistaflokkn- um og hinum sem vildu samfylk- ingarflokk á breiðari grundvelli. Sinnaskipti Sigfúsar Sigurhjartar- sonar, sem snerist á sveif með Stalínistum, ollu því að meirihluti miðstjórnar, sem var á bandi Héð- ins Valdimarssonar, fékk ekki við neitt ráðið, þar sem Einar og Sigfús réðu Þjóðviljanum. Meirihlutinn sagði því af sér til þess að þurfa ekki að bera ábyrgð á pólitík Brynjólfs Bjarnasonar. Skömmu eftir að mis- tekist hafði að reka mig úr flokkn- um sendi ég sjálfur úrsögn mína." — / bókinni gefur þú nokkuð óvenjuleg svör við þeim spurning- um sem nasisminn og kommánism- inn vekja? „Mönnum hefur löngum fundist margt óskiljanlegt í kommúnisman- um og nasismanum. Hvernig gátu svona atburðir gerst á 20. öld, öld uppgvötvana og framfara í þekk- ingu? Hvernig gat Stalín búið til hungursneyð sem svipti milljónir lífinu og slátrað milljónum þar fyrir utan? Hvernig gátu nasistar framið annan eins verknað og útrýmingu Gyðingaþjóðarinnar og háð nýja heimsstyrjöld í hjarta Evrópu, eftir þá heimsstyrjöld sem á undan var gengin? Við þessu hafa ekki verið gefin nein almennileg svör. Ég hef brugðið á það ráð að leita skýringa í hjálpræðisáætlun Guðs, sem guð- fræðingar svo kalla, í verki Guðs gegnum aldirnar, i fingri Guðs í ör- lögum þjóðanna. Svörin geta menn svo lesið í bókinni." — / stríðinu ferðu svo til Banda- ríkjanna og kynnist þar enn öðru þjóðskipulagi? „Ég dvaldi níu ár í Bandaríkjun- um og líkaði vistin þar mjög vel. Bandaríkin eru fyrirmyndarþjóð, en margt í menningu þeirra er ungt og kemur Evrópumönnum stund- um ókunnuglega fyrir sjónir. Frjálst framtak, frjáls samtök borgaranna og hið mikla örlæti þeirra, er það sem stórveldisstyrkur Bandaríkj- anna hvílir á. Þau eru bakhjarl frjálsra þjóða." Nú vildi Benjamin slíta samtalinu, enda messa í tilefni Lútersárs í sjón- varpinu. Hann bætti þó við áður en blaðamaður kvaddi: „Þetta sem ég hef minnst á í spjall- inu er samt aðeins minnsti hluti bókarinnar. Hún fjallar um marga aðra hluti, fyrst og fremst efnahags- mál. í henni er margt sem blöðin hafa ekki viljað birta. Um helming- ur bókarinnar er óbirt efni." Lúther er fyrir Halldóri Laxness eins og rauð dula nauti. Ef til vili væri betra aö segja, að hann væri eins og naglfastur hlutur á heimili hans, hann rekur sig á hann svo til daglega, og böivar. Oll skrif Halldórs um kristna trú, Jesútn og kirkj- una, eru hnitmiðuð lítilsvirðingarskrif, innblásin af ókenni- legu djöfulæöi. • i>aö er enginn vafi, að stjórn Hitiers hefir á margan hátt veriö hin merkilegasta. Styrkur þjóöarinnar í stríöinu, sam- heldni og úthald í mótlæti, já, fram í rauðan dauðann, eru hlutir, sem ekki veröa hristir fram úr erminni. Þetta bar allt vott um mikinn innri styrk. Slíku var sannar- lega ekki til aö dreifa í Þýskalandi árið 1932. Pá ramb- aöi þjóðin á barmi borgarastyrjaldar. VESTAST í VESTURBÆNUM ER VERSLUNIN BALDUR Viö höfum á boðstólum mjólk, kjöt og nýlendu- vörur ásamt fjölbreyttu úrvali af ávöxtum Á horni Framnesvegar og Holtsgötu er kappkostað að veita persónulega og lipra þjónustu ÞÚ HRINGIR—---- VIÐ SENDUM----- VARAN HEIM INNAN KLUKKUTÍMA _oBT Opið daglega frá kl. 9-18, föstudaga kl. 9-19: laugardaga kl. 9-12 velkomin EUROCARD ........... J VERSLUNIN BALDUR FRAMNESVEGI 29 SÍMI 14454 HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.