Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 13
YFIRHEYRSLA
NAFN: Garöar Valdimarsson
FÆDDUR: 19.8
1945
HEIMILI: Flyörugrandi 4, Reykjavík
heimilishagir: Giftur Brynhildi Brynjólfsdóttir, 2 börr
staða: Skattrannsóknastjóri
áhugamáL: Bækur og útivist.
NiÖurdrepandi aÖ sjá mál rykfalla
eftir Egil Helgason myndir Jim Smart
Skattamál bar á góma í fjölmidlum um daginn og ekki í fyrsta sinn. Þá var skýrt
frá þvíaö þrjú stór skattsuikamál upp á samtals 22 milljónir vœru búin aö velkjast
ikerfinu í3—5 ár án nokkurrar dómsniöurstööu og í einu tilfellinu án þess aö kœra
vœri gefin út. Afþessu tilefni bar Garöar Valdimarsson skaitrannsóknastjóri fram
haröa gagnrýni á dómskerfiö og sagöi aö skýringin vœri líklega sú að dómskerfiö
heföi,,ööru að sinna“. Garöar Valdimarsson er í Yfirheyrslu Helgarpóstsins ídag.
— Hvers eölis er embœtti skattrannsókna-
stjóra?
Við embætti ríkisskattstjóra skal lögum
samkvæmt starfa deild sem hefur með hönd-
um skattaeftirlit og rannsóknir. Það er skatt-
rannsóknastjóri sem stýrir starfsemi deildar-
innar. í deildinni starfa nú 18 manns. Auk
þess ákveður skattrannsóknastjóri hvort
skattamái eru send til meðferðar í ríkis-
skattanefnd eða til dómstólanna að lokinni
rannsókn.
— Hvernig er starfsemi embœttisins hátt-
aö?
í meginatriðum starfar deildin þannig að
við veljum ákveðnar atvinnugreinar til
skoðunar í aimennu eftirliti. Úr þessu
almenna eftirliti koma mörg mál. Þar að
auki fáum við mál frá skattstjórum, frá er-
lendum skattayfirvöldum og einstaklingum
sem koma hingað með kærur.
— Hvernig eru þœr kcerur sem ykkur ber-
ast?Erþetta Jón Jónsson á horninu ad klaga
nágrannann?
Þessar kærur snerta einkum fyrirtæki.
Það eru þá menn sem hafa haft viðskipti við
þau eða þekkja til á einhvern hátt sem benda
á að eitthvað sé ekki í lagi í starfsemi þeirra.
það er starfsregla hér að fara varlega í slíkar
kærur, en þó er alltaf gerð einhver lág-
marksathugun. Við tökum mark á kærum ef
þær eru rökstuddar eða studdar gögnum og
menn kæra undir nafni, þótt við leynum því
í rannsókninni.
— Hvers eðlis eru þœr ábendingar sem
berast erlendis frá?
Ábendingarnar erlendis frá byggjast á
samningum sem íslendingar hafa við önnur
ríki. Samkvæmt þeim ber skattayfirvöldum
að skiptast á upplýsingum um gjaldendur.
Þær upplýsingar sem við fáum einkum úr
þessari átt snerta innistæður og viðskipti
íslenskra gjaldenda eriendis.
— Nú kom það nýlega fram í blöðum aö
þrjú stór skattsvikamál hafa lónaö í kerfinu
í 3—5 ár án þess að dómur sé kveðinn upp.
Hverju sœtir það?
Þau mál sem rætt hefur verið um að
undanförnu voru rannsökuð hér og síðan
send rannsóknariögreglunni. Þau fóru síðan
til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um
ákæru. Því næst fóru þau tii Sakadóms
Reykjavíkur. Það hefur vakið athygli hversu
langur tími líður frá því rannsókninni lýkur
þar til í fyrsta lagi ákæran er gefin út og í
öðru lagi þar ti) dómur fellur. Til viðbótar
þessu má kannski nefna að í einu skattsvika-
máii sem var vísað til ríkissaksóknara 1972,
féll ekki dómur fyrr en tæpum níu árum síð-
ar. Það er þessi seinagangur í meðferð skatt-
svikamála sem veldur okkur talsverðum
áhyggjum.
— Hvernig stendur á þessum drœtti hjá
saksóknara og dórnsvaldinu?
Ég skal ekki fyllyrða um hvers vegna þetta
tekur svona langan tíma. Ég held að ein
orsökin sé sú að ekki er búið nægiiega vel að
þessum stofnunum hvað varðar sérfræðiað,-
stoð og mannafia. Fyrir nokkrum árum voru
uppi hugmyndir um að bæta þar úr, en ekki
veit ég til að það hafi orðið. Hins vegar virð-
ist mér að önnur ástæða sé sú að skattsvika-
mál veki ekki mikinn áhuga hjá þessum
stofnunum.
— Það er haft eftir Jónatani Sveinssyni
suksóknara I Þjóðviljanum að öllum finnist
sín mál merkilegust, líka skattrannsókna-
stjóra. Er hann með þessu að gera lítið úr
skattamálum?
Ég skal ekki segja um það hvað hann á við.
Ég veit ekki hvort hjá honum er einhver bið-
röð þar sem menn reyna að koma að sínum
málum, ég þekki það ekki.
— Hvað er helst til úrbóta?
Frumforsendan er auðvitað sú að þær
stofnanir sem vinna að þessum málum starfi
í góðu framhaldi hver aí annarri. Það er
dálítið niðurdrepandi að sjá mál rykfalla
þegar menn hafa lagt sig alla fram um að
upplýsa þau og rannsaka. En það er kannski
ekki bara við saksóknara, dómskerfið og
okkur að sakast. Það vantar einhvern póli-
tískan vilja til að gera átak í þessum málum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skattamálin
eru til umræðu, en þessi umræða virðist ekki
kveikja á perunni hjá þeim sem fara með
vald til að láta til skarar skríða.
— Þú segir I Þjóðviljanum um daginn að
þið hafið aðeins sent fá, stór og einföld mál
I gegnum dómskerfið til að flýta fyrir af-
greiðslu. Hvaö verður þá um þau mál sem
eru flóknari eð veigaminni?
Þau mál sem ekki eru eins ljós hvað varðar
refsimeðferð hafa verið afgreidd af ríkis-
skattanefnd. Þetta er stjórnsýslunefnd sem
starfar í nafnleynd og eftir reglum sem eru
mun einfaldari en regiur dómskerfisins. Þar
eru þvi ailar forsendur fyrir því að málin
gangi hraðar fyrir sig. Ríkisskattanefnd
ákveður skattsektir og dæmir í þeim málum
þar sem við teljum að ekki sé um fangelsis-
sakir að ræða. Þegar þannig ber undir er
skylt og rétt að málin fari dómstólaleiðina.
— Því er boriö við að mikill skortur sé á
sérhœfðum mannafla í skattamálum?
Skatta- og bókhaldsmálin eru vettvangur
fyrir sérfræðinga og þeir sem hafa starfað
við svona mál hjá skattayfirvöldum eru
mjög eftirsóttir hjá einkafyrirtækum vegna
sinnar reynslu. Eg tel að það skipti höfuð-
máli að þannig sé búið að starfskjörum og
launamálum að menn laðist að þessum störf-
um, því þetta eru mjög flókin, vandasöm og
erfið störf.
— Vœri ekki full ástœöa til að koma upp
sérdómstóli í skattamálum á borð við fíkni-
efnadómstólinn, sem hefur skilaó ótvíræð-
um árangri?
Þetta hefur verið rætt og reyndar kom
fram um það tillaga á Alþingi að setja á stofn
sérdómstól í skattsvikamálum og skyldum
brotum, verðlagsbrotum, gjaldeyrisbrotum
og ýmsum hvítflibbabrotum. Miðað við þá
reynslu sem við höfum af meðferðinni hjá
hinum almennu dómstólum virðist fullkom-
lega réttlætanlegt að athuga hvort ekki sé
hægt að stofna slíkan dómstól.
— Hvernig er þessum málum háttað hjá
nágrannaþjóðunum?
Hjá nágrannaþjóðunum fara þessi mál fyr-
ir almenna dómstóla. En í Danmörku er til
dæmis sérstök deild hjá lögreglunni sem fer
með skattsvikamál og hvítflibbabrot. Sú
deiid hefur náð miklum árangri. Þar að auki
er sérstakur saksóknari sem fjallar um þessi
mál í Danmörku. Það er víst að þar ganga
skattsvikamál miklu hraðar fyrir sig.
— Þurfa menn þá nokkuð aö óttast það að
svíkja undan skatti? Er ísland kannski para-
dís skattsvikarcnna?
Þetta er sterkt tekið til orða. Menn þurfa
auðvitað að greiða þá skatta sem þeir hafa
dregið undan og sú rannsókn sem fer fram
hjá okkur og lögreglunni tekur náttúrlega á
þá sem í því lenda. Hins vegar vantar þarna
betra aðhald með skjótari dómstólameð-
ferð.
— Hvað eru skattsvik algeng á Islandi?
Það er ailtof algengt að það komi upp stór
mál.
— íhvaða greinum eru skattsvikin algeng-
ust?
Það er erfitt að taka eina grein fram yfir
aðra og auk þess er það misjafnt eftir at-
vinnugreinum hvað við fáum góð gögn til að
sannreyna framtöl. Söluskattsvikin hafa ver-
ið mest áberandi á undanförnum árum og
auk þess höfum við fengið ýmsar góðar vís- I
bendingar erlendis frá um innflutningsversl-
unina. Þar er talsverð hætta á undandrætti
eins og dæmin sanna, svokallaðar faktúru-
faisanir. Við höfum fyrst og fremst eftirlit
með fyrirtækjum og einstaklingar koma
yfirleitt fyrir okkur í tengslum við þau. Að
öðru leyti ber launþega sárasjaldan upp á
borð hjá okkur.