Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 8
þingi fyrir flokkinn! Ég efast um að sagnfræðingar átti sig einu sinni á því eftir 50 ár hvað það var, sem gerðist þarna. En það var stórkostlegt." Skýringar á skjótum frama Þorsteins Pálssonar í Sjálfstæðis- flokknum liggja ekki alveg á lausu. Sumpart felast þær i eðlis- eiginleikum hans, en skýringa er einnig að leita í ferli hans, á stoppi- stöðvunum á leiðinni Selfoss- Valhöll. Ásgeir Hannes Eiríksson var með Þorsteini í Verslunarskólan- um. „Hann var mjög geðfelldur og prúður piltur, en hann hafði önnur áhugamál en ég. Hann var í stjórn bindindisfélagsins á sama tíma og ég lagði það niður. En tími Þor- stains var ekki kominn í Verslunar- skólanum. Það var ekki fýrr en í Háskólanum að hann fór að láta verulega að sér kveða í stúdenta- pólitíkinni. Á þessum árum gekk allur Verslunarskólinn i Heimdall. Jóhann Briem stóð fyrir því og skrifaði 90% af mínum bekk inn í Heimdall. Þessi einlita heim- dellska er að bera ávöxt núna, í pólitísku starfi Sjálfstæðisflokks- ins. Góðir menn frá þessum árum eru nú að hasla sér völl. Ég kaus Þorstein bekkjarbróður minn á landsfundinum. Það er enginn maður í Sjálfstæðisflokknum bú- inn fleiri hæfileikum til forystu en hann, nema Albert, hvers hæfi- leikar liggja um margt á öðrum sviðum. Þorsteinn hefur alla eigin- leika sem skipta máli. Hann hefur keppt að þessu í mörg ár og búið sig undir þetta," segir Asgeir Hannes. En hverjir eru þessir hæfileikar Þorsteins Pálssonar? „Þegar á fyrstu árunum í HÍ fór alit að stefna í það að hann tæki við á- byrgðastöðum," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem var varafor- maður Vöku og Orators og rit- stjóri Vöku-blaðsins og Úlfljóts þegar Þorsteinn var formaður í báðum félögunum. „Hann er af- burða traustur og heilsteyptur maður og það ríkir friður í kring- um hann. Hann sér mál yfirleitt í stærra samhengi en flestir aðrir og hefur einstakan hæfileika til að sjá mál til enda. Hann er fljótur að sjá í gegnum deilumál, lítið hrifinn af skyndilausnum og ég sæi hann seint gera afdrifarík mistök. En hann er líka óhræddur við að taka ákvarðanir þegar hann hefur trú á einhverju máli. Hann hefur kraft til að leggja málin á borðið og þrautseigju til að fylgja þeim eft- ir.“ Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags íslenskra iðnrek- enda, nefnir fyrst heilindi Þorst- eins, eins og flestir aðrir viðmæl- endur HP. „Hann er sérlega heil- steyptur. Hann er skynsamur stjórnandi, hefur hæfileika til að laða menn til samstarfs, og hag- nýta ráðleggingar samstarfs- manna með því að veita þeim svigrúm til sjálfstæðra athafna. Hann er hugmyndaríkur og kjark- mikill en um leið strategískur, hann varðar veginn helst til enda áður en hann leggur í hann.“ Þeir sem hafa unnið með Þorst- eini Pálssyni á Morgunbiaðinu, Vísi eða hjá Vinnuveitendasam- bandi íslands taka flestir mjög í sama streng. „Hann var mjög þægilegur yfirmaður en hélt samt alltaf ákveðinni fjarlægð," segir Anders Hansen sem vann sem blaðamaður á Vísi undir ritstjórn Þorsteins. „Hann hafði lítil sam- skipti við okkur nema vegna verk- efnanna sem lágu fyrir. Hans stíll var beinhörð stjórn að hans eigin frumkvæði, en hann tók þó jafnan vel í okkar tillögur. Helsti styrkur hans var þessi óvenjulega mikli hæfileiki til að greina kjarnann frá hisminu." Ólafur Ragnarsson, meðritstjóri Þorsteins á Vísi um rúmlega þriggja ára skeið, tekur undir þetta síðasta. „Hann á óvenjulega auðvelt með að hugsa skýrt og vega og meta málin af sanngirni og fordómalaust. Þetta var inn- takið í þeirri leiðarastefnu sem við fylgdum. Þorsteinn var alltaf á því, að taka málefnalega afstöðu og hún fór ekkert alltaf saman við markaða stefnu Sjálfstæðisflokks- ins.“ Þorsteinn kom inn á Vísi á á- takaskeiði í sögu blaðsins. Hann var settur við hlið Jónasar Krist- jánssonar sem flutti fljótlega út og stofnaði Dagblaðið. Sú saga verð- ur ekki rakin hér enda kom Þor - steinn sjálfur þar lítið við sögu. „Þorsteinn reyndi hvað hann gat að vera „óháður og frjáls" rit- stjóri í grimmri samkeppni við Dagblaðsóvininn, en tvennt varð honum til trafala þar,“ segir mað- ur sem fylgdist grannt með Þor- steinií ritstjórnartíð hans á Vísi. Hann var annars vegar of mikill flokksmaður af sannfæringu og hins vegar of veikur fyrir frekar penpíulegum, borgaralegum við- miðunum í mati á því hvað mátti birta og hvernig. Hann er góður íhaldsmaður, en það hentar betur í Sjálfstæðisflokknum en óháðri blaðamennsku." Eitt er það í fari Þorsteins Páls- sonar sem menn greinir nokkuð á um. Það er hversu opinn hann er í samskiptum. Enginn dregur í efa hreinlyndi Þorsteins, eindrægni og heiðarleika, en sumum finnst hann kaldur og ópersónulegur. „Þorsteinn er lokuð týpa,“ segir einn fyrrum samstarfsmanna hans. „Hann er ekki litríkur per- sónuleiki. Ég veit ekki að hve miklu leyti hann heldur einkamál- um^prívatskoðunum viljandi út af fyrir sig, en þessi lokun háir hon- um.“ Anders Hansen er nokkuð sammála þessu: „Hann kom mér fyrir sjónir sem hlédrægur maður, allt að því feiminn. Ég er ekki frá því að þessi óframfærni hafi háð honum í pólitíkinni. Ég held t.d. að hann eigi erfitt með að koma sér á framfæri við kjósendur, bjóða sjálfan sig til sölu, erfiðara en margir halda. Það að hann skuli samt gera þetta og takast vel upp er sjálfsagt spurning um geysilega þálfun." „Hann er feiminn og óframfær- inn en vinnur að því að koma sér út úr skelinni," segir náinn sam- starfsmaður frá fyrri tíð. „Hann á auðvelt núna með að ná til fólks en hann hefur þurft að hafa fyrir því. Hann hefur komið sér upp stórkostlegri samskiptatækni og er alltaf mjög meðvitaður um sjálf- an sig, sína framgöngu. Hann hef- ur líka hagnast á þessu. I upphafi VSÍ — tímabilsins var ekki óalgengt að sjá myndir af honum i blöðum þar sem hann sat við skrifborðið á skyrtunni og með uppbrettar ermar. Hann spáir í svona hluti. Hann reynir að hafa, og hefur, ótrúlega stjórn á því hvernig hann kemur fyrir, hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, í Nú er „sumardagurinn fyrsti" á Kanarí ekki langt undan. Þar ervorhugur í fólki, og þegar Arnarflug byrjar Kanarleyjaferðir sínar þann fyrsta nóvember - þá er sumarið komið. Arnarflugsferðirnar eru glæsilegri en Kanaríeyjaferðir hafa hingað til verið. Tvennt, fyrir utan sólina, sjóinn og verðlagið á Kanarf, gerir þær að einstökum ferðamöguleika: GIÆ8ILEG GISTING í litlum einbýlishúsum eða íbúðum á Barbacan Sol-nýjum og sérstaklega fallegum gististað, sem íslenskir Kanaríeyjafarar hafa lengi óskað sér, en fá nú í fyrsta sinn að njóta. Aðstaðan er stórglæsileg og fjölbreytt - tvær sundlaugar, golf- og tennisvellir, verslunarmiðstöð, veitingastaðir, barir, spilasalir og fleira - allt er fyrsta flokks. AMSItRDAMBVÖL i KUJPBCTI Einstakt tækifæri til að kynnast heimsborginni Amsterdam. Veisluhöld í mat og drykk, ótal verslunarmöguleikar og fjörugt næturlffið er ógleymanlegt í þessari fallegu borg, sem svo rækilega hefur slegið f gegn meðal Islendinga. Viðburðarík sólarhringsdvöl í upphafi og enda allra ferða, og möguleikar á framlengingu. OIÍDUCI SiMÁR! TIIK\NARm,i\MLDAR\4RLLLGI VERDKR.22.686mðað við 4 í 3 herb. íbúð). Brottför: Alla þriðjudaga. 10, 17 og 24 daga ferðir. Innifalið: Flug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting á lúxushótelinu Pulitzer í Amsterdam og íbúðagisting á Kanaríeyjum ásamt íslenskri, fararstjórn. Leitið til söluskrifstofu Arnarflugs eða ferðaskrifstofanria og fáið litmyndabækling með ítarlegum upplýsingum. HAUSTTILBOÐ! 1. Haus 5. Hryggur 2. Svíri 6. Lend 3. Bógur 7. Rifjasteik 4. Hnakkakambur 8. Síöa 9. Slag 10. Höm — Læri 11. Skanki og tær 159. • kr. kg. tilbúið í kistuna *. Sundurhlulun séð utan Irá 1 Hál* t 6 Þrihymingur II Skankl 16 Kviðslykkl 2 Herðakambur 7 Hali 12 S.ða 17 Slag 3 Framhryggur 8 Háls 13 Klumpur 16 Skanki 4 Þunnasteik 9 Bógur 14 Innanlnnsvoðvi 5 Þykkasleik 10 Bðgur 15 Kviðstykki Sundurhlutun sðð innan Irá 1 Háls 11 Skankl 17 Slag 2 Herdakambur 12 Siða 18 Skankl 3 Hryggur 13 Klumpur 19 Lundir 6 Þrjhyrmngur 15 Kviðslykki 20 Brmga 7 Hali 16 Kviðstykki 21 InnanlærisvOðvi 129r kr. kg Flokkur U.N. I Tilbúiö í frystinn Ath. Biöjiö um bók Arnar og Örlygs um nautakjöt og svínakjöt og margt skemmti- legt kemur I Ijós. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM Snyrtivörur fyrir þá sem eiga aðeins það besta skilið. Lista-Kiljan sf., sími 16310. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.