Helgarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 7
NÆRMYND
Þorsteinn Pálsson er 36 ára. Hann
fæddist á Selfossi 29. október
1947, sonur hjónanna Páls Sig-
urðssonar skrifstofumanns og
Ingigerðar Nönnu Þorsteinsdóttur
verslunarmanns. Þegar Þorsteinn
var 10 ára fluttist fjölskyldan til
Reykjavíkur. Ólafur Bachmann,
tónlistarmaður og verslunarmað-
ur, man eftir honum á Selfossi.
Þeir bjuggu í sömu götu. „Þetta
var hægur og rólegur strákur.
Hann lét ekki mikið að sér kveða
í okkar hópi. Það voru aldrei mikil
læti í honum saman borið við okk-
ur hina strákana. En ég gieymi því
aldrei hvað hann varð fljótt dimm-
raddaður."
Fjölskylda Þorsteins settist að í
Vesturbænum í Reykjavík og bjó
lengst af í blokkaríbúð á Hjarðar-
haganum. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins og framkvæmda-
stjóri SÁÁ, var bekkjarbróðir
Þorsteins frá því í Hagaskóla.
Hann lýsir foreldrum Þorsteins
sem „traustu og farsælu fólki." Og
Valgeir Pálsson lögfræðingur,
bróðir Þorsteins, segir: „Við höf-
um alltaf verið samheldin fjöl-
skylda, það voru alltaf nánir kær-
leikar með okkur Þorsteini og
foreldrum okkar. Þorsteinn er sex
árum eldri en ég, en ég man ekki
eftir að hann hafi strítt mér. Það
bar aldrei á stríðni hjá honum eða
'kerksni við yngri krakka. Hann
reyndist mér í alla staði góður
stóri bróðir og við höldum mjög
nánu sambandi, tölum nær dag-
lega saman." Ingigerður, móðir
þeirra, lést í fyrra.
Eins og annarra unglinga í Vest-
urbænum lá leið Þorsteins í Haga-
skólann. Þaðan man sr. Karl Sig-
urbjörnsson vel eftir honum.
„Skemmtilegur náungi, Þorst-
einn. Hann var enginn sérstakur
foringi okkar strákanna á þessum
tíma, en hann var vinsælj, hressi-
legur og skemmtilegur féíagi. Það
var alltaf hlátur í kringum hann og
gamansögur sagðar en hann var
samt enginn sprellikarl. Hann
hafði strax ofboðslegan áhuga á
pólitík. Það var gaman að deila
við hann, hann var svo rökfastur
og hann lét sig hvergi. Pólitíkin
var hans heitasta áhugamál og
hann var sjálfstæðismaður frá
upphafi. Margir fóru langt út á
hinn kantinn í þrætum við hann,
bara til að eiga þess kost að heyra
hann rökstyðja sitt mál,“ sagði
Karl. „Ég varð ekki hissa þegar
nafn hans fór að heyrast nefnt á
opinberum vettvangi." Þorsteinn
gekk í Heimdall 14 ára gamall.
Hann hélt áfram menntaveginn
og hann hélt áfram að tala um
stjórnmál. Hann hóf nám við
Verslunarskóla íslands 1963 og
lauk þaðan stúdentsprófi 1968.
„Þorsteinn fór frekar rólega af
stað," segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson. „Hann hefur aldrei
verið fyrir það að trana sér fram.
Það hefur alltaf frekar verið á
hann sótt”
„Málfundafélagið var aðal
nemendafélagið í Verslunarskól-
anum þá,“ segir Magnús Gunnars-
son, arftaki Þorsteins í fram-
kvæmdastjórastöðu Vinnuveit-
endasambands íslands og skóla-
bróðir í VÍ. „Hann lét strax að sér
kveða í félaginu og menn tóku eft-
ir mælsku hans og krafti í pontu.
Hann var einn af betri ræðumönn-
um skólans og virkur þátttakandi
í félagslífinu, þótt hann gegndi
ekki æðstu stöðum," segir
Magnús.
f Verslunarskólanum var árlega
efnt til mælskukeppni og kosinn
mælskasti maður skólans.
Magnús Gunnarsson sigraði í þess-
ari keppni 1965. Árið 1967 var sig-
urvegarinn Þorsteinn Pálsson.
En Þorsteinn talaði ekki aðeins
til skólasystkina sinna úr pontu á
þessum árum; hann var líka mikil-
virkur skríbent og ritsmíðar hans
birtust jafnt og þétt á síðum skóla-
blaðs VÍ, Viljans, og Verslunar-
skólablaðsins, ársrits Málfundafé-
lagsins, bar sem hann átti sæti í rit-
nefnd. Á þessum árum velti Þorst-
einn fyrir sér hinum ýmsu hliðum
stjórnmála og í grein sinni í Versl-
unarskólablaðinu 1968, á ári
stúdentauppreisnanna í Evrópu,
fjallar hann um hugsanlegar á-
stæður fyrir takmörkuðum stjórn-
málaáhuga ungs fólks á þessum
árum. Greinina nefndi Þorsteinn
„Afskipti ungra manna af stjórn-
málum." Þar segir hann m.a.:
„Fréttir berast af því utan úr
heimi, að stórir og smáir hópar
æskufólks stofni með sér samtök,
byggð á nýjum siðalögmálum og
kenningum. Fólk þetta hefur sagt
sig úr lögum við samfélagið,
vegna þess að það telur þjóðfé-
lagsformið eða framkvæmd þess
rotna. Það kann að vera að hér sé
i fæðingu ný alheims þjóðfélags-
bylting. Hitt er þó vonandi sanni
nær, að hér sé á ferð stundarfyrir-
brigði... Þetta unga fólk hefur gert
sér grein fyrir meinum þjóðfélags-
ins og þeim fjölmörgu brestum
sem nú veikja stoðir þess. En þetta
fólk hefur heykzt á því að ráðast
til atlögu við vandann, en þe.ss í
stað lagt árar í bát. Slíkt er háttur
lítilmagnans. Þetta eru slæm tíð-
indi og ill framtíðarspá." Nokkru
síðar i greininni segir Þorsteinn:
„Fæstum er það að fullu Ijóst,
hvers vegna stjórnmálaáhugi
ungs fólks er dvínandi og næsta
lítill. Kemur þar margt til, sumt
hulið, en annað nokkuð Ijóst. Það
mætti draga þá ályktun af þeim
stjórnmálaumræðum, sem hér
fara fram, að stjórnmál og andlegt
atgervi þeirra, sem við þau fást,
séu ekki upp á marga fiska. Ein-
hlítur mælikvarði á stjórnmála-
ástandið eru stjórnmálaumræður
alls ekki, en þær eru líka fjarri því
að auka og glæða áhuga ungra
manna fyrir stjórnmálalegri hugs-
un.
En það eru ekki einungis um-
ræðurnar, heldur og starfsemi
stjórnmálasamtakanna, sem nota
oft á tíðum valdaaðstöðu sína sér
og sínum til framdráttar. Hér er
ekki sneitt að einum einstökum
stjórnmálasamtökum. í þessu til-
liti eru allir meðsekir.
Margir þeir sem komast til valda
og mikilla áhrifa innan stjórn-
málaflokkanna eru svokölluð
„flokksuppeldi". Menn sem
dregnir hafa verið upp metorða-
stigann innan flokkanna sjálfra,
þar sem þeir hafa starfað frá barn-
æsku og ávallt sýnt fyllstu undir-
gefni og hlýðni. Ekki er verið að
draga dul á hæfileika þessara
manna.... en þessir menn hafa
aldrei komist í tengsl við samfé-
lagið og það þjóðfélag sem jDeir
eru útnefndir til að stjórna. I því
felst hættan, aðskilnaði stjórnmál-
anna við þjóðfélagið, sem stríðir
algerlega á móti uppruna þeirra.
Eftir því sem fleiri láta troða sér
slóð á þennan hátt, fjarar út sjálf-
stæð skoðanamyndun innan
flokkanna. Þetta gerir það að
verkum, að aðeins þeir, sem í einu
og öllu eru á sama máli og leiðtog-
arnir, geta starfað af elju í flokkn-
um.“
Hafi Þorsteinn Pálsson ætlað sér
að komast til áhrifa í Sjálfstæðis-
flokknum, sem engin ástæða er til
að draga í efa, hefur ferill hans
innan flokksins verið í góðu sam-
ræmi við hugmyndir hans í þess-
um efnum fyrir 15 árum. Eins og
margoft hefur verið bent á undan-
farnar vikur í umræðum og skrif-
um um formannskjör Sjálfstæðis-
flokksins, er Þorsteinn Pálsson
fyrsta formannsefnið, sem ekki
hefur hlotið hefðbundið flokks-
uppeldi, sem ekki hefur klifið
hefðbundinn metorðastiga flokks-
ins,
„Ég er ekki viss um að menn átti
sig fyllilega á því hvað hefur gerst
í Sjálfstæðisflokknum," segir einn
náinn samstarfsmaður Þorsteins
Pálssonar frá fyrri tíð. „Yngsti
þingmaður flokksins hefur verið
kosinn formaður í góðri kosningu.
Það ríkir friður um hann í flokkn-
um og menn hrósa happi að hafa
fundið leiðtoga. En hann var bara
búinn að vera tæpan mánuð á
Framhald. á nœstu síðu
Þorsteinn Pálsson
eftir Hallgrlm Thorstelnsson og Egil Helgason Telkning: Ingólfur Margelrsson
Spennan á landsfundi Sjálfstœöiflokksins hafði farid vaxandi eftir að frambjóð-
endurnir þrír höfðu flutt rœður sínar síðdegis á laugardag. Þegar landsfundarfull-
trúar gengu til fundar að loknu matarhléi á sunnudag var andrúmsloftið orðið raf-
magnað af eftirvœntingu. Tíu ár voru liðin frá því að Geir Hallgrímsson tók við
formennsku íSjálfstœðisflokknum og nú átti að kjósa mann í hans stað. Nýjan for-
ingja. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur leggur jafnmikið upp úr foringja sínum
og Sjálfstæðisflokkurinn og nú var stóra stundin að renna upp.
Kosningin hófst klukkan tuttugu mínúturyfir tvö, og talning gekk fljótt fyrir sig.
Um klukkan hálffjögur stikaði Kjartan Gunnarsson, framkvœmdastjóri flokksins,
þvertyfir salinn í áttina til Þorsteins Pálssonar, sem stóð á tali við nokkra flokks-
brœöur sína. „Komdu," sagði Kjartan og þreifí handlegginn á honum. „Á ég að
koma?" sagði Þorsteinn og kankvíst bros fœrðistyfir andlit hans. Svo leyfði hann
Kjartani að teyma sig fram í salinn til að hlusta á úrslitin. Hann vissi hver þau
mundu verða.
Þeir, sem stóðu álengdar og horfðu á þá Kjartan og Þorstein, töldu sig vita
nokkurn veginn hvað gerst hafði en voru ekki vissir. ísömu andrá beindist athygli
þeirra að Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, fundarstjóra, sem þá steig í ræðustól.
Það datt á dúnalogn í salnum. Þorvaldur Garðar las upp atkvœðatölur Birgis ís-
leifs Gunnarssonar og Friðriks Sophussonar, og þeir sjálfstœðismenn sem gátu
lagt þœr saman í huganum sáu strax að þriðji frambjóðandinn hafði fengið yfir
50% atkvœða í fyrstu umferð. „....Þorsteinn Pálsson 608atkvœði... “ Eitt andartak
fór eins konar raflost um salinn. Fullorðið fólk fékk gœsahúð og í hnén af geðs-
hrœringu og síðan drukknaði framhald úrslitatilkynningarinnar í dyríjandi lófa-
taki landsfundarfulltrúanna, sem risu allir sem einn úr sœtum qg klöppuðu lengi.
Sjálfstœðisflokkurinn hafði eignast nýjan formann, og undir rœðunni sem hann
flutti þegar fagnaðarlátunum loksins linnti, sannfœrðust margir um að flokkurinn
hefði borið gœfu til að velja sér sannan leiðtoga.
„Kœru vinir og samherjar. Ég tek við þvítrausti sem þið hafið sýnt mér ídag með
þakklœti og auðmýkt. Mikill vandi fylgir þessu starfi og það er undirorpið miklu
miskunnarleysi... “
HELGARPÓSTURINN 7